Morgunblaðið - 03.11.1987, Side 51

Morgunblaðið - 03.11.1987, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 51 ingarsjóðs og ræða við hann um bókaútgáfu og starfið. Hjá Hrólfí fylgdi hugur máli. Hrólfur Halldórsson var í fjöl- mörg ár einn af forystumönnum framsóknarmanna í Reykjavík. Hann sat í ýmsum nefndum, stjóm- um og ráðum á vegum flokksins. Hann var í miðstjóm Framsóknar- flokksins frá 1979, átti úm tíma sæti í stjómum Framsóknarfélags Reykjavíkur og fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna í Reykjavík. Síðar varð hann formaður FVamsóknarfé- lags Reykjavíkur og eftir það formaður fiilltrúaráðsins. Þau em því mörg störfin sem Hrólfur vann fyrir Framsóknarflokkinn og mörg sporin gengin. Efst í huga allra framsóknar- manna er þökk, þökk fyrir vel unnin störf, þökk fyrir vináttu og góðan félagsskap og þökk fyrir margar glaðar stundir. Og auðvitað þökk fyrir að hafa átt slfkan mann sem Hrólfur var í okkar röðum og notið samvista við hann. Hrólfur var mikill félagsmála- maður. Hann var ráðagóður, úrræðagóður og glöggur á kjama mála. í forystusveit framsóknarmanna í Reykjavík er skarð fyrir skildi eftir snöggt fráfall Hrólfs. Hrólfur Halldórsson var kvæntur Halldóru Sveinbjömsdóttur og eign- uðust þau þrjár dætur. Halldóru og dætmnum og fjölskyldunni allri sendum við innilegustu samúðar- kveðjur. Hrólfur var náfrændi Einars heit- ins Ágústssonar alþingismanns og utanríkisráðherra. Hrólfi svipaði um margt til þess frænda síns og mat hann mikils. Ekki er ólíklegt að nú hafi fundum þeirra Hrólfs og Einars borið saman handan móðunnar miklu. Hefur þá Einar tekið vel á móti frænda sínum, Hrólfí, og handtakið verið þétt, hlýtt og vingjamlegt. „og seinna, þar sem enginn telur ár og aldrei falla nokkur harma tár, mun herra tímans, hjartans faðir vor, úr hausti tímans gera eilíft vor.“ , (H.A) Kveðja frá framsóknar- mönnum f Reykjavík. Guðm. G. Þórarinsson Er mér barst sú harmafrétt að Hrólfur vinur minn væri dáinn, fylltist ég djúpri hiyggð. Þrátt fyr- ir að við vissum öll að hann gengi ekki heill til skógar var dauðinn svo óendanlega fjarri hugum okkar. Þessi sterki og lífsglaði maður hrif- inn á brott frá ástvinum á einni andartaksstund. Hvar er nú guð með réttlæti sitt og gæsku, var fýrsta hugsun mín, en einhver tilgangur hlýtur að vera með svo ótrúlegri skipan mála, við trúum þvi. Hrólfur var fæddur 21. maí 1935. Foreldrar hans vom þau sæmdar- hjón Halldór Einarsson, rafmagns- eftirlitsmaður frá Miðey í Rangárvallasýslu, og Þóra Jónas- dóttir frá Reynifelli í Rangárvalla- sýslu. Stóðu því sterkir stofnar að Hrólfí úr Rangárþingi. Nú þegar Hrólfur er kvaddur hinstu kveðju, líða um hugann minningar liðinna ára. Fyrstu kynni mín af Hrólfi eru frá skólaárum okkar í Samvinnuskólanum árið 1954. Óframfærinn sveitadrengur sest á skólabekk með fjölda ung- menna, sem sum hver virtust heimsborgarar í mínum augum. Strax á öðrum skóladegi vindur einn af þessum heimsborgurum sér að mér og segir: „Sæll, ég heiti Hrólfur Halldórsson, hvað heitir þú og hverra manna ertu?“ Þannig var Hrólfur, hann gekk beint að mönn- um á sinn kurteisa hátt og vildi vita sem mest um samferðamenn sína. Spumingar Hrólfs vom aldrei út í bláinn, því hann mundi bókstaf- lega allt sem honum var sagt. Minni hans var með ólíkindum og skarpar gáfur hans nýttust honum vel í starfi og leik, enda vom honum falin mörg trúnaðarstörf af sam- starfsmönnum sínum og á sviði stjómmálanna. Strax frá fyrstu kynnum mynduðust sterk vináttu- bönd milli okkar og margar yndis- legar stundir hef ég átt á heimili Hrólfs. Á skólaámm okkar stóð heimili Þóm opið öllum vinum Hrólfs. Má segja að á þeim ámm hafi Þóra gengið okkur öllum í móðurstað. Viðmótið alltaf jafn hlýtt og kræsingar fylltu borðin. Rökrætt var um ólfklegustu málefni og kynntumst við því þá strax hversu ótrúlega fróður Hrólfur var um menn og málefni. Ég minnist með gleði og þökk samvemstunda með Hrólfi í Englandi við nám og leik. Þá kynntist ég því kannske einna best hversu traustur og hlýr Hrólfur var í allri umgengni. Árið 1965 stígur Hrólfur sitt stærsta gæfuspor, er hann gengur að eiga Halldóm Sveinbjömsdóttur frá Ófeigsfirði. Hefur Halldóra búið manni sínum og þremur dætmm yndislegt heimili, sem hefur staðið vinum þeirra hjóna opið nær hven- ær sólarhrings sem er. Þakka ég margar ánægjulegar stundir er við hjónin höfum átt á heimili þeirra hjóna. Mikill harmur er nú kveðinn að eiginkonu og dætmm, en minningin um góðan dreng veixíur okkur huggun harmi gegn. Ég og fjöl- skylda mín sendum Halldóm og dætmm innilegustu samúðarkveðj- ur. Magnús Gunnar Erlendsson Vopnum og voðum skulu vinir gléðjast, það er á sjálfum sýnst Viðuigefendur og endurgefendur erast lengst vinir ef það biður að verða vel. Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf, hlátur við hlátri skyli höldar taka en lausung við lygi. Veistu ef þú vin átt hann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, faraaðfinnaoft. (Hávamál) Hrólfur Halldórsson var yfirmað- ur okkar, félagi og vinur, deildi með okkur gleði og sorg, var alltaf fús að rétta hjálparhönd. Hann virti skoðanir okkar, veitti frelsi í starfi, treysti okkur. Hrólfí var annt um Næpuna, naut staðarins, innan dyra sem ut- an, hlúði að honum eins og mest hann mátti, vildi hag og sóma Menningarsjóðs í hvívetna. Það bjó næmur mannkærleikur í Hrólfi Halldórssyni. Hann var hlýr og heill maður. Eiginkonu Hrólfs, Halldóm Sveinbjömsdóttur, og dætmm þeirra, Þóm, Sigríði og Halldóm, sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Sal sér hún standa sólu fegra, gulli þaktan á Gimlé. Þar skulu dyggvar dróttir byggja og um aldurdaga yndis njóta. (Völuspá) Við þökkum Hrólfi samfylgdina og munum sakna hans sárt, en minningin um góðan dreng lifir. Hvíli hann í friði. Starfsfólk Menningarsjóðs Sjaldan hefir mér orðið meira hverft við dánarfregn, en er mér var tjáð í síma, að Hrólfur Halldórs- son væri látinn. Við höfðum talast við fyrir nokkmm dögum, og hann hálft í hvom ráðgert að koma norð- ur yfir fjöll. Manni bregður ætíð við að heyra andlátsfregn góðkunn- ingja og vina, minna þó þegar um er að ræða þá öldnu kynslóð, sem er á fömm. Oðru máli gegnir þegar þeir hverfa brott, sem em á besta starfsaldri, standa mitt í dagsins önn, glaðir og reifír. Þá verður við- bragðið sárara, tómið og söknuður- inn meiri, einkum þegar um er að ræða góðan mann og geðþekkan. Kynni okkar Hrólfs Halldórsson- ar vom ekki löng, en góð. Og hann var einn þeirra manna, sem vaxa við kynningu og bjartara verður um minninguna, því fleira, sem er að minnast. Aðrir, sem kunnugri em, munu rekja æviferil Hrólfs og störf. Hann aflaði sér menntunar á viðskipta- sviðinu og á því sviði vann hann lengstum. Síðustu 10 árin var hann framkvæmdastjóri Menntamála- ráðs og Bókaútgáfu Þjóðvinafélags- ins og Menningarsjóðs. Á þeim vettvangi kynntist ég honum fyrst og mest. Frá því ég fyrst fékk kynni af þeim starfsháttum þótti mér sem þar væri réttur maður á réttum stað. Margs þurfti þar að gæta. Reyndi þar á þá eiginleika, sem honum vom ríkulega gefnir, þýðleik í samstarfi, fordómaleysi en um leið skyn á hvað fært væri. Hann kunni þá list að neita án þess að særa, og manna fúsastur að leysa þau vandræði er aö höndum bar. Þótt hann hefði ekki gengið í langskóla, né státaði af lærdóms- gráðu kunni hann á mörgu skil og var manna sanngjamastur í dómum um menn og málefni. Þótt hann hefði ákveðnar skoðanir í pólitík og hefði sig þar nokkuð í frammi um skeið, var honum ekkert fjær en láta pólitíska glýju glepja sér sýn í athöfnum og ákvörðunum. Hrólfur var einn þeirra manna, sem alltaf var gott að hitta, og manni leið vel í návist hans. Kom þar til, að hann var maður glaður og hjartahlýr. Hann gat séð hlutina í skemmtilegu ljósi og kunni að gera góðlátlegt gaman að ýmsu, sem við bar. En aldrei fann ég í honum vott af þeim kala og andúð, sem margir menn spilla lífí sínu með. Ég er ekki viss um, að hann hafi verið nokkur sérstakur elju- maður, og þótt hann rækti störf sín vel var hann gæddur þeirri gáfu að geta alltaf haft tíma aflögu til að rabba stundarkom í næði við þá, sem komu á fund hans. Hrólfur var af rangæskum bændaættum. Minnti hann um margt á sveitahöfðingja fyrri tíma. Gestrisinn og glaður heim að sækja og greiðvikinn svo af bar. Höfðings- skapur hans og reisn í veislu á fimmtugsafmæli sínu var í stíl hér- aðshöfðingja. Þóttist ég þar sjá, að vel hefði hann sómt sér á einhveiju ættarsetri forfeðra sinna. En hitt var þó meira um vert, hversu marg- ir voru þar komnir vinir hans, sem sýndu hvers þeir mátu hann, og vildi gleðjast með honum. Og nú er Hrólfur allur, löngu miklu fyrir aldur fram. Minningin lifir um góðan dreng. Konu hans og dætmm sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Steindór Steindórsson frá Hlöðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.