Morgunblaðið - 04.10.1987, Side 29
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið.
Gorbachev
lítur til norðurs
Mikhail Gorbachev hafði ekki
fyrr birst eftir sjö vikna
fjarveru en hann hélt norður til
Múrmansk og flutti ræðu, þar
sem hann lagði fram tillögur í
sex liðum: „Þegar ég er staddur
hér í Múrmansk á þröskuldi
heimskautsins og Norður-Atl-
antshafsins [langar mig] til að
bjóða þeim sem yfir þessum
svæðum ríkja til viðræðna um
öryggismál, sem löngu eru tíma-
bærar,“ sagði sovéski leiðtoginn,
áður en hann kynnti þessar til-
lögur sínar. Að hans sögn miða
þær að því, að norðurhluti jarð-
arkringlunnar verði friðarsvæði
(eiga ekki allir heimshlutar að
vera það?).
í fyrsta lagi nefndi hann
lqamorkuvopnalaust svæði í
Norður-Evrópu. Hann sagði Sov-
étríkin tilbúin til að axla ábyrgð
og þau hefðu einhliða tekið niður
skotpalla fyrir meðaldrægar eld-
flaugar á Kólaskaga. Þá fagnaði
hann tillögu Mauno Koivisto
Finnlandsforseta um takmörkun
hemaðaraðgerða á höfunum við
Norður-Evrópu. í þriðja lagi
leggi Sovétríkin mikið upp úr
friðsamlegu samstarfi um nýt-
ingu auðlinda á heimskauta-
svæðum. í fjórða lagi verði
haldin ráðstefna heimskauta-
ríkja 1988 til að samræma
vísindarannsóknir. í fimmta lagi
verði samstarf um umhverfís-
vemd á norðurslóðum. I sjötta
lagi verði sjóleiðin frá Evrópu
til Kyrrahafs fyrir norðan Sov-
étríkin opnuð fyrir erlendum
skipum með sovéskri ísbijóta-
fylgd, ef þróun alþjóðamála
leyfir.
Tillögur þessar em í sjálfu sér
ekkert nýmeti. Hugmyndimar
em gamlar og hafa verið ræddar
oft áður, sumar í áratugi eins
og tillögur um kjamorkuvopna-
laust svæði. Hið nýja er, að
leiðtogi Sovétríkjanna skuli láta
þessi mál til sín taka með þessum
hætti. Þetta getur táknað, að
máléfni norðurslóða hafí öðlast
meira vægi en áður í sovéskri
stefnumörkun. í júlí 1986 fór
Gorbachev til Vladivostok við
Kyrrahaf og flutti stefnuræðu
um málefni Asíu og Kyrrahafs-
ins. Síðan hafa stjómmálamenn
og sérfræðingar grandskoðað
hvert orð í henni til að átta sig
á nýrri stefnu Sovétríkjanna
gagnvart þessum heimshluta.
Stefnuræðan í Múrmansk er af
svipuðum toga. Hana þarf að
skoða og heyra, hvemig sov-
éskir stjómarerindrekar og
sérfræðingar leggja út af henni,
áður en öll atriði liggja ljós fyrir.
Á sínum tíma hreyfði Leonid
Brezhnev, forveri Gorbachevs,
hugmyndum um kjarnorku-
vopnalaust svæði á Norðurlönd-
unum. Þegar á reyndi, kom í ljós,
að þessar hugmyndir átti að
túlka svo þröngt, að þær breyttu
í raun engu. Nú er starfandi
nefnd embættismanna úr ut-
anríkisráðuneytunum á Norður-
löndum, sem ræða um
kjamorkuvopnalaust svæði. Er
ekki að efa, að hún skoði og
skilgreini það, sem sovéski leið-
toginn sagði um þetta mál í
Múrmansk. Um takmörkun
vígbúnaðar á höfunum hefur
einnig verið rætt bæði á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna og
innan ramma ráðstefnunnar um
öryggi og samvinnu í Evrópu.
Hvað sem ræðu Gorbachev líður
hefði það mál komið á dagskrá
í viðræðum um afvopnunarmál
fyrr en síðar.
Eftir að Gorbachev talaði í
hafnarborginni Vladivostok
skammt frá Kína, Kóreu og Jap-
an, var vakin athygli á því, að
Sovétmenn vildu ef til vill minna
á sig sem Kyrrahafsríki, sem
þjóðimar þar þyrftu að líta til.
