Morgunblaðið - 03.11.1987, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987
Minning:
Hrólfur Halldórsson
framkvæmdastjóri
ar sömu. Gesti var fagnað eins og
hans væri sérstaklega beðið. Þama
bar marga gesti að garði, og sam-
ræðumar ekki hversdagslegar í litla
eldhúsinu í Næpunni þegar setið
var jrfir kaffibolla eða tesopa, enda
sat þar oft hópur fólks er fram úr
skaraði að menntun, lærdómi og
lífsreynslu. Þar hefi ég heyrt sagða
marga snjalla sögu og hlýtt á frum-
legar athugasemdir um bókmennt-
ir, stjómmál og dægurflugur. Hlýja,
eðlislæg kurteisi og fágun í fram-
komu gerðu Hrólf að einstökum
gestgjafa. Af hans fundi fóm menn
léttir í sinni.
Síðasta dag sumars átti ég leið
í Þingholtin og er ég hafði lokið
erindum mínum leit ég við hjá
Hrólfi. Við fengum okkur kaffi í
eldhúsinu og ræddum um haust-
verkin. Nú er einhver mesti anna-
tími þeirra, sem fást við bókaútgáfu
og Hrólfur var á kafi í þeim störf-
um. Mikil rit voru að koma út hjá
Menningarsjóði, sum fullbúin, önn-
ur á leið í gegnum prentsmiðju og
bókband. Við kvöddumst á tröppun-
um í haustsólinni og hann gekk inn
með gamanyrði á vörum. Næsta
morgun írétti ég lát hans. Hann
féll frá á miðjum starfsdegi, 52 ára
að aldri, í önn skylduverkanna.
Hrólfur Halldórsson var gjörvi-
legur maður og vel á sig kominn,
andlitsdrættir sterkir og hrein-
skomir. Hann gat verið manna
glaðastur og kunni einnig þá list
að hlusta.
Leng^st af starfaði hann að bóka-
útgáfu og var mjög vel að sér um
allt er að henni laut. Frá unga aldri
starfaði hann í Framsóknarflokkn-
um og gegndi margskonar trúnað-
arstörfum fyrir hann. Þekking hans
á stjómmálasögu aldarinnar var
mikil og vom honum ekki síst kunn-
ir ýmsir lítt þekktir atburðir
innanflokksátaka.
Eftirlifandi eiginkonu hans
Halldóm Sveinbjömsdóttur og
dætmnum Sigríði, Þóm og Halldóra
sendi ég einlægar samúðarkveðjur.
Við sem stöndum enn nokkra
hríð eftir á ströndinni við „dauðans
haf“ þökkum fyrir að hafa notið
vináttu góðs drengs.
Haraldur Ólafsson
Hrólfur frændi minn Halldórsson
lést skyndilega á heimili sínu að-
faranótt þ. 24. október sl., langt
um aldur fram, aðeins 52 ára að
aldri. Banamein hans var hjartabil-
un. Fyrir nokkmm ámm veiktist
hann alvarlega á ferð erlendis og
kom þá í ljós, að hann gekk með
þann hjartasjúkdóm, sem nú hefur
sigrað hann, en vissulega tók hann
hraustlega á móti, var glaður og
reifur og stundaði vinnu sína til
síðasta dags. í ágústmánuði sl. tók-
um við Hrólfur þátt í ættarferð
austur í sveitir og kom þá í ljós,
að nú var Hrólfi vemlega bmgðið.
Hann gat lítinn þátt tekið í gleð-
skap okkar, en slíkt var mjög
ólíklegt honum. Hann var greini-
lega fársjúkur. Reyndar er mér
óskiljanlegt það þrek er hann sýndi
í þessari ferð. Brátt kom í ljós, að
hann var haldinn öðmm alvarlegum
sjúkdómi og ástand hans á þann
veg, að flestir hefðu legið marflatir
í rúmi sínu og ekki lagst í ferðalög.
En það var ólíkt Hrólfi Halldórssyni
að skerast úr leik, því skyldi nú
farið hvað sem heilsunni leið. Með
hjálp góðra manna tókst að stöðva
þennan sjúkdóm og síðustu vikur
ævinnar fór honum dagbatnandi og
kenndi sér vart nokkurs meins.
Astæða þótti því til að fagna þessu
með dálitlu hófi og það gleður mig,
að í síðasta sinn, sem ég sá Hrólf
frænda minn var hann sjálfum sér
líkur, hress og kátur og stjómaði
Lander-spili af alkunnri snilli. Andl-
át hans kom því mjög á óvart, enda
þótt mér væri ljóst, að gamall mað-
ur yrði hann naumast.
