Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987
Douglas Ginsburg dómari ásamt eiginkonu sinni, Dr. Hallee Morg-
an, og dóttur þeirra hjóna í Hvíta húsinu er tilkynnt var að Reagan
Bandaríkjaforseti hefði útnefnt Ginsburg til embættis hæstaréttar-
dómara.
Grænlensku fjárlögin:
Ventlegar skatta-
og tollahækkanir
Nýir tollar og erlend lán
Nuuk, frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
Grænlenska landsþingið hefur
samþykkt fj&rlögin fyrir árið
1988 og er þar kveðið á um veru-
legar skatta- og tollahækkanir,
nýja tolla og erlend lán. Út-
gjaldahlið fjárlaganna er þrír
milljarðar dkr., rúmir 17 mil\j-
arðar Isl. kr.
Tekjuskatturinn á að hækka um
3%, úr 7 í 10%, en auk hans greiða
Grænlendingar útsvar, sem er
misjafnt frá einu sveitarfélaginu til
annars, 22-28%. Áætlað er, að
tekjuskattshækkunin gefi lands-
sjóði tæpar 670 milljónir isl. kr.
Skattur af bjór hækkar um rúm-
ar 11 kr. ísl. og kostar nú hver
flaska út úr búð 68-73 kr. og um
170 kr. á veitingastöðum. Þar að
auki eiga auknar álögur á sykur,
tóbak, kaffi, létt vín og sterk og
ilmvötn að gefa af sér um 113 millj-
ónir kr. ísl.
Af nýjum tollum má nefna toll
af myndbandstækjum, hljómplöt-
um, kasettum og spilakössum upp
á tæpar 30 millj. lu-. en einnig er
gert ráð fyrir 125 millj. kr., sem
eru skattur á happdrætti og ný
stimpilgjöld af allri lánaafgreiðslu.
Togaraeigendur verða að greiða
meira í svokallaðan rækjuskatt, það
er að segja fyrir þá rækju, sem
ekki er unnin í landi, heldur soðin
um borð, og er áætlað, að það gefi
aukalega um 100 millj. ísl.
Nauðsynlegt þykir að taka erlend
lán og verður líklega tekið tilboði
japansks banka um lán að upphæð
rúmlega 2,8 milljarðar ísl. kr. Verð-
ur það notað til nýrra fjárfestinga
í fiskiðnaði en hann veltir nú árlega
nærri 34 milljörðum ísl. kr. Þetta
hrekkur þó ekki til og sagði Emil
Abelsen, sem fer með fjármálin í
landsstjóminni, að líklega yrðu er-
lendu lánin alls einn milljarður dkr.,
um 5,7 millj. ísl. kr.
Bíllinn syrgður
Sorgmæddur Svissari
leggur blómsveig að
grafreit „Tvíhests-
ins“, hins vinsæla
franska smábíls
(2CV). Citroen 2CV
hefur ekki verið seld-
ur í Sviss frá 1.
október sl. vegna
nýrra mengunar-
reglna þar i landi.
Hundruð aðdáenda
bifreiðarinnar helg-
uðu henni grafreit í
smábænum Schachen
og var þar reistur
„legsteinn“ sá er
myndin sýnir. Er
hann gerður úr
títtnefndri bifreið og
á hann er letrað ártöl-
in 1948-1987 til marks
um æviskeið bifreið-
arinnar.
Tilnefning Ginsburgs til embættis hæstaréttardómara:
Sakaður um eiginhags-
munagæslu og siðblindu
Eiginkona hans framkvæmdi fóstureyðingar
Washington, Reuter.
FRAM hafa komið upplýsingar í Bandaríkjunum sem kunna
að koma í veg fyrir að bandarískir þingmenn leggi blessun
sína yfir útnefningu Douglas Ginsburg til embættis dómara
í hæstarétti Bandaríkjanna. Hermt er að eiginkona Ginsburgs
hafi framkvæmt fóstureyðingar en hún er læknir að mennt
auk þess sem mörgum þykir Ginsburg hafa gerst sekur um
óeðlilega hagsmunagæslu er hann starfaði í dómsmálaráðu-
neyti Bandaríkjanna.
Reagan Bandaríkjaforseti til-
kynnti á fimmtudag í síðustu viku
að hann hefði útnefnt Ginsburg til
embættisins í stað Roberts Bork,
sem þingmenn höfnuðu. Ginsburg
er 41 árs gamall og þykir íhalds-
samur dómari líkt og Bork.
