Morgunblaðið - 03.11.1987, Page 42

Morgunblaðið - 03.11.1987, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI SKÚLI UNNAR SVEINSSON Mínni fjárveiting-- ar til íþrótta og sjóðir lagðir niður FJÁRFRAMLÖG rikisins til íþróttamála minnka talsvert ef það fjárlagafrumvarp sem nú lig-gnr fyrir alþingi verður samþykkt óbreytt. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að draga úr fjárveiting- um til íþrótta um rúmar sjö milljónir en það er 19% samdráttur. Gert er ráð fyrir þvi að ríkið láti tæpar 33 milljónir renna til íþróttamála. MFÍ á að fá 2,3 milljónir pamkvæmt frumvarpinu en á því ári sem nú er að líða fékk UMFÍ 7 milljónir. Ástæðan fyrir slíkum niðurskurði er að sögn höf- unda frumvarpsins fyrst og fremst sú að UMFÍ er aðili að lottóinu og fær fé þaðan og einnig er þess getið að Landsmótið var haldið á því ári sem nú er að líða og því þurfti UMFÍ á meira fé að halda en ella. Hvað með Ólympíuleikana? í fyrra fékk ÍSÍ rúmar 26 millj- ónir en i ár rúmar 14 milljónir. Þama er skorið um 45% en Ólympíunefnd íslands fær rúmar 6 milljónir á næsta ári á móti 5,5 milljónum á þessu ári. Fjárfram- lögin eru sem sagt aukin um 15% í krónum talið. Vert er að hafa í huga að Ólympíuleikamir eru á næsta ári, bæði vetrar- og suma- rólympíuleikamir, og hlýtur það að vera ástæða þess að fjárveiting til Ólympíunefndar er aukin um 15% frá síðasta ári. Ástæðan fyr- ir niðurskurði til UMFÍ er jú að Landsmótið var á þessu ári. Það virðist þó ekki næg ástæða fyrir ráðherra að Ólympíuleikamir fara fram á næsta ári. Nefndin fær aðeins 830 þúsund krónum meira nú en á síðasta ári. Rökin sem notuð vom fyrir niðurskurði til UMFÍ á blaðsíðu 61 í frumvarpinu erugleymd á næstu síðu. „Eg held við getum í rauninni ekki kvartað," sagði Gísli Hall- dórsson formaður íslensku Ólympíuneftidarinnar í stuttu spjalli við Morgunblaðið. „Fjár- framlög til okkar vom aukin það mikið á síðasta ári, úr 1,7 í 5,5 milljónir ef ég man rétt, og núna er framlagið aukið rétt um það bil sem svarar tii verðbólgunnar þannig að við getum í rauninni ekki kvartað. Hins vegar líst mér ákaflega illa á niðurskurðinn til ÍSÍ,“ sagði Gísli. Mörgum þykir einkennilegt að ríkið ætli sér að hagnast sjálft á Lottóinu því þegar því var komið á fót töldu menn að það yrði hrein viðbót. í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra þriðjudag fyrir viku sagði ijármálaráðherra að það hefði verið fyrir tilstilli laga sem alþingi setti, væntanlega um lottóið, sem ijárráð íþróttahreyf- ingarinnar hefðu að minnsta kosti fímmfaidast frá því í fjármálaráð- herratíð Alberts Guðmundssonar. Ingi Bjöm Albertsson kallaði þetta árás á íþrótta- og æskulýðs- starf og sagði að gegn því þyrfti að bregðast af fullum krafti. Hann kvað flármálaráðherra tala digur- barkalega um aukin fjárstuðning til íþróttahreyfíngarinnar og að menn væru að slá sig til riddara. „Hver er að slá sig til riddara? Hver ber lottóið fyrir sig?