Morgunblaðið - 03.11.1987, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987
Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra:
Greiðari samvinna við er-
lenda aðila nauðsynleg
Ný þingmál:
FUNDIR VORU í báðum
deildum Alþingis í gær. Tvö
ný þingmál voru lögð fram.
Annarsvegar frumvarp til
laga um friðslýsingu íslands
fyrir kjarnorku- og eitur-
efnavopnum og hinsvegar
frumvarp til laga um breyt-
ingu á Þjóðhagsstofnun.
Friðlýsíng íslands
Steingrímur J. Sigfússon
(Abl.-Ne) og Kristín Einars-
dóttir (Kvl.-Rvk.) hafa lagt
fram frumvarp tii laga um frið-
lýsingu íslands fyrir iq'amorku-
og eiturefnavopnum. Þetta
frumvarp var flutt á síðasta
þingi en varð þá ekki útrætt.
Þjóðhagsstofnun
Hjörleifur Guttormsson
(Abl.-Al.) og Steingrímur J.
Sigfússon (Abl.-Ne.) hafa lagt
fram frumvarp um breytingar
á lögum um Þjóðhagsstofnun.
Lagt er til að bætt verði við
lögin að Þjóðhagsstofnun eigi
að „safna þjóðhagslegum upp-
lýsingum eftir lq'ördæmum og
birta þær opinberlega einu sinni
á ári í aðgengilegu formi, m.a.
um tekjur og útgjöld ríkissjóðs,
hlutdeild kjördæma í lands-
framleiðslu og gjaldeyrisöflun
og um ínnlán og útlán innláns-
stofnana."
Iðnaðarráðherra mælti í efri
deild Alþingis í gær fyrir frum-
varpi til breytinga á iðnaðarlög-
um. í henni felst að heimilt
verður að veita undanþágu frá
þvi skilyrði að helmingur hluta-
fjár skuli vera í eign manna
búsettum á íslandi. Sagði ráð-
herra að íslendingar þyrftu að
fylgja þeirri þróun að samvinna
fyrirtækja í mismunandi ríkjum
yrði greiðari ef þeir vildu ekki
verða ósamkeppnisfær „út-
kjálkaþjóð".
Friðrik Sophusson, iðnaðar-
ráðherra, sagði að með þessu
frumvarpi væri lagt til að iðnaðar-
ráðherra fengi heimild til þess að
veita undanþágu frá skilyrði iðnað-
arlaga um að meira en helmingur
hlutaflár í iðnfyrirtækjum skuli vera
í eign manna búsettra á íslandi.
Heimild sambærileg þessari hafi
verið í iðnaðarlögum frá 1921 til
1978 þegar ákvæðið féll úr lögum.
Iðnaðarráðherra sagði ríkisstjóm-
ina hafa markað þá stefnu í starfsá-
ætlun sinni, að lög og reglur um
erlent fjármagn í íslensku atvinn-
ulífi verði endurskoðuð og sam-
ræmd.
Samkvæmt því væri stefnt að
því að erlent áhættufé gæti komið
í staðinn fyrir erlent lánsfé við fjár-
mögnun atvinnufyrirtækja. Á
síðustu mánuðum hefðu leitað til
iðnaðarráðuneytisins nokkur inn-
lend fyrirtæki, sem hygðu á
samstarf við erlend fyrirtæki um
iðnrekstur hér á landi. í nokkrum
tilvikum hefðu erlendu aðilamir
sett það sem skilyrði að þeir ættu
jafnan hlut á móti innlendu aðilun-
um. í einu tilviki hefði jafnvel komið
til tals milli aðila, að ef ekki yrði
heimilt að stofna hér á landi iðnfyr-
irtæki í jafnri eign aðila, yrði
fyrirtækið stofnað í heimaríki hins
erlenda aðila. Biýnt væri að ný-
sköpun ætti sér stað í íslenskum
iðnaði og yrði ekki flutt úr landi í
tilviki sem þessu.
Það væri ein af ástæðum þess
að frumvarpið væri flutt. Nauðsyn-
legt væri að afgreiða það hið allra
fyrsta og óháð þeirri heildarendur-
skoðun á reglum um erlendar
Qárfestingar sem nú færi fram á
vegum ríkisstjómarinnar og hlyti
að taka nokkum tíma.
