Morgunblaðið - 03.11.1987, Side 28

Morgunblaðið - 03.11.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 John Kenneth Galbraith: Af stýrum kreppu með markvissri stjórnun, vaxtalækkun og aukn- um ríkisútgjöldum New York, London, Reuter. JOHN Kenneth Galbraith, hinn kunni bandaríski hag- fræðingur, sagði að afstýra mætti kreppu í Bandaríkjun- um með markvissri stjórnun, vaxtalækkun og auknum ríkisútgjöldum. Galbraith sagði að spákaup- mennska væri ein megin ástæðan fyrir verðfalli á verðbréfamörkuð- um að undanfömu. „Þetta er eins og í spilavíti, það kemur fyrr eða síðar að því að kjánamir tapa pen- ingum sínum," sagði Galbraith, er hann svaraði spumingum hag- fræðinga, sem þátt tóku í pall- borðsumræðum í Bard College í New York-ríki. Galbraith sagði að afstýra mætti kreppu með virkri stjómun, þar með talið forseta sem væri með á nótunum. James Tobin, Nóvelsverðlauna- hafí í hagfræði, sagðist sammála Galbraith og hvatti til þess að skattar yrðu hækkaðir og halli á fjárlögum minnkaður til þess að bæta ástand bandarískra efna- hagsmála. Hann varaði þó við aðgerðum sem lækkuðu kaupmátt almennings meira en þörf krefði. Tobin gagnrýndi stefnu stjómar Reagans í efnahagsmálum en hrósaði Alan Greenspan, banka- stjóra seðlabanka Bandaríkjanna, fyrir að lækka vexti. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, hefur tjáð Reagan forseta að Bandaríkja- menn verði að draga stórlega úr fjárlagahalla til þess að stöðva megi ringulreið á verðbréfamark- aði um heim allan. Þetta kemur fram í brezka blaðinu Observer í fyrradag og sagði blaðið að hér væri um að ræða íhlutun og af- skiptasemi af bandarískum mál- efnum, sem ætti sér engin fordæmi. Maraþon í Nýju-Jórvík Reuter Þátttakendur í New York maraþon-hlaupinu stöðvuðu alla umferð bifreiða um Verrazano- brúna við upphaf hlaupsins i gær. Fjöldi þátttak- enda er ókunnur en af myndinni að dæma skipta þeir þúsundum. Þingi kínverska kommúnistaflokksins lokið: Aldraðir harðlínumenn víkja fyrir yngri umbótasinnum ERLENT Peking’, Reuter. ÞRETTÁNDA þingi kfnverska kommúnistaflokksins lauk á sunnudag og voru gerðar róttæk- ar breytingar á stjóramálaráði og miðstjóra flokksins. Deng Xiaoping, leiðtogi flokksins, vék úr miðstjórninni en fullvíst er talið að Deng, sem er 83 ára að aldri, verði valdamesti maður Kína þar tíl hann safnast til feðra sinna. Almennt er Utið svo á að eldri harðlínumenn hafi vikið fyrir yngri mönnum, sem hUð- hollir eru umbótastefnu Dengs og Zhaos Ziyang forsætisráð- herra, sem mun vafalítið taka við stöðu Dengs sem leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins. Deng vék einnig úr stjómmála- ráði flokksins en vegna breytinga á stjómarskránni, sem samþykktar Rcuter Deng Xiaoping (til vinstri), leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, og Zhao Ziyang forsætisráðherra greiða atkvæði á flokksþinginu- þinginu, sem lauk á sunnudag. Vestur-Þýskaland: Karl Bretaprms og Díana í opinberri heimsókn Vestur-Berlín, Reuter. KARL krónprins Breta og Díana prinsessa komu tíl Bonn í gær i upphafi opinberrar heimsóknar þeirra tU Vestur-Þýskalands. Þau munu dvelja í sex daga f Þýskalandi og meðal annars heimsækja Miinchen, Hamborg og Köln. Þau hjón, Karl og Díana, komu til Bonn í gær, þar sem forseti Vestur-Þýskalands, Richard von Weizsácker, og Helmuth Kohl kanslari tóku á móti þeim. Fyrir- hugað er að Karl og Díana dvelji í Vestur-Þýskalandi í sex daga og gera má ráð fyrir að blaðamenn fylgi þeim hvert fótmál. Undanfarið hafa breskir fjölmiðl- ar verið uppfullir af sögusögnum um að hjónaband þeirra standi höll- um fæti. Við komuna til Vestur- Þýskalands var ekki annað að sjá en allt væri í „lukkunnar velstandi" hjá þeim hjónum. Er prinsinn ávarp- aði breska landgönguliða í Vestur- Berlín skjallaði hann konu sína og brosti hún kankvís við ummæli hans um að hún væri „fegursti ofursti Breta". voru á þinginu, mun hann áfram gegna stöðu formanns hermála- nefndar