Morgunblaðið - 04.10.1987, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987
tilraun til að hætta þegar ég neydd-
ist til að fara frá. Ég lenti í
umferðarslysi árið 1976 og var
sjúklingur í hálft ár. En það var
einhvem veginn engin leið að
hætta. Síðar hef ég stundum reynt
að fara frá Sjallanum en alltaf lent
þar inn aftur.
Staðreyndin er sú að ég hef allt-
af átt afskaplega góð samskipti við
þá sem hafa átt húsið og rekið
það. Þar hefur ekki skipt neinu
máli þó að við höfum verið á alger-
lega öndverðum meiði í pólitíkinni.
Húsbændur mínir hafa ævinlega
komið fram sem sannir heiðurs-
menn og þrátt fyrir pólitískar deilur
yfir kaffibolla hefur pólitíkin aldrei
náð að spilla neinu í þessum sam-
skiptum.
Svo er annað. Sjallinn er og hef-
ur alltaf verið afar heillandi hús,
jafnt þegar gamla innréttingin var
og núna eftir breytingamar. Þetta
er eins konar hringleikahús þar sem
aldrei er hægt að sjá fyrir hvemig
kvöldið verður. Gamli Sjallinn var
viðkvæmt hús og sá nýi er það líka.
Hljómurinn í húsinu fer svo mikið
eftir fjölda gestanna og hvar þeir
eru og það er mjög erfitt að stjóma
hljóðinu svo vel sé. Margar aðkomu-
hljómsveitir hafa brennt sig illilega
á þessu og spilað á óhugnanlegum
styrk, bara vegna þess að menn
hafa ekki kunnað á húsið.
Og það er fleira sem heillar á
þessum stað. Mér hefur til dæmis
ekki enn tekist að finna formúlu
fyrir því hvaða lög á að spila á balli
í Sjallanum. Það er einfaldlega ekki
hægt því það fer algerlega eftir
gestunum hveiju sinni. Ég get aldr-
ei sest niður heima hjá mér og raðað
upp lagalista kvöldsins. Það yrði
álíka og að senda segulbandsspólu
á staðinn og sitja sjálfur heima.
Reglan virðist einfaldlega vera
þessi: Það verður að spila á fólkið
í húsinu, stemmningu kvöldsins,
rétt eins og sé verið að spila á hljóð-
færi. Engin tvö kvöld eru eins og
þess vegna vinnum við ekki eins
og vélar."
Staldrað við á
tímamótum
— Á tuttugu og fimm ára ferli
hljómsveitarinnar hljóta margir
tónlistarmenn að hafa komið við
sögu. Veistu hve margir hafa
spilað í Hljómsveit Ingimars Ey-
dai ef allt er talið?
„Þeir eru trúlega færri en mætti
halda. Ætli þetta séu ekki einhvers
staðar innan við fjörutíu manns.
Ég hef verið svo lánsamur að flest-
ir hafa flengst ótrúlega í hljómsveit-
inni. Þetta er eins og meðalseta í
ríkisstjórn, eitt til tvö kjörtímabil
að jafnaði.
Finnur bróðir minn Eydal hefur
spilað með mér lengst allra manna
og Helena Eyjólfsdóttir, kona hans,
söng lengi í hljómsveitinni. Ég man
þegar Finnur sagði mér fyrst frá
þeirri söngkonu. Það var 1958 þeg-
ar við vorum með Atlantik. Hann
hafði verið í Reykjavík og heyrt í
söngkonu sem hann spurði hvort
hann ætti að reyna að fá til að
koma norður. Ég spurði náttúrulega
hvemig hún væri og hann sagði að
hún væri með gleraugu! Mér þótti
það einkennilegt svar því ég vildi
vita hvemig hún syngi. Hvað um
það, Reykvíkingurinn Helena tók
niður gleraugun, kom norður og er
nú einhver mesti Akureyringur sem
ég þekki.
Grímur Sigurðsson, sem er
bassaleikari og söngvari núna, hef-
ur spilað með mér lengi. Þegar
hann byijaði átti hann að spila á
bassa en atvikin höguðu því svo að
hann var gítarleikari um árabil auk
þess að syngja og spila á trompett.
Síðan fór hann til útlanda til náms
en kom aftur og er enn. Inga Ey-
dal hefur sungið með mér í meira
en áratug. Það er svo merkilegt að
þegar við erum í Sjallanum störfum
við eins og hveijir aðrir tónlistar-
menn og eigum ekkert sameiginlegt
annað en tónlistina. Þegar við kom-
um 'svo út fyrir dymar að vinnu
lokinni erum við faðir og dóttir á
ný. Nú, Þorleifur Jóhannsson,
nautn í því að spila fyrir þá eitt og
eitt djasslag á meðan þeir em að
borða matinn sinn.
