Morgunblaðið - 03.11.1987, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.11.1987, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 DÆMDUR ÚR LEIK Helgi Bjömsson, Guðmundur Ólafsson, Harald G. Haralds og Inga Hildur Haraldsdóttir í hlutverk- um sinum. Lelklist Hávar Sigurjónsson Leikfélag Reykjavíkur: Hremming Höfundur: Barrie Keefe Leikstjóri: Karl Ágúst Úlfsson Leikendur: Helgi Björnsson, Inga Hildur Haraldsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Harald G. Haralds Leikmynd: Vignir Jóhannsson Lýsing: Lárus Björnsson Tónlist: Kjartan Ólafsson Söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson Þjóðfélag sem dæmir hluta þegna sinna ur leik fyrirfram, þjóðfélag sem skilur ekki þarfír einstaklingsins, þjóðfélag sem byggir á lífsviðhorfum og gildis- mati sem aðeins á við hina betur settu, Þjóðféiag sem hefur sundr- að hinum verr settu þannig að þeir vita ekki hvemig, hvers vegna né til hvers þeir eiga að rétta hlut sinn, þjóðfélag sem elur á miskunnarlausri samkeppni, þjóðfélag sem veldur slíkri ör- væntingu meðal stórs hluta ungs fólks að ekkert er þess virði að lifa fyrir það, þjóðfélag sem svar- ar slíkri örvæntingu með fagurg- ala og ofbeldi og snýr sér undan á meðan; þannig þjóðfélag er ómannlegt og grimmt. Þessi er þjóðfélagslýsing enska höfundarins Barrie Keefe í leikrit- inu Hremming sem LR frum- sýndi í Iðnó sl. sunnudagskvöld. Keefe þessi er þekktur höfundur í heimalandi sínu, hefur verið af- kastamikiil sl. 15—20 ár og tvímælalaust meðal hinna bestu enskra höfunda sem fram hafa komið eftir 1970. Fyrir þá sem til þekkja á Eret- landi er lýsing Keefes raunsönn og ýkjulaus en engu að síður ógn- vekjandi. Keefe er mikið niðri fyrir og boðskapur hans er kröftugur en styrkur þessa ieikrits felst í þeim aga sem hann beygir boð- skap sinn undir og hversu eðlilega hann skilar sér í gegnum persónur og atburðarás verksins. Leikritið segir frá 16 ára pilti sem heldur tveimur kennara sinna og skólastjóra í gíslingu án þess að vita hvers vegna og til hvers. Hann er að hætta í skólanum með umsögnina: Hæfíleikalaus, latur, námsárangur enginn, ístöðulaus o.s.frv. í bresku samhengi, þar sem um 3 milljónir ganga atvinnu- lausar, jafngildir slík umsögn út í lífíð fyrir ungan pilt nánast útskúfun. Örvænting hans frammi fyrir þessum framtíðar- horfum leiðir hann til örþrifaráða og það er sorglegra en tárum taki þegar slíkri örvæntingu er mætt með rökum sem hvetja hann fyrst og fremst til umhugsunar um af- leiðingamar á framtíð hans. Það verður spennandi að sjá hvort verk þetta fær hljómgrunn meðal íslenskra unglinga. Helgi Bjömsson nær sér vel á strik sem pilturinn og sýnir á eftir- minnilegan hátt örvæntingu hans, vonleysi og ekki síst stefnulausa ofbeldiskennd hans sem er kveikj- an að atburðarás verksins. Að óreyndu hefði maður haldið að yngri leikari kæmist nær kjaman- um í hlutverki þessa 16 ára pilts en Helgi sýnir hér betri, sannari og áreynslulausari leik en oft áð- ur. Inga Hildur Haraldsdóttir leik- ur hér sitt fyrsta hlutverk með Leikfélagi Reykjavíkur. Leikur hennar einkennist af áberandi öryggi og slær tæpast falska nótu. Ung kennslukona með öll réttu sjónarmiðin, upptekin af sjálfri sér, mannúð hennar og samkennd nær aðeins að þeim mörkum sem ógna ekki öryggi hennar sjálfrar. Leikur Ingu Hildar nær undir yfír- borðið og fær mann til að hugsa. Harald G. Haralds leikur íþrót- takennara, ofbeldishneigðan, grimman. Hann er böðullinn í þessu verki og það skortir þó nokkuð á að Harald sé sannfær- andi í þessu hlutverki. Af Ton stafar ekki sú ógn sem verður að vera til staðar svo hlutföll verks- ins raskist ekki. Á köflum er Harald aðeins hávaðasamur og erfítt að taka grimmd og mis- kunnarleysi persónunnar alvar- lega. Guðmundur Ólafsson leikur skólastjórann, að mörgu leyti gamalkunna persónu frá hendi Guðmundar, viðutan, vesældar- lega og að sjálfsögðu hlægilega. Guðmundur gerir þetta vel og fagmannlega og kaflinn þar sem skólastjórinn lofar öllu fögru og samþykkir allt er tvímælalaust besti og jafnframt fyndnasti hluti sýningarinnar. Karl Ágúst Úlfsson fer ein- kennilegar leiðir í leikstjóm sinni og er engu líkara en honum sé í mun að bera klæði á vopn Kee- fes. Öll umgjörð sýningarinnar virðist beinast í þá átt. Lýsing Lárusar Bjömssonar er falleg, tónlist Kjartans Ólafssonar ljúf sem beint af vinsældalista, og leikmjmd Vignis Jóhannssonar stílfærð og smart. Karl staðsetur leikara sína vandræðalaust en hraði verksins er misjafn og á fmmsýningu náði hann