Hrólfur hafði marga góða eðlis-
kosti. Hann var ætíð ljúfur í
viðmóti, léttur í tali og virtist ætíð
í besta skapi. Hann þekkti ótrúleg-
an fjölda manna og gat blandað
geði við alla. Hann var mannglögg-
ur með afbrigðum og kunni skil á
fólki, ætt þess og tengdum um allt
land. Allt em þetta kostir, sem kom
stjómmálamanni að miklum notum.
Ef Hrólfur hefði kært sig um, ætla
ég að hann hefði getað náð langt
á þeirri braut. Helst hefði það verið
góðmennska hans, er hefði orðið
honum fjötur um fót. Hann tók
nokkum þátt í stjómmálum, var
m.a. formaður Framsóknarfélags
Reykjavíkur og í miðstjóm Fram-
sóknarflokksins, og átti ófá spor í
þágu þess flokks. Ég hugsa, að
hann hafi ekki seilst eftir frekari
frama á þeim vettvangi. Að leiðar-
lokum verður mér Hrólfur minnis-
stæðastur fyrir hversu auðvelt og
skemmtilegt var að ræða við hann
um hin ólíkustu málefni. Aldrei
skorti umræðuefni. Hann vissi allt
og allt um alla, ætíð léttur í tali
en aldrei umtalsillur. Kunni marga
spaugilega sögu og sagði vel frá.
En þó er það líklega hjálpsemi hans,
sem verður minnisstæðust. Hun var
einstök. Hann vildi öllum hjálpa og
gerði það. Hann var orðheldinn
maður og gerði meira en að lofa
mönnum hjálp. Hrólfur Halldórsson
var vel giftur maður og Halldóra
hefur aldrei látið bugast og svo
mun henni ennþá fara. Við nánustu
skyldmenni hans söknum hans sárt
og sendum Halldóm og dætmm
þeirra alúðarfyllstu samúðarkveéj-
ur.
Hrafnkell Helgason
Enn er skarð höggvið í raðir
frænda minna, sona systkinanna
frá Reynifelli, sem látist hafa löngu
fyrir aldur fram. Nú síðast Hrólfur
Halldórsson, sem lést aðfaranótt
laugardagsins 24. fyrra mánaðar,
aðeins 52 ára a aldri.
Andlát Hrólfs varð með svo skjót-
um hætti, að við sem vomm honum
nákunnug eigum erfitt með að trúa
því að hann sé ekki lengur meðal
okkar, en sjáum nú og finnum bet-
ur en áður hve bilið milli lífs og
dauða er harla stutt. Mér finnst
tilveran öll fábreyttari og dapur-
legri eftir lát þessara ágætu frænda
minna.
Hrólfur Halldórsson fæddist í
Reylqavík 21. maí 1935, sonur
hjónanna Þóm Jónasdóttur frá
Reynifelli á Rangárvöllum og Hall-
dórs Einarssonar frá Miðey í
Austur-Landeyjum, en þau era
bæði látin. Vorið sem Hrólfur fædd-
ist líður mér seint úr minni og em
þær minningar bæði tengdar sorg
og gleði. Gleðin var að sjálfsögðu
yfír komu Hrólfs í þennan heim.
En þetta sama vor, nokkram vikum
eftir að Hrólfur fæddist, lést Jónas
sonur hjónanna Þóm og Halldórs á
heimili foreldra minna, aðeins 4 ára
gamall. Þetta var mikið áfall fyrir
foreldra Hrólfs og alla sem stóðu
þeim næst.
Vorið 1940, þegar Hrólfur var 5
ára gamall, fór hann fyrst í sumar-
dvöl til foreldra minna. Hann getur
þess í minningargrein sem hann
skrifaði um móður mína er hún lést
fyrir 6 ámm, að tildrög þess hversu
ungur hann fór til dvalar í sveit
hafi verið þau að bæjaryfírvöld í
Reykjavík hvöttu sem flesta for-
eldra til að koma bömum sínum
úr bænum vegna þess að óttast var
að styijaldarátök gætu brotist út
hér á landi.
Hann dvaldi svo á heimili for-
eldra minna mörg sumur, allt til
fermingaraldurs og hafði síðan mik-
il og náin samskipti við þau meðan
bæði lifðu og síðar móður mína og
mitt heimili. Eftir að hann stofnaði
sitt eigið heimili hélst þetta órofa
samband alla tíð. Ef langur tími
leið ánn þess að við fréttum hvor
af öðmm bættum við gjaman úr
því með því að talast við í síma.
