Morgunblaðið - 03.11.1987, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987
Hólmavíkurkirkja:
Menningarhátíð í minn-
ingu Stefáns frá Hvítadal
Morgunblaðið/Siguröur H. Þorsteinsson
Frá athöfninni I Hólmavíkurkirkju, nemendur Grunnskólans á
Hólmavík fluttu yóð eftir Stefán.
Minnisvarði verður
reistur á Hólmavík
Laugarhóli, Bjarnarfirði.
HÁTT í 100 manns söfnuðust
saman í kirkjunni á Hólmavík
laugardaginn 17. október til að
minnast þess að Stefán Signrðs-
son skáld frá Hvítadal hefði
orðið 100 ára daginn áður.
Hreppsnefndin hafði samþykkt
miðvikudaginn áður, þann 14.
október, að honum skyldi reistur
minnisvarði á Hólmavík, en hann
var sonur frumbyggjanna þar,
Sigurðar Sigurðssonar beykis og
kirkjusmiðs frá Felli og konu
hans, Guðrúnar Jónsdóttur frá
Saurhóli i Saurbæ.
Það var vegleg menningarhátíð,
sem hreppsnefnd Hólmavíkur-
hrepps efndi til í kirkjunni á
staðnum laugardaginn 17. október,
enda fjöimenntu menn úr ná-
grannabyggðum og ættmenni
Stefán frá Hvítadal.
Stefáns frá Hvítadal á hana. Stefán
ólst upp í Strandasýslu til 15 ára
aldurs en flutti þá skamma hríð að
Hvítadal í Saurbæ. Mun hann hafa
kennt sig við bæ þann vegna mál-
smekks þess er hann var gæddur,
jafnt í ræðu sem riti.
Foreldrar Stefáns voru frum-
byggjar á Hólmavík, þar sem þorpið
stendur nú, og stóð hús þeirra rétt
vestan við sýslumannsbústaðinn.
Markar þar enn fyrir tóftum þess.
Því er það að Hólmavíkurhreppur
hefir ákveðið að heiðra á veglegan
hátt minni þessa sonar frumbyggj-
anna, þótt hann svo flytti á braut
og byggi annars staðar er hann var
orðinn þjóðþekkt skáld. Þannig
samþykkti hreppsnefnd Hólmavík-
urhrepps að reisa honum minnis-
varða á fundi sínum miðvikudaginn
14. október síðastliðinn.
Meðal gesta þeirra er sóttu sam-
komuna í Hólmavíkurkirkju var
sonur skáldsins, Jón Marteinn Stef-
ánsson, og kona hans, Margrét
Hanse. Er Marteinn heitinn eftir
Marteini Meulenberg, biskup kaþ-
ólskra á þeim tíma er hann fæddist.
Meulenberg mun hafa bætt Jóns-
nafninu framan við upprunalegt
nafn sitt er hann gerðist biskup.
Notaði hann þannig nafn Jóns Ara-
sonar til að tengja brú yfir þann
tíma er liðinn var frá siðaskiptum,
sem engjnn kaþólskur biskup hafði
verið á landinu.
Á samkomunni í Hólmavíkur-
kirkju fluttu nemendur Grunnskól?
meðal íslenskra skálda. Þá flutti
Sigurður H. Þorsteinsson, skóla-
stjóri Klúkuskóla, erindi um trúar-
skáldið Stefán frá Hvítadal.
trúskipti hans er hann gerðist kaþ-
ólskur og sérstaklega hina sextugu
drápu hans, Heilaga kirkju.
Síðan tilkynnti varaoddviti
hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps,
að samþykkt hefði verið að reisa
skáldinu minnisvarða á Hólmavík á
fundi hreppsnefndar miðvikudaginn
á undan.
Loks þakkaði sonur skáldsins
heiður þann sem því hafði verið
sýndur.
- SHÞ
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Skrifstofuhæð
Til leigu eru 3 skrifstofuherbergi með kaffiað-
stöðu ca. 100 m3nálægt gamla miðbænum.
Laust nú þegar.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 7.
nóv. merkt: „K - 4203“.
Til leigu
237 fm verslunarhúsnæði við Laugaveginn.
Mögulegt er að skipta húsnæðinu í tvennt.
Laust nú þegar.
Upplýsingar í síma 22210.
Zlltima
Laugavegi 63,
Reykjavik.
