Morgunblaðið - 03.11.1987, Side 29

Morgunblaðið - 03.11.1987, Side 29
Sovétríkin MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 29 Stalín var meðvitaður um glæpina í stjórnartíð sinni - segir Gorbachev Sovétleiðtogi Moskvu, Reuter. MIKHAIL Gorbachev sag-ði í ræðu við upphaf hátíðahalda i Moskvu í gær i tilefni 70 ára afmælis rússnesku byltingarinnar, að Jósef Stalín hefði vitað um glæpina sem framdir voru í stjóraartíð hans á fjórða áratugnum. Gorbachev sagði að nefnd hefði verið sett á laggirnar sem ætlað væri að rannsaka hveraig hægt væri að veita fórnarlömbum Stalíns uppreisn æru. Engu að síður sagði Sovétleið- toginn að þjóðnýting landbúnaðar hefði verið rétt stefna hjá Stalín og að Leon Trotsky, höfuðandstæð- ingur hans, hefði verið „and- sósíalískur" og reynt að grafa undan ríkinu. „Af skjölum má lesa að Stalín vissi um glæpina sem framdir voru," sagði Gorbachev. Svo bætti hann við að „þúsundir flokksfélaga og annarra" hefðu orð- ið fyrir barðinu á kúguninni, en flestir sagnfræðingar telja þá tölu allt of lága. Fylgismenn Gorbachevs í Sovét- ríkjunum höfðu vænst þess að nú gæfist leiðtoganum tækifæri til að ræða opinskátt hörmungamar sem þjóðin leið undir einræðisstjóm Stalíns. „Ef við höldum okkur við Tveimur Bretum vís- að frá Tíbet Peking, Reuter. TVEIMUR brezkum kennurum hefur verið veittur frestur til morgundagsins til að koma sér úr landi, en þeir eru sakaðir um að hafa rekið ólöglegt bókasafn i Tíbet og kennt þar ensku í leyf- isleysi. Kennaramir eru sakaðir um að hafa meðal annars haft í fórum sínum og lánað tónbönd með bar- áttusöngvum tíbezkra aðskilnaðar- sinna. Kínversk yfirvöld hafa beitt sér gegn Vesturlandabúum, sem starf- að hafa í Lhasa, stærstu borg Tíbet, í kjölfar uppþota þar fyrir mánuði. Að sögn heimilda, sem taldar eru áreiðanlegar, heldur mikill skari vopnaðra lögregluþjóna uppi röð og reglu í Lhasa. Búddamúnkar hafa neitað að taka þátt í endurhæfing- amámskeiðum, sem efnt hefur verið til í kjölfar uppþotanna. Heim- ildamenn segja að íbúar Tíbet sýni almenna óhlýðni og séu ósamvinnu- þýðir við kínversk yfirvöld. sögulegar staðreyndir þá hljótum við að sjá hvort tveggja, að Stalín vann í þágu sósíalismans með því að standa vörð um ávexti hans og eins hitt að hans stóm pólitísku mistök voru þau að hann lét alls kyns ósamkvæmni viðgangast," sagði Gorbachev. Hann sagði enn- fremur að dýrkunin á persónu Stalíns hefði verið fullkomlega óréttlætanleg því hún bryti í bága við grundvallarlögmál sósíalismans. Hann sagði að á miðrjum sjötta ára- tugnum hefði tímabundinni endur- skoðun á Stalín-tímanum verið hætt og nú ynni nefnd á vegum Æðsta ráðsins að rannsóknum á þessu sviði. Vestrænum stjómar- erindrekum sem fylgdust með ræðunni í sjónvarpi kom nokkuð á óvart að Gorbachev skyldi ekki minnast á hreinsanir Stalíns í for- ystuliði Rauða hersins. í ræðunni í gær nefndi Gorbac- hev fyrrverandi leiðtoga Sovétríkj- anna, Nikita Krushchev, á nafn sem þótti nýmæli. Hann sakaði Krush- chev um tækifærisstefnu og að hann hefði ekki tekið tillit til sjónar- miða annars fólks. Gorbachev lét nægja að nefna Krushchev með eftimafni, án fomafns, og það þótti sýna að leiðtoginn fyrrverandi væri enn viðkvæm persóna í sögu Sov- étríkjanna. Gorbachev