“ spurði Ingi Bjöm og sagði lottóið ekki vera á vegum ríkisins, það veitti því aðeins lögvemd. Forvarnarstarf „Ríkisstjómin vill styrkja for- vamarstarf á sviði áfengis- og fíkniefnamála. Fjárframlög eru nokkuð aukin í þessu skyni og er nú stefnt að samstilltu átaki allra ráðuneyta í fyrirbyggjandi starfí á þessu sviði," segir í íjárlaga- frumvarpinu. Ánægjulegt til að vita, en íþróttir hafa löngum verið taldar eitt besta forvamarstarfíð sem unnið er til að spoma við óreglu unglinga. Það hafa verið gerðar flölmarg- ar kannanir á sambandi fþrótta- iðkunar unglinga og reglusemi þeirra. Slíkar kannanir hafa einn- ig verið gerðar hér á landi og flestar ef ekki allar sýna svo ekki verður um villst jákvæðna fylgni. Því meira sem unglingar stunda íþróttir því minni hætta er á að þeir neyti áfengis eða annarra fíkniefna. í könnunum sem gerðar voru hér á landi 1978, 1981 og 1983 kemur í ljós að áhugi unglinga á íþróttum fer stöðugt vaxandi. Arið 1983 voru það 60,8% 15 ára unglinga sem stunduðu íþróttir að minnsta kosti einu sinni í viku. Þeir sem stunduðu jþróttir á veg- um íþróttafélaga vom 34,7% og þar af 15,6% sem vörðu 6 klukku- stundum eða meim í íþróttir í hverri viku. Sambærilegar tölur fyrir þátttöku í starfsemi Æsku- lýðsráðs em 4% og í skátahreyf- ingunni 2%. í áðumefndri könnun kemur fram að helsta ástæða ungling- anna fyrir því að stunda ekki íþróttir á vegum íþróttafélaga var að íþróttafélögin hafa ekki bol- magn til að taka við öllum þeim fjölda unglinga sem vilja stunda íþróttir. Ef fjárlagafrumvarpið gengur eftir er hætt við að íþrótta- félögin hafí ekki bolmagn til að taka við nema hluta þeirra flöl- mörgu sem vilja æfa íþróttir. Hvert fara unglingamir þá? Það hlýtur að vera markmið með „for- vamarstarfí á sviði áfengis- og fíkniefnamála" að reyna að byrgja bmnninn áður en bamið er dottið ofan í hann. * Iþróttasjóður lagfður niður Það er fleira en beinar Qárveit- ingar til íþróttahreyfíngarinnar og starfs hennar sem snertir íþróttamenn um allt land. Fyrir- hugað er að leggja íþróttasjóð ríkisins og félagsheimilasjóð niður frá og með næstu áramótum. íþróttasjóður skuldar rúmlega 180 milljónir króna og félags- heimilasjóður skuldar 60-65 milljónir. Þessir tveir sjóðir skipta íþróttahreyfínguna miklu máli því úr þeim hefur verið veitt til bygg- ingar íþróttamannvirkja og til byggingar félagsheimila undan- farin ár. íþróttasjóður greiðir 40% bygg- ingarkostnaðar við íþróttamann- virki og oftast gerist það þannig að félögin byggja fyrir lánsfé og fá síðan endurgreitt úr sjóðnum. Ekki er enn fullfrágengið hvemig skuid sjóðsins verður greidd en það munu vera um 170 aðilar sem eiga inni hjá sjóðnum. Reykjavíkurborg á 27,5 millj- ónir inni hjá sjóðnum og er það aðallega vegna gervigrasvallarins og nýrra búningsklefa við sund- laugina í Laugardal. íþróttasam- tök og íþróttafélag í Reykjavík eiga um 54 milljónir inni hjá íþróttasjóði, Akureyrarbær og íþróttafélögin þar í bæ tæpar 20 milljónir og Akumesingar um 15 milljónir og þannig mætti lengi telja. Eftir áramótin er fyrirhugað að ríkið láti aukið fé renna í jöfn- unarsjóð sveitarfélaga og úr þeim sjóði á að úthluta til einstakra verkefna. Enn er óljóst hvemig greiðslum úr sjóðnum verður hátt- að og því fínnst íþróttanefnd og íþróttafulltrúa ríkisins, Reyni Karlssyni, of skammur fyrirvari á þessum breytingum. „Með þessu færast greiðslur til íþróttamann- virkja í sjóð með öðrum