Hefur ekkert heyrst í Hrólfi var oft
spurt á mínu heimili, ef langt var
um liðið frá því að hann hafði látið
sjá sig eða í sér heyra.
Hrólfur var góðum gáfum gædd-
ur og fjölfróður um hina ólíkustu
hluti. Hann hafði stálminni, svo að
næstum var ótrúlegt hvað hann
mundi. Ef fólk þurfti að vita eitt-
hvað um ættir manna og ártöl
þurfti ekki annað en spyija Hrólf,
hann hafði svarið á reiðum höndum.
Frásagnarhæfileikar hans vom
einstakir. Þeirra nutu allir í ríkum
mæli sem hann þekktu og við hann
ræddu, enda hafði hann sérstaka
ánægju af að blanda geði við fólk
og átti auðvelt með að halda uppi
skemmtilegum samræðum. Það
sem kannski var naumast frásagn-
arvert í munni annarra var leiftr-
andi af frásagnargleði, kímni og
hnitmiðaðri framsetningu í munni
hans. Sama er að segja um bréf
þau sem hann skrifaði vinum sínum,
þau vom eins og töluð beint frá
hans eigin hjarta.
Hrólfur hafði áhuga og ákveðnar
skoðanir á þjóðfélagsmálum og lét
þær óhikað í ljós hver sem í hlut
átti. Hann var því ekki alltaf sam-
mála þeim sem síðast talaði. Engum
gat leiðst í návist hans.
Ég mun hafa haft orð á því í
fímmtugsafmæli Hrólfs, að enginn
sem flutti honum afmæliskveðju
þann dag myndi þekkja hann jafn
vel og jafn lengi og ég. Þessi orð
vom auðvitað í gamni sögð á góðri
stund. Þó fólst ef til vill í þeim
nokkur sannleikur. Ég hefi þekkt
hann og fylgst með honum frá
vöggu og nú til grafar.
Hrólfur Halldórsson varð fram-
kvæmdastjóri Menntamálaráðs
íslands, Menningarsjóðs og Bóka-
útgáfu Menningarsjóðs og Þjóð-
vinafélagsins frá árinu 1977 og
gegndi því starfí til dauðadags. Ég
ætla ekki að rekja ævistarf Hrólfs
eða önnur störf sem hann tókst á
hendur. Það munu aðrir áreiðanlega
gera nú þegar hann er látinn. Þess-
ar línur sem ég set hér á blað em
aðeins persónulegar minningar
mínar um hann.
Hrólfur var lífsglaður og ham-
ingjusamur maður. Hann fékk gott
uppeldi í æsku hjá umhyggjusömum
foreldmm, rækti starf sitt af áhuga
og dugnaði. Mesta gæfa hans á
lífsleiðinni var að eignast Halldóm
Sveinbjömsdóttur að lífsfömnaut.
Þau gengu í hjónaband árið 1965.
Halldóra er ættuð frá Ófeigsfírði á
Ströndum. Mér er sagt að á Strönd-
um sé gott fólk og traust, og ég á
auðvelt með að trúa því af kynnum
mínum við Halldóm. í fari hennar
og háttum fer saman greind,
gjörvuleiki og dugnaður svo eftir
er tekið. Að heimsækja Halldóm
og hennar fólk á fögm sumri þegar
það dvelur í Ófeigsfírði er mikið
ævintýri. Halldóra og Hrólfur eign-
uðust 3 efnilegar dætur sem allar
bera svipmót foreldra sinna í ríkum
mæli. Þær em: Þóra, fædd 28.
mars 1965, Sigríður, fædd 16. jan-
úar 1967 og Halldóra, fædd 22.
febrúar 1977. Heimili fjölskyldunn-
ar hefur alla tfð verið á Hringbraut
106 í Reykjavík.
Á Hringbrautina hefur leið mín
og fjölskyldu minnar oft legið í ár-
anna rás. Óteljandi em þær
ánægjustundimar sem við höfum
átt með Halldóra og Hrólfi, ýmist
á heimili þeirra eða á heimili okk-
ar, á ferðalögum fyrr og síðar, eða
í hópi frændfólks og vina annars
staðar. Nú síðast á heimili Lovísu
og Hrafnkels á Vífilsstöðum, þar
sem Hrólfur var hrókur alls fagnað-
ar.
En nú er frændi minn Hrólfur
horfinn úr okkar hópi. Við njótum
ekki lengur samskipta við þennan
drengskaparmann. Njótum ekki
lengur hans sérstæðu frásagnar-
gáfu. Við spyijum hann ekki lengur
um ættir fólks og uppmna og ekki
heldur spyijum við hann lengur um
afmælisdaga, brúðkaupsdaga og
aðra merkisdaga í lífi fjölskyldunn-
ar. Við þökkum honum það sem
hann var okkur í lifenda lífi og
verður okkur í endurminningunni.