Skrifstofuhúsnæði til leigu
60 + 88 + 93 + 46 + 43 = 330 f m
Til leigu er skrifstofuhúsnæði í nýju, vönduðu
húsi við Skipholt í Reykjavík. Húsnæði þetta
er á 3. hæð og er það samtals 330 fm að
stærð, sem auðvelt er að skipta í ofangreind-
ar einingar og mögulega aðrar stærðir, ef
hentar. Húsnæði þetta er sérstakt fyrir nokk-
urra hluta sakir. Má þá helst telja þessa:
1. Húsnæðið verður tilbúið til afhendingar í
desember 1987.
2. Húsnæðið er með mjög vönduðum frá-
gangi á allri sameign að innan sem utan,
byggðum á teikningum Sturlu Más Jóns-
sonar, innanhússarkitekts. Verður
sameignin fullfrágengin í desember 1987.
3. Lóðin verður með mjög vönduðum frá-
gangi eftir hönnun Guðmundar Sigurðs-
sonar, landslagsarkitekts.
4. Staðsetning er mjög góð.
5. Bílastæði mörg.
Þeir, sem áhuga hafa á frekari upplýsingum
um ofangreint, eru vinsamlegast beðnir um
að hringja í síma 82659 eða 82300 og veitir
Halldóra þær.
Kef lavík - félagsvist
Sjálfstæðisfélögin í Kefiavík standa fyrir félagsvist miðvikudaginn
4. nóvember kl. 20.30 i Iðnsveinafélagshúsinu, Tjarnargötu 7,
Keflavík. Fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Stjómir félaganna.
Kópavogur — spilakvöld
Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður í Sjálfstæðishús-
inu, Hamraborg 1, þriðjudaginn 3. nóvember kl. 21.00 stundvislega.
Góö kvöld- og heildarverðlaun. Mætum öll.
Stjórnin.
IIFIMDALI.UK
Byrjenda-
námskeið
Byrjendanámskeið Heimdallar hefst fimmtudaginn 5. nóvember kl.
20.00 í kjallara Valhallar. Árni Sigfússon formaður S.U.S. og Ólafur
Stephensen formaður Heimdallar mæta í létt spjall og kynna störf
og stefnu félagsins.
Nýir félagar og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta.
Skólanefndin.
Skóga- og Seljahverfi
Aðalfundur
verður haldinn þriðjudaginn 10. nóvember
kl. 20.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Gestur fundarins Magnús L. Sveinsson-
ar, forseti borgarstjórnar og formaöur
VR, ræðir um borgarmálefnin.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Aðalfundur
Aðalfundur kjör-
dæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins í
Norðurfandskjör-
dæmi eystra verður
haldinn í Kaupangi
við Mýrarveg, Akur-
eyri laugardaginn 7.
nóvember 1987 kl.
10.00 f.h.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Á fundinn mæta Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og Halldór
Blöndal.
Mætum öll.
Stjom kjördæmisráðs.
Austurbær
og Norðurmýri
Aðalfundur verður haldinn föstudaginn 6. nóvember kl. 18.00 í Val-
höll, Háaleitisbraut 1.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál. Stjómin.
Frá Hvöt, félagi sjálf-
stæðiskvenna í
Reykjavík
Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 11. nóvember
nk. kl. 20.30 í Valhöll.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Norðurland vestra
Kjördæmisþing sjálfstæðisfélaganna i Noröurlandskjördæmi vestra
verður haldið 6. og 7. nóvember 1987 í Sæborg á Sauðárkróki.
Dagskrá:
Föstudagur: Kl. 15.30 mæting - kaffi. Kl. 16.00 setning - nefndar-
störf. Kl. 20.00 kvöldverðarhóf.
Laugardagur: Kl. 10.00 nefndarálit - kosningar. Matarhlé. Kl.
14.00 ræða - Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra. Almennar um-
ræður. Fundarslit.
Stjóm kjördæmisráðs.
Hveragerði - Hveragerði
Sjálfstæðisfélagið Ingólfur boðar til fundar um bæjarmálefni fimmtu-
daginn 5. nóv. kl. 20.30 i Hótel Örk.
Dagskrá
1. Bæjarmál, frummælandi Kristján Jóhannesson bæjarstjóri.
2. Fyrirspurnir.
3. Kaffihél.
4. Önnur mál.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Seltirningar - aðalfundur
Aðalfundur Sjálf-
stæðisfélags Sel-
tjamamess verður
haldinn í húsi sjálf-
stæðisfélaganna á
Austurströnd 3,
þriðjudaginn 3. nóv-
ember kl. 20.30.
Gestur fundarins
verður Halldór
Blöndal. Fundar-
stjóri: Magnús
Erlendsson.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Gestur fundarins Halldór Blöndal.
3. Önnur mál.
Stjómin.