Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.09.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 félk í fréttum og hann er ekkert að flíka einkalífi sínu. Frægðin hefur ekki stigið honum of mikið til höfuðs, og hann hefur ennþji. gott samband við ætt- ingja sína og gamla vini, og lætur þá njóta góðs af auði sínum. Eddie lokar sig ekki inni í lúxus- villunni sinni í New Jersey, en fer oft út í gönguferð eða að kaupa í matinn, jafnvel þó að stundum flyk- kist fólk að honum til að biðja um eiginhandaráritanir, eða bara til að sjá goðið. Þessar ferðir meðal alm- úgans hjálpa Eddie að sjá hlutina í réttu ljósi, t.d. segist hann oft hafa lent í því að hvítt fólk hafí kallað hann ónefnum, en síðan roðnað niður í tær þegar það hafí uppgötvað að það var að móðga kvikmyndastjömu. „Það er erfítt að slá í gegn í Hollywood," segir Eddie, „en það er ennþá erfíðara ef þú ert svartur." Eddie segist alveg treysta sér til að leika alvarleg hlutverk, en hann er ekki viss um að áhorfendur geti nokkum tíma tekið hann alvarlega. „Getur nokkur maður hugsað sér að sjá mig í ástarsenu án þess að ég segi brandara á eftir?" spyr Vinsælasti leikarií heiminum I dag. hann. Hann lætur neikvæð ummæli gagnrýnenda um „Lögguna í Be- verly Hills 2“ sem vind um eyru þjóta, og segist ætla að halda áfram að leika Alex Foley á meðan áhorf- endur hafí ennþá gaman af að sjá hann. „Helsti hæfileiki minn er sá að ég get fengið fólk til að hlægja, og ég sé enga ástæðu til að hætta því. Hins vegar hefði ég einnig gaman af að leikstýra, og að skrifa kvikmyndahandrit. Ég hef reyndar skrifað tvö slík, en ennþá er ekkert ákveðið um hvort eða hvenær það verði farið í að taka kvikmynd eftir þeim." Það virðist hins vegar vera alveg sama hverju Eddie Murphy kemur nærri, það verður allt að gulli. Hann hefur sungið inn á plötu, og nú í augnablikinu vinnur hann að ann- arri. Gagnrýnendur hafa lýst því yfír að Eddie sé alveg gjörsneyddur öllum hæfíleikum í sönglistinni, en Eddie hlær jafn mikið að þeim og að þeim sem saka hann um ein- hæftii í leiklistinni. Hann er vinsæl- asti leikari í heiminum í dag, og það er ekkert útlit fyrir að vinsæld- ir hans dali í bráð. Morj^unblaðið/Bjami Reyklausi bekkurinn úr Rasmus Rask-skólanum í Óðinsvéum. Lengst til vinstri er Finn Wisnew- ski, annar kennarinn, og sitjandi til hægri (með gleraugu) er Bodil Dahl. íslandsferðin stóð í tvær vikur, frá 16. til 29. september, og fóru dönsku krakkamir m.a. í fímm daga rútuferð, þar sem þau heim- sóttu Akureyri, Mývatn, og fleiri staði, og svo voru þau tvo daga á sveitabæjum í Borgarfírði. Þau heimsóttu nokkra skóla, og héldu þar fyrirlestra um Óðinsvé og H.C. Andersen. Á meðan þau dvöldu hér á höfuðborgarsvæðinu gistu þau hjá pennavinum sínum úr Þingholtsskóla, sem fá greið- ann svo væntanlega endurgoldinn þegar þeir sækja Óðinsvé heim næsta vor, þó að enn sé ekki full- ljóst hvort af þeirri ferð verður. Eins og áður sagði, þá er 9.-X reyklaus bekkur, en aðspurð sögðu krakkamir að það væri frekar sjaldgæft í 9. bekk í Dan- mörku. Þau sögðu íslendinga reykja minna en Dani, og voru hrifín af ströngum tóbaksvamar- lögum á íslandi, en í Danmörku er ekki bannað að reykja í bönkum og á opinberum vinnustöðum, og engin aldurstakmörk em á tó- bakskaupum. Finn Wisnewski, annar kennari unglinganna, sagði að tóbaksvamarstarfíð væri ekki. eins öflugt í Danmörku og hér á landi, og það væri eingöngu feng- ist við það í hveijum skóla fyrir sig, en ekkert um að utanaðkom- andi aðilar kæmu með áróður í skólana, eins og Krabbameins- félagið gerir hér á landi. Reyking- ar meðal skólabama hafa þó dregist verulega saman í Dan- mörku í mörg ár, eins og á íslandi. Það var greinilegt að dönsku krakkamir höfðu skemmt sér stórvel héma á íslandi, og það kjaftaði