mála- flokkum sem allir þurfa sitt. Sveitarfélögin úthluta úr þessum sjóði og trúlega verður erfítt fyrir þau að komast að samkomulagi hverju eigi að veita í íþróttamann- virki," sagði Reynir í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að sjálfsagt væri að endurskoða og breyta hlutum sem þessum en fyrirvarinn væri of lítill. Neftidi hann til dæmis að óvíst væri hvemig greiðslum úr sjóðnum yrði háttað. Stjóm sam- bands íslenskra sveitafélaga kemur trúlega eitthvað inn í þetta en óvíst væri þó hvemig. Reynir nefndi lítið dæmi. „Á Eiðum hefur UÍA um árabil haft íþróttaaðstöðu og að henni standa þau ungmennafélög sem eru á sambandssvæði UÍA. Nú er það sveitarféiaganna að ákveða hve miklu skuli varið til upp- byggingar á Eiðum. Trúlega verður það ekki mikið þar sem sveitarfélögin hafa um margt annað að hugsa í eigin sveit þó svo peningunum sé ekki varið til uppbyggingar í annarri sveit. Með þessu móti er hætt við að þau íþróttahús sem ef til vill verða byggð verði lítil og ekki lögleg að stærð til að hægt sé að leika þar handbolta svo dæmi sé tekið. Sérsamböndin koma einnig við sögu,“ sagði Reynir. „HSÍ hefur hug á að byggja íþróttahús hér í Reykjavík og hveijir eiga að greiða til þess, bara Reykjavíkur- borg? Sérsamböndin starfa um Iand allt og því ekki ólíklegt að ætla að öll sveitarfélög greiði til uppbyggingar þeirra, en hvað eru sveitarfélög úti á landi tilbúin að greiða mikið til byggingar íþrótta- húss í Reykjavík?" Stórkostlega bættur fjárhagnr „Ekkert annað verkefni á fjár- lögum hefur fengið svo stórkost- lega bættan §árhag,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra í umræðum á alþingi um stefnuræðu forsætisráðherrra. Ef það fé sem íþróttahreyfingin fær vegna lottósins er tekið með í dæmið þá er þetta trúlega rétt hjá fjármálaráðherra, en ætlar ríkið að leggja toll á árangur þeirrar þrotlausu sjálfboðavinnu sem stjómendur íþróttahreyfing- arinnar leggja á sig. Fjölmörg félagasamtök hafa lengi reynt að afla fjár með'sölu happdrættis- miða, merkjasölu og öðru því sem menn teija að gefí eitthvað af sér í aðra hönd. Lottóið var ein slík hugmynd sem heppnaðist vel. Má kannski búast við því að ríkið dragi verulega úr framlögum til sjóslysavama vegna þess að merkjasala Slysavamafélagsins á merkisdögunum þremur f október gekk vonum framar? Handboltakrakkar hlýða & Geir Hallsteinsson, sem í fjölda ára var einn fremsti fþróttamaður íslend- inga, en hefur nú snúið sér að þjálfun. Kannanir sýna að íþróttahreyfingin vinnur mikið forvamar- starf. Góð þátttaka í norræna skólahlaupinu á Höfn Höfn, Honmfirði. KRAKKARNIR í bamaskólanum á Höfn, Hafnarskóla, hlupu nor- ræna skólahlaupið á dögunum. Þátttaka var með ólikindum góð, af 199 nemendum hljóp 181 eða 91%. í sex ára deild var þátttakan 100% svo og í 12 ára bekk. Alls lögðu bömin 807,5 km að baki, eða 4,46 km hvert þeirra að jafnaði. Fimmti bekkur Á — 19 böm — hlupu samtals 147,5 km, eða 7,7 km hver einstaklingur. Allmargir í hópnum hlupu 10 km spotta og þótti ekki mikið. - JGG Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson Annar sex ára bekkurinn í Hafn- arskóla á Höfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.