Morgunblaðið - 03.11.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.11.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 Morgunblaðið/Þorkell Frá Blöndals-hátíðinni. Fjölmenni á Blöndals-hátíð Blöndalsættin efndi til hátíðar í veitingahúsinu Broadway sl. sunnudag og var húsið þétt skip- að. Um sjö hundruð manns tóku þátt i hátfðinni og komu sumir um langan veg. Blöndalsættin er fjölmenn. Guð- rún Þórðardóttir og Bjöm Blöndal sýslumaður áttu fimmtán böm og þar af komust ellefu á legg. Niðjar eru frá tíu bömum Guðrúnar og Bjöms Blöndals og eru þeir flestir hér á landi, en afkomendur Ágústs Theódórs (1835-1863) og Jóhönnu Jónsdóttur eru allir búsettir í Ameríku. Önnur böm þeirra Guð- rúnar og Bjöms sýslumanns sem eiga afkomendur voru Bjöm Lúðvík (1822-1874), kvæntur Karen Jóns- dóttur, Sigríður Oddný (1824-1889), gift sr. Sigfúsi Jóns- syni, Jón Auðunn (1825-1878), kvæntur Amdísi Pétursdóttur, Benedikt Gísli (1828-1911), kvænt- ----------------- Gazrn Kápur í stóram stærðtun! ur Margréti Sigvaldadóttur, Þorlák- ur Stefán (1832-1860), kvæntur Hólmfríði Böðvarsdóttur, Gunn- laugur Pétur (1834-1884), kvæntur Sigríði Sveinbjamardóttur, Lárus Þórarinn (1836-1894), kvæntur Kristínu Ásgeirsdóttur, Jósep Gott- freð (1839-1880), kvæntur Önnu Margréti Kristjánsdóttur ög Páll Jakob (1840-1903), kvæntur Elínu Guðrúnu Thoroddsen. Bjöm Auðunsson Blöndal var fæddur 1. nóvember 1787 og voru því 200 ár frá fæðingu hans á sunnudag. Blöndals-hátíðin var haldin af því tilefni. Halldór Blöndal alþingismaður stjómaði samkomunni en Svala Nfelsen söngkona og Sigurður Blöndal skógræktarstjóri leiddu söng við undirleik Karls Jóhanns Sighvatssonar. I upphafí samkomunnar minntist Matthfas Johannessen ritstjóri Guð- rúnar og Bjöms sýslumanns, las m.a. upp úr frumheimildum og riti Lárusar Jóhannessonar hrl. um Blöndæli. Þá las Guðrún Gísladóttir leikkona, sem einnig er af þessari ætt, upp sögukafla úr Hamingju- dögum eftir Bjöm J. Blöndal bónda og rithöfund í Laugarholti og að lokum lásu þau Guðrún og Matthías kvæði eftir Hannes S. Blöndal skáld, meðal annars um Vatnsdal- inn en segja má að hann sé vagga þessarar ættar. í upphafí minntist Halldór Blön- dal Lárusar Jóhannessonar en af ritverki hans má sjá hversu fjöl- menn þessi ætt er orðin. Meðal viðstaddra voru Stefanía Guðjóns- dóttir ekkja Lárusar og Jón Gísla- son ættfræðingur sem hefur tekið sérstöku ástfóstri við ættina og kannað heimildir um hana. Hann hafði umsjón með útgáfu Blöndals- bókarinnar, ásamt Guðjóni Lárus- syni lækni. Amold Bjamason hafði umsjón með ættarmótinu, ásamt ýmsum öðmm niðjum Guðrúnar og Bjöms sýslumanns. Halldór Blöndal sleit hátíðinni sem þótti hin ánægjulegasta og las kvæðið Samsætislok eftir Hannes S. Blöndal. Á hátíðinni vora m.a. sungin lög eftir sr. Bjama Þorsteinsson tón- skáld á Siglufírði sem var kvæntur Sigríði, sonardóttur Guðrúnar og Bjöms sýslumanns og lag Þorvalds Blöndals við kvæði Davíðs Stefáns- sonar, Nú sefur jörðin. Nr. 8751 Nr. 8752 Verö kr. 12.300.- Verö kr. 11.200.