Iðnaðarráðherra nefndi einnig
nokkur önnur ákvæði iðnaðarlaga
sem hann taldi brýnt að breyta. í
fyrsta lagi taldi hann nauðsynlegt
að horfið yrði frá ríkisfangsskil-
yrði, varðandi persónulega ábyrgð
á heildarskuldbindingum félags, en
þess krafíst að meirihluti þeirra sem
bæru ótakmarkaða ábyrgð skuli
vera búsettir hér á landi.
Einnig væri eðlilegt að fella niður
það skilyrði, að framkvæmdastjórar
og stjómendur, með takmarkaða
ábyrgð, skuli vera íslenskir ríkis-
borgarar og búsettir hér á landi.
Þess í stað mætti hugsa sér, þegar
um hlutafélag eða annað félag með
takmarkaðri ábyrgð væri að ræða,
að framkvæmdastjórar og meiri-
hluti stjómarmanna skuli vera
búsettir hér á landi.
í þriðja iagi væri eðlilegt að er-
lent hlutafélag, sem hefði verið
veittur réttur til að starfa hér á
landi með starfrækslu útibús, gæti
fengið leyfi til að reka iðnað hér á
landi.
í fjórða og síðasta lagi sagði iðn-
aðarráðherra að ennfremur þyrfti
að huga að breytingum á lögum
Utanríkisráðherra um flutning utanríkisviðskipta:
Stefnt að betri nýt-
ingu stjórnarráðsins
STEINGRÍMUR Hermannsson, ut-
anrikisráðherra, mælti i gær fyrir
frumvarpi til breytingar á lögum
um útflutningsleyfi. I henni felst
að útgáfa þeirra færist frá við-
skiptaráðuneytinu til utanríkis-
ráðuneytisins í samræmi við
samkomulag stjómarflokkanna
um breytta verkaskiptingu ráðu-
neytanna. Utan-
ríkisráðherra sagði að með þeirri
breytingu væri m.a. stefnt að betri
nýtingu stjómarráðsins.
Steingrimur J. Sigfússon
(Abl.-Ne.) sagði helstu rök, sem færð
hefðu verið fyrir þessari kerfisbreyt-
ingu, hafa verið léttvæg og nauðsyn-
legt að málið yrði rætt á Alþingi.
Heistu rökin sem heyrst hefðu væru
að með þessu næðist betri nýting á
utanríkisþjónu8tunni. Það væri því
rökrétt að spyija hvort hún hefði
verið vannýtt fram að þessu. Taldi
Steingrímur J. reynsluna sýna annað.
Ekki virtist heldur annað en að sam-
starf bæði viðskiptaráðuneytisins og
útflytjenda við utanríkisþjónustuna
hefði verið gott fram að þessu. Ságð-
ist hann gjaman vilja heyra veiga-
meiri rök fyrir þessari kerfisbreyt-
ingu. Hann vildi líka vita hvaðan
þrýstingur fyrir þessari breytingu
hefði komið, þessi breyting hefði t.d.
ekki verið borin undir nokkra stóra
útflytjendur sem hann hefði talað
við. Steingrímur J. sagði lagabreyt-
ingu þessa að sínu mati vera and-
stæða lögunum um Stjómarráð
íslands, þar sem segði að sama mál-
efni ætti að heyra undir eitt ráðu-
neyti.
Steingrimur Hermannsson, ut-
anríkisráðherra, sagði utanríkisþjón-
ustuna ekki hafa verið vannýtta, en
hana mætti nýta betur. Þess vegna
væri nú sett á laggimar sérstök deild
sem hefði einungis með útflutning-
sviðskiptin að gera og myndu þar
starfa sex manns. Málefni er snertu
innflutning yrðu áfram hjá viðskipta-
ráðuneytinu. Sagðist hann hafa rætt
ítarlega við formann Útflutningsráðs
um þetta mál og hefði þar komið
fram mjög ákveðinn stuðningur.
Hann hefði reyndar ekki orðið var
við nein andmæli gegn þessari breyt-
ingu.
Utanríkisráðherra sagði það vissu-
lega vera eðlilega spumingu hvers
vegna þessi breyting hefði verið gerð.
Meðal annars væri þetta gert til að
bæta þjónustu sendiráða við útflytj-
endur. í sendiráðinu í Brussel hefði
verið sett upp aðstaða fyrir útflytj-
endur og í Kaupmannahöfo væri verið
að gera svipaða hluti. '
Einnig hefði þetta áhrif á alla
milliríkjasamninga, þeir yrðu á einni
hendi eftir þessa breytingu. Nú væru
framundan miklar viðræður við Evr-
ópubandalagið. Þar væm að gerast
stórir hlutir og væru sumir þeirra
jafnvel „varhugaverðir" fyrir íslend-
inga. Sendifulltrúinn í Brussel myndi
fylgjast með þeim málum en
Steingrímur sagði einnig að í desem-
ber myndi hann sjálfur eiga fund
með aðalframkvæmdastjóra EB um
ýmis málefni.
