Morgunblaðið - 29.10.1987, Síða 71

Morgunblaðið - 29.10.1987, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 71 KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA Góð barátta nægði ekki gegn sterku liði Sovétmanna Sovétmenn tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með þessum sigri ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu lauk þátttöku sinni í Evrópukeppninni í gœrkvöldi að þessu sinni. Leikið var gegn Sovétmönnum á Lokomotiv- leikvanginum í Sinteropol og unnu heimamenn örugglega, 2:0, og sigruðu þar með í 3. riðli Evrópukeppninnar og tryggðu sór þar með þátttöku- rétt í úrslitum Evrópukeppn- innar í Vestur-Þýskalandi á næsta ári. Mikili kuldi og hvassviðri var meðan á leikn- um stóð en veðrið virtist samt ekki hafa mikil áhrif á leik- menn. Sovétmenn róðu lögum og lofum á vellinum, sem kem- ur ekki á óvart því þeir eru með eitt besta knattspyrnulið heims. íslenska liðið barðist vel en andstæðingarnir voru einfaldlega of sterkir. Islenska liðið bytjaði með knött- inn, en strax var ljóst að heimamenn, vel studdir af 26.000 áhorfendum, ætluðu að skora mörg mörk og það fljótt. Þeir voru harðir í hom að taka, mikil hraði var í leik þeirra, en lítil ógnun fyrstu mínútumar þrátt fyrir nokk- ur góð langskot. Steinþór Guðbjartsson skrifarfrá Sovétríkjunum Belanov skoraðl úr fyrsta færi Sovétmanna Mark lá í loftinu og Belanov skor- aði úr fyrsta hættulega færi 1 Rúnar Krlstlnsson lék sinn fyrsta A-landsleik í gærkvöldi. Rúnar er að- eins 17 ára gamall. Sovétmanna á 15. mínútu. Vamar- maðurinn Bubnov skaut þrumuskoti fyrir utan teig, Bjami varði en missti knöttinn frá sér, Belanov fylgdi vel á eftir og skoraði örugg- lega af stuttu færi. Þegar Bubnov skaut fór Sævar Jónsson fram og taldi hann Belanov rangstæðan þegar hann fékk knöttinn en dóm- arinn var ekki á sama máli. Sókn Sovétmanna hélt áfram út hálfleikinn en um miðjan fyrri hálf- leik fékk Guðmundur Torfason besta færi íslands. Atli Eðvaldsson Þorvaldur Örlygsson kom inná sem varamaður í seinni hálfleik ásamt Rúnari og lék sinn fyrsta landsleik. Morgunblaðið/Bjami Ekkert gefið eftir Sovétmenn tryggðu sér I gærkvöldl sætl I úrslltakeppnl Evrópumótslns I knattspyrnu með þvl að sigra Islendlnga 2:0. Hér elgast þelr við Atll Eðvaldsson, fyrlrliðl og markvðrður Sovétmanna, Rene Dasayev, I fyrrl lelk llðanna á Laugardalsvelll. Dasayev áttl náðugan dag í markinu I gær. tók aukaspymu frá vinstri, sendi á fjærstöng þar sem Guðmundur kom aðvífandi, en skallaði í hliðametið. Látlaus sókn Seinni hálfleikur var spegilmynd þess fyrri, látlaus sókn Sovétmanna nær allan tímann án verulega hættulegra marktækifæra. Sigfried Held, landsliðsþjálfari, bað menn sína í leikhléinu að halda einbeiting- unni, en strákamir vom ekki nógu vel á verði þegar Prolosov bætti öðm marki við skömmu eftir hlé. Rats, sem var mjög áberandi í leik Sovétmanna, reyndi langskot, knötturinn fór í Guðna Bergsson, hrökk til Protosov, sem skoraði með góðu skoti rétt innan við miðjan vítateig. Góð barétta íslendinga Þrátt fyrir að Sovétmenn væm með knöttinn lengst af tókst þeim ekki að skapa sér fleiri færi og mörkin urðu ekki fleiri. íslenska liðið barð- ist mjög vel í leiknum, vömin var sterk en sóknarmennimir fengu fá tækifæri. Með sanni má segja að liðið hafi staðið sig betur en nokkur þorði að vona því flestir leikmann- anna liðsins hafa lítið sem ekkert leikið í nokkrar vikur. Nýliðamir í hópnum, Rúnar Krist- insson og Þorvaldur Örlygsson, komu báðir inná í seinni hálfleik og stóðu sig ágætlega í sínum fyrsta landsleik, eins og allir aðrir leik- menn íslenska liðsins. Sovétr. - ísland 2 : 0 Lokomotiv-leikvangurinn f Sintero- pol í Sovétríkjunum, Evrópukeppni