Morgunblaðið - 29.10.1987, Page 26

Morgunblaðið - 29.10.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 Beitmgavélin sem Guðjón hefur smiðað. Hún er það létt og fyrirferðarlítil að hægt er að setja hana I farangursgeymslu í stærri bifreiðum. Búnaðinn fær uppfinningamaðurinn svo að geyma á bifreiðaverk- stæði í Njarðvik. mögulegt væri. Til þess höfum við orðið að smíða hluti og gera pró- fanir aftur og aftur og oft þurft að byija upp á nýtt. Nú teljum við okkur vera búna að ná því marki, sem við stefndum að, og framundan eru víðtækar prófanir á beitu og vélum við réttar aðstæður". Smíðaði fyrsta dráttarkarlinn Fjármagn hefur Guðjón haft af skomum skammti til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og hann segist vera ögn bitur yfir því, hvemig þau mál hafa þróast. Árið 1954 smíðaði Guðjón afdrátt- arkarl fyrir línuveiðar og sýndi í Keflavík á haustvertíð það ár. Hug- myndin vakti athygli, en lengra komst hún ekki því fjármagn vant- aði til að ljúka verkinu. Tíu ámm síðar hófst svo framleiðsla á slíkum búnaði á Þingeyri. Smíðuðu 40 beitu- skurðarvélar Um svipað leyti smíðuðu þeir Guðjón og Jóhannes 40 beituskurð- arvélar sem spömðu um tvö kíló á hvert bjóð. „Vélamar vom ekki úr ryðfríu stáli og þær vildu ryðga og Bylting í línuveiðum? Tilramiir með lífræna beitu í línuveiðum Rætt við Guðjón Ormsson rafvirkja og uppfinningamann Keflavík. „Stundum er eins og hvislað sé að mér, jú, þetta er hægt, haltu bara áfram. Það eru þessar tilfinningar, sem reka mig áfram, og þeim er ekki hægt að lýsa í orðum, sagði Guðjón Ormsson, rafvirki og uppfinningamaður í Njarðvík, í samtali við Morgunblaðið. Fyrir ári var gerð tilraun með lífræna beitu, það er gervibeitu með bragði og lykt, undir stjóm Ólafs Valgeirs Einarssonar, útvegsfræðings. Þær tilraunir þóttu lofa góðu og nú em að hefjast tilraunir með lífræna beitu, sem Guðjón hefur fundið upp í samvinnu við æskuvin sinn, Jóhann Pálsson. Tilraun gerð með tvö bjóð Línubáturinn Freyja úr Garði á að leggja úr höfn á föstudagskvöld með tvö bjóð frá Guðjóni. Skipstjóri á Freyju er Halldór Þórðarson, þekkt aflakló, einkum þegar línu- veiðar eru annars vegar. Guðni Þorsteinsson fískifræðingur hefur umsjón með tilraunaveiðunum. Var fjögnr ár að smíða búnaðinn Undanfarin §ögur ár hefur Guð- jón unnið að smíði beitingarvélar ásamt öðrum búnaði og sagði hann að „lykillinn" að þeirri smíði væri lífræna beitan, sem hindraði að önglamir festust í tækjum og tól- um, þegar línan er dregin. Línan er undin upp á „snældur" úr áii, sem eru léttar og handhægar í meðförum. Glussadæla knýr spilið. Beitingarvélin vinnur þannig að önglamir með gervibeitu á fara fyrst um hólf með mauki í, sem smyrst á gervibeituna og gefur henni lykt og bragð. Síðan er mauk- ið kælt og festist við beituna. Hægt að beita línunajafnóðum Það tekur beitningamann að jafnaði um eina klukkustund að beita eitt bjóð. En með aðferð Guð- jóns er hins vegar hægt að beita línuna jafíióðum og hún er dregin og að meðaltali eru dregin 16 bjóð á klukkustund. Danir féllu fyrir hugmyndinni Jóhannes Pálsson, sem nú er búsettur í Danmörku, kynnti hug- myndina á sýningu fyrir nokkru og féllu Danir strax fyrir henni. Þeir em nú að gera tilraunir með þenn- an búnað í Hirtshals og hafa boðið. Guðjóni að koma og jafnframt að fjármagna hugmyndir hans. Guðjón sagði, að