Morgunblaðið - 29.10.1987, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 29.10.1987, Qupperneq 62
62 MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 Tískusýning í kvöld kl. 21.30 MÓDELSAMTÖKIN sýna fatnað frá Líneik, Laugavegi 62. KASKÓ skemmtir. Blúsáhugafólk athugið! Tækifæri sem enginn má missa af: SPENCERBOHREN OG ÍSLENSKA BLÚSLANDSUÐIÐ Spencer Bohren er bandarískur blúsari frá Louisiana sem spilar Suðurríkjablús eins og hann gerist bestur. Kappinn mætir á sviðið í EVRÓPU stund- víslega kl. 23.00 og tónleikarnir standa tilkl. 01.00. í seinni hálfleik mætir íslenska landsliðið í „blúsi" og jammar með og án Bohrens. Landsliðið er að þessu sinni skipað Björg- vini Gíslasyni á gítar, Ásgeiri Tómassyni á trommur, Jóhanni Ásmundssyni sem plokk- ar bassa og munnhörpuna þenur Sigurður Sigurðsson. Aldurstakmark 18 ár. Borgartúni 32 &TDK HUÓMAR BETUR Reimleikar af Russels völdum Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Særingar — Gothic ★ ★ */2 Leikstjóri: Ken Russell. Handrit: Stephen Volk. Búningar: Victoria Russell. Kvikmyndataka: Mike Southon. Leiktjðid: Christopher Hobbs. Tónlist: Thomas Dolby. AðaUeikendur: Gabriel Byrne, Jul- ian Sands, Natasha Richardson, Miriam Cyr, Timothy Spall, Andreas Wisniewski. Bresk. Virg- in 1987. 90 mín. Að þessu sinni er Russell í sínum válegasta ham og kaffærir áhorf- andann í hverskyns andstyggð og ónáttúru. Og efnið býður upp á slíkt því hann er enn einu sinni kominn á slóðir listamanna liðinna alda og sér þær með sínum augum. Að þessu sinni er sögusviðið aðsetur Byrons lávarðar í Sviss, eftir að hann var brottrækur gerr úr Breta- veldi. Myndin, sem byggir á sannsögulegum atburðum — þó frjálslega sé farið með heimildir, einsog Russels er von og vísa — segir frá því er landi hans og kol- lega, Shelley, kemur í heimsókn ásamt konu 'sinni Mary og mág- konunni Claire, sem átti eftir að eignast lausaleiksbam með lávarð- inum. Þeim til dundurs stingur Byron uppá að þau fari í andaglas, ásamt lækni hans, Polidori, og á það eftir að hafa skelfilegar afleið- ingar í för með sér fyrir þátttakend- ur. Russell segir frá á sínum vel- þekkta, listræna bullugangi, þar sem hveijum sýnist sitt. Fyrir mína parta tel ég honum takist best þeg- ar hann fer heldur hægar í sakimar og fáránleikinn er sparaður, og sér útúr augum fyrir hamsleysinu, líkt og í Crimes of Passion. Annars em persónumar og umhverfíð í Særing- um nánast djöfullegt og ógnvekj- andi og myndin er virkilega óþægileg að sitja undir þó hún smámsaman nái á manni slíkum Byron lávarður (Byrne) og lækn- irinn Polidori (Spall), sem síðar átti eftir að yrkja um blóðsugur, takast á örlaganóttina 16. júni 1816. tökum að maður er jafn þakklátur fyrir þegar henni er lokið og að hafa séð hana. Að venju er ytri búnaðurinn unn- inn af smekkvísi og sögulegri nákvæmni sem og búningar Victor- iu, eiginkonu Russels. Endursköpun þeirrar ógnamætur þegar ekki er fráleitt að telja að gerst hafi slíkir atburðir að þeir fæddu af sér fræg- asta óskapnað hrollvekjanna, Dracula greifa, hefur sjálfsagt ver- ið, þegar allt kemur til alls, best komin í höndum þess hamslausa snillings, Ken Russell. I þá gömlu góðu daga . . . Gyðingafjölskyldan í Woody Allen-myndinni Á öldum ljósvakans, sem sýnd er í Regnboganum. Kvikmyndlr Arnaldur Indriðason Sýnd f Regnboganum. Stjöraugjöf: ★ ★ ★ Bandarfsk. Leikstjóm og hand- rit: Woody AUen. Framleiðandi: Robert Greenhut. Framleidd af Jack Rollins og Charles H. Joffe. Kvikmyndataka: Carlo Di Palma. Helstu hlutverk: Mia Farrow, Seth Green, Julie Kavner, Josh Mostel, Michael Tucker og Dianne Wiest. Woody Allen-myndin Á öldum ljós- vakans (Radio Days), sem sýnd er í Regnboganum, verður ekki talin með hinum stóru