Morgunblaðið - 04.10.1987, Side 52

Morgunblaðið - 04.10.1987, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Um skýrslu alþjóðlegrar nefndar . á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um umhverfismál frá fjölmörgum sjónarhornum, en fyrst og fremst með heill mannkyns um ókomnar aldir í huga. Úr fundarsal allsheijarþings Sameinuðu þjóðanna. Þar verður tekin til umræðu nú í haust skýrsla alþjóðlegu nefndarinnar um umhverfismál. sem bera gamalli menningu vott, molna niður. Brennisteinstvísýring- ur ú bifreiðum veldur loftslags- breytingum — hærri meðalhita svo af verður svokallað „gróðurhúsa- loftslag" og ozon-lagið, sem heldur hlífiskildi yfir okkur gagnvart hættilegum geislum utan úr geimi, er orðið götótt." Fyrmefnd nefnd var skipuð á vegum Sameinuðu þjóðanna haustið 1983 og hafði það verkefni að fjalla um umhverfismál á alþjóðlegum grundvelli og þróun almennt með tilliti til þeirra. Nefndin var skipuð 23 fulltrúum víðs vegar að úr heimium. Þeir voru á engan hátt háðir ríkisstjómum síns heimalands við ályktanir og niðurstöður — vom bara fulltrúar sjálfs sín. Formaður nefndarinnar var Gro Harlem Bmndtland frá Noregi og varaformaður Mansour Khalid frá Súdan. Fundir vom haldnir víðs vegar um lönd í fimm heimsálfum. Nefndin fór í fjölmarg- ar vettvangskannanir og efndi til opinna umræðna og fundaði með heimafólki eftir því sem tækifæri Eyðimörk Ungbamadauði er minni en áður, meðalaldur hækkar, þeim fjölgar stöðugt sem kunna að lesa, fleiri böm njóta skólagöngu og fæðu- framleiðsla eykst með minni til- kostnaði. Þessar björtu hliðar eiga hins vegar líka sína andstæðu. Vegna þess að hóflegrar nýtingar á nátt- úmauðlindum hefur ekki verið gætt, fer þeim nú fjölgandi sem búa við sult og seym. Þeim fer líka fjölg- andi sem eiga ekki kost á hreinu vatni og eldiviðarskortur er tilfinn- anlegur vegna eyðingar skóga svo víða um heim getur fólk hvorki eld- að sér mat né kveikt elda til að oma sér. Bilið breikkar stöðugt á milli fátækra og ríkra þjóða. Á hverju ári breytast 6 milljónir hekt- ara gróðurlendis í einskis nýta eyðiniörk. Og 11 milljónir hektara skóglendis eyðast árlega. I Evrópu eyðileggur súrt regn skóga, eyðir Hfi í vötnum og veldur því að fomar, frægar byggipgar, gáfust til. Höfuðstöðvamar vom í Genf. Þar vom skrifstofur og fjöl- mennt starfslið. Skýrslan, sem ber titilinn „Framtíðin okkar“, er afar ítarleg, fleiri hundmð blaðsíður að stærð. Þar em tilgreindir allir aðilar sem leitað var til um ráð og upplýsingar hvort heldur var hjá því opinbera eða í einkageiranum. Sömuleiðis er birt niðurstaða alþjóðlegrar sér- fræðinganefndar á lögfræðisviðinu um lagagreinar sem em nauðsynleg forsenda þess að alþjóðlegt átak geti orðið í umhverfismálum. Þessi skýrsla kemur á dagskrá á 42. þingi Sameinuðu þjóðanna nú í haust og mun sjálfsagt vekja verð- skuldaða athygli. Það mun vera í fyrsta sinn sem slík alþjóðleg nefnd sest á rökstóla til að ræða stöðu þessara mála og ber að fagna þessum áfanga þótt eingöngu sé hér um fyrstu skref að ræða. Þeirn sjcqð,un .vjepc stöðugt fylgi OKKAP „Á miðri tuttugustu öldinni sáum við jörðina okkar utan úr geimnum í fyrsta sinn. Sumum sagnfræðing- um finnst sá atburður marka meiri tímamót í sögu mannsins en at- burður sá sem varð á 16. öld, þégar Kopemikus sýndi fram á að jörðin er ekki miðja alheimsins. Menn sáu með eigin augum að jörðin er bara lítill ósjálegur hnöttur hulinn skýj- um, hafi og löndum og varð þá ljóst að við kunnum lítt til verka um hvemig á að varðveita það líf, sem dafnar hér. Það er staðreynd sem verður ekki umflúin. > Margt gerir mannkyni þó auð- veldara en áður að fást við þau mál sem beinlínis varða framtíð þess á jörðinni. Upplýsingum er komið á framfæri á fljótvirkan hátt, »samgöngur milli fjarlægra staða hafa aldrei verið greiðari, fram- leiðsla getur aukist með minni orkueyðslu og nýjasta tækni gerir okkur kleift að skilja betur lögmál náttúrunnar og vistkerfisins í heild." Eitthvað á þessa leið segir í inn- gangi ofannefndrar skýrslu. Og ennfremur: „Nefndin byggir vonir sínar um bjartari framtíð mannkyni til handa á því að teknar verði af- gerandi ákvarðanir af stjómvalda hálfu um víða veröld varðandi varð- veislu náttúrauðlinda og stórfelldar aðgerir heljist þegar til að tryggja afkomu og öryggi mannskyns. „Sé fyrst skyggnst um hinar bjartari hliðar," segir í formálanum á öðrutn stað,“ er margt að sjá. í skógi — tré speglast (tæru vatni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.