Morgunblaðið - 04.10.1987, Page 53

Morgunblaðið - 04.10.1987, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 53 Mengnðu lofti spúð út i andrúmsloftið okkar. hjá ráðamönnum þjóða og alþjóð- legum samtökum að ekki sé hægt að að skilja framfarir á efnahags- sviðinu — hagvöxt — frá þeim margslungnu þáttum sem snerta umhverfísmál. Stórstígum framkvæmdum á sviði tækni og vísinda hefur oft fylgt ofnýting náttúruauðlinda, en skerðing þeirra skerðir einnig þegar tímar líða möguleika á eðlilegum hagvexti. Mönnum er nú æ ljósara að sam- eiginlegt, alþjóðlegt átak og náin samvinna þjóða í milli sé frumfor- senda þess að hægt sé að snúa hættulegri þróun til betri vegar. Lífríki jarðar er nú ógnað^af ýmsum þáttum. Má þar fyrst til nefna mengun jarðvegs, mengun vatns, mengun andrúmslofts og eyðingu skóga af þeim völdum. Þetta eru allt þættir sem hafa af- gerandi áhrif á afkomu þjóða. í skýrslunni er rætt sérstaklega um svæði jarðar sem lúta ekki að neinu einu ríki — um hafíð, geiminn og suðurheimsskautslandið. í sam- bandi við þessi svæði þarf að taka sérstaklega tillit til hagsmuna allra jarðarbúa. Bent er á nauðsyn þess að skilgreina vel þær hættur sem steðja að mannkyni á þessu sviði svo hægt sé að sameinast um vam- arráðstafanir sem duga. Þá er einnig bent á nauðsyn þess að skipuleggja matvælaframleiðsl- una milli þjóða svo allir fái í svanginn. Einnig er bent á nauðsyn bess að gera ráðstafanir til að varðveita ýmsar tegundir í plöntu- og dýrarík- inu sem eru í útrýmingarhættu. „Næstu áratugir skipta sköpum fyrir Iífíð á jörðinni," segir I skýrsl- unni. „Nú er kominn tími til að losna úr viðjum vanabundins hugsanafer- ils og staðnaðra hugmynda. Gamlar aðferðir duga ekkí. Finna verður nýjar leiðir.til að leysa vandann.“ „Nefndin hefur," segir í lok for- málans, „gætt þess að byggja öll ummæli á staðreyndum og bent á hvað þurfi að gera til úrbóta hér og nú. Ef ekki verður hafíst handa strax rýma til muna valkostir næstu kynslóða um úrræði." „Nefnin hefur fyrst og fremst tekið tillit til hinna mannlegu sjón- armiða," segir ennfremur í loka- kafla formálans. „Maðurinn er í brennideplinum og skýrslunni er ætlað að skírskota til almennings. Nefndin vill benda á nauðsyn hug- arfarsbreytinga á mörgum sviðum og hún verður ekki nema til komi gifurlegt átak í fræðslumálum. Fræðsla og aftur fræðsla er það sem gildir á öllum stigum og sviðum mannlífsins, svo hver og einn skilji hvað er í húfí og gerist virkur þátt- takandi. Oft voru skiptar skoðanir um smærri atriði í nefndinni. Fulltrú- amir komu frá 21 þjóð með mjög ólíkan bakgmnn. Þeim fannst stundum sitthvað um á hvað bæri að leggja megináherslu. En allir voru einlæglega sammála um að öryggi, velferð og jafnvel framtíð mannsins á jörðinni væri undir því komin að þjóðir heims tækju hönd- um saman til að færa þessi mál á réttan veg. HV tók saman. Á hvaða leið erum við? Sporin hrella. Vinsælu símarnir fást nú aftur í öilum litum. Verð kr. 3.980,- TELYPHONE símana er hægt aö festa á vegg eöa hafa á boröi. öeir hafa minni fyrir síöasta númer sem nringt er í, svo þaö er nóg aö ýta á einn takka til aö hringja aftur I þaö. Þeir hafa "hold"-takka íil aö geyma símtal ef þú þarft aö skjótast írá augnablik. Ljós íogar meöan samtal ergeymt. Þeir hafa stillanlegan hringingarstyrk. Sterkir símar meö mjög þægilegu símtóli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.