á þeim hver tuska þegar blaðamaður spurði hvað hefði komið þeim mest á óvart í ferð- inni. Sum nefndu Bláa lónið og allar útisundlaugamar, önnur vom hissa á því hvað það væri mikið frelsi meðal nemenda hér, þannig að þeir gætu farið í skól- ann á kvöldin og hlustað á tónlist, og einhver minntist á það að íslensk böm færa úr skónum áður en þau fæm inn í skólastofumar. Þá sagði ein stelpan að sér þætti ógurlega gaman að hlusta á íslensku talaða, því það væri eins og íslendingar töluðu með nefinu. nefndur til Emmy-verðlauna fyrir hlutverk sitt þar þegar hann var aðeins 21 árs. Ári síðar lék Eddie í sinni fyrstu kvikmynd, „48 klukkustundir", á móti Nick Nolte, og vakti þá mikla lukku fyrir hlut- verk sitt sem kjaftfor og snaggara- legur smákrimmi. Hlutverk Eddies hafa alltaf verið svipuð upp frá því, enda kaupa áhorfendur sig inn fyrst og ffernst til að sjá hann rífa kjaft á sinn einstaka og ósvíftia hátt. Mynd- band sem tekið var upp á sviðs- skemmtun Eddies var klippt sundur og saman til að forða því frá að fá klámmyndastimpil vegna klúryrða, og þykir þó mörgum nóg um orðbragðið samt. Eddie viðurkennir það fúslega að vera orðljótur í raun- vemleikanum, eins og á hvíta tjaldinu; „ef ég væri faðir, þá myndi ég harðbanna bömun- um mínum að hlusta á mig“ segir hann. Á móti kemur að Eddie hefur fáa aðra lesti; hann hvorki reykir, drekkur, né notar eiturlyf. Hann hefur átt í mörgum ástarsam- böndum, en ekki með neinum frægum stjömum, Eddie Murphy er án nokkurs vafa vinsælasti kvikmyndaleikari í heim- inum í dag. Mynd hans „Löggan í Beverly Hills 2“ hefur halað inn yfír 150 milljónir dollara á mettíma, og það virðist engin lát vera á að- sókninni þó að gagnrýnendur víðast hvar hafí hakkað myndina í sig, og segja að myndin sé „endurtekið efni“. Eddie hefur skotist hratt upp á stjömuhimininn; hann er aðeins 26 ára gamall, en hefur þegar leikið í fímm feykilega vinsælum kvik- myndum. Hann byijaði að koma fram aðeins fímmtán ára gamall í hverfínu sem hann bjó í á Long Island í New York, og hann varð stjama í gamanmyndaþáttunum „Saturday Night Live", og var til- Orðljótur og ofurvinsæll Reyklaus bekkurí Islandsferð að er að verða töluvert vin- sælt að nemendur frá Norðurlöndunum komi í heimsókn til íslands, og er þá stundum um gagnkvæm nemendaskipti að ræða. Hér var nýlega staddur hópur danskra unglinga á aldrin- um 14-15 ára, sem hafa verið í sambandi við nemendur í Þing- holtsskóla í Kópavogi, og stendur það svo til að Islendingamir end- urgjaldi heimsóknina næsta vor. Dönsku krakkamir em í reyklaus- um bekk, og af því tilefni bauð Krabbameinsfélag Reykjavíkur þeim í heimsókn, og afhenti þeim viðurkenningarskjal eins og tíðkast að gefa reyklausum bekkj- um hér á landi, og þar hitti Morgunblaðið þau að máli. Þau sögðu að ferðin hefði tek- ist vonum framar, og að gestrisni íslendinga væri ótrúleg, og hefði gert ferðina ógleymanlega. Þegar blaðamaður spurði hvað hefði ver- ið eftirminnilegast sögðu stelp- umar, sem em í miklum meirihluta í 9.-X, að strákamir á íslandi væm æðislega sætir. Strákamir vom ekki á því að það væri neinn hörgull á sætum strák- um í Danmörku, og bentu á sjálfa sig sem dæmi, og þeir komu því líka að að íslenskar stelpur væm mjög sætar. Nemendumir í Rasmus Rask-skólanum í Óð- insvéum hafa verið að undirbúa íslandsferðina í nokkur ár, og kom kennari þeirra, Bodil Dahl, þeim í samband við íslensku nemend- uma, en Kópavogur er vinabær Óðinsvéa, og því var Þingholts- skóli fyrir valinu. Dönsku krakk- amir hafa lagt mikið á sig til að komast hingað, t.d. með því að selja jólatré og að taka ýmis auka- störf, og því var spennan mikil loksins þegar draumurinn rættist, og þau ferðuðust í tvær vikur am „sögueyjuna“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.