Of fljótt gekk hann á vit feðra
sinna. Hans er sárt saknað af öllum
þeim mörgu sem hann þekktir. En
mestur er söknuður þeirra sem
stóðu honum næst, eiginkonu hans
og dætra.
Ég og fjölskylda mín sendum
þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Jónas Ingvarsson
Hrólfur Halldórsson lézt á heim-
ili sínu aðfaranótt laugardagsins
24. október aðeins 52 ára að aldri.
Hann hafði að vísu ekki verið alveg
heill heilsu undanfama mánuði, en
ég held þó að engan hafí granað
að andlát hans bæri svo snöggt að
höndum sem raun varð.
Hrólfi kynntist ég fyrst upp úr
1960, þegar hann vann í véladeild
Sambandsins við bílainnflutning.
Hann bjó þá með móður sinni Þóm
Jónasdóttur á Hringbraut 102, en
hún var þá búin að vera ekkja í
nokkur ár eftir mann sinn Halldór
Einarsson rafmagnseftirlitsmann.
Hrólfur var eina bam foreldra sinna
og því var samband þeirra mæðgina
mjög náið. Atvikin höguðu því síðan
þannig að við Hrólfur áttum leið
norður á Strandir og slóst Halldóra
Sveinbjömsdóttir, ættuð úr Ófeigs-
firði, í för með okkur. Þau gengu
síðar í hjónaband og bjuggu allan
sinn búskap á bemskuheimili
Hrólfs. Um tíma vom því þijár
kynslóðir á Hringbrautinni, sem
ekki er algengt í þéttbýli nú á dög-
um. Það var líka alltaf dálítið
sérstakt að koma þangað á rótgróið
heimili þar sem gamlar hefðir vom
í heiðri hafðar, og fylgjast síðan
með breytingunum sem urðu með
tilkomu ungu hjónanna og þriggja
myndarlegra og mannvænlegra
dætra þeirra Halldóm og Hrólfs.
Ramminn um heimilið var sá sami,
og andinn jrfír því líkur þótt nýjar
kjmslóðir kæmu til.
Hrólfur Halldórsson starfaði um
árabil hjá Sambandinu, en síðar
sneri hann sér að útgáfumálum og
starfaði að þeim hjá Almenna bóka-
félaginu og Emi og Örlygi áður en
hann hóf störf hjá Menningarsjóði
árið 1977, þar sem hann var fram-
kvæmdastjóri til dauðadags.
Hann var mikill félagsmálamað-
ur, gegndi trúnaðarstörfum innan
starfsmannafélags Sambandsins
hjá Framsóknarflokknum og víðar.
Hrólfur sagði frá á sinn sérstaka
hátt. Hann hafði gaman af að ferð-
ast og fara á mannamót, var
minnisgóður, og fróður og þegar
allt þetta tvinnaðist saman í frásögn
hans, var hún bæði lifandi og litrík
og ekki var skoplega hliðin dregin
undan, ef svo bar við. Hrólfur var
líka vinmargur og bóngóður og vildi
allra götu greiða — það var mín
reynsla í gegnum árin.
Ég votta Halldóm og dætmnum
þremur, Þóra, Sigríði og Halldóm
innilega samúð, nú þegar við kveðj-
um góðan dreng hinztu kveðju.
Kári Jónasson
Fréttin kom eins og reiðarslag.
Hann Hrólfur er dáinn. Hrólfur var
aðeins 52 ára þegar hann féll frá,
langt um aldur fram. Við höfðum
vonast til að eiga hann að félaga
og vini um fjölmörg ókomin ár.
Hrólfur var menntaður frá Sam-
vinnuskólanum og stundaði síðar
verslunamám í London. Um tíma
starfaði hann hjá Sambandi
íslenskra samvinnufélaga, en hóf
fljótlega störf við bókaútgáfu, sem
átti stóran sess í huga hans. Hann
vann hjá Almenna bókafélaginu í
meira en áratug og síðan hjá Emi
og jÖrlygi í nokkur ár.
Árið 1977 var hann ráðinn fram-
kvæmdastjóri Menningarsjóðs,
menntamálaráðs og Bókaútgáfu
Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags-
ins og gegndi því starfi til dauða-
dags. Það var oft ánægjulegt að
heimsækja Hrólf í húsakynni Menn-
n «•»
-'V-'V