Morgunblaðið - 29.10.1987, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 29.10.1987, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 Nútímatónlist er fram- hald af tónlist fyrrí tíma Þætti ekki einhverjum undarlegt ef ekki fengj- ust yngri bækur en f immtíu ára í bókabúðum? Viðtal við ensku sópransöngkonuna Jane Manning Á sinfóníutónleikunum í kvöld verður fluttur Helios forleikurinn eftir Danann Carl Nielsen, 5. sin- fónía eftir Síbelíus þann fínnska og síðast en ekki sízt tvö verk eftir landa okkar Hafliða Hallgrímsson. Annað er verk til minningar um látna félaga Sinfóníuhljómsveitar- innar, Sálmur við klett, hitt söng- verk fyrir sópran og hljómsveit, sungið af ensku söngkonunni Jane Manning. Það verk heitir Vetrar- vers, textinn á ensku, líka eftir Hafliða. Hafliði og Manning hafa oft unn- ið saman áður, komu meðal annars hingaö á norræna tónlistarhátíð ungs fólks fyrir flmm árum og voru síðast um daginn í útvarpsupptöku í Edinborg á verki Hafliða frá þeirri hátíð fyrir selló og sópran, You will hear thunder, við texta eftir rússnesku skáldkonuna Önnu Ak- matóvu. Manning er harla ánægð með nýja verkið, segir Hafliði, skrifa skýrt, sem ekki sé hægt að segja um alla nútímatónlist og verk- ið liggi vel fyrir röddina. Manning er að ýmsu leyti sér- stæð söngkona. Hún lærði reyndar söng og píanóleik þegar hún var í Royal Academy of Music í London, til að verða tónmenntakennari, sem hún var í nokkur ár og kunni því vel. Hún fór á sumamámskeið til Dartington (sem var sagt frá í Tón- listarlífsþætti fyrir skömmu) í einu sumarfríinu og þar komst hún í kynni við verk Webems og Schön- bergs, sem hún þekkti ekki úr skóla. Það segir nokkuð um námið, bætir hún við af þunga. Tónlistar- fólk, sem hún kynntist í Dartington, fékk hana til að syngja með sér og lagði að henni að láta af kennsl- unni, sem hún og gerði og fór í árs söngnám til Sviss. Manning er ekki í vandræðum með að flnna hugsunum sínum orð um tónlist og skyld eftii. Hún gerir reyndar svolítið grín að sjálfrí sér fyrir mælskuna, orðin bara streyma upp úr henni, enda efnið henni hug- leikið, nútímatónlist og söngur. Hún er ekki bamung af söngkonu að vera, þó aldurinn liggi ekki í augum uppi. En hvemig hefur hún farið að því að þroska röddina og halda henni svona vel við? „Röddin í mér þroskaðist hægt og seint. Ég hugsaði ekki út í það þá, en ég sé að núna að það er kostur, þegar ég heyri alla þessa ungu söngvara, sem eru uppgötvað- ir of snemma, fara að syngja á fullu, syngja of mikið, og neyðast til að takast of snemma á við verk, sem þeir ráða ekki við. Sá, sem fer að syngja sem atvinnumaður á unga aldri, á á hættu að hafa ekki náð tökum á tæknihlið söngsins. Hann getur þá notað röddina að mestu leyti ómeðvitað um hvemig hann fer að því að syngja. En um leið og hann eldist og þarf að kljást við erfíð verk, þreytu og álag, þá er hætt við að hann hafl ekki þau tök á röddinni, að hann geti beitt henni af skynsemi og viti. En ég var ekki svona skynsöm þegar ég var yngri, heldur þroskað- ist röddin í mér svo seint, að ég hafði nógan tíma til að leggja rækt við tæknihliðina. Ég hefði örugg- lega anað beint af augum ef ég hefði fengið tækifæri til þess. Kennarar mínir í Sviss stóðu föst- um fótum í hefðbundinni söng- kennslu í Bel canto-stílnum. Þessi stíll