Talsmaður dómsmálaráðuneytis
Bandaríkjanna staðsfesti á sunnu-
dag að Ginsburg hefði barist fyrir
því er hann var starfsmaður dóms-
málaráðuneytisins að lokuð sjón-
varpsdreifikerfi yrðu ekki bundin
eftirliti ríkisvaldsins. Stjómvöld
ákváðu að leyfa slíkum fyrirtælqum
að starfa óháð eftirliti hins opin-
bera. Komið hefur í ljós að á þessum
tíma átti Ginsburg hlutabréf að
verðmæti 140.000 Bandaríkjadala
í sjónvarpsstöð einni í Kanda, sem
tók einnig þátt í rekstri sjónvarps-
stöðvar í Bandaríkjunum. Talsmað-
ur ráðuneytisins sagði Ginsburg
hafa tekið þátt í mótun þessarar
stefnu þar eð ekki hefði verið um
að ræða fyrirtæki sem hann var
eignaraðili að. Sagði talsmaðurinn
að sökum þessa hefði greinilega
ekki verið um hagsmunaárekstur
að ræða.
Patrick Leahy, þingmaður demó-
krataflokksins, sem situr í dóms-
málanefnd öldungadeildarinnar,
sagði að mál þetta yrði rætt ítar-
lega er Ginsburg svarar spuming-
um nefndarinnar. Telji nefndin
viðkomandi hæfan til starfans er
það álit lagt fyrir báðar deildir
Bandaríkjaþings til staðfestingar.
Heimildarmenn »Reuters-frétta-
stofunnar segja eiginkonu Gins-
burgs, sem er læknir að mennt,
hafa framkvæmt fóstureyðingar í
sjúkrahúsi einu í nágrenni Boston
er hún starfaði þar frá því í apríl-
MIKIÐ tap varð á mörgum fisk-
eldisfyrirtækjum í Troms og
Finnmörku á árinu 1986. Kemur
þetta fram í yfirliti frá sjávarút-
vegsráðuneytinu.
Kostnaðurinn við laxeldið jókst
um 20% á síðasta ári og kostaði
þá 70 nkr., 406 kr. ísl., að fram-
leiða hvert kíló þótt aðeins fengjust
fyrir það 145-377 ísl. kr. Þessi hái
mánuði og fram í júni árið 1980. Á
þessum tíma kynntist hún Ginsburg
en þau gengu í hjónaband í maí-
mánuði árið 1981. Ónefndur
embættismaður í dómsmálaráðu-
neytinu bandaríska staðfesti að
eiginkona Ginsburgs hefði fram-
kvæmt fóstureyðingar á þessum
tíma en frétt þessa efnis birtist á
sunnudag í Sun News Journal, sem
gefið er út í Delaware.
Reagan forseti er yfírlýstur and-
stæðingur fóstureyðinga. Helstu
stuðningsmenn Ginsburgs í öld-
ungadeildinni eru einnig íhalds-
menn og hafa margir þeirra hvatt
Reagan til að gæta þess að þeir
menn sem útnefndir eru til embætt-
is dómara hæstaréttar séu andvígir
fóstureyðingum.
framleiðslukostnaður er m.a. rakinn
til seiðaskorts.
Fiskeldisstöðvamar í Noregi hafa
nú ákveðið að koma á fót sínu eig-
in tryggingafyrirtæki. Eru þau
mjög óánægð með samskiptin við
tryggingarfyrirtækin, sem fyrir eru,
og hafa oft ekki fengið tryggðan
nema hluta af starfseminni. Mörg
hafa alls enga tryggingu fengið.
Noregur:
Erfiðleikar í fiskeldinu
Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgnnblaðsins.
Fornleifafræði:
Er þetta andlit Jósefs?
EFTIR að Jósef hóf draumar-
áðningar sínar f Egyptalandi
varð hann þeirrar ánægju að-
njótaandi að sjá bræður sína
lúta sér og grátbæna sig um
korn til þess að þeir mættu lifa
þá hungursneyð, sem gekk yfir
heimsbyggðina. Til þess að und-
irstrika þá breytingu, sem hefði
orðið á háttum þeirra bræðra,
sagði hann þeim að með Guðs
tílstilli hefði hann orðið „Faraó
sem faðir og herra alls húss
hans og höfðingja yfir öllu
Egyptalandi".
Hinn hebreski sagnaritari sögu
Jósefs hefur greinilega haft tals-
verða þekkingu á lífí og siðum í
Egyptalandi. Ef til vill þekkti hann
til í Egyptalandi samtíðar sinnar eða
þá að þekkingin hefur varðveist
mann fram af manni frá dögum
Jósefs. Hugtakið „Faraó sem föður"
hefur yfirbragð egypsks titils, en í
raun virðist þessi titill aðeins hafa
verið notaður einu sinni.
