Morgunblaðið - 03.11.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.11.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 L Samningaviðræður VMSÍ og VSÍ hefjast á næstunni: Fiskvinnslan flytst úr landi í vaxandi mæli - ef staða hennar er ekki styrkt, segir Jón Páll Halldórsson, formaður Vinnuveitendafélags Vestfjarða VIÐRÆÐUR Verkamannasam- bands íslands og Vinnuveitenda- sambands íslands um nýja kjarasamninga hefjast siðar í þessari viku eða strax eftir helgi eftir að framkvæmdastjórnar- fundir hafa verið haldnir í báðum samböndunum. Fundi Vinnuveitendafélags Vestfjarða og Alþýðusambands Vestfjarða, sem vera átti i gær, hefur verið frestað fram í næstu viku, en nefnd aðila, sem fjallar um end- urskoðun bónuskerfisins, kemur saman í dag og fundar þessa VEÐUR viku. Á miðvikudaginn var gengu aðilar á fund ríkisstjórnarinnar til að kynna stöðu mála og þann vanda sem aðilar telja sig standa frammi fyrir. Jón Páll Halldórs- son, formaður Vinnuveitendafé- lags Vestfjarða, sagði að engin niðurstaða hefði orðið af fundin- um, en komið hefði fram að stjórnvöld hefðu skilning á þeim vanda sem við væri að etja. „Fiskvinnslan í landinu stendur á krossgötum. Ef okkur tekst ekki að styrkja stöðu hennar, þá er alveg ljóst að hún hlýtur að flytjast úr landi í vaxandi mæli. Það getur ekkert annað gerst ef við getum ekki unnið hér heima þann afla, sem á land berst. Þannig myndum við lágmarka arðinn af flskimiðunum. Þetta er sameiginlegur vandi físk- vinnslunnar, fiskvinnslufólks og stjómvalda, sem ég held að þessir aðilar verði að takast á við á næstu dögum. Það var enginn ágreiningur um það á fundinum. Spumingin er bara með hvaða hætti menn vilja nálgast vandann," sagði Jón Páll Halldórsson. Guðmundur _ J. Guðmundsson, formaður VMSÍ og Þröstur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Dagsbrún- ar, hittu forsvarsmenn VSÍ að máli í gærmorgun vegna ófrágenginna sérsamninga Dagsbrúnar. Guð- I DAG kl. 12.00: Heímild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 3.11.87 YFIRLIT á hádegi f gær: Á sunnanverðu Grænlandshafi var 970 millibara vaxandi og víöáttumikil lægð, sem hreyfðist norönorðaust- ur. Hlýtt verður áfram í bili, en veður fór kólnandi þegar líða tók á nóttina. SPÁ: í dag verður allhvöss eða hvöss suðvestanátt á landinu, skúr- ir sunnanlands, enslyddu él vestan- og norðvestanlands, en að mestu þurrt noröaustan- og austanlands. Hiti 2—5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR: Áfram suðlægir umhleyp- ingar og fremur hlýtt um allt land. Rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands, en úrkomulftiö noröaustan til á landinu. TÁKN: Heiðskírt 'fc Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r r r Rigning / / / * / * / * r * Slydda / * / # * * * * * * Snjókoma * * # 1 o Hftastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur Skafrenningur [~^ Þrumuveður xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tima hKi vftAur Akureyri 6 tkýjað RevUavlk 6 Þokumóð* Bergen 6 súld Helslnki 6 þokumóAa Jan Mayen +6 alskýjaó Kaupmannah. e akýjaft Narsaarssuaq #4 alakýjað Nuuk +7 skafrennlngur Oaló 2 þokumófta Stokkhólmur 3 þokumóða Þórshófn 8 akýjrf Algarve Amaterdam 13 vantar akýjað Aþena 16 akýjað Barcelona 18 heiðaklrt Berltn 8 þokumóða Chlcago 14 þokumóða Feneyjar 16 þokumóða Frankfurt 12 skýjað Qlasgow 12 léttskýjað Hamborg 8 þokumóða Laa Palmaa 25 léttskyjað London 6 þoka LosAngeles 16 skýjað Lúxemborg 11 skýjað Madrld 18 akýjað Malaga 18 mlatur Mallorca 28 akýjað Montreal 0 léttakýjað NewYork 8 helðaklrt Parfa 11 akýjað Róm 21 akýjað Vln 4 þokumóða Waahlngton 9 þokumóða Winnlpeg 8 þokumóða Valencia 18 mistur mundur notaði jafnframt tækifærið til þess að tilkynna um að VMSÍ væri reiðubúið til viðræðna við VSf eftir að framkvæmdastjómarfund- ur hefur verið haldinn í samband- inu, sem að er stefnt að verði á morgun, miðvikudag. Karvel Pálmason, nýkjörinn varaformaður VMSÍ, segist ekki hafa vitað af þessum fundi í gær- morgun og að fréttir um hann hafí komið sér í opna skjöldu. Fram- kvæmdastjóm hafi ekki tekið neina ákvörðun um framhald þessara mála eftir að þingi sambandsins lauk á laugardag. „Ég vil í lengstu lög vona að hér hafi verið um mis- tök að ræða og þau mistök endur- taki sig ekki,“ sagði Karvel. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að vinnu- veitendur væru mjög áfram um að ná samningum, en aðstseður settu Morgunblaðið/Sverrir Þröstur Ólafsson og Guðmundur J. Guðmundsson ganga á fund vinnuveitenda í húsnæði þeirra í Garðastræti í gærmorgun. því skorður hvað hægt væri að gera, og það væri hans tilfinning að VMSÍ hefði óraunhæfar væntingar í þeim efnum. Vinnuveitendur teldu það raunhæft markmið að reyna að halda þeim kaupmætti, sem náðst hefði. Sjá viðtöl við forystumenn VMSÍ á bls. 35 ísafjörður Deilt um innistæðu- lausar ávísanir FJÓRTÁN mál, sem Sparisjóður Súðavíkur hefur höfðað gegn útgefanda og framseljendum ávísana, voru þingfest hjá sýslu- manninum á Isafirði á fimmtu- dag. Sýslumaðurinn vék sæti, þar sem hann er einn þeirra sem höfðað er mál gegn, og hefur hann óskað eftir þvf að dóms- málaráðuneytið skipi setudóm- ara í málinu. Mál þetta á sér nokkuð langan aðdraganda. Síðasta vetur rak sam- býlisfólk veitingahús á ísafirði. Konan var skráð eigandi ávísana- reiknings, sem maðurinn notaði einnig i þágu fyrirtækisins. Nú hef- ur konan kært þennan fyrrum sambýlismann sinn fyrir yfirdrátt langt fram yfir það sem þau höfðu orði ásátt um. Einnig hefur hún kært sparisjóðsstjórann í Súðavík fyrir hlutdeild í broti mannsins. í vor gaf maðurinn út ávísanim- ar, sem málaferli hafa nú spunnist út af. Um 4-5 mánuðum eftir fram- sal ávísananna krafði Sparisjóður Súðavíkur framseljendur um greiðslu þeirra, þar sem ekki hefði verið innistæða fyrir þeim, auk þess sem framseljendur voru krafnir um greiðslu vaxta og kostnaðar. Á meðal þessara ávísana er ein, sem embætti sýslumanns hafði veitt við- töku sem greiðslu á gjöldum. Sem dæmi um þá ávísun má nefna, að hún var gefín út og framseld í byij- un apríl, en krafa frá Sparisjóðnum barst í Iok júlí. Framseljendumir hafa neitað að verða við kröfu Sparisjóðsins og benda meðal annars á, að það hljóti að hafa verið ljóst eftir framsal að engin innistæða var fyrir ávísunun- um og því furðulegt að bíða með kröfu í 4-5 mánuði. Þá sé ekki vani að krefja framseljendur um greiðslu vaxta og kostnaðar. Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður, sagði að þegar hann hefði fengið kröfuna frá Sparisjóðnum hefði hann leitað til bankaeftirlitsins. „Að fengnum upplýsingum frá banka- eftirlitinu taldi ég ekki ástæðu til að verða við þeirri kröfu Sparisjóðs- ins að greiða ávísunina," sagði Pétur. „Þegar málin 14 voru þing- fest á fimmtudag tilkynnti ég að ég viki sæti í þeim öllum og nú er beðið eftir að dómsmálaráðuneytið skipi setudómara í málið." Bandaríkjamaður hand- tekinn á Seyðisfirði B AND ARÍKJ AMAÐUR sem dvallð hefur hér á landi frá þvi um miðjan október og stundað atvinnu án leyfis var handtekinn á laugardagskvöldið á Seyðis- firði. Maðurinn var ekki ákærður og fór hann af landi brott i gær. Maðurinn kom hingað til lands sem ferðamaður en hefur unnið við fiskvinnslu á Seyðisfirði að undan- fömu án atvinnuleyfís. Hann var handtekinn á laugardagskvöldið og flutti lögreglan á Seyðisfirði hann til Egilsstaða þar sem hann tók flugvél til Reykjavíkur. Hann hélt síðan áleiðis til Glasgow í gær. Að sögn Karls Jóhannssonar lög- reglufulltrúa hjá útlendingaeftirlit- inu er fólk sem kemur hingað sem ferðamenn og fer að vinna búið að fyrirgera rétti sínum að dvelja í landinu. Hins vegar er það ekki beitt hörku og því gefínn kostur á að fara af fijálsum vilja úr landi og var það gert í þessu tilfelli. Athygli beindist að manninum aðfaramótt sunnudagsins fyrir rúmri viku er hann var á gangi í nágrenni við þræmar þar sem há- hymingamir, sem veiddir voru fyrir skömmu, voru geymdir. Þræmar eru í um 8 kflómetra fjarlægð frá bænum. Hann gaf þá skýringu á ferðum sínum að hann hafi verið að dást að norðurljósunum. Sagði Karl að ekkert bendi til þess að maðurinn tengist einhveijum hval- vemdarsamtökum. -i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.