Með því að fara til hafnarborgar-
innar Múrmansk, skammt frá
landamærum Finnlands,
Svíþjóðar og Noregs og flytja
þar stefnuræðu um norðurslóðir
er Gorbachev að minna okkur
nágrannana á þessum slóðum á
vald Sovétríkjanna og áhrifa-
mátt. Þegar Gorbachev lítur til
norðurs er hann að segja, að
Sovétríkin séu stórveldi þar ekki
síður en við Kyrrahaf.
Sjálfsagt er að taka tillögum
Gorbachevs vel en þó með fyrir-
vara. Á norðurslóðum eins og
annars staðar hlýtur gagn-
kvæmni að ríkja í afvopnunar-
málum. Á engu Norðurlandanna
em kjamorkuvopn og þá stað-
reynd viðurkennir Gorbachev í
ræðu sinni. Kjamorkuvopnaleysi
þessara landa á ekki að leiða til
þess, að Sovétmenn fái með
samningum einhvers konar
íhlutunarrétt í öryggismál
þeirra. Komi í ljós við athugun,
að stórvelda-tillögur Gorbachevs
snúast um það, á að hafna þeim.
Sovétríkin em stórveldi sem
þreifar fyrir sér um frekari ítök
í austri, vestri og norðri og hef-
ur ráðist með her inn í land,
Afganistan, við landamæri sín í
suðri. Þessa staðreynd verða
menn ávallt að hafa í huga, þeg-
ar lýnt er í ræður sovéskra
ráðamanna. '
Fréttabrengl
Auðvelt var að rugla
menn í ríminu í hvala-
deilunni. Auðvelt var
fyrir þá sem til þess
höfðu löngun að blanda
saman hvalveiðum og
öryggi íslands. Enn
auðveldara virtist vera
að koma óorði á Bandríkin vegna þess að
löggjafinn og almenningsálitið þar í landi
hafa aðrar skoðanir á hvalveiðum en
íslenzk stjómvöld. En vonandi ná menn
áttum og þá með þeim hætti að hver haldi
sínu, hvalskurðarmenn og hvalfriðunar-
menn — og þá helzt þar sem stefnan er
mörkuð, í Alþjóðahvalveiðiráðinu, en við
höfum gengizt undir að hlíta forsögn
vísindastofnunar þess. Þannig er vonandi
að þessar deilur séu að mestu úr sögunni.
En í nútímafjölmiðlafári virðist harla
auðvelt að rugla menn í ríminu svo að
þeir vita helzt ekki sitt ijúkandi ráð. Þann-
ig er öllum hugsandi mönnum ljóst að
Rússar voru neyddir að samningaborðinu
og samkomulag náðist um fækkun
skammdrægra og meðaldrægra eldflauga
í Evrópu vegna þess að Atlantshafsbanda-
lagið hafði þor og þrek til þess að mæta
r" ákveðni þeirri stefnu Sovétríkjanna að
koma upp SS-20-eldflaugum á mörkum
austurs og vesturs. Samt er reynt að koma
því inn hjá fólki sem hugsar ekki um slík
mál hversdagslega að allt hafi þetta orðið
fyrir tilverknað friðahreyfínga, og þá eink-
um í Evrópulöndum. Ef friðarhreyfingam-
ar hefðu haft sitt fram, hefði verið séð í
gegnum fingur við Rússa og þeim leyft
að koma sér upp óáreittum eldflaugabelti
um Evrópu þvera. Þetta mistókst sem
betur fer. Hindrunin var árvekni og djörf-
ung forystumanna lýðræðisríkjanna sem
helzt er unnt að jafna við ákveðni Kenned-
ys Bandaríkjaforseta þegar hann knúði
Krúsjeff til að fjarlægja eldflaugar frá
Kúbu. Hún réð úrslitum um heillavænlega
niðurstöðu í þessu hættulega deilumáli.
Samkomulagið nú tókst ekki vegna friðar-
hreyfinganna, heldur þrátt fyrir þær.
