Morgunblaðið - 14.10.1987, Page 68

Morgunblaðið - 14.10.1987, Page 68
ÖGuójónáhf. JMtogtmÞIiifrife 91-27233 Þjónusta íþína þágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Fj árlagafrumvarpið: Ríkíssjóður hallalaus og engin ný erlend lán - útflutningsbætur, niðurgreiðslur, endur- greiðsla söluskatts í sjávarútvegi og tílfærsl- ur fjármagns til atvinnuveganna lækka Fjárlag-af rumvarp fyrir árið 1988 var lagt fram í gær. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að rikissjóður verði hallalaus á næsta ári. Tekjur ríkisins verða 59.563 milljónir króna og gjöld 59.536 milljónir króna. Margar umfangsmiklar breytingar eru gerðar i ríkis- fjármálunum frá þvi sem veríð hefur. Þannig er verulega dregið úr tilfærslum til atvinnuveganna og fyrirtækja. Endurgreiðsla sölu- skatts í sjávarútvegi er lækkuð úr 700 miHjónum i 350 milljónir króna og niðurgreiðslur og útflutningsbætur lækka að raungildi. Guðbjartur Ingi Bjarna- son, sláturhússtjóri, í auðum og tilbúnum vinnslusal sláturhússins á Bíldudal. Byijað verð- ur að taka á móti slát- urfé í dagþótt slátur- leyfi hafi ekki fengist enn frá landbúnaðar- ráðuneytinu. Samkvæmt flárlagafrumvarpinu verða niðurgreiðslur 1.587 milljónir króna á komandi ári, en þær eru áætlaðar 1.480 milljónir króna á þessu ári. Raunlækkun miðað við verðlagsforsendur frumvarpsins er tæplega 9%. Útflutningsbætur lækka að krónutölu úr 930 milljón- /um króna í 915 milljónir eða um ý 1,6%. Sömu sögu er að segja af framlögum ríkissjóðs vegna jarð- ræktarlaga og styrkir samkvæmt búfjárræktarlögum eru afnumdir og framlag til Áburðaiverksmiðju ríkisins er fellt niður. Á yfírstand- (andi ári greiðir ríkissjóður áburðar- verð niður um 120 milljónir króna. Miðað við að ríkissjóður hætti þess- um niðurgreiðslum þarf verð á áburði að hækka um 46% eða úr liðlega 11,4 þúsundum króna í 16,7 þúsundir króna hvert tonn. Niður- greiðsla á rafhitun verður 200 milljónir króna 1988 en er áætluð á yfírstandandi ári 230 milljónir króna. Þetta er raunlækkun upp á , 3.8%. jttgf . I flárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að flutt verði verkefni frá ríkinu til sveitarfélaga, hér er til dæmis um tónlistarskóla, dagvistar- heimili og vatnsveitur að ræða. Alls flytjast verkefni fyrir um 200 millj- ónir til sveitarfélaganna, en á móti eru þeim tryggðar 350 milljóna króna tekjur, að stærstum hluta f gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þá má einnig geta þeirra áherslu- breytinga, sem orðið hafa í fjárlaga- frumvarpinu, að starfsháttum Veiðimálastofnunar, Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins og Iðn- tæknistofnunar verður breytt. Þegar er hafínn undirbúningur að því að breyta eignar- og rekstrar- formum þessara stofnana. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í gær, sagði Jón Baldvin Hanni- balsson Qármálaráðherra, að það væri nauðsynlegt að draga úr sjálf- virkni ríkisútgjalda, svo unnt væri að beita fjárlögum sem hagstjómar- tæki. Gerðar verða auknar kröfur um arðsemi ríkisfyrirtækja, eða 1-2% af nettó eign þeirra. Þetta er talið skila ríkissjóði 100 til 150 milljóna króna tekjuauka á næsta árh Áætlað er að ríkissjóður taki engin erlend lán á næsta ári. Láns- fjárþörf opinberra aðila lækkar um 3.600 milljónir króna, miðað við 1987 og lækka erlend lán sem hlut- fall af landsframleiðslu úr 40,3% í 35,3%. Sjá fréttír og frásagnir á bls. 26, 28 og 39. Símamynd/Þorkell Sláturfélag Amfirðinga: Tekið á móti slátur- fé þótt leyfið vanti Reykjavíkurlögregl- an vaktar ijúpnalönd LÖGREGLAN í Reykjavík fylg- ist nú með rjúpnalöndum í nágrenni höfuðborgarinnar, en leyfilegt er að hefja veiðar á morgun, 15. október. Nokkur