Morgunblaðið - 04.10.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.10.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 23 hákarlalegu vestur undir Jökli eða settir bátinn á sker í miðjum Mannabana. Þeir hafa varla snúið á þig, félagar þínir, og víst hefír þú kveðið þá alla í kútinn. Þegar ég hefí verið að lesa endurminning- ar þínar, sem þú léðir mér um daginn, þá hafa smáatvik úr lífí þínu fengið dýpri merkingu. Þegar ég t.d. las um það, er þú varst að temja stóðhrossin þeirra Dala- manna í seli vestur í Geldingadal og hleyptir eins og kósakki á harða stökki yfír holt og klungur sem slétta völlu, þá fannst mér, að þar mundir þú hafa fengið ágætan und- irbúning til að sitja á Pegasusi og að þess vegna yrði hinum skáldun- um svo erfíð eftirreiðin, þegar þú lætur klárinn taka sprettinn. En ■ minnisstæðast er mér það, þegar þú lítill drengur varst staddur í flæðiskeri og horfðist í augu við dauðann. Þér hugkvæmdist þá að smakka á vatni í pollunum, þar sem þú stóðst: Salt, salt, salt, nema í efsta pollinum. Þann vísdóm lærðir þú í flæðiskeri, að svalavatnið er aðeins í efsta pollinum. Og þegar þú segir í einu síðasta kvæði þínu: Mér kenndi móðir að muna það tvennt: vera veikum bróðir og velja hæstu mennt, þá ber þar að sama brunni: „Hæsta mennt" er hreina vatnið í efsta pollinum á flæðiskerinu. Og þú hef- ir verið veikum bróðir fyrst og fremst með því, að færa honum þyrstum svaladrykk af vatninu í efsta pollinum. I fegurstu ljóðum þínum hrynja heilög vötn af himiniplum. Við, sem hér erum saman komin, þökkum þér einu sinni enn fyrir þann andans auð, er þú hefir gefíð okkur og allri þjóð þinni. Við fögn- um því, að þú ert alltaf samur og jafn og að yndissporið í þínum goð- boma gæðingi hefir ekkert misst af mjúkleik sínum. Og þó að við vitum, að aldurinn færist yfír þig, þá erum við róleg, því að þín kvöld- stjama er og verður morgunstjama. 29. júní 1899 Elskulegi vinur! Ég hjálegg stökumar, sem ég hafði hripað upp, ætlaði þér, en lágu eftir heima. Vilji Valtýr fá þau í Eimreiðina, leyfí ég það með au- fúsu, ef rétt eru prentuð. Nú er hér útfall sjávar og ginn- fjara og fjöruborðið svo fátæklegt, autt, blátt og útþvætt, að eigi getur ljótara landsvæði. Er nú eigi eftir nema kuðungar, krabbar og mar- flær. Svo er þegar líf og fyör og fegurð og sál og æska hafsins, hins eilífa Ægis, kveður kaldar strend- ur. Og svo er oss, þegar af oss er víman, þegar oss þrýtur erindi and- ans og hjartans og vinimir, sem hæst komu til að auka verðmætið á þessu skrani, sem vér köllum „vort“, berast burt á tímans straumi. Ég á sérílagi við tómleik- ann eftir fundinn — prestastefnu vora hér (22 klerka úr Hólabiskups- dæmi hinu foma), sem stóð hér tvo daga, 26.-27. þ.m. og fór ágætlega vel fram. Ritkom um fundinn mun koma út.1 Félagið er nú komið á 1 og nær yfír takmark hins gamla 1 Hólastiftis. Fijálslyndi í skoðunum fór mjög í dul í fyrstu á fundinum, en smá- saman tókst okkur, hinum yngri, að vekja það ofurlítið til lífs og við- urkenningar sannleikans, En — quid est veritas? — Vel og gott, látum oss segja fyrst: hvað sé vanit- as.2 Segjum fyrst, hvað sé bersýni- lega bogið, vitlaust, óhreint, ærulaust, óhafanda! Ég var æði tannhvass, en næstur mér að einurð og miklu fremri að gætinni greind og þó fullri krítiskri alvöm var og er séra Zofonías3 — 1. Ritkom þetta var nefnt „Tlðindi frá Félagi presta í hinu foma Hólastifti" 1899 og var prentað á Akureyri það sama ár á vegum Friö- bjamar Steinssonar. — 2. Veritas: sannleikur. — Vanitas: hégómi. — 3. Séra Zophonias Hall- dórsson I Viðvlk. JRttgntt* í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖOINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI APPLE STÓRSÝNING 5. til 9. október Við sýnum nú margar stórkostlegar nýjungar. - Macintosh II Það er næg ástæða að koma á þessa sýningu einungis til aö skoða þessa tölvu. Eða hvað segir þú um vél sem getur valið úr 16.777.216 litum ? HyperCard Það allra nýjast í forritun, sem á eftir að valda jafnmikilli byltingu í forritagerð eins og Macin- tosh hefur haft á vélbúnaðarsviðinu. Apple 4th Dimension Nýjasti forritanlegi gagnagrunnurinn. Nú er forritun á Macintosh orðin ennþá auðveldari. PageMaker 2.0 Allir sem gefa út blöð og bæklinga eða hanná eyðublöð verða að líta á þetta forrit. Word 3.0 Flestir eru þeirrar skoðunar að þetta sé fullkomnasta ritvinnsluforrit sem skrifað hefur verið. Sýningin verður á opnunartímaverzlunarinnar frákl. 900 til 1800 Allir geta fengið kaffi SKiPHOLTi 09 aö sjálfsögðu epli með. SÍMI 29800 Hann er kominn aftur vinsæli farsíminn frá Mitsubishi. Er því ekki kominn tími til aö tengjast símkerfi landsins og vera stööugt í sambandi? Mitsubishi farsíminn er japönsk hátæknivara sem hefur reynst vel hérlendis. Verö og kjör hans eru einnig mjög hagstæö. Mitsubishi farsíminn kostar m/söluskatti 118.750,-m/afb. eöa 109.250,- gegn staögreiöslu. ilf. T.'i«ft ttngqv A tn<l ni.niRS iutjafl. . ici^ Kii:im,n ,r.i: 1 Saviv í)(J rnoa itovd .wtlurlö öhav I •ajlmumö: i-i.i. I —|—F.icl (v, ri it'o 0 !■>■> vc ntuii i»»v»— ifivjgtn—39UI—(tmst—niniiTt.T.t'fi.t I----------lu (trfit‘M*!0[ia H'.Tmtmnnbangtf 0 unilíivsú I £ iðionlol ulriiín á(j ■tuJýi jjo luhxi I 4160 munori ítalriíteM Öutti I .fílája ÖR&td tiaöle yo isbnurnbuO SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Greiöslukjörin sem bjóöast - eru athyglisverö! (sjá mobfylgjandi tóflu er sýnir hugsanleg greiöslukjör). Greiöslukjör: Lánstími: Útborgun: Raðgreiðslur VISA 12 mánuöir engin Eurokredit 11 mánuðir engin Skuldabréf 6 mánuðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.