Kennedy Bandaríkjaforseti þurfti ekki
einu sinni að semja við Krúsjeff og Sovét-
stjómina um að taka niður eldflaugar í
Tyrklandi í skiptum fyrir Kúbu-eldflaug-
amar. Styrkur hans var svo mikill og
eindrægni þvílík að einræðisherrann lét
undan síga. Sumir telja jafnvel að það
hafí verið upphafið að falli Krúsjeffs,
hvemig þessum viðskiptum lauk. Ef friðar-
hreyfíngamar hefðu mátt ráða væri Kúba
nú ein allsherjareldflaugastöð ef jörðin
væri þá ekki nú þegar orðin að fómar-
lambi jafnvægisleysis og tortímingar. í
þessum málum er blekkingin hættuleg.
Ekkert dugar nema árvekni og festa. Það
er hið eina sem einræðisherrar skilja.
Chamberlaine fékk að súpa seyðið af
ístöðuleysinu. Þetta er óvæginn lærdómur
í hörðum og hættulegum heimi. Sjónvarps-
þættimir um Churchill segja mikla sögu
um samskipti við einræðisherra. Þeim
skyldi enginn treysta. Veiklyndi vestrænna
stjómmálamanna var einn helzti banda-
maður Hitlers.
Kjarnorka á
norðurslóðum
íslendingar eru viðkvæmir fyrir því að
hafa atómvopn í næsta nágrenni við sig.
Þeir vilja helzt ekkert af kjamorku vita.
Samt er ljóst að þeir losna ekki við þenn-
an vágest úr næsta nágrenni sínu svo
mjög sem kjamorka kemur við sögu í skip-
um og flugvélum á norðurslóðum. Við
viljum gagnkvæma fækkun kjamorku-
vopna og þá ekki sízt í næsta nágrenni
okkar. En við höfum engan áhuga á ein-
hliða afvopnun né teljum við sjálfsagt að
einræðisöfl hafí ein yfír slíkum vopnum
að ráða hér á norðurhjara.
Við viljum ekki heldur að kjamorkuúr-
gangi sé dembt í sjóinn á því hafsvæði sem
er fjöregg okkar og við þurfum að fylgj-
ast með þeim málum af árvekni. En við
megum ekki láta villa okkur sýn. Við
megum ekki láta afvegaleiða okkur. Við
megum ekki verða áróðursflóðinu að bráð.
Engin upphlaup sem hafa í för með sér
trúnaðarbrest, þegar mikið liggur við. Við
verðum að meta aðstöðuna. Umfram allt
eigum við að leggja eymn við því þegar
vísindamenn taka til máls um jafn mikil-
væg atriði og kjarnorkuúrgang. Nú ætlar
allt af göflunum að ganga í nokkrum ná-
grannalöndum okkar vegna úrgangs úr
kjamorkuveri í Skotlandi. Við eigum kð
sjálfsögðu að fylgjast með þessum málum.
En við eigum sízt af öllu að hlíta forsjá
þeirra sem reyna sýknt og heilagt að vekja
ótta með almenningi í því skyni helzt að
þeir geti hagnazt á því pólitískt.
Það er því ekki úr vegi að vitna hér í
áminningu Páls Theódórssonar eðlisfræð-
ings sem birtist í Þjóðviljanum nýlega en
hún ætti að vera íhugunarefni öllum þeim
sem hafa áhuga á þessum málum og vilja
helzt af öllu horfast í augu við staðreynd-
ir en sízt af öllu verða leiksoppar áróðurs-
manna og atkvæðaveiðara og gera
vindmyllur að helzta viðfangsefni sínu.
Páll Theódórsson segir m.a. í grein
sinni: „Alþýðubandalagið efnir til ráð-
stefnu um umhverfismál 11. október
næstkomandi. Umræður og niðurstöður
ráðstefnunnar verða bandalaginu væntan-
lega að leiðarljósi á komandi árum og er
því mikið í húfí að ráðstefnan takist vel.
I Þjóðviljanum er farið að undirbúa ráð-
stefnuna með því að ræða efni, sem þar
verða tekin fyrir. Laugardag 5. þessa
mánaðar (þ.e. sept. — innsk. Mbl.) birtist
í blaðinu grein eftir ritstjóra þess þar sem
er rætt um þá hættu, sem okkur stafar
af mengun geislavirkra efna frá væntan-
legri hreinsistöð í Dunreay í Skotlandi.
Umfjöllunin þama er á þann veg að full
ástæða er til að gera athugasemd við
greinina í von um að umræður ráðstefn-
unnar um þessa geislamengun byggist á
traustari rökum.