brögð hafa veríð að þvi undan- farín ár að veiðimenn byiji fyrr. Bjarki Elíasson, yfírlögreglu- þjónn, sagði að árlega þyrfti lögreglan að hafa afskipti af mönnum, sem færu of snemma til veiða. „Nú sem fyrr mun lög- reglan því fylgjast vel með veiði- mönnum og ég vil hvetja menn til að láta ijúpumar eiga sig þar til á rnorgun," sagði Bjarki. Bíldudal. Frá Pétrí Gunnarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. SLÁTURFÉLAG Amfirðinga á Bfldudal hyggst i dag hefja mót- töku sláturfjár, en óljóst er hvort félaginu verður veitt sláturleyfi. Um miðjan dag i gær var talið að málið væri í höfn, leyfi yrði veitt og slátrun gæti hafist þegar í stað. Forsvarsmenn Arnfirðinga töldu sig þá hafa fengið vilyrði tveggja háttsettra manna í land- búnaðarráðuneytinu fyrir þvi að leyfið yrði veitt og var þá ákveðið að hefja móttöku sláturfjár um hádegisbilið í dag, miðvikudag. Um klukkan 18 í gær bárust svo þær fréttir hingað vestur að snurða væri hlaupinn á þráðinn. „Ef um- sókn okkar hefði fengið eðlilega afgreiðslu væri slátrun hér í þann mund að ljúka. Nú getum við ekki beðið lengur og byijum að taka slát- urfé í hús á morgun, afkoma okkar er í húfí,“ sagði Sigurður Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sláturfélags Amfírðinga. Það sem nú stendur í vegi fyrir því að landbúnaðarráðherra gefi leyfið er að enn hefur ekki fundist dýralæknir sem vill taka að sér að skoða sláturhúsið hér á Bíldudal og gefa út yfírlýsingu um að það upp- fylli þau heilbrigðisskilyrði sem þarf til að undanþágu megi veita til slátrunar. Einungis fáein sláturhús á landinu fullnægja þeim skilyrðum sem núgildandi reglugerð frá 1964 mælir fyrir um. Allur þorri slátur- húsa þarf undanþágu sem ráðu- neytið veitir að fenginni umsögn héraðs- eða yfirdýralæknis. Stjóm Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna: Óbreyttri fiskveiðistefnu hafnað ' STJÓRN Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna felldi f gær tillögu um að fyrirkomulag fiskveiða á næstu tveimur árum verði svipað og veríð hefur og að kvóti fylgi fiskiskipum. Síðan samþykkti stjómin að skora á hagsmuna- aðila að snúa bökum saman og tryggja jafnræði veiða og ' vinnslu, þar sem skapast hefði ójafnvægi, sem m.a. kæmi fram í vaxandi átökum um ráðstöfun afla. Nefnd um fiskveiðistjórnun kemur saman til fundar f dag, en á síðasta fundi hennar lagði Þröstur Ólafsson, fulltrúi Verka- mannasambandsins, fram til- lögu, sem m.a. fól f sér að f iskvinnslunni yrði einnig úthlut- að kvóta. Fyrri tillagan, sem stjóm SH ^allaði um, gekk út á það, að stjóm SH teldi að fiskveiðistefnan ætti að taka mið af því, að næstu tvö árin verði svipað fyrirkomulag og verið hefur, þ.e. val milli afla- og sóknarmarks og að kvóti fylgi eftir sem áður fískiskipum og framsals- reglur yrðu svipaðar og verið hefur. Þessi tillaga var felld með 5 at- kvæðum gegn 1. Þá samþykkti stjóm SH með 8 atkvæðum gegn 1 aðra tillögu um nýja fískveiðistefnu sem auk þess, sem að framan segir, feli m.a. í sér „að stefnt verði heilshugar að því að vinnsla sjávarafla færist ekki úr landi". Sjá samþykkt stjómar SH í heild á bls. 37. Signrður þjálfar ÍA SIGURÐUR Lárusson, sem verið hefur fyrirliði ÍA f knattspymu undanfarín ár, var í gærkvöldi ráðinn þjálf- ari 1. deildarliðs Skaga- manna. Sigurður tekur við af Guðjóni Þórðarsyni sem þjálf- aði liðið síðastliðið sumar. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það hefur lengi blundað í mér að gerast þjálfari. Ég hef alltaf sett stefnuna á efsta sætið sem leikmaður og það verður engin breyting þar á núna þó ég sé orðin þjálfari," sagði Sigurður. Sjá bls. 67.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.