Steingrímur sagði þessa breytingu
ekki stríða gegn anda laganna um
stjómarráðið. Gmndvallarsjónarmið-
ið væri að skipta ekki verkefnum
í NEÐRI deild Alþingis í gær var
mælt fyrir áliti landbúnaðar-
nefndar á frumvarpi til laga um
leyfi til slátrunar handa Sláturfé-
lagi Arnfirðinga. Var nefndin
klofin í afstöðu sinni til málsins.
Meirihluti nefndarinnar leggur til
að frumvarpið verði fellt en
minnihlutinn að það verði sam-
þykkt. Matthías Bjarnason, fyrsti
flutningsmaður frumvarpsins,
sagði í umræðum að hann teldi
vonlaust að greiða atkvæði um
það eins og mál stæðu nú.
Undir álit meirihluta nefndarinn-
ar, sem leggur til að fmmvarpið
verði fellt, skrifa þeir Ámi Gunnars-
son (A.-Ne.), Alexander Stefánsson
(F.-Vl.), Ragnar Amalds (Abl.-Ne.)
ogPáll Pétursson (F.Nv.). Rökstyður
hún álit sitt í fjórum liðum.
1. Meirihlutinn telur ekki eðlilegt
að löggjafarvaldið, Alþingi, taki að
sér hlutverk framkvæmdavaldsins
og veiti einstökum sláturhúsum
milli mismunandi ráðuneyta. Það
mætti þó segja að hafi verið gert
með gömlu lögunum, þegar eitt ráðu-
neyti sá um gerð samninga en annað
um framkvæmd þeirra.
Albert Guðmundsson (B.-Rvk.)
sagði að í lögum um útflutningsleyfi
fælist að ekki mætti gera neitt án
leyfis ráðuneyta þegar útflutningur
væri annarsvegar en hinsvegar væri
allt frjálst þegar um innflutning væri
að raeða. Sagðist hann vilja gefa út-
flutning fijálsan, nema „kerfið" sæi
sérstaka ástæðu til þess að hefta
hann.
Albert gagnrýndi einnig að borið
hefði á því að upplýsingar, sem út-
flytjendur hefðu gefið ráðuneytinu,
en það væri þeim skylt skv. lögum,
hefðu lekið til samkeppnisaðila. Sagð-
ist hann sjálfur hafa orðið fyrir þeirri
reynslu. Allar upplýsingar sem ráðu-
neytinu yrðu látnar í té ættu skilyrð-
islaust að vera trúnaðarmál og setja
vinnsluleyfi. Meirihlutinn vill ekki
ganga gegn gildandi lögum og reglu-
gerðum sem eiga að tryggja heil-
brigðiseftirlit og hollustuhætti við
matvælaframleiðslu.
2. Meirihlutinn telur það alvarlegt
og hættulegt fordæmi að ganga
gegn ákvörðunum lögmætra yfir-
valda og að eðlilegra væri í þessu
tilviki að kanna með skipulegri rann-
sókn hvort embættismenn hafí gerst
sekir um valdníðslu.
3. Meirihlutinn telur að það gæti
orðið alvarlegt áfall fyrir þær stofn-
anir og einstaklinga sem barist hafa
fyrir bættum aðbúnaði og starfs-
háttum í heilbrigðiseftirliti með
matvælaframleiðslu ef þetta frum-
varp næði fram að ganga.
4. Meirihlutinn telur að það gæti
skaðað sölu á íslenskum matvælum
á erlendum markaði sem og innlend-
um ef frumvarp þetta verður að
lögum.
Undir álit minnihlutans, sem vill
Steingrímur Hermannsson ut-
anríkisráðherra.