í greininni segir: „Staðurinn er eins
fjarri þéttbýlissvæðum Bretlands og kostur
er. í kring eru dreifðar byggðir, og því
óhægt um vik að halda uppi miklum mót-
mælum af íbúanna hálfu gegn verinu. í
ofanálag hefur staðurinn þann kost að
liggja að straumum, sem taka hinn geisla-
virka úrgang og flytja hann rakleiðis
norður um Skotland upp að íslandi og
lengra norðureftir.
Af þessum ástæðum einum er Island
því í verulegri mengunarhættu þegar
stækkunin í Dunreay er komin í gagnið.
Geislavirki úrgangurinn er frá náttúrunnar
hendi þess efnis að hann eyðist ekki nema
á þúsundum ára.“
I von um að umræður á ráðstefnunni
haldi sér betur við staðreyndir, en fram
kemur í þessari tilvitnun, vil ég gera þijár
athugasemdir og tek fyrst tvö smærri at-
riðin. í fyrsta lagi blasir við nærtækari
skýring á því að hreinsistöðin skuli ekki
vera staðsett í hinum þéttari byggðum
Bretlands, en ótti við mótmæli íbúanna.
Þetta hefði ritstjórinn átt að koma auga
á. Fullyrðingin um að geislavirkni úr-
gangsins eyðist ekki nema á þúsundum
ára er mjög villandi. Úrgangurinn er
blanda af efnum sem missa geislavirkni
sína mishratt. Það efni sem er talið hvað
varasamast er cesín-137. Helmingunartími
þess er 30 ár.
Meginaðfinnsla mín er við fullyrðinguna
um að geislavirki úrgangurinn fari „ra.k-
leiðis norður um Skotland upp að ís-
landi. . “. Þetta er alrangt. Um nær
þriggja áratuga skeið hefur verið rekin
svipuð hreinsistöð í Windscale (sem nú
heitir reyndar Sellafield) og ráðgert er að
setja upp í Dunreay. Windscale liggur á
vesturströnd Skotlands og frá þessari stöð
hefur verið hleypt í hafíð miklu magni af
geislavirkum úrgangi, sem berst norður
með strönd Skotlands og framhjá Dun-
reay. Úrgangur frá Dunreay mundi því
blandast í þennan straum og fylgja honum.
Fylgst hefur verið náið með útbreiðslu
geislavirka úrgangsins frá Windscale á
liðnum árum af breskum, þýskum og ekki
síst dönskum vísindamönnum. Straumur-
inn fer ekki „rakleiðis norður um Skotland
og upp að íslandi.. .“, heldur sveigir hann
suður með austurströnd Skotlands og inn
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987
29
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 3. október
Morgunblaðið/RAX
í Norðursjó. Hluti efnanna berst með haf-
straumum norður með strönd Noregs og
norður í íshaf. Þar klofnar straumurinn í
tvær greinar, meginhluti hans fer austur
í Barentshaf en hluti hans sveigir austur
á við, upp að strönd Grænlands og hluti
þessa straums leitar svo inn á íslenskt
hafsvæði."
Og ennfremur segir Páll Theódórsson:
„I hreinsistöðinni í Dunreay verður unn-
ið með vatnslausnir við tiltölulega lág
hitastig og á næsta hefðbundinn hátt.
Hætta af mengun frá slíkri stöð er því
lítil. Engu að síður er rétt að fylgjast með
þeirri mengun sem þaðan kemur og vinna
af alefli að því að henni sé haldið vel inn-
an skaðleysismarka. En það er önnur
mengunarhætta sem íslensku hafsvæði
stafar margfalt meiri ógn frá. Hættuvald-
urinn er hinn mikli fjöldi kjamorkuknúinna
kafbáta með kjamorkusprengjur sem eru
stöðugt á sveimi umhverfís landið. Við
eigum umfram allt að beina athygli okkar
að þessari hættu og veija kröftum okkar
til að beijast gegn henni.
Það er mín von að umræður á fyrir-
hugaðri ráðstefnu verði byggðar á traust-
um grunni, því sendi ég blaðinu þessar
athugasemdir."