var allsráðandi fram eftir öld- inni og þeir vildu hverfa aftur til hans. Eg held að margir séu sam- mála um, að söngvarar séu almennt orðnir betri tónlistarmenn en áður, en söngnum sjálfum hefur farið aftur, ekki bara vegna kennslunn- ar, heldur líka vegna þess að söngvarar byija of ungir í atvinnu- mennsku. Svo bætir ekki úr, að í óperuflutningi hefur athyglin færst frá sjálfri tónlistinni yflr á leikinn og útlitið, jafnvel svo að einstaka ópemuppsetningar em kenndar leikstjórum, ekki tónskáldinu. Ofuráherzla á þetta tvennt verður líka til þess að söngvarar em vald- ir þannig að þeir taki sig vel út, falli að því leyti að hlutverkinu. Röddin er þá ekki lengur aðalatrið- ið og tónlistin gleymist í öllum umbúnaðinum. Svo vilja leikstjórar gjaman vekja athygli, hneyksla eða ganga fram af áhorfendum, svo þá er nærtækast að grípa til ódýrra bragða eins og að láta söngvarana striplast eða skírskota til trúar- bragða á vafasaman hátt. Allt er þetta ótrúlega þreytandi og hvim- leitt, líka vegna þess að það hefur fátt nýstárlegt sézt í þessum efnurh síðastliðin fimmtán ár eða svo.“ — Margar stærstu og þekktustu hljómsveitimar og flytjendurnir sneiða hjá nútímatónlist. Er einhver skýring á því? „í tónlistarsögunni er það alveg nýtt að mest skuli flutt af gamalli tónlist. Fram á þessa öld var samtímatónlist á hveijum tíma alls ráðandi. Ætli það þætti ekki undar- legt, ef það væm nánast eingöngu gamlar bókmenntir, sem fengjust í bókabúðum, ekkert yngra en hálfr- ar aldar gamalt? Nútímatónlist er framhald af tón- list fyrri tíma, en kemur að sjálf- sögðu ekki í staðinn fyrir hana. Margir, sem unna eldri tónlist, em fullir fordóma þegar samtímatónlist er nefnd, oft vegna þess að þeir hafa 19. aldar tónlist og eldri sem viðmiðun. En það er ekki endilega að það sé eitthvað að samtímatón- listinni, heldur er viðmiðunin kannski hæpin. Japanir hafa jap- anska tónlist sem viðmiðun og heyra því samtímatónlist allt öðm- vísi en Vesturlandabúar. En for- dómar em líka oft byggðir á því hvemig nútímatónlist var á sjöunda áratugnum, þegar margs konar til- raunir vom gerðar. Núna em margar stefnur í gangi, en ég held mest upp á þá, sem þora að vera þeir sjálfir, em ekki þrælar tízkunn- ar, þora jafnvel að vera svolítið gamaldags. Britten samdi til dæmis tónlist, sem hefði vel getað verið samin hálfri öld fyrr. Þegar tíma líða, þá em verkin ekki metin eftir því hversu nýtízkuleg þau em, held- ur eftir því hve góð þau em. Þá standa þau ein og óstudd af samtímastefnum og straumum. Því miður finnst mér ég sjá breyt- ingar í tónlistarheiminum þegar litið er eins og tuttugu ár til baka. Þekkt nútímatónskáld vekja meiri athygli en áður. Menn eisn og Bu- sotti, Ligety og Berio. Viðskipti þeirra blómgast, þó alls ekki alltaf á kostnað gæðanna og það er sleg- ist um verk þeirra, meðan aðrir og lítt þekktari hljóta enga athygli og eiga minni möguleika á að koma verkum sínum á framfæri en áður. Andstæður þekktra og óþekktra hafa því skerpst. Svo em líka alls kyns annarleg sjónarmið, sem ráða verkefnavali í tónlistarheiminum. Tónlistarmenn taka kannski ófúsir að sér að flytja nútímaverk, ekki af áhuga, heldur Jane Manning ráðfærir sig við tónskáldið og stjórnandann í kvöld, Hafliða Hallgríson. 