ætti þung viðurlög við þvi ef þessi
trúnaður væri brotinn.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði að með þessu frumvarpi
ætti að reyna að virkja starfskrafta
stjómarráðsins betur. Á næstunni
væri það mikið hagsmunamál íslend-
inga að ná hagstæðum samningum
við Evrópubandalagið. Það væri meg-
inröksemdin fyrir þessari verkaskipt-
ingu.
samþykkja frumvarpið, skrifa þeir
Pálmi Jónsson (S.-Nv.), Eggert
Haukdal (S.-Sl.) og Ingi Bjöm Al-
bertsson (B.-Vl.). f álitinu segir m.a.:
„Að vonum stóð Sláturfélag Amfirð-
inga í þeirri trú að leyfi til slátrunar
mundi fást. Þeir vom teymdir til að
leggja í kostnað við lagfæringar á
sláturhúsinu og til að geyma slát-
urfé sitt allt til vetumótta. Og enn
hefur leyfi til slátrunar ekki verið
veitt. Ef það var ekki ætlun land-
búnaðarráðherra og hlutaaðeigandi
embættismanna að veita sláturleyfi
á Bfldudal á þessu hausti átti það
að liggja skilmerkilega fyrir í sumar
áður en lagt var í kostnað og fram-
kvæmdir af hálfu heimamanna við
að endurbæta sláturhúsið, þannig
að bændur vissu hvar þeir stæðu."
í umræðum um málið sagði
Matthías Bjamason, fyrsti flutnings-
maður frumvarpsins, að vonlaust
væri að greiða atkvæði um frum-
varpið eins og mál stæðu nú.
Ekki verða greidd atkvæði
um,, sláturleyfisfrumvarpið ‘ ‘
Friðrik Sophusson iðnaðarráð-
herra
um eignarrétt og afnotarétt fast-
eigna, en þar væri að fínna ströng
skilyrði um íslenskt ríkisfang þeirra
sem öðlast vilja eignarrétt og af-
notarétt yfir fasteignum hér á landi.
Iðnaðarráðuneytið hefði óskað eftir
því að þessi ijögur atriði yrðu tekin
til athugunar í nefnd þeirri sem
forsætisráðherra hefði skipað til að
annast heildarendurskoðun á lögum
um flárfestingar erlendra aðila.
í alþjóðlegu samstarfi á vegum
Norðurlandaráðs, EFTA og OECD
væri sífellt unnið að greiðari sam-
vinnu fyrirtælq'a í mismunandi
löndum. íslendingar þyrftu að
fylgja þeirri þróun, annars væri
hætta á, að þjóðin dagaði uppi, yrði
„útkjálkaþjóð", sem ekki væri sam-
keppnisfær á vettvangi þjóðanna í
því mikla umróti á sviði vísinda og
tækni sem nú stæði yfir.
Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.)
sagði að þegar ákvæðið sem tak-
markaði eignarrétt erlendra aðila
hefði verið sett inn í iðnaðarlögin
1978 hefði ríkt um það fuli sam-
staða á Alþingi. Það hefði verið
ótvíræður vilji löggjafans að nægi-
lega langt væri gengið til móts við
hugsanlega eignaraðild erlendra
aðila í íslenskum fyrirtækjum.
Svavar sagðist ekki sjá nein gild
rök til að snúa til baka frá þeirri
stefnu sem mótuð hefði verið 1978.
Iðnaðarráðherra legði svona mikla
áherslu á þetta mál vegna samninga
sem Lýsi hf. ætti við erlenda aðila
um stofiiun nýs fyrirtækis.
Guðrún Agnarsdóttir (KvLRvk.)
sagði það vera vont ef erlend stór-
fyrirtæki næðu meirihluta í íslensk-
um fyrirtækjum, sjálfstæði
þjóðarinnar gæti verið í hættu ef
það gerðist. Kvennalistinn væri því
andvígur þessari breytingu.
Friðrik Sophusson sagði það
rétt að Lýsi hf. ætti í viðræðum við
erlent fyrirtæki um stofnun fyrir-
tækis, hann gæti þó ekki sagt frá
nafni þess á þessu stigi. Þetta mál
hefði verið kynnt nokkrum ráð-
herrum og væru þeir á þeirri skoðun
að stefna bæri að því að af stofnun
þessa fyrirtækis gæti orðið á ís-
landi.
Stofnanir „fyrir sunnan" gætu fagn-
að áfangasigri en orustunni væri
ekki lokið.
Árni Gunnarsson (A.-Ne.) sagði
það undarlegt eftir þetta nefndarálit
að menn ræddu ekki það allsheijar-
vandamál sem við blasti. Á fundum
nefndarinnar hefði komið fram að
40% vatnsveita væru með vatn sem
væri ekki ögn skárra en það á
Bfldudal. Taldi hann sök stjóm-
málamanna á ástandinu í málum
sláturhúsa vera talsverða. Til dæmis
hefði yfírdýralæknir sagt á fundi
með nefndinni að hann hefði verið
„beygður" til að veita sláturhúsum
leyfi.