vék einnig að af- vopnunarmálum í gær. Hann gaf í skyn að undirritun samkomulags um útrýmingu meðal- og skamm- drægra kjama^lauga á landi væri minniháttar verkefni komandi leið- togafundar stórveldanna. „Heimur- inn býst við meiru af okkur en að staðfesta það sem gengið var frá fyrir ári síðan,“ sagði hann. „Niður- skurður langdrægra eldflauga er TALSMAÐUR stjóraarínnar í Teheran hefur faríð hörðum Reuter Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sov- étríkjanna, heldur ræðu við upphaf hátíðahalda vegna 70 ára afmælis rússnesku byltingarínn- ar. í ræðunni sagðist leiðtoginn ætla að vinna sleitulaust að banni við hervæðingu geimsins og sam- komulagi um fækkun lang- drægra kjaraorkueldflauga. nauðsynlegur sem og að komið verði í veg fyrir hervæðingu geims- ins.“ Hluti ræðu Gorbachevs snerist um árangur „glasnost“-stefnunnar. Hann sagði að vart yrði aukinnar andstöðu íhaldssamra afla við um- bætur án þess að tilgreina nánar hvaðan andstaðan kæmi. „Komm- únistaflokkurinn mun ekki leyfa frávi'k frá stefnunni sem mörkuð hefur verið," sagði Gorbachev, „öll- um fyrirhuguðum breytingum verður hrundið í framkvæmd.“ Svo bætti hann við að flokkurinn ætti samt sem áður að sýna staðfestu gagnvart „óþolinmóðu" fólki sem fyndist breytingamar ekki ganga nógu fljótt fyrir sig og vísaði þar til deilna um Boris Yeltsin, forystu- mann flokksins í Moskvu. orðum um Sameinuðu þjóðirnar og hvatt íranska herinn til að greiða írökum högg, sem eftir verði tekið. Þykja þessi um- mæli ekki boða gott fyrír tilraunir SÞ og ýmissa ríkja til að binda enda á ófríðinn. Ali Rafsanjani, talsmaður vamar- málanerndar íranska þingsins, úthúðaði SÞ í ræðu, sem hann hélt á sunnudagskvöld, aðeins nokkrum stundum eftir að hann hafði átt viðræður við Yuli Vor- ontsov, sendimann Sovétstjómar- innar, um vopnahlésályktun öryggisráðsins. Sakaði hann sam- tökin um óheiðarleika og sagði, að nú ætti íranski herinn að láta að sér kveða svo um munaði, það væri eina leiðin til að umheimur- inn tæki eftir réttmætum kröfum írana. Reuter Hermenn rannsaka tunnur sem hafa að geyma afgang cesiumsins sem olli slysinu í Goiania í Brasiliu. f ranir eru í litl- um sáttahug Nikósía, Reuter. fylkjum landsins eru menn teknir að krefjast þess að íbúar Goiania framvísi þessu vottorði sé þess kraf- ist. Vegalögreglan gerir meira að segja slíkt hið sama,“ sagði Donald Binns. Henrique Santillo, fylkisstjóri Goias-fylkis, sagði í viðtali að slysið í Goiania hefði þegar haft alvarleg áhrif á efnahag íbúanna. Sagði hann að útflutningur til annarra fylkja Brasilfu hefði dregist saman um 20 til 30 prósent sökum þess að menn óttuðust að framleiðslan væri geislavirk. Vorontsov, sendimaður Sovét- manna, ræddi við stjómvöld í írak, íran og Kuwait og sagði þar, að við vopnahlésályktun SÞ yrði að verða „heldur fyrr en seinna“. Árshátíð félagsins verðurhaldin íVíkingasal, Hótel Loftleiðum, laug- ardaginn 7. nóvember. Miðasala og borðapantanir verða föstudaginn 6. nóvember frá kl. 17-19. Allir Vestmannaeyingar velkomnir. Stjórnin. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Hamrahlíð Laugavegur1-33 SKERJAFJ. Einarsnes o.fl. UTHVERFI Austurgerði o.fl. |H#rgttttÞIafrifr s »rí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.