Um það bil sem ég byijaði að
spila í hljómsveit, þrettán ára gam-
all, fórum við Finnur bróðir minn
að grúska í djassi. Eftir að hann
fann klarinett uppi á háalofti á Gils-
bakkavegi 5 vorum við að eilífu
merktir. Þá var sjálfgefið að við
fikmðum okkur áfram í djassinum
á píanó og klarinett og við emm
ekki hættir enn. Við dmkkum í
okkur gömlu meistarana þegar við
komumst yfir plötur með þeim og
þetta var gert í fullkominni alvöm.
Það er enginn vafi að þetta djass-
nám okkar hefur greitt okkur leið
að annarri tónlist sem við höfum
síðar spilað."
Tónlistarmaðurinn
og- tæknibyltingin
— Hvernig líður píanóleikar-
anum í því flóði af rafeindabún-
um hljómborðum sem hafa dunið
yfir síðustu árin?
„Þetta er óskaplega spennandi
tími og þróunin er svo ör að maður
má hafa sig allan við til að fylgjast
með. Það er svo ör þróun að í hvert
skipti sem maður kaupir sér nýjasta
og fullkomnasta hljómborðið er
maður aðeins of snemma í því —
annað og fullkomnara er rétt ókom-
ið.
Gömlu og hefðbundnu hljóðfærin
verða áfram til, á því er ekki vafí,
en staðreyndin er sú að hljómborðin
em að taka völdin. Þau keppa við
öll hljóðfæri nema ef til vill gömlu
píanóin. Og þó. Það em komin staf-
ræn hljómborð sem skrá píanótón
svo vel að ekki heyrist munur nema
magnari og hátalarar séu bilaðir
eða lélegir.
Satt að segja er ekki nema um
tvennt að ræða: að fylgjast með í
þessari þróun eða setjast í ruggu-
stólinn fyrir fullt og fast.“
Að fara eða fara
ekki á botninn
— Fordómarnir segja að
hljómsveitarmenn séu óreglu-
samir en þú stendur uppi eftir
öll þessi ár bindindismaður og
templari.
„Já, mörgum finnst það skrítið.
En sá sem vinnur þetta starf ber
tilfínningar sínar á torg, gefur það
sem hann getur til að þjóna við-
skiptavininum og það er í sjálfu sér
dásamlegt. Þegar maður er búinn
að spila á balli og gengur út í nótt-
ina er eins og maður sé að koma
úr erfiðu prófi. Öll skilningarvitin
em opin og fersk og allt verkar á
mann sem nýtt og heillandi. Þegar
svo er ástatt er ákaflega freistandi
að hressa sig á einhveiju og vinsæl-
um tónlistarmanni er alltaf og alls
staðar boðið áfengi. En það er trú-
lega erfiðast af öllu að hressa sig
á þessu og gæta þess jafnframt að
renna ekki af stað niður brekkuna,
og hún er brött. Ég er því miður
búinn að sjá margan góðan mann-
inn fara þessa leið. Og leiðin til
botns er fljótfarin. Þess vegna vil
ég af heilum hug gefa ungum tón-
listarmönnum það ráð að afneita
slíkum vímugjöfum. Ef maður á að
endast verður maður að vera alls-
gáður og þannig getur maður lagt
sig allan fram.
Ég veit ekki hvort ég hef sem
stúkumaður leyfi til að segja það
sem mig langar til að nefna í fram-
haldi af þessu, en ég geri það samt.
Það er þetta: Miðað við pillur og
sprautur og þau hörðu eiturlyf sem
sumir eru því miður svo ólánsamir
að láta í sig þá er brennivínið hreinn
og klár barnaleikur. Þó að leiðin til
botns á ferli áfengisdrykkju sé stutt
er hún ennþá styttri og fljótfamari
hjá eiturlyfjaneytandanum. Og það-
an eiga fáir afturkvæmt.
Það er sorgleg staðreynd hvað
margir ómetanlegir listamenn hafa
lent á þessari braut fyrr og síðar
og þar með er saga þeirra öll. Und-
antekningarnar eru svo sárafáar
og þeir fáu sem hafa náð að krafla
sig upp úr skelfingunni verða aldrei
samir eftir það. Því miður.
Sumir halda að það hljóti að vera
ómögulegt að skemmta ódrukkinn
drukknu fólki, en þetta er vel hægt.
Það kostar að vísu það að maður
beiti sérstökum hugsunargangi,
stilli sig inn á sérstaka bylgjulengd,
en það er vel mögulegt."
— Nú þegar þú stendur á tíma-
mótum, ert þú að segja skilið við
dansleiki og danstónlist?
„Nei, biddu fyrir þér, alls ekki.