Nafnbót þessi fannst í einu dular-
fyllsta grafhýsi Konungadalsins í
Egyptalandi. Hún er margsinnis
notuð þegar taldar eru upp virðing-
arstöður Júja, stórvezírs tveggja
faraóa, þeirra Tútmósis IV. og Am-
enhóteps III., en þeir ríktu í Egyptal-
andi fyrir um 3.400 árum — á sama
tíma og fomleifafræðingar tengja
oftast veru gyðinga í Egyptalandi.
Eins og Jósef var Júja „meistari hins
konunglega hests", bar innsiglis-
hring Faraós og e.t.v. bar hann
einnig gullmen hans til tákns um
stöðu sína.
Merkismaður-
inn Júja
Júja var á allan hátt hinn merki-
legasti maður. Hann virðist hafa
komist til æðstu valda án þess að
hafa fæðst inn í valdastéttir Egypta-
lands. Greinilegt er að skrifaramir
hafa átt í stökustu vandræðum með
að færa nafn hans í myndletur og
telja fomleifafræðingar það vera
vísbendingu um að hann hafí verið
útlendingur. Þá hefur múmía hans
varðveist, svo að með ólíkindum er,
og þykir það benda til þess að hann
hafi verið óvenjuvaldamikill maður.
í fyrstu Mósebók er þess getið
að Jósef hafi verið smurður og kistu-
lagður í Egyptalandi og fyrir fjórum
árum kom Egyptalandsfræðingurinn
Ahmed Osman, sem er Egypti bú-
settur í Lundúnum, með þá athyglis-
verðu tilgátu, að ef til vill væru Júja
og Jú-sef (Jósef) einn og sami mað-
urinn. Nú nýverið kom út bók eftir
Osman, þar sem hann veltir þessu
fyrir sér og lesandanum, en Osman
les bæði hebresku og myndletur
Egypta.
I bókinni setur hann fram fleiri
kenningar, missannfærandi, en til-
gátan um að Júja og Jósef séu sami
maðurinn er sú sem athyglisverðust
er og traustustum röksemdum
studd. Hljóti hún viðurkenningu má
ljóst vera að Biblíufræðingar og aðr-
ir sagnfræðingar þurfa að taka
ýmislegt til endurskoðunar.
Skyldleiki Jahves
og Iknatons
Það sem ef til vill er mestar um-
hugsunar vert er hvort sá guð, sem
Móses lýsti sem skapara alls og
drottni, sem ekki þoldi aðra guði,
sé eitthvað skyldur Átoni, þeim guði,
sem faraóinn Iknaton boðaði. Ikna-
ton snerist gegn hinum gömlu
guðum Egypta og yfirleitt er talið
að sú trú, er hann boðaði, hafi verið
fyrsta raunverulega eingyðistrúin —
aðeins um 150 árum áður en Móse
er talinn hafa verið uppi, en menn
hafa löngum ritað mikið og rætt um
hversu margt var líkt með þessum
tveimur trúarbrögðum. Kenning Os-
mans myndi tengja þau enn frekar.
Ljóst er af egypskum heimildum,
að Júja var ekki bara embættismað-
ur Faraós hvers uppruni er óþekktur.
Hann var faðir einnar merkustu
konu fomaldar Egyptalands, Tíje.
Hún gerðist eiginkona eins faraós,
þvert á allar hefðir, og varð móðir
og amma nokkurra annarra; þar á
meðal þeirra Iknatons og Tútankam-
ons.
Hafi Júje í raun verið Jósef og
þá væntanlega minnugur þess guðs,
sem átti svo sérstætt samband við
þá Abraham, ísak og Jakob í gamla
daga heima í Kanaanlandi, er ekki
ólíklegt að áhrifin hafi verið á tvo
vegu: bæði frá ísrael til Egyptalands
og öfugt.
„Sem ungur drengur kann Ikna-
ton að hafa setið á kné afa síns og
hlýtt á þessar sögur — og kannski
Júja hafi sagt drengnum frá uppruna
sínum vegna þess að það var það,
sem hann vildi skilja eftir sig,“ seg-
ir Osman, sem er 53 ára gamall.
„Grafhýsi Júja og múmfa hans hafa
ekki verið rannsökuð almennilega
frá fundi þeirra 1905. Ef hægt væri