sér ekki á eðlilegt flug fyrr en í atriðinu sem áður var nefnt. Ofbeldisatriði eru tilgerðarleg og lokaatriðið verður aðeins bergmál af sjálfu sér vegna vandræðalegrar „leik- húslegrar" útfærslu við undirleik mjúkrar popptónlistar Kjartans. Það skortir þó nokkuð á að hrá harkan og grimmdin skili sér til fulls í þessari sýningu. Engu að síður, Karl Ágúst hef- ur verið á réttri leið þegar hann tók ástfóstri við þetta verk og þýðing hans er ágætlega eðlileg. Það er verulegur fengur að þessu verki upp á íslenskt leiksvið, þó enn meiri fengur væri að íslensku verki sem tæki á okkar samfélagi af sömu hörku og skarpskyggni. Þá væri a.m.k. ekki hægt að skjóta sér undan ábyrgðinni og dæma af vandlætingu yfír vonsku manna í útlandinu. Mmníngatónleikar Tónllst JónÁsgeirsson Kór Langholtskirkju minntist þriggja látinna félaga með tónleik- um á „allra sálna messu“, 1. nóvember, og flutti þrjár mótettur eftir J.S. Bach. í formála efnisskrár um kantötumar, sem Bjami Gunn- arsson ritar, en hann er einn af félögunum í kómum, kallar hann „basso continue" fylgibassa. Þetta er stórgott nafn á þesu fyrirbæri og leggur undirritaður til að það verði notað framvegis og þakkar Bjama fyrir tiltækið. Fyrsta mótett- an var Komm, du siisse Todes- stunde, nr. 161, sem er í flokki með svo nefndum Weimar (1715) kant- ötum við texta eftir Salomo Franck (1659—1725), en hann var eitt helsta trúarskáldið við Weimar- hirðina. Á þessum tíma kemur Bach sér upp nokkrum gerðum af kantöt- um, formgerðum er hann notaði einnig í Leipzig-kantötunum. Fyrri hluti kantötunnar em tvær aríur og tónlesþættir sem Hrönn Hafliða- dóttir og Gunnar Guðbjömsson fluttu ágætlega og var ekki annað að heyra en Gunnar sem enn er í námi eigi að geta orðið feikna góð- ur Bach-söngvari. Verkið endaði á kórþætti og sálmi sem kórinn flutti frábærlega vel. Önnur kantatan er nr. 8, Liebst- er Gott, werd ich sterben (1724) og talin samin í Leipzig. Verk þetta hefst og lýkur á kór en þar í millum em tvær aríur fyrir tenór og bassa og tveir tónlesþættir fyrir alt og sópran. Eins og í fyrra verkinu söng Gunnar Guðbjömsson tenóraríuna en Kristinn Sigmundsson bassaarí- una með miklum glæsibrag. Tónles- þættimir vom fluttir af Hrönn Hafliðadóttur (alt) og Signýju Sæ- mundsdóttur (sópran) er stóðu vel fyrir sínu. Það breytti svo sem ekki mjög miklu þó verkið væri sungið á íslensku, því nokkuð vantaði á þá skerpu í framburði að hlustendur gætu fylgst með samspili texta og tónlistar eingöngu með því að hlusta. Þama er um tæknilegt vandamál að ræða sem vert er að íslenskir söngvarar gaumgæfi ræki- lega. Tónunin má ekki vera svo algjör að bæði sérhljóðamir greinist ekki í sundur og skerpa samhljóð- anna erlatist. Síðasta kantatan var svo Actus Tragicus nr. 106, sem talin er sam- in um 1708 er Bach starfaði í Muhlhausen og mjög líklega vegna dauða móðurfrænda hans, Tobiasar Lammerhirt. Þessi Tobias arfleiddi Bach af 50 gyllinum, sem var dálag- leg upphæð og auðveldaði Bach að fá samþykki frændfólks síns til að ganga að eiga Maríu Barböru. Þetta er sérlega heilsteypt verk, þar sem ofíð er saman kór og einsöngs- þáttum, sálmsteíjum bætt inn í viðhafnarlegan tónvefnaðinn og verkinu lokað með „bravúra“-kór- þætti, sem að formi til nálgast að vera tvöföld fúga. Þetta glæsilega verk var mjög vel flutt bæði af hljómsvejtinni, kómum og ein- söngvurunum, undir öruggri stjóm Jóns Stefánssonar. í heild vom þetta afbragðsgóðir tónleikar og ekki síst ánægjulegir fyrir þá sök að áheyrendur, bókstaflega talað, troðfylltu kirkjuna. Iðnaðarhúsnæði í Kópavogi til sölu í þessu húsnæði, sem er í byggingu, er til sölu 1200 fm jarðhæð. Auðvelt er að skipta húsnæðinu í minni einingar. Minnsta eining er 117 fm. Hús- næðið selst tilbúið undir tréverk, fullbúið að utan með grófjafnaðri lóð. Upplýsingar hjá: Víkur hf., byggingadeild, símar: 641277 og 46328. Einbhús — Mosfellsbæ Til sölu er mjög fallegt 140 fm einbhús á einni hæð ásamt 35 fm bílsk. Óvenjufallegur garður. Verð 7,5 millj. Agnar Gústafsson, hrl., Eiríksgötu 4. Símar: 12600 og 21750. Brautarás - raðhús Vorum að fá í einkasölu skemmtilegt tveggja hæða raðhús við Brautarás. Á neðri hæð eru samliggjandi stofur með arni, eldhús með borðkrók, þvottaherbergi og snyrting. Á efri hæð eru 5 svefnherbergi, rúmgott hol og baðherbergi. Stórar svalir. Tvöfaldur bílskúr. Ákveðin sala. EIGNASALAIM REYKJAVIK Ingólfsstræti 8 Sími 19540 og 19191 Magnús Einarsson. Heimasími 77780 (Eggert).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.