Þetta er spennandi starf þó að það
sé ótrúlega slítandi, og satt að segja
er sama spennan fyrir hvert skipti
sem ég fer á sviðið: Hvernig verður
kvöldið? Hvemig tekst okkur að
gera eins vel við gestina í kvöld og
hægt er. Sannleikurinn er sá að það
má ekkert út af bera. Eitt lag, ein
mistök geta eyðilagt fyrir mér helg-
ina. En þetta er svo stór hluti af
lífí _mínu.
Á meðan góðir hljóðfæraleikarar
nenna að spila með mér, á meðan
konan mín segir ekki stopp, en
starfíð og amstrið í sambandi við
það lendir ekki síst á henni og fjöl-
skyldunni, og á meðan áheyrendur
em svo vinsamlegir að leggja við
eyran, þá langar mig til að halda
áfram.“
Viðtal: svpáll
trommuleikarinn minn núna, hefur
líka verið með mér mjög lengi.
Minnisstæðustu söngvaramir af
mörgum öll þessi ár era Vilhjálmur
Vilhjálmsson og Þorvaldur Hall-
dórsson og þeir dvöldu við í mörg
ár og sungu meðal annars með
hljómsveitinni á mörgum plötum.
— Og nú hefur þú safnað sam-
an ýmsum af þessum listamönn-
um til að rifja upp liðna tíð.
„Já, þegar við áttuðum okkur á
því að þetta hafði staðið í 25 ár,
og satt að segja þurfti ég að reikna
dæmið nokkram sinnum áður en
ég trúði niðurstöðunni, þá ákváðum
við að gera svolitla úttekt og skoða
ferilinn, ná í þá sem til næðist og
ættu heimangengt og gera svolítið
kvöldprógramm. Niðurstaðan er
sýning þar sem við eram tólf hljóð-
færaleikarar og söngvarar á sviði
og auk þess tæknilið, dansarar, leik-
arar og leikstjóri. Þetta verður um
það bil eins og hálfs tíma skemmt-
un með tónlist og ýmsum atvikum
sem hafa komið fyrir á ferlinum
og við vonum að þeir sem hafa átt
gleðistundir með okkur komi og rifji
upþ með okkur liðna tíð. Mér líst
vel á þetta, þetta verður skemmti-
legt held ég og mér er efst í huga
þakklæti til allra þeirra fjölmörgu
sem hafa hjálpað til að gera þetta
að veraleika. Þar á ég ekki síst við
Sögu Jónsdóttur leikstjóra sem hef-
ur séð um að koma þessu öllu í
sögubúning."
Góð sveifla verkar
beint á tilf inningarnar
— En víkjum aðeins að öðru.
Danstónlistarmaðurinn Ingimar
Eydal hefur komið viðar við í
tónlistinni en að spiia á dansleikj-
um.
„Ég er nú hræddur um það. Eig-
um við ekki að orða það svo að ég
hafí alltaf haft hliðarspor í tónlist-
inni til að hugga mig við. Þetta er
djassinn. í flestum tónlistarstefnum
gilda ákveðin lögmál, en sá sem
ævinlega hagar sér eftir lögum er
eins og bundinn í báða skó. Það er
tii vönduð og vel samin tónlist sem
er rétt eftir formúlunni og góð sam-
kvæmt henni, en hún hefur ekki
þann neista sem er að fínna í djass-
inum. Djassinn gefur manni frelsi.
Þessi blanda af Afríkuhefð og tón-
iist Vesturlanda hefur gífurlegan
lífsneista og góð sveifla verkar beint
á tilfínningar manna. Djassinn er
eins og áminning til hvíta kyn-
stofnsins að lokast ekki inni í
formúlum og akademiskum þanka-
gangi. Þegar maður er búinn að
spila góðan djass og hefur tekist
allvel upp þá þarf maður ekkert
meir. Maður er sáttur við lífið og
tilverana.
Upphaflega ætlaði ég að nota
þennan vettvang, spila djass fyrir
fólk hvort sem því líkaði betur eða
verr, en það var náttúralega ekki
hægt. Ég hef þá verið eins og þeir
ungu tónlistarmenn nútímans, sem
mér þykja alltaf hrífandi, sem vilja
ekki gefa því gaum hvort fólk vill
hlusta á þá eða ekki. Líta ekki á
starf sitt sem þjónustu heldur hafa
í heiðri listræn markmið. En ég
held núorðið að danshúsin séu ekki
réttur vettvangur til að halda þar
námskeið í tónlist fyrir gestina. Þó
verð ég að viðurkenna að mér er
Slökkvistöðin er í næsta húsi við Sjallann. í þessu slökkviliði, árið
1986, eru í fremstu röð: Inga Eydal, Grimur Sigurðsson og Brynleif-
ur Hallsson. Ingimar Eydal er i miðju en efst eru Þorleifur Jóhanns-
son og Snorri Guðvarðarson.
Á Mallorka sumarið 1974: Bjarki Tryggvason, Helena Eyjólfsdóttir, Finnur Eydal, Grimur Sigurðsson
og Ingimar Eydal.