Morgunblaðið - 30.09.1987, Side 47

Morgunblaðið - 30.09.1987, Side 47
Kaupmannahöf n MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 47 munu verða í Bádteatret til 17. október. -G.L. Ásg. Bádteatret ! Nýhöfn þar sem verkið er sýnt. GEiSLAVORN SEM SLÆRTVÆR ELLGLJR í EINL LIÖGGI! Auóveld í uppsetningu. Engir vírar. Gott verö. Heildsali: T /T~ L/ Nl I Grensásvegi 7. 108 Reykjavík. Box 8294. S 681665. 686064 Endursöluaðilar: Bókabúð Braga Penninn Einar J. Skúlason Skrifstofuvélar Griffil! Tölvuvörur Mái & Menning Örtölvutækni Morgunblaðið/PPJ Þorsteinn Guðmundsson, einn eigandi Vesturflugs, og Sveinn Einars- son, aðaleigandi Flugfars. Yesturflug og flugfar flylja í nýtt húsnæði NÝLEGA tóku flugskólinn Vest- urflug hf. og leiguflugfélagið Flugfar hf. i notkun nýtt og glæsilegt húsnæði á Reykjavík- urflugvelli, en til þessa hefur starfsemi fyrirtækjanna farið fram í gömlu húsi, Breiðabóli, sem er langt inn á flugvallar- svæðinu, norðan við flugskýli Flugleiða. Nýja húsið, sem er staðsett rétt norðan við vöruafgreiðslu Flug- leiða, er 115 m2 að stærð og skiptist í afgreiðslusal flugskólans, skóla- stofu, kennaraherbergi, afgreiðslu- sal leiguflugsins og skrifstofu fyrir bæði fyrirtækin. Flugskólinn Vest- urflug rekur tvær Beechcraft Skipper tveggja sæta kennsluflug- vélar og eina fjögurra sæta Cessna 172 Skyhawk. Skólastjóri Vestur- flugs er Pétur Jónsson. Flugfélagið Flugfar stundar al- mennt leiguflug með 9 farþega flugvél af gerðinni Cessna 402C. Framkvæmdastjóri Flugfars er Sveinn Einarsson. Við þessa breyt- ingu batnar aðstaða beggja fyrir- tækjanna til muna og eru fyrirtækin ekki lengur staðsett langt fyrir inn- an girðingu þar sem erfítt er að rata. Það er ennfremur mikill kostn- aður fyrir flugskólann að geta nú haldið bókleg námskeið í eigin hús- næði jafnframt því sem nú gefst möguleiki á að bjóða upp á minni og sérhæfðari námskeið. VÖRN SEM HINDRAR SPEGLUN OG GEYSLUN FRÁ TÖLVUSKJÁM Lokaæfing Svövu Jakobs- dóttur sýnd í Bádteatret Jónshúsi, Kaupmannahöfn. LEIKRIT Svövu Jakobsdóttur, Lokaæfing, var frumsýnt á dönsku í Bádteatret í Nýhöfn föstudaginn 18. september. Heit- ir það Generalpröven í þýðingu leikstjórans, Vibeke Bjelke. Aðal- leikendur eru Hans Henrik Voetmann og Christina Kröll. Höfundi, leikstjóra og leikendum var vel fagnað í sýningarlok og þeim færðir blómvendir. í tilefni af sýningunum á Loka- æfingu var boðað til blaðamanna- fundar í Bádteatret. Það er lítið leiksvið um borð í skipi, sem liggur við landfestar við hús nr. 14 í Ný- höfninni. Á fundinum kom fram, að aðeins er ár síðan leikhópurinn í þessu sérstæða leikhúsi fór að tala um leikritið. Fengu þau hug- myndina, er Hans Henrik Voet- mann hitti Stefán Baldursson á norrænni leikhúsráðstefnu, en Stef- án benti á Lokaæfingu sem áhugavert og hentugt leikhúsverk fyrir lítið svið. Voetmann minnti einnig á, hversu miklu meiri hlut leikarar smærri leikhúsa eiga í ákvarðanatöku um leikritaval og stjómun. Em allir leikararnir, en aukahlutverk leikur Rikke Steffens- en, ánægðir með verkið og ekki sízt leikstjórinn, Vibeke Bjelke, sem þýddi leikritið eftir dönsku og ensku vinnuhandriti og felldi það að dönsku nútímamáli og umræðu. „Það er margt við Lokaæfingu, sem hreif mig strax,“ segir Vibeke Bjelke. „Við sjáum þörf hjónanna á að loka sig úti frá umheiminum, hvemig allt heimsmat þeirra breyt- ist smátt og smátt og hversu skammt tæknin nær, þegar allt kemur til alls. Hið andlega hungur kvelur þau niðri í byrginu og smá- vægilegir hlutir taka að skipta meginmáli. Og svo spurningin, hvers er að vænta, þegar upp er komið?“ Svava Jakobsdóttir segir þessa gerð leikritsins nokkuð breytta frá upphaflegri mynd, er það var leikið Tölvuskjáir gefa frá sér geisla sem þreyta augun og erta húðina. Lausn á þessum vanda er: POWER SCREEN, jarðtengd skjásía sem varnar því að óhreinindi og geislar streymi frá skjánum. Jafnframt brýtur hún niður Ijósið sem þýðir að glampi á skjánum er úrsögunni. Þetta er eitthvað fyrir þig! Leikarar ásamt höfundi, talið frá vinstri: Rikke Steffensen, Christ- ina Kröll, Svava Jakobsdóttir og Hans Henrik Voetmann. Hans Henrik Voetmann og Christina Kröll í hlutverkum sínum í Lokaæfingu. á Litla sviði Þjóðleikhússins 1983 og við opnun Norðurlandahússins í Þórshöfn. Svava endurskoðaði verkið og er nýja gerðin nú leikin í fyrsta sinni. Þanig mun Leikfélag Akureyrar sýna það í vetur og enn fremur er á döflnni ensk leikgerð. Höfundinum fínnst vel hafa tekizt til um uppsetningu verksins og leik- sviðsgerð Piu Maanssen og róma mjög leik allra leikaranna, en aðal- hlutverkin tvö krefjast mikilla átaka. Það var lokaæfíng í tvennum skilning síðustu dagana fyrir frum- sýninguna, er lesendum City Avisen gafst kostur á að sjá leikritið fyrir lækkað gjald og notfærðu margir sér það. Sýningar á Generalpröven

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.