Morgunblaðið - 29.10.1987, Side 20

Morgunblaðið - 29.10.1987, Side 20
FYRSTA hverfaskipulag í kjölfar Aðalskipulags Reykaj- víkur 1984 til 2004 verður kynnt íbúm Laugarnes-, Laugarás-, Heima- og Vogahverfum laugardaginn 31. októ- ber í Safnaðarheimili Langholtssóknar við Sólheima. En hvað er hveraskipulag og til hvers er það ? Hverfaskipulag er nýtt skipu- lagsstig sem tekur við af Aðalskipu- lagi áður en til deiliskipulags kemur en síðasta skipulagsstig er skipulag lóða. Borginni hefur verið skipt upp í 9 hverfi og verða þau tekin fyrir hvert fyrir sig og skipulags vinnan kynnt íbúunum. Þegar kynning hefur farið fram er endanlega geng- ið frá tillögu að skipulagi og hún lögð fyrir nefndir og ráð borgarinn- ar til samþykktar. Hver íbúi fær síðan sent kort með helstu upplýsingum um eigið hverfi og fyrirhugaðar breytingar. Rétt er að taka fram að hverfa- skipulag er ekki staðfest af ráð- herra heldur er hér frekar á ferðinni vinnuplagg fyrir nefndir og ráð sem nýtist til dæmis við deiliskipulags- vinnu og aðrar ákvarðanatökur. „Hverfaskipulag er samsafn upp- lýsinga um viðkomandi hverfi sem tekur til ýmissa þátta í umhvef- inu,“ sagði Birgir Sigurðsson skipulagsfræðingur en hann hefur ásamt Málfríði Kristiansen arkitekt og Jóhönnu Gunnlaugsdóttur tækniteiknara unnið að gerð skipu- lagsins. „Meðal upplýsinga sem við höf- um safnað saman og kortlagt eru ýmsir þjónustuþættir, svo sem stað- setning gæsluvalla, gatnakerfíð og göngustíga og þá aðallega með til- liti til umferðaröryggis, ásamt upplýsingum um húsnæði og um- hverfí," sagði Málfríður. „Við höfum merkt inn hvar þessa þætti er að finna í hverfinu í dag og bend- um á hveiju er áfátt og hvað betur mætti fara. Okkar verk er að púsla saman þeim þáttum í umhverfí sem hafa áhrif á okkar daglega líf og viljum við gjarnan fá álit íbúa hverf- isins á hvernig til hefur tekist." „Markmið með væntanlegum hverfafundi er að gefa íbúunum sjálfum tækifæri til að hafa áhrif á nánasta umhverfí með því að láta skoðun sína í ljós,“ sagði Birgir. „Hverfíð sem hér um ræðir hefur nokkra sérstöðu, vegna nálægðar við hafnarsvæðið sem óneitanlega hefur sín áhrif til dæmis hvað um- ferð varðar. Þá má ekki gleyma Laugardalnum, væntanlegum skemmtigarði Reykvíkinga en þar eru uppi hugmyndir um að stækka íþróttasvæðið og tjaldstæðið, reisa tónlistarhús, útileikhús og gróður- hús svo eitthvað sé nefnt. Við höfum einnig bent á svæði og bygg- ingar sem æskilegt er að falli undir skilgreininguna borgarvemd og má nuiitum' Morgunblaðið/Sverrir Birgir Sigurðsson skipulagsfræðingur, Málfríður Kristiansen arkitekt og Jóhanna Gunnlaugsdóttir tækni- teiknari en þau unnu hverfaskipulag fyrir Laugarnes-, Teiga-, Læki-, Laugarás-, Sund-, Heima- og Vogahverfi. ASAL OATNAKBRFI ^|AO GUFUNES A£> CjUU-INBRU STOFNBRAUT FVRRHUGUÐ SIDFNBR TENGBRAUT kijep4®<iW1® Aðal gatnakerfi borgarhlutans, núverandi og fyrirhugaðar viðbætur. HATVORUVRRSLANIR ÖISLUVILLIR i 20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 Hverfaskipulag’ kyiint íbúum Hér er sýnd staðsetning gæsluvalla ásamt hugsanlegri staðsetningu á nýjum velli. Æskilegt er að göngufjarðlægð sé ekki meiri en 400 metrar og sýna hringimir þá fjarlægð. Matvöruverslanir í þessum borgarhluta eru 17 og því í þægilegri göngufjarlægð flestum íbúum. SV.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.