- KAPUSALAN BORGARTÚNl 22 SÍMI23509 \ Næg bflastæði AKGREYRI HAFNARSTRÆTI 88 SÍMI 96-25250 Aðalfundur Æðarvés: Vilja deila erninum víðar Miðhúsum, Reykhólasveit. AÐALFUNDUR Æðarvés var haldinn að Reykhólum um helgina, en Æðarvé er félagskapur æðarbænda og nær félagssvæðið yfir Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu. Á fundinn mætti Árni Snæbjörnsson frá Búnaðarfélagi íslands og hélt hann erindi um æðarrækt og sýndi myndir. í erindi Áma kom fram að eftir- spum eftir æðadún væri mikil og þar sem hæst er greitt væri verð- ið komið upp í 17.500 krónur kflóið og viriðist það vera hækk- andi. En reynslan hefði sýnt að færi verðið of hátt kæmi sölu- tregða. Dúnninn er nú aðallega seldur til Þýskalands, Japans, eitt- hvað til Bandaríkjanna og Frakk- lands. Heildarframleiðslan er ekki nema um 2 tonn á öllu landinu. Tvær tillögur voru ræddar og samþykktar samhljóða og verður önnur send Æðarræktarfélagi ís- lands til fyrirgreiðslu og var hún á þá leið að beina því til stjómar Æðarræktarfélagsins að vinna að því að ömum Qölgi ekki meira á BreiðaQarðarsvæðinu en þegar er orðið. Einnig að Æðarræktarfé- lagið beini því til amarvina og „eigenda" að þeir flytji amarunga á svæði þar sem engir emir eru fyrir. Þess má geta að við innan- verðan BreiðaQörð fjölgar ömum hratt og ungar virðast ekki fara af svæðinu og ágangur því of mikill á vissum svæðum. Kon- ungsríkin minnka eftir því sem konungum fjölgar og skattheimt- an verður of mikil enda flytja þá skynsamir þegnar á öraggari staði. Hin tillagan var til stjómar Æðarvés um að láta eyða varg- fugli áður en varp hefst eða seinni hluta vetrar og svo aftur um mánaðamótin júní-júlí og þá sérs- taklega við árósa en þangað leita máfuglar og hefur það sýnt sig að þeir era oft fullir af lax- og silungsseiðum auk æðaranga. Svo það gæti verið athugandi fyrir laxabændur að kanna samvinnu við æðarræktarmenn í því að fækka afætum. Aðaltekjur Æðarvés era frá félagsmönnum og greiða þeir 50 krónur á hvert framleitt dúnkfló. Sýslumar veita þeim Qárstuðning og svo fær félagið svolítinn styrk frá Æðarræktarfélagi íslands. Aðalútgjöld félagsins era skot- verðlaun og er nú greitt meira fyrir hvem hrafn en svartbak, enda er miklu meiri vandi að veiða hrafninn vegna eðlisgreindar hans. Bændur vora beðnir að hafa vakandi auka með nýlegum land- nema en það er hettumávurinn og að þeir lúri ekki á staðreyndum sem þeir búa yfir. Skiptar skoðan- ir era varðandi hann, sumir vilja telja hann til bóta í varplöndum, hann er grimmur og meinar öðr- um flugvargi að sínum varpstað. Æðarkollan virðist sækja í þá vemd en til era bændur sem segja að hettumávurinn heimti toll fyrir vemd sína og steli eggjum úr hreiðram æðarkollunnar. Hettu- mávurinn flæmir kríuna burtu en hún þykir góð í æðarvarpi. Til era þeir æðarbændur sem grana hett- umávinn um að fækka æðarang- um og mófuglar verða fyrir barðinu á honum því að talið er að hann éti unga þeirra. Eins er talið að lítill vandi sé að flæma hann úr varpi en hann verpir þétt saman og sé steypt undan honum leitar hann nýrra varpstöðva. Aðalfundur Æðarræktarfélags íslands verður haldin í Reykjavík 14. nóvember nk. og er Sigurlaug Bjamadóttir formaður þess. Stjóm Æðarvés skipa Eysteinn Gíslason, Skáleyjum, Steinólfur Lárasson, Fagradal, og Þórður Jónsson, Árbæ. Um 20 félags- menn sóttu fundinn. Lilja Þórar- insdóttir, Grand sá um veitingar. — Sveinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.