Vonin
íslendingar leggja líklega jafnmikið
uppúr voninni andspænis skugga
atómbombunnar og Birgir Sigurðsson rit-
höfundur gerði nýlega í athyglisverðu
sjónvarpssamtali. Það er ástæðulaust að
gefast upp fyrir Sprengjunni og glata von-
inni. Þá hefur Sprengjan sigrað. Þá hefur
hún þegar fallið í sálina eins og Birgir
sagði. Og það er glæta í myrkrinu að
maðurinn gerir sér grein fyrir því að öflugri
eyðingarvopn verða ekki framleidd en þessi
sama Sprengja. Það er guðsblessunarleg
vitneskja að framleiðendur kjamorku-
vopna vita að ef ég slæ þig, þá slæ ég
einnig sjálfan mig eins og rithöfundurinn
benti einnig réttilega á. Það er eins konar
patt á stórveldataflinu.
Það var hressandi hvíld að hlusta á
samtal um vonina — og þá ekki sízt vegna
þess að manneskjan og tilfínningin vom á
næstu grösum. Og ljóðið var ekki langt
undan, það var einnig eftirsóknarvert milli-
spil í fjölmiðlahávaðanum.
Lofsverð viðleitni, en ...
Sjónvarpinu er ekki allsvamað, síður en
svo og Jón Óttar á þakkir skilið fyrir sam-
talsþátt af þessu tagi því að hugleiðingar,
svo ekki sé talað um bókmenntir og þá
einkum ljóðlist, eiga undir högg að sækja
andspænis kvikmyndavélinni sem er annað
fremur ætlað en koma bókmenntum og
ljóðrænni tilfinningu til skila. Þar situr
grimmdin í fyrirrúmi, ofbeldið — allt það
sem er í andstöðu við þá mannúðarstefnu
sem fijóvgar listina og færir okkur nær
voninni.
Slíkir þættir setja einnig í æ ríkari
mæli mark sitt á sjónvarpsdagskrá ríkisút-
varpsins. Það hlýtur að auka okkur bjart-
sýni á þessum síðustu og verstu tímum
hráslagans í kvikmyndaframleiðslu með
orðbragði sem á ekkert erindi inn á heimil-
in. Vonarglætan er sýnileg í þessum
mengaða myrkviði miskunnarlausra er-
lendra áhrifa. Það er því léttir að fá á
skjáinn frábær ljóðræn listaverk eins og
ítölsku myndina Guðsþjónustunni er lokið
og þá einnig í senn nýnæmi og fengur að
myndum eins og Dauðar sálir eftir sögu
Gogols þótt hún sé löng og þunglamaleg.
En hún er vel gerð og það sem meira er
um vert, hún er úr menningarheimi sem
við þekkjum lítið en eigum að kynnast.
Sprottin úr einhveijum mesta bókmennta-
arfí sögunnar, rússneskum meistaraverk-
um síðustu aldar, sem ekki er hægt að
jafna við neitt nema íslenzk fomrit frá 13.
öld sem við eigum að þakka þá heimsmenn-
ingarlegu umgjörð sem einkennir bók-
menntaarf okkar. Og Svejk Haseks er
kærkominn gestur, þótt hann spjari sig
bezt í bókinni sjálfri eins og raunar flest
önnur mikilvæg listaverk heimsbókmenn-
tanna. Það var eftirminnilegt að hlusta á
Gísla Halldórsson lesa söguna á sinn ein-
stæða hátt, uppörvandi og mikilvægt í
senn.
Það er ekki á allra færi að gera slíkt
listaverk úr Tess Hardys sem gesti okkar,
Polanski, tókst með eftirminnilegum hætti.
Það var einnig uppörvandi. Eykur vonina
um að listin lifí skvaldrið af. Tess er ein-
hver fegursta kvikmynd sem gerð hefur
verið og snilldarverki Hardys sæmandi.
Það er sjaldgæft. Samt hafa sumir gagn-
rýnendur rifið hana í sig, eða eigum við
heldur að segja þess vegna, einmitt þess
vegna?
En sem sagt, það er vonarglæta. Og
nú hyggst Bylgjan ráðast í upptöku
íslenzkra útvarpsleikrita, og fylgja henni
góðar óskir. Slík viðleitni er lofsverð. En
hvað um annan skáldskap, bæði þar og
annars staðar?
Við viljum gagn-
kvæma fækkun
kjarnorkuvopna
og þá ekki sízt í
næsta nágrenni
okkar. En við höf-
um engan áhuga
á einhliða afvopn-
un né teljum við
sjálfsagt að ein-
ræðisöf 1 haf i ein
yfir slíkum vopn-
um að ráða hér á
norðurhjara.