Morgunblaðið - 14.10.1987, Side 19

Morgunblaðið - 14.10.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 19 Söluskattur á útgáfu- þjónustu - og fleira Svar til Þrastar Haraldssonar eftir Jón Baldvin Hannibalsson Kæri Þröstur. Þú beinir til mín skrifum í Morg- unblaðinu 1. október sl. Efnislega eru spurningar þínar og vangavelt- ur þær að skattstjóri gæti leyst úr þeim án teljandi vandræða, en úr því sem komið er skal ég skýra málin frá mínum bæjardyrum séð. Söluskattur Þú hefur áhyggjur af söluskatti. Skiljanlega. Þú veizt líklega að sölu- skattskerfið með öllum sínum undanþágum og sérreglum hefur verið í molum. Undandráttarleiðim- ar eru mýmargar, erfitt er um eftirlit og þetta megintekjuöflunar- tæki ríkissjóðs hefur gersamlega brugðizt. Undanþágumar, sem veittar vom óspart undir merkjum manngæzku og göfuglyndis, hafa reynzt mesti bjamargreiði sem íslenzkum skattgreiðendum hefur verið gerður. Þær ýta undir undan- drátt, tilfærslu og tilfæringar sem aftur leiða af sér hækkandi sölu- skattsstig til að ná inn þeim tekjum sem skattinum er ætlað. 25% sölu- skattur er með því hæsta sem þekkist í heiminum. í fjármálaráðuneytinu er verið að breyta þessu. Fyrsta skrefið var stigið í fyrstu aðgerðum ríkisstjóm- arinnar með sérstökum 10% sölu- skatti á t.d. matvöm og ýmsa þjónustu. Um næstu áramót verður gengið enn lengra og skattstofninn breikkaður enn frekar. Samhliða því verður einungis ein söluskatts- prósenta, lægri en sú sem nú er notuð, sem þá leggst jafnt á allar vömr og þjónustu. Lykilorðin em: undanþágumar burt. Öðmvísi gengur kerfið ekki upp. Öðmvísi verður ekki tekið fýr- ir undandrátt. Öðmvísi verður skattkerfið ekki réttlátara. Misskilinn náungakærleikur, sem felst í veitingu undanþága hist og her, er ekki hluti af lífsfílósófíu þess jafnaðarmanns sem hér heldur á penna. Skattameöferð útgáfuþjónustu En verkinu er fráleitt lokið enn. Á þeim mánuðum og missemm sem breytingar standa yfir þarf margt að skýra og ýmislegt getur gert breytingarnar flóknar í fram- kvæmd. Og þá komum við að þínu hugðarefni, nefnilega sérstökum söluskatti á ráðgjafar- og útgáfu- þjónustu. Þessi starfsemi var til skamms tíma undanþegin söluskatti. Þegar þjónusta auglýsingastofa var und- anskilin söluskatti var ákveðið að hið sama skyldi gilda um útgáfu- þjónustu. Þetta em að vísu ekki sömu atvinnugreinar, en í skatta- legu tilliti hafa þær verið með- höndlaðar eins. Því er það að þegar sérstakur söluskattur var í sumar lagður á þjónustu auglýsingastofa þá var reglunni haldið og útgáfuþjónusta skattlögð á sama hátt. Þótt ekki sé í lögum talað beinum orðum um útgáfuþjónustu leikur enginn vafí á því að sú starfsemi fellur undir sama hatt og auglýsingaþjónusta í skattalegu tilliti. Hins vegar er umdeilanlegt hvort þessi samtenging er eðlileg eða ekki. Ég býst við að þér þyki sem blaðamanni nokkuð hallað á orðsins list í þeim samanburði, en það em fagurfræðilegar vangaveltur sem skattalögin láta sig litlu varða. Þó er rétt að benda á í því sambandi að ef útgáfuþjónusta er ekki með- höndluð á sama hátt og auglýsinga- þjónusta, þá liggur beint við að álykta sem svo að hún eigi að bera venjulegan 25% söluskatt, enda er hvergi kveðið sérstaklega á um að þessi starfsemi sé undanþegin hon- um. Niðurstaðan er þvf sú að þér beri sem fagmanni í útgáfuþjónustu að leggja sérstakan 10% söluskatt á þá þjónustu sem þú selur, rétt eins og auglýsingastofur gera, hvort sem það em skriftir á tölvu eða ritvél, augiýsingagerð, mark- aðskönnun eða heildarumsjón með útgáfu. Tilskrif á borð við bréf þitt í Morgunblaðinu em hins vegar söluskattsfijáls. Fleiri vandamál Þú nefnir fleira sem þér sé óljóst varðandi lög um söluskatt. Eitt er tvísköttunarvandamálið sem lýsir sér t.d. í því að einn aðili selur öðr- um vöm eða þjónustu með sölu- skatti og sá selur aftur þeim þriðja sama hlutinn með einhveijum breytingum. Á að leggja söluskatt BÖRKUR Hansen hefur varið doktorsritgerð í stjórnsýslufræði menntamála (Educational Adm- inistration) við Alberta-háskóia í