328 nemendur kepptu í stærðfræði Stærðfræðikeppni fram- haldsskólanema veturinn 1987—1988 er i tveimur hlutum. Þriðjudaginn 13. október fór fram keppni í fyrri hluta. Keppnin er í tveimur stigum: neðra stigi, sem ætlað er nem- endum á fyrri tveimur árum framhaldsskóla, og efra stigi, sem er ætlað nemendum á seinni tveimur árum framhalds- skóla. Alls tóku 328 nemendur úr 16 skólum þátt í keppninni, þar af tók 201 nemandi þátt í efra stigi og 127 í neðra stigi keppninnar. Viðurkenningar- skjöl verða veitt 20 efstu keppendum á hvoru stigi. Auk þess verður 15 keppendum á neðra stigi og 15 efstu keppend- um á efra stigi keppninnar boðið að taka þátt í lokakeppni, sem fer fram í Háskóla íslands I marz 1987. Niðurstöður þeirr- ar keppni verða hafðar til hliðsjónar við val þátttakenda í Ólympíukeppni Norðurlanda í stærðfræði, sem veðrur haldin í skólum keppenda stuttu síðar, og Alþjóðlegri ólympíukeppni í stærðfræði í Canberra í Astr- alíu í júlí 1988. Neðra stig í tuttugu efstu sætunum á neðra stigi keppninnar voru eftir- taldir keppendur. 1. Helgi Gunnarsson Menntaskólanum á Akureyri 2. Hjalti Skúlason, Menntaskólanum í Reykjavík. 3. Ingibjörg Bjamadóttir, Menntaskólanum í Reylqavík. 4. Ólafur Öm Jónsson, Fjölbrautaskóla Suðumesja. 5. Bjöm G.S. Bjömsson, Menntaskólanum v/Hamrahl. 6. Kristján Leósson, Menntaskólanum í Reykjavík. 7. Gunnar V. Gunnarsson, Pjölbrautaskóla Suðurlands. 8. Óskar Aðalbjamarson, Menntaskólanum á Akureyri. 9. Birgir Öm Amarson, Menntaskólanum á Akureyri. 10. Sigurður Jónsson, Menntaskólanum í Reykjavík. 11. Kristján Valur Jónsson, Menntaskólanum við Sund. 12. Úlfar Elíasson, Menntaskólanum í Reykjavík. 13. Friðrik Þór Snorrason, Menntaskólanum í Reykjavík. 14. Kristín Ólafsdóttir, Menntaskólanum við Sund. 15. Jón Viðar Jónsson, Menntaskólanum í Kópavogi. 16. -17. Hannes Sverrisson, Menntaskóianum í Reykjavík. 16.-17. Sigurbjörg A. Guðnadótt- ir, Flensborgarskóla. 18. Gunnar Pálsson, Menntaskólanum á Akureyri. 19. -20. Benedikt Sigurvinsson, Menntaskólanum í Reykjavík. 19.-20 Höskuldur Ari Hauksson, Menntaskólanum í Reykjavík. Efra stig í tuttugu efstu sætum á efra stigi keppninnar voru eftirtaldir nemendur: 1. Sverrir Öm Þorvaldsson, Menntaskólanum í Reykjavík. 2. Guðbjöm Freyr Jónsson, Menntaskólanum á Akureyri. 3. Pétur L. Jónsson, Menntaskólanum í Reykjavík. 4. Ámi G. Hauksson, Menntaskólanum á Akureyri. 5. Páll Eyjólfsson, Menntaskólanum í Reykjavík. 6. Agni Ásgeirsson, Menntaskólanum í Reykjavík. 7. Gísli Hólmar Jóhannesson, Menntaskólanum í Reykjavík. 8. Halldór Ámason, Menntaskólanum í Reykjavík. 9. Stefán Hjörleifsson, Menntaskólanum í Reykjavík. 10. Ásta Kristjana Sveinsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík. 11. Bragi R. Jónsson, Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. 12. Öm Ingvi Jónsson, Menntaskólanum í Reykjavík. 13. Gunnar Thomas Guðnason, Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. 14. -15. Bergþóra Þorbergsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík. 14.-15. Guðmundur Jónsson, Menntaskólanum við Sund. 16. Thor Aspelund, Menntaskólanum í Reykjavík. 17. Gísli Þór Magnússon, Menntaskólanum í Reykjavík. 18. Páll Viðar Jónsson, Menntaskólanum v/Hamrahl. 19. Guðjón Grímur Kárason, Menntaskólanum á Akureyri. 20. Einar Karl Friðriksson, Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.