Morgunblaðið - 29.10.1987, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.10.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 17 Hugleiðingar vegna frumvarps til laga um fangelsi og fangavist eftír Sigurgeir Jónsson Sá sem þessar línur ritar starfaði í 41 ár við dómgæslu og lögreglu- stjóm, allan tímann að hluta til við meðferð sakamála, fyrst sem starfsmaður ákæruvalds, síðan sem héraðsdómari og síðast sem dómari í Hæstarétti. Á þessum rúmum fjór- um áratugum breyttist margt í okkar landi, flest til hins betra, í samskiptum almannavalds og al- mennings, og það svo, að ég tel okkur nú búa í miklu velferðarríki, þótt skuggahliðar séu ýmsar. Þó að mér fínnist að flestu leyti vel að okkur íslendingum búið af almannavalds hálfu verð ég að játa að mér hefur runnið til rifja, því meira sem liðið hefur á starfsævi mína, afskiptaleysi eða kæruleysi valdhafa um fangelsismál landsins, en þau tel ég varða þá sem líklega eru umkomulausastir okkar allra, frelsissvipt fólk. Það fínnst líklega einhverjum skjóta skökku við, að maður sem hefur haft það að ævistarfí að koma lögum yfír brotamenn fari að halda á loft sjónarmiðum sem hér greinir. Svo er ekki. Þegar maður hefur hlotið refsidóm er hann ekki and- stæðingur heldur á hann að vera skjólstæðingur þess þjóðfélagsvaids sem kom lögum yfir hann. Með framangreint í huga var það með nokkurri eftirvæntingu sem ég fór að skoða frumvarp til laga um fangelsi og fangavist sem lagt var fyrir Alþingi á sl. vetri. Ekki var þó eftirvæntingin vegna þess að ég ætti von á að enn ein lagasetningin þurrkaði út þann smánarblett sem ég tel fangelsismálin vera á okkar að flestu öðru leyti ágæta velferð- arríki, því til þess þarf framkvæmd- ir en ekki endurteknar viljayfírlýs- ingar í löggjafarformi, heldur langaði mig til þess að sjá hvað þessi nýjasta viljayfírlýsing hefði að geyma. Vonbrigðin urðu mikil. Til þess að það sem á eftir fer verði skiljanlegt þeim sem ekki eru fróðir um refsiréttarmálefni er nauðsynlegt að ég skýri í örstuttu máli hvemig refsingum er háttað hér á landi. I almennum hegningar- lögum nr. 19/1940 segir að hegn- ingar samkvæmt lögunum séu refsivist og fjársektir. Refsivist er tvennskonar: fangelsi og varðhald. í fangelsi má dæma mann ævi- langt eða um tiltekin tíma, 30 daga til 16 ára. í varðhald má dæma mann minnst 5 daga og mest 2 ár. í 44. gr. alm. hegningarlaga segir m.a. svo: „Varðhaldsvist skal að jafnaði taka út í einrúmi, nema annað sé nauðsynlegt vegna aldurs eða heilsu fangans. Þó má láta fanga, sem dæmdir eru í varðhaldsvist, taka refsingu út að öllu eða nokkru leyti í félagi. Ekki má hafa varðhalds- fanga með föngum, sem dæmdir hafa verið til fangelsisvistar. Varðhaldsfangar þurfa ekki að láta sér nægja venjulegt fangavið- urværi. Þeim er heimilt að útvegs sér sjálfír og taka við fæði, húsmun- um, bókum og öðrum persónulegum nauðsynjum, að svo miklu leyti, sem það fer ekki í bág við öryggi og góða reglu í varðhaldinu. Varðhaldsfangi má sjáifur út- vega sér vinnu, sem samrýmist öryggi og góðri reglu. Arðinn af vinnunni á fanginn sjálfur. Sjái hann sér ekki sjálfur fyrir vinnu, sem varðhaldsstjóm samþykkir, skal honum skylt að vinna það, er hún leggur honum til, og skal vinn- an miðuð svo sem unnt er við undangengna atvinnu hans og þekkingu. Ágreiningi milli varð- haldsstjómar og fanga um vinnu samkvæmt þessari málsgrein, má skjóta til úrskurðar dómsmálaráð- herra.“ í 1. mgr. 79. gr. sömu Iaga seg- in „Þegar breyta skal refsingu þeirri, sem við broti er lögð, telst 2 daga fangelsi jafnt 3 daga varð- haldi." Svo sem af framangreindum tveimur hegningarlagagreinum sést, svo og öðrum lagaákvæðum, sem ekki er þörf á að tilgreina að svo stöddu, er varðhaldsrefsing allt annarskonar refsing en fangelsis- ■50% VERÐ- Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið REVELL-mðdel á stórlækkuðu verði. Takmarkað magn. Póstsendum. ........ _______________________________________Verö áður kr.________Veró nu kr. Chevrolet Soottsdale m/mótorhjóli Willys Jeep (Golden Eagle) Cutty Sark refsing og er henni mikið beitt utan hegningarlaga, t.d. fyrir ölvun við akstur. Varðhaldsfangi má fá fæði að heiman, húsgögn og muni, svo og afla sér vinnu sem samrýmst getur frelsissviptingu hans. Með ákvæðinu í 79. gr. alm. hegningar- laga hefur löggjafinn ákveðið þá reiknireglu, að fangelsisrefsing sé Vs þungbærari en varðhald. Með lagafrumvarpi því sem hér er fjallað um virðast höfundar þess ætla að afnema muninn á þessum 2 tegundum refsinga, m.a. með nið- urfellingu framangreindra tveggja hegningarlagaákvæða, auk ýmissa annarra ákvæða. Orðið varðhald kemur fyrir tvisvar sinnum í frum- varpinu, en á báðum stöðum hnykkir það á því, að nú skuli eitt gilda um varðhald og fangelsi. En það er ekki nóg með það, að höfundar frumvarpsins ætli að gera þessa stórfelldu breytingu á refsi- rétti landsmanna án þess að gera nokkrar viðeigandi og óhjákvæmi- legar hliðarráðstafanir, heldur virðist eiga að læða þessu inn í refsiréttinn í frumvarpi um allt ann- að efni og án þess að gera grein fyrir því í athugasemdum með frumvarpinu. í 31. gr. frumvarpsins eru m.a. felld niður 3. málsl. 2. mgr. 32. gr., 33. gr., 35-39. gr., 43. gr. 2.-5. mgr., 44. gr., 45.-48. gr. og 2. málsl. 1. mgr. 54. gr. í V. kafía almennra hegningarlaga Sigurgeir Jónsson „Þegar af þeim ástæð- um sem ég hef rakið hér að framan tel ég frumvarp þetta ekki nothæft í sinni núver- andi mynd og leyfi mér þvi að leggja til að það verði endurunnið ann- aðhvort af þeim sem fást við endurskoðun refsilaga eða a.m.k. í nánu samstarfi við þá.“ nr. 19/1940, svo og 2. mgr. 78. gr. og 1. mgr. 79. gr. í VIII. kafla sömu laga. í athugasemdum við frumvarpið segir um 31. gr.: „Þarfnast ekki skýringa." Ég veit ekki hvezja höfundar frumvarpsins hafa haft í huga er þeir telja skýr- inga ekki þörf en ég verð að játa að ég hefði þurft á skýringum að halda til þess að skilja hvað þeir eru að fara. Þegar af þeim ástæðum sem ég hef rakið hér að framan tel ég frumvarp þetta ekki nothæft í sinni núverandi mynd og leyfí mér því að leggja til að það verði endur- unnið annaðhvort af þeim sem fást við endurskoðun refsilaga eða a.m.k. í nánu samstarfi við þá. En auk þess eru á frumvarpinu ýmsir aðrir gallar bæði að formi og efni, sem ég tel ekki ástæðu til þess að þreyta menn á að svo stöddu þar sem ég vænti þess eindregið að frumvarpið í sinni núverandi mynd verði lagt í skúffu. Fari hins- vegar svo, að frumvarpið verði aftur lagt fram á Alþingi, mun ég reyna að gera alþjóð grein fyrir öðrum göllum þess frá mínum sjónarhóli. Það sem þar vegur þyngst eru ýmis ákvæði um réttarstöðu fanga gagnvart fangelsisyfírvöldum, sem ég tel ekki í samræmi við nútíma- viðhorf, svo skort á ákvæðum, sem tryggi rétt fanga til þess að geta leitað til dómstóla ef þeir telja á sér brotið. Aðalatriðið er þó það, að hafíst verði handa um framkvæmdir í fangelsismálum, framkvæmdir sem geri kleifan þann aðskilnað fanga sem hindrað geti eftir því sem unnt er, að menn læri í fangelsinu verri ósiði en þá sem leiddu til fangavist- arinnar. Sá blettur sem fangelsis- málin eru á okkar velferðarríki verður ekki afmáður með nýjum fangelsislögum á 10—15 ára fresti, heldur aðeins með því að veita fé til þess að reisa viðeigandi stofnan- ir og til þess að launa nægilegan og hæfan starfskraft til þess að sinna nauðsynlegum aðskilnaði fanga og uppeldi þeirra sem ein- hver von er um. Höfundur er fyrrv. hæstaréttar- dómari. KENWOOD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.