flokksins, sem tryggir honum mikil völd. Er litið svo á að með þessu muni áhrifa hans gæta innan flokksins allt þar til yfír lýk- ur. Hins vegar vakti athygli að Deng þurfti á aðstoð að halda er hann hugðist standa upp úr stól sínum er flokksþinginu því hann hefur ævinlega virst heilsuhraustur með afbrigðum. Li Xiannian forseti og fleiri aldr- aðir harðlínumenn munu einnig seljast í helgan stein. Þeir eru flest- ir komnir yfír áttrætt og börðust með Maó er hann leiddi kommún- ista til valda í Kína. Þeir víkja nú fyrir mönnum sem numið hafa marxísk fræði á skólabekk. „í stjómmálaráðainu sitja nú fulltrúar hins nýja Kína, menn sem hafa verið formælendur umbótastefn- unnar bæði á sviði stjómskipunar sem efnahagsmála," sagði vest- rænn stjómarerindreki í Kína. Sjö nýir menn voru kjömir til setu í stjómmálaráðinu er þar sitja 18 fulltrúar. Þykir sýnt að vænta megi mikilla breytinga i kjölfar þess að Deng tókst að taka sex fyrrum byltingarmenn með sér út úr ráðinu. „Niðurstaðan er mikill sigur fyrir Deng Xiaoping og ósigur fyrir Deng Liqun og fylgismenn hans,“ sagði kínverskur blaðamaður í viðtali við Reuters-fréttastofuna. Deng Liqun er fyrrum áróðursmeistari flokksins og einn helsti leiðtogi harðlínu- manna. Hann missti sæti sitt í miðstjóm flokksins. Li Ruihan, borgarstjóri Tianj- ing-borgar, þykir vera dæmigerður fyrir þá menn sem nú hafa komist til aukinna áhrifa í Kína. Hann er 53 ára gamall og hefur verið lofað- ur mjög fyrir að hafa leitað eftir aukinni flárfestingu erlendra fyrir- tækja í Tianjing, sem er mikil iðnaðarborg. Þykir sýnt að áhersla hafi verið lögð á að velja hæfa stjómendur og tæknikrata til auk- inna áhrifa í kínverska kommún- istaflokknum. Nýju mennimir eru allir taldir fylgismenn umbóta- stefnu Dengs og Zhaos Ziyang, sem þykir einnig hafa treyst mjög stöðu sína. Ákvörðun Dengs að segja sæti sínu lausu í miðstjóm flokkins þykir sýna að hann treysti Zhao fyllilega til að taka við sem leiðtogi flokksins. Rúmlega 90 fulltrúar létu af störfum i miðstjóm flokksins en ákveðið var að fækka stjómar- mönnum um 34. 175 fulltrúar sitja nú í miðstjóminni og em rúmlega 60 þeirra nýliðar. Reuter Karl Bretaprins og Díana ásamt vestur-þýsku forsetahjónunum, Ric- hard og Marianne von Weizsficker. Brasilía: Ofsahræðsla grípur um sig vegna geislavirkni Goiania, Reuter. GÍFURLEGUR ótti hefur gripið um sig meðal íbúa borgarinnar Goiania í Brasilfu vegna geislavirkni sem slapp út í andrúmsloftið í septembermánuði. Fjórir hafa látist af völdum geislunar og 60 eru alvarlega veikir. Slysið hefur einnig haft alvarlegar afleiðingar fyr- ir efnahag Goias-fylkis og einkum íbúa Goiania. Slysið varð er sorphreinsunar- menn tóku tækjabúnað sem notaður hafði verið við geislalækningar frá lækningastofu einni í borginni. Opnuðu þeir tækið og reyndist það innhalda cesíum, sem er geislavirkt efni. Tveir þeirra sem létust voru bomir til grafar í blýkistum á mánu- dag í síðustu viku. Átök bratust út er í kirkjugarðinn var komið því þar höfðu íbúar hverfísins safnast saman og kröfðust þeir þess að lík hinna látnu yrðu meðhöndluð sem kjamorkuúrgangur. „Almenningur er gjörsamlega móðursjúkur," sagði Donald Binns, sem framkvæmt hefur geislamæl- ingar á íbúum borgarinnar. „Fólk telur að geislavirkni sé lík bráðsmit- andi sjúkdómi og að menn geti andað henni að sér,“ sagði hann. Fólk hefur flúið híbýli sín í ná- grenni öskuhauganna þar sem lækningabúnaðurinn var brotinn upp og geisaVirknin slapp út. Frétt- ir herma að atvinnurekendur hafí krafíst þess að starfsfólk sem þar býr fínni sér nýtt húsnæði ella verði það rekið úr starfí. Komið hefur verið upp bráða- birgðasjúkraskýli fyrir utan knatt- spymuvöll borgarinnar og hafa rúmlega 75.000 manns komið þangað í geislunarmælingu. Reynist viðkomandi ekki hafa orðið fyrir geislun fær hann afhent sérstakt vottorð þar að lútandi. „Þetta er algert bijálæði en í hinum ýmsu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.