íandsliða í knattspymu, miðvikudag- inn 28. október 1987. Mörk Sovétr(kjanna:Igor Belanov (15.) og Oleg Protosov (51.). Dómari: Listckevich frá Póllandi. Áhorfendur: 26.000. Lið íslands: Bjami Siguðrsson, Guðni Bergsson, Atli Eðvaldsson, Sævar Jónsson, Ólafur Þórðarson, Ragnar Margeirsson, Ómar Torfa- son, Halldór Áskelsson, Gunnar Gfslason, (Þorvaldur Örlygsson vm. á 80. mín.), Láms Guðmundsson, (Rúnar Kristinsson vm. á 69. mfn) og Guðmundur Torfason. Lið Sovétríkjanna: Dasayev, Bes- sonov, Khidijatullin, Bubnov, Demianenko, Rats (Jakovenko vm. á 80. mfn.), Jarenchuk (Blockin vm. á 72. mín.), Látovchenko, Aleinikov, Protasov og Belanov. KNATTSPYRNA / DEILDARBIKARINN í ENGLANDI Fyrsta tap Liverpool á þessu keppnistímabili Tottenham tapaði tyrir Aston Villa og er úr leik ENSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Gary Stevens hjá Everton gerði út um vonir Li- verpool um áframhald í enska deildarbikarnum í gærkvöldi. Hann skoraðl sigurmarkið fyrir Everton þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Þetta var fyrsta tap Uverpool á þessu keppnistímabili. Tottenham varð einnig að býta í það súra epli að falla úr keppninni eftir 2:1 tap gegn Aston Vlila. Leik Liverpool og Everton var beðið með mikilli eftirvænt- ingu. 44.000 áhorfendur komu á leikinn sem fram fór á Anfiled. Einnig var leikurinn Frá sýndur á breiðtjaldi Bob Hennessy ( beinni útsendingu ÍEnglandi á heimavelli Ever- ton, Goodisnon Park, þangað komu 12.000 manns til að fylgjast með leiknum. Mikil vandræði hafa verið í herbúð- um Tottenham að undanfömu, þjálfaraskipti og lykilmenn hafa verið meiddir. Þétta kom berlega í ljós í leiknum gegn Aston Villa. Alan Mclnally skoraði fyrsta mark- ið strax á 8. mínútu fyrir Villa. Osvaldo Ardiles jafnaði á 64. mínútu en Aspinall innsiglaði sigur- inn fyrir Villa 12 mín. fyrir leikslok. Skotinn Bryan McClair skoraði bæði mörk Manchester United gegn Crystal Palace. Ifyrirliðinn Bryan Robson varð að fara af leikvelli er hann fékk skurð rétt ofan við hægra augað í seinni hálfleik. Úrslit í deildarbikamum í gær- kvöldi: Aston Villa - Tottenham............2:1 Leeda - Oldham....................2.2 Liverpool - Everton...............0:1 Man. United - Cryatal Palace......2:1 Oxford - Leicester................0K> Peterborough - Reading............0:0 Swindon - Watford.................1:1 Wimbledon - Wewastle..............St-. 1 Hvað sögðu þeir? SigfrtodHald „Við getum verið ánægðir með að tapa aðeins 2:0 fyrir Sovét- mönnum. Þeir em með eitt besta landslið í heimi og mörg betri lið en okkar hafa tapað með meiri mun fyrir þeim. Okkar strákar léku oft vel, baráttan var góð en á brattann var að sækja. Við vor- um óheppnir að fá þessi mörk á okkur en við megum ekki gleyma því að flestir leikmannanna hafa ekki leikið lengi." Atli EAvaldsson „Þetta er klassi. Tíu strákanna hafa ekkert leikið í lengri tíma. Við fengum á okkur tvö „blöðru- mörk“ en getum ekki annað en verið ánægðir með leikinn og úr- slitin. Þetta verður alltaf betra og betra og strákamir sem eru að koma inn núna eru algjörir jámkarlar. Stóm liðin verða að fara að passa sig á okkur með sama áframhaldi." Sævar Jónsson „Við sluppum ágætlega frá þessu miðað við það að margir okkar eru hreinlega ekki í æfingu. Sov- étmenn fengu ekki mörg dauða- færi, en spumingin var að halda haus, það gerðum við og getum vel við unað.“ Guðmundur Torfason „Sovétmenn em með eitt besta, ef ekki besta, lið í heimi og ég held að enginn þurfi að skammast sín fyrir þessi úrslit. Það hefur allt verið á móti okkur í sambandi við þessa ferð en við sýndum að þrátt fyrir mótlæti getum við stað- ið í þeim bestu.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.