Morgunblaðið - 30.09.1987, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 30.09.1987, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1987 57 Hvernig eiga námsmenn að framfleyta sér? Kæri Velvakandi Nú er ég reið og finnst ég (og fleiri) beitt miklum órétti. Raunasaga mín fer hér á eftir. Ég er utan af landi og bý hér í bænum núna þar sem ég er ein af ráðvilltum en eftirvæntingarfulium nýnemum í Háskóla íslands. Til að geta stund- að þetta eftirsótta nám í þessum yndislega bæ verð ég að hafa þak yfir höfuðið, eitthvað til að nærast á og einhveijar spjarir til að skýla mér gegn misköldum næðingnum sem svo oft leikur um Reykjavík. Ef einhver skyldi ekki vita það upplýsist hér með að þetta kostar allt saman peninga. Húsaleiga er orðin svo svimandi há að hveijum hugsandi manni ofbýður, matvara er orðin lúxusvara, þökk sé aðgerð- um hinna háu herra, og fatnaður er nokkuð sem aðeins þeir best stöddu leyfa sér. Til að mæta þessum fyrirsjáan- lega vanda fékk ég mér vinnu í sumar. Ósköp venjulega vinnu með 30-40 þúsund króna mánaðarút- borgun. Með þvf að lifa spart tókst mér að leggja nægilega mikið til hliðar til að kaupa fyrir skólabækur og borga upp fyrstu tvo mánuðina í húsaleigu. Engin námslán eru borguð út fyrr en í febrúar-mars, svo eina leiðin til að lifa þangað til er að fá lán í banka. En nú er mér ijáð að ég hafi verið hálaunamanneskja í sumar. Ég fór yfir þetta heilaga mark sem Lánasjóðurinn setur, sem sagt 30 þúsund krónur mátti ég vinna mér inn á mánuði, ekki krónu meir. Þetta veldur því að námslánin skerðast um 50 prósent. Svo einf- alt er það. Ég fæ því 12 þúsund krónur á mánuði í námslán. Aðeins 12 þúsund krónur til að borga húsa- leigu, mat, skólabækur, hreinlætis- vörur, reikninga og þar fram eftir götunum. Nú spyr ég: Hveijir geta það? Jú, námsmenn. Því þó furðulegt sé hef ég ekki enn rekist á neinn á gangi um sali Háskólans sem er áberandi vannærður eða allsnakinn. Því flestir eru svo heppnir að eiga sér velviljaða aðstandendur. Þeir sem ekki eiga aðstandendur, geta fengið vinnu sem ekki er gefin upp til skatts eða eru gæddir öðrum yfimáttúrulegum eiginleikum, flosna upp frá námi og fara heim til sín. Hvar er þetta „jafnrétti til náms“? Stundum er talað um að námslán séu of lág, sem þau eru. Þau eru nokkuð undir löggildum lágmarkslaunum, sem er opinbert lejmdarmál að ekki er hægt að lifa af. Sem dæmi um reglumar fyrir þessum sniðugu lánum má nefna að áætlaður per.ingur í bókakaup er 10-20 þúsund krónur. í bláköld- um raunveruieikanum kosta bækur fyrir eitt meisseri að minnsta kosti 20-30 þúsund. Þó væri það mikil guðsgjöf að fá þessar 24 þúsund krónur. En til þess þarf maður helst að deyja pínulítið á sumrin og lifna svo við er hausta tekur. Margir virðast halda að háskóla- nám sé tómstundaiðja og skilja ekkert í þessum letingjum sem nenna ekki að vinna með skólanum en heimta bara námslán. Svo eru þeir sem lifa í grárri fomeskju og telja að allir námsmenn ættu að kúldrast í risherbergi með kal á báðum stómtám. Meðan viðhorfin em svona er ekki mikil von til breyt- inga. G.J. \ Busarnir hafa gaman af vígslunum í gamla daga tíðkuðust tollering- ar í menntó. Hópur af strákum fleygðu einum og einum nýnema upp í loft. Þetta þótti blaðamönnum fréttnæmt þar til sagan hermdi að einn nýneminn hafi fallið úr hönd- um tolleringarstráka (þeir ekki gripið) og eistu piltsins hafí lasak- ast. Hins vegar þótti blöðunum ekki mikið púður í kynningarkvöldi Verzló. Þar vom fyrstubekkingar kynntir á kúltíveraðan hátt og þeim svo boðið upp á veitingar. Strákam- ir í eldri bekkjunum sögðu stelpun- um f fyrsta bekk að þetta hét raunar „kinningarkvöld“ því allir ættu nú að dansa vangadans . í Menntaskólanum við Sund er ftjáls mæting í busavígslu. Menn em ekki eltir uppi dagana á eftir eins og tíðkaðist í menntó. Busam- ir hafa óheyrilega gaman af þessu, þess vegna mæta þeir. Einhvem tíma gengur þetta fyrirkomulag til húðar af sjálfii sér, og þróast í eitt- hvað annað. Hættir að vera frum- legt, hættir að vera sniðugt. En auðvitað þurfa menn að æsa sig yfír einhveiju og hneykslast á ung- dómnum. > uiO„l Hins vegar var um hrekki að ræða þegar strákar í Réttó tóku sig til fyrir nokkmm ámm og hrelldu sjöundu bekkinga í upphafí skóla- árs, eltu þá uppi kringum skólann. Þetta var grátt gamana. Þorðu sumir sjöundu bekkingar vart til og frá skóla, því enginn átti að sleppa. Hinn ágæti skólastjóri Réttó ræddi við drengina og þeir létu af uppteknum hætti. Þetta var nefnin- lega ofbeldi en busavígsla er all- skrautlegur leikur sem nemendur taka þátt í af fúsum og frjálsum vilja. < Guðrún Kristín Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað- eina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14 , mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðál efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfri, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. ... rfr9g iiJoög?TOhneI © Staðsetjið límbandið. Hyljið fletina sem ekki á að mála með tesakrepp. Málið. Fjarlægið límbandið. 'tesakrepp málningarlímbönd fyrir vönduð vinnu Notið tesakrepp málningarlímbönd. Hreinar og skarpar línur í hvert skipti málningarlímbönd J. S. HELGASON HF. SÍMI 37450'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.