Morgunblaðið - 03.11.1987, Síða 53

Morgunblaðið - 03.11.1987, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 53 Björg Aradóttir - Kveðjuorð Hún Björg Aradóttir er látin, langt um aldur fram. Það kom okk- ur ekki á óvörum að frétta andlát hennar. Hún hafði barist svo lengi og svo hetjulega við þennan sjúk- dóm sem gefur engum grið. í sex ár hafði hún barist og oft trúði maður því að hún hefði sigrað, en þá kom nýtt áfall sem dró hana alltaf nær endalokunum. Þegar ég talaði við hana fyrir nokkrum dög- um dáðist ég að sálarþreki hennar og ótrúlegum kjarki. Það var auð- heyrt að hún gerði sér grein fyrir að endalokin nálguðust. Hún var ekki að hugsa um sjálfa sig þessa síðustu daga. Allur hennar hugur var hjá litlu dótturinni sem nú yrði skilin eftir móðurlaus „Já, hvað meinar Guð,“ sagði hún, en bætti jafnan við, að vegir hans væru oft- ast óskiljanlegir okkur mönnunum. Ekki kann ég að rekja ættir Bjargar, en hún fæddist að Má- skoti í S-Þing. 29. 10. ’33. Hún ólst upp í þessu fagra og sérstaka umhverfí sem umliggur Máskot. Henni var þessi staður svo kær að hún dvaldi þar alltaf á sumrin, og nú í sumar fór hún tvisvar hel- sjúk norður að Máskot til þess að anda, eins og hún sagði sjálf. Og lík tök hafði staðurinn á hana að það var eins og hún hefði alltaf aukakraft til að heimsækja æsku- stöðvamar sem hún unni svo mjög. Ég kynntist Björgu fyrir átján árum er hún giftist tengdaföður mínum Magnúsi A. Ólafssyni. Mér er það alltaf minnisstætt þegar ég sá hana fyrst, en þá bjuggum við í K-höfn og þangað fóru þau í brúð- Blóma- og gjafavöruverslun Kransar, kistuskreytingar, hvers konar skreytingar og gjafir. Gæfan fylgir blómum og gjöfum úr Stráinu. Opið um helgar. Sími 16650. Btómustofa Fnófinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF kaupsferð. Hún var há ljóshærð, já glæsileg kona og ég man hvað mér þótti hún tala fallega íslensku. Árin liðu og hún og Magnús eign- uðust eina dóttur Kristínu Höllu sem er aðeins 11 ára í dag. Kristín var augastein móður sinnar og má segja að hún hafí lifað fyrir hana. En nú hefur Björg lagt í sína síðustu för og eiga Kristín Halla, Magnús og ekki síst Sigríður systir hennar um sárt að binda og missirinn er mikill. Mér koma í hug þessa stundina orð hjúkrunarkonunnar sem hugg- aði Kristínu við dánarbeð móður sinnar, „Lífíð er ekki búið fyrir þig væna mín, það er rétt að byija og megi góður Guð gefa að svo verði." Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Björgu og vottum Kristínu, Magnúsi, Sigríði og öðrum aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Stefáir Benediktsson og fjölskylda. t Elskulegur sonur okkar, unnusti, bróðir, mágur og fraendi, BRYNJAR KRISTJÁN GUNNLAUGSSON, Álfhólsvegi 103, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 4. nóvember kl. 15.00. GunnlaugurGunnarsson, Þorbjörg Einarsdóttir, Erla Guðmundsdóttir, Gunnar Karl Gunnlaugsson, Hólmfríður Kristinsdóttir, Einar Már Gunnlaugsson, Magnea Júlía Geirsdóttir, Birna Gunnlaugsdóttir, Björn Jónsson og systkinabörn. t Sonur minn og bróðir okkar, BARÐI GUÐMUNDSSON, sem lést af slysförum 23. október sl. verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju miðvikudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Elin Guðjónsdóttir og börn. t Eiginmaður minn, MARGEIR S. SIGURJÓNSSON, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 1. nóvember. Útför hans veröur gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudag- inn 11. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd barna, barnabarna og barnabarnabarna, Laufey Ingólfsdóttir. t Faðir okkar, GUÐMUNDUR EGILSSON loftskeytamaður, lést á Hrafnistu, Reykjavík 31. október. Jarðarförin tilkynnt síðar. Börnin. t Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR P. HJALTESTED, er andaöist 20. október sl., hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum sýnda samúð. Guðrún G. Hjaltested, Bruno Hjaltested, Arnfríður Hjaltested, Edda Hjaltested, Sveinn Jóhannesson, barnabörn og oarnabarnabörn. Legstemar MARGAR GERÐIR Mamora/Gmít: Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður t Sonur okkar, HENRIK SIGURÐSSON, rennismlður Laugarásvegi 55, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Kristfn Henriksdóttir, Sigurður Egilsson. t Unnusti minn, sonur okkar og bróðir, BIRGIR GRÉTARSSON, Ölduslóð 45, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 4. nóv- ember kl. 15.00. Hanra Björk Guðjónsdóttir, Agnes Eymundsdóttir, Grétar Geir Guðmundsson, Guðmundur Lúðvík Grétarsson, Ingi Valur Grétarsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar móður, tengdamóður og ömmu, REBEKKU GUÐMUNDSDÓTTUR, Eskiholti 21, Garðabœ. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Engilbert Engilbertsson, Ólöf Brynjólfsdóttir, Sigurður Þorsteinsson og barnabörn. * t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ömmu, tengdamóður og langömmu, DAGNÝJAR HELGASON. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins Borgarnesbæ. Elva B. Hjartardóttir, Pétur Júlfusson, Knud Hjartarson, Guðrún Artúrsdóttir, Hans Peter Larsen, Hanna Halldórsdóttir og barnabörn. t Þakka innilega hlýhug og samúð við andlát og útför systur minnar, SVÖVU H. JÓNSDÓTTUR, Hlévangi, Keflavík. Sérstaklega þakka ég forstöðukonum og starfsfólki Hlévangs fyrr og síðar fyrir góða umönnun og vinsemd við hina látnu. Ólafur J. Jónsson. t Þökkum innilega hlýhug og samúö við andlát og útför eiginkonu og móður okkar, BETZY KRISTÍNAR ELÍASDÓTTUR, Háaleitisbraut 17. Haraldur Örn Haraldsson, Randf Þórunn Kristjánsdóttir, Elfas Örn Kristjánsson, Guðbjörg Haraldsdóttir. LOKAÐ verður í dag, þriðjudaginn 3. nóvember, vegna jarðarfar- ar Hrólfs Halldórssonar framkvæmdastjóra. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Lokað verður eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 3. nóvember, vegna jarðarfarar HENRIKS SIGURÐSSONAR. Vélaverkstæðið Egill hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.