myndum Allens, en hún veldur samt ekki vonbrigðum eftir hina frábæru Hönnu og systur henn- ar. Hún er dæmigerð millibilsmynd, lítil og einföld í byggingu en frám- unalega hugguleg, svona eins og Kaírórósin og þó líkari Broadway Danny Rose í smæð sinni (þótt þær séu mjög ólíkar að öðru leyti). Hún gerist að mestu á stríðsárunum og fjallar um lífið fyrir sjónvarp; þegar útvarpið flutti glansandi draumaver- öldina inní drungalegar stofur og löngu gleymdar stjömur þess áttu hugi og hjörtu fólks. Á öldum ljósvakans lýsir fyrst og fremst hug Woody Allens til þessara ára og hann sér þau sannarlega í rómantísku ljósi; hlutimir voru að vísu ekki eins óskaplega rómantískir og hann sýnir okkur, segir hann allt- af jafn opinskár, en svona vill hann minnast þeirra. Og ekki vantar að myndin er fallega gerð í myndatöku Carlo Di Palma og leikmyndahönnun Santo Loquasto, sem lýsir tímabilinu fullkomlega. Ekki spillir tónlistin frá þessum ámm, allt frá meisturum eins og Benny Goodman, Glenn Miller og Cole Porter til Bing Crosby og Andrews-systra. Myndin, sem oft er glettilega fynd- in, samanstendur af mörgum litlum sögum um útvarpið og fólkið við hljóðnemana annars vegar og lífi gyðingaflölskyldu hins vegar en eins og í „Hönnu" ríkir mikil fjölskyldu- stemmning I myndinni. Allen beitir frásagnartækni sem minnir helst á Take the Money and Run; hann seg- ir frá og myndin byggir frekar á lítt tengdum stuttum þáttum en sam- felldri dramatík og þannig verður hún kannski full sundurlaus. Með undirspili tónlistarinnar, sem heyrð- ist í útvarpinu á þessum tíma og gegnir þýðingarmiklu hlutverki í myndinni, hoppar Allen jafnt á milli frásagna af fjölskyldunni og frægra útvarpspersóna með sinu óbrigðula auga fyrir hinu kómíska. Allen talar fyrir Joe litla, yngsta meðlim fjöiskyldunnar, sem kominn er á fullorðinsár þegar hann rifjar upp minningamar. Hann segir t.d. frá frænku sinni, Bea (Dianne Wiest), sem lendir í furðulegustu málum í leit sinni að hinum eina rétta (þeir eru aldrei nógu fullkomn- ir fyrir hana); frænda sínum, Abe (Josh Mostel), sem elskar að tala um, matreiða og borða fisk og pabba sínum (Michael Tucker), sem skammast sín svo fyrir starf sitt að hann forðast að segja syni sínum frá því. Hver á sinn uppáhalds útvarpsþátt eða útvarpsstjömu. Kvenfólkið held- ur mikið uppá „Morgunverð með Irene and Roger", ríkmannlegu eldra pari, sem sækir finu næturklúbbana á kvöldin og segir frá því sem fyrir augu bar í útvarpið morguninn eftir. Það er sannarlega vandað slúður. Bea hlustar aldrei á annað en tón- list. Aðalhetjur Joe litla (Seth Green) em Grímumaðurinn (Wallace Shawn), sem lemur á óþokkum hvar sem þeir finnast, og Biff Baxter (Jeff Daniels), sem lemur sérstaklega á óþokkum öxulveldanna, enda er þá stríðið skollið á. Abe gapir yfir íþróttaþáttum Bill Kem (Guy Le Bow), sem fullir em af ótrúlegustu afrekum íþróttagarpanna. Og loks er það sagan af Sally White (Mia Farrow), fátæku síga- rettusölustúlkunni, sem verður fræg útvarpsstjama. Hún er að vísu mis- notuð á leið sinni til frægðar af áðumefndum Roger og það er skotið á hana þegar hún verður vitni að mafíumorði og loksins þegar hún hefur fengið hlutverk og ætlar að fara með það er henni hrint frá hljóð- nemanum og tilkynnt er að árás hafi verið gerð á Pearl Harbor. „Hver er þessi Pearl Harbor?" spyr hún forviða. Fræg verður hún þó um síðir. En frægðin er aðeins tímabundin. Stjömumar vita að þær verða fallnar í gleymskunnar dá fyrr en varir og Á öldum ljósvakans er fyrst og fremst gamansamur virðingarvottur við hinar löngu gleymdu útvarps- stjömur frá bemskuárum Allens. ólíkt þeim er ekki hætta á að Woody Allen gleymist svo glatt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.