Edmonton, Kanada. Ritgerðin nefnist Secondary School Reorg- anization in Iceland: A Policy Analysis. Ritgerðin fjallar um stefnu- mótun á starfi og hiutverki framhaldsskóla á íslandi. í rit- gerðinni er gerð greining á þeirri menntastefnu sem fram kemur í frumvörpum til laga um framhaldsskóla sem itrekað hafa verið borin fram á Alþingi án samþykkis. Lýkur ritgerðinni með úttekt á helstu atriðum sem heftu framgang frumvarpsins, ásamt tillögum um úrbætur. Börkur Hansen er fæddur 1954, uppalinn í Njarðvík. Hann er sonur Hauks Hansen og Erlu Svafars- dóttur. BA-prófi lauk Börkur frá Háskóla íslands árið 1982 og hóf þá þegar framhaldsnám við Al- berta-háskóla. Hann lauk meist- aragráðu í stjómsýslufræði menntamála í mars 1984. á vöruna í báðum tilfellum? Hvem- ig má komast hjá slíkri tvísköttun? Um þetta gilda sérstakar reglur sem miða að því að koma í veg fyrir tvísköttun. Þær duga þó ekki alltaf til. Þetta vandamál er sérleg- ur fylgifiskur söluskatts og ein af meginástæðum þess að skynsam- legt er að leggja hann niður. Með upptöku virðisaukaskatts verður þetta vandamál úr sögunni. Önnur furðuleg tilhögun er mis- munandi söluskattsskylda blaða og tímarita, sem þú nefnir. Þetta er annað dæmi um undanþáguveiru sem plagað hefur söluskattinn árum saman án þess að. nokkurt sam- hengi eða rökrétt regla sé þar á. Slík mismunun er óréttlát, þjónar ekki nokkrum sýnilegum tilgangi og er til þess eins fallin að grafa undan tiltrú fólks á skattlagningu sem réttlátu og óhlutdrægnu tekju- öflunartæki. Þeirri vitleysu verður að linna. Doktor í stjómsýslu- fræði menntamála Jón Baldvin Hannibalsson „Þetta er einhver mesta hreingerningaraðgerð í íslensku skattakerfi frá upphafi og í samræmi við málefnabaráttu okkar jafnaðarmanna mörg undanfarin ár. Verkið tekur tíma og þarfnast rækilegs und- irbúnings, en því á að vera lokið um mitt kjörtímabil.“ Að lokum í fjármálaráðuneytinu er nú unn- ið að heildarendurskoðun skatta- kerfísins eins og henni er lýst í stefnuyfírlýsingu ríkisstjómarinn- ar. Þetta starf tekur til söluskatts og virðisaukaskatts, tolla og að- flutningsgjalda, skattlagningar fyrirtækja, skattmeðferð eigna- og fjármagnstekna, auk ýmissa atriða varðandi staðgreiðslu tekjuskatta einstaklinga. Þetta er einhver mesta hrein- gemingaraðgerð í íslensku skatta- kerfi frá upphafí og í samræmi við málefnabaráttu okkar jafnaðar- manna mörg undanfarin ár. Verkið tekur tíma og þarfnast rækilegs undirbúnings, en því á að vera lok- ið um mitt kjörtímabil. Orðslag um undirbúningsleysi er því ótímabært. Undir hitt skal tekið að söluskattslöggjöfín er víða flókin og óskýr. Ekki verður við undirrit- aðan sakazt um það, enda er hann einn helzti gagnrýnandi þess sama kerfís ámm saman. Það er hins vegar forgangsverkefni næstu mánuða og missera að koma þeim málum fyrir með sæmilega óbrjál- uðum hætti. Höfundur er fjirmálaráðherra. Börkur Hansen Börkur er kvæntur Guðrúnu Björk Guðsteinsdóttur og eiga þau tvö böm, Silju Hmnd, 12 ára, og Guðstein Hauk, 11 ára. Börkur stundar nú kennslu við Kennarahá- skóla íslands og Háskóla íslands. HEILSIM HOTEL ARKAR Nú bjóðum við á HÓTEL ÖRK fimm daga hressingardvöl, frá sunnudegi til föstudags. Á HÓTEL ÖRK getur þú horfið frá annríki hversdagsins, slakað á og komið nýr og betri maður til starfa á eftir. VILTU HVÍLAÞIG OG HRESSA UPPÁ LÍKAMA OG SÁL. í nágrenni Hótel Arkar eru mjög Við bjóðum upp læknisskoðun, sj úkraþj álfun, leikfimi með þjálfara, nudd, ljós, leirböð og margt fleira. Á Hótel Örk er ein besta að- staða til hvíldar og hressingar á landinu. Þú lætur stjana við þig í fimm heila daga og ert eins og nýsleginn túskild- ingur á eftir, til- búinn í hvað sem er. Verð frá kr. 12.250,- (miðað við tveggja manna herbergi) Innifalió í veröi Morgunverðurog leirböð og víxlböð hódegisverður Leikfimi, Ljós, Sund Lœknisskoðun og heitir pottor Þolmœling Snyrtimeöferð Sjúkroþjólfun Nudd Sauna Pantanir og nánari uppl. ( slma 99-4700 «"951 Œ2K Breiðumörk Hverageröi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.