hann vildi fyrst láta reyna á hvemig til tækist hér heima. Hugmyndin áratugi í smíðum „Það getur farið langur tími í það að einfalda vél, sem á að leysa flókið verkefni, eins og beiting fískilínu er. Við Jóhannes höfum unnið að þessu verkefni í áratugi og í upphafí settum við okkur það markmið að gera þessa hluti eins fljótvirka, einfalda og ódýra og Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Guðjón Ormsson með öngul sem beittur hefur verið með lífrænu beitunni og henni komið þannig fyrir að öngulinn „húkkast" ekki í. Aðstaðan sem Guðjón hefur er æði bágborin. Hann hefur óupphitaðan skúr heima við og þar er hann að smíða þessa kinnavél. festast eftir að hafa verið geymdar í salthúsum á milli vertíða", segir Guðjón. “Eins vildu hnífamir brotna vegna þess að beitningamennimir voru gjamirá að setja síldina frosna í vélamar. Á þessum tíma fóm svo menn að beita í akkorði og ekki var áhugi á að nota þennan búnað áfram". Peningar liggja ekki á lausu „Fé til þróunarverkefna liggur ekki á lausu á íslandi," heldur Guð- jón áfram. “Trúlega lá góð meining á bak við stofnun Iðnþróunarfélags íslands. En því var svo breytt í „Snældumar" sem Guðjón hyggst nota í stað hinna hefð- bundnu línubala. Þær eru smíðaðar úr áli. gróðafyrirtæki, sem kemur ekki til skjalanna fyrr en augljóst er að hagnaður verði af hugmyndinni. Sjóðir til þróunar í landbúnaði, iðn- aði eða sjávarútvegi hafa enn ekki verið stoftiaðir þrátt fyrir orð stjóm- málamanna þar um. Ég hef fengið fyrirgreiðslu úr Þróunarsjóði íslands. Það er áhætt- ulán. Ég vil þakka fyrir það og ákaflega þægilegar viðtökur þeirra, sem sjóðnum stjóma. Af þessu láni borga ég vexti eftir 6 mánuði og eftir árið greiðast vextir og af- borgun af því.“ Enginn dans á rósum „Svo em það þessi helminga- skipti sjóðanna Éf beðið er um 500 þúsund krón- ur, fær maður kannski 250 þúsund, enda þótt nákvæm kostnaðaráætl- un fylgi umsókninni. Hitt á upp- fínningamaðurinn að leggja til sjálfur eftir að hann er búinn að þrautpína sjálfan sig og sína fjöl- skyldu. Það sér hver heilvita maður að slíkt dæmi gengur ekki upp. Ómældar vinnustundir fara í að snúast í kringum þessa hluti og það er enginn dans á rósum." Að geta ekki séð hlutina í friði „Oft hef ég verið spurður að því, af hveiju ég hætti ekki, fyrst þetta sé svona erfítt. Ég hef svarað þessu þannig, að ég hreinlega viti það ekki. Þetta er einhvers konar sköpunarþrá að geta ekki séð hlut- ina í friði, eins og þeir era, heldur reyna að breyta þeim eins og manni fínnst til bóta. Ég hef reynt að losna undan þessu afli, en það er ákaflega sterkt og stundum heldur það fyrir mér vöku fram undir morgun. Það endar oftast með því að ég trúi því, að þetta sé hægt og alls konar myndir af hlutunum birtast í huganum. Eftir það er nú lítillar undankomu auðið og ég fer að rissa þessar myndir á blað. Síðan byija ég að viða að mér efni til að vinna úr fyrstu pmfu. Hún lítur í fyrstu vel út, en svo koma vankantar, sem þarf að sníða af. Það kostar heila- brot og fleiri vökunætur. Svona gengur þetta koll af kolli, þangað til allt smellur saman og hluturinn er orðinn eins og ég tel, að hann eigi að vera" Og nú bíður Guðjón spenntur eftir því, hvemig til tekst um borð í Freyju. Hvort áratuga vinna upp- fínningamannsins skilar sér eða ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.