Morgunblaðið - 03.11.1987, Side 27

Morgunblaðið - 03.11.1987, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 27 David Tutt píanóleikari. Verk eftir Liszt á háskóla- tónleikum ÞRIÐJU háskólatónleikar vetr- arins verða haldnir miðvikudag- inn 4. nóvember. Á tónleikunum leikur kanadískur píanóleikari þrjú verk eftir Franz Liszt. David Tutt er vel þekktur píanó- ieikari í heimalandi sínu og hefur leikið einleik með helstu sinfóníu- hljómsveitum Kanada. Hann er nú búsettur og starfar í Sviss. Tónleikamir eru í Norræna hús- inu og hefjast kl. 12.30. Þeir standa u.þ.b. hálftíma og eru öllum opnir. Tilvalið er að fá sér hádegissnarl í kaffísofu hússins í leiðinni, segir í fréttatilkynningu. Óli Jón Gunnarsson Borgarnes: Óli Jón Gunn- arsson ráðinn bæjarslgóri Borgarnesi. BÆJARSTJÓRN Borgarness samþykkti samhljóða á fundi 29. október sl. með öllum greiddum atkvæðum að ráða Óla Jón Gunn- arsson tæknifræðing sem bæjar- stjóra. Alls sóttu tíu manns um stöðuna og þar af óskuðu fímm nafnleynd- ar. Oli Jón var eini Borgnesingurinn sem sótti um stöðuna. Óli Jón Gunnarsson er fæddur að Bálkastöðum í Hrútafirði 7. júlí 1949. Hann er byggingatæknifræð- ingur að mennt frá Tækniskóla íslands. Hann starfaði hjá Borgar- neshreppi frá 1977 til 1984 sem hreppstæknifræðingur og bygging- arfulltrúi. Frá 1984 hefur hann verið forstöðumaður byggingar- deildar Loftorku hf. í Borgamesi. Eiginkona Óla Jóns er Ósk Berg- þórsdóttir og eiga þau þrjá drengi. - TKÞ Fyrirlestur um Fossvogsdalinn Landfræðifélagið gengst fyrir fræðslukvöldi um Fossvogsdal fimmtudaginn 5. nóvember nk. Þá fjallar Yngvi Þór Loftsson um Fossvogsdalinn frá sjónar- hóli landslagsarkitektsins en hann lauk nýlega „Master-námi“ á þvi sviði og fjallaði lokaritgerð hans um Fossvogsdalinn sem úti- vistarsvæði. Yngvi Þór lauk áður BS-prófí í landafræði frá Háskóla íslands en nam síðan landslagsarkitektúr við University of Guelph í Ontario f Kanada. Hann starfar nú hjá Borg- arskipulagi Reykjavíkur. Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskóla íslands f Odda, stofu 101, og hefst kl. 20.30. Fyrirlesturinn er opinn öllu áhugafólki. vETRARDAGSKM m.---rvofvlvwA/ vct&tvoÓ&V-I M. nj6tiö iólanna SiaPP^f.Lwuurr'^.des aPP' ,.sku u"" . o3. ')ea' .t|öars ........ und'r s mingu X\ 1 ^rvlag3 32-3 1 vetu'- s Dva|'öJeógistinð iSh''-" ,utd- aidursl , BoUrriern°U(yrir a'la ikseKói'' e°g,a ihópa- ' eoöiskeiða sernEjTthvað ^Tn, P*ðJi timin°! ...og svo erum viö auðvitað með aimennar ferðir á aðrar sólarstrendur, s.s. Mallorka og Costa Del Sol. Hafið samband og leitið upplýsinga, það kostar ekkert. A. Feröaskrifstofan llarandi Vesturgötu 5, Reykjavfk, simi 622420.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.