Morgunblaðið - 03.11.1987, Qupperneq 62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987
62
OGILDI LOTTOUTDRATTURINN:
Fæ ég þá ekki
neinn viiuiing?
- spurði 11 ára „milljónamæring-
ur“ eftir ógilda útdráttinn
Stiflan afdrifaríka, sem kostaði íslenska Getspá um 6 milljónir króna.
GUÐMANN Sigurgeir Magnús-
son, 11 ára, var einn hinna
þriggja sem voru með fimm rétt-
ar tölur eftár fyrri dráttinn i
Lottóinu á laugardaginn, sem
siðan var lýstur ógildur. Hann
sagðist vera ánægður með
ákvörðun íslenskrar Getspár,
þó að hann fái 1,3 milijónum
króna minna i sinn hlut en hefði
orðið ef fyrri útdrátturinn hefði
verið gildur.
Guðmann fylgdist með útdrætt-
inum í sjónvarpinu hjá móðurbróð-
ur sínum, Sigurgeir Guðmanns-
syni, þar sem hann var í heimsókn.
Hann sagðist ekki hafa séð mistök-
Útdráttarfyrirkomulagi breytt
„Vinningshafar“ í ógilda útdrættínum fá bætur
STJÓRN íslenskrar Getspár
hefur ákveðið að þeir sem voru
með réttar tölur í fyrri út-
drætti Lottósins nú á laugar-
daginn, sem lýstur var ógildur,
skuli fá borgaða sömu fjárhæð
og vinningshafar í seinni út-
drættinum, sem fór fram á
löglegan hátt.
Dómsmálaráðuneytið hefur
beðið íslenska Getspá að breyta
fyrirkomulagi við útdrátt í
Lottóinu þannig að eftirlits-
menn geti séð mistök um leið
og þau gerast, en á laugardag-
inn urðu mistökin ekki Ijós fyrr
en eftir að beinni útscndingu
lauk. Það má telja vist að breytt
fyrirkomulag við útdrátt i
Lottóinu komi til framkvæmda
þegar næsta laugardag.
Mistökin við talnaútdráttinn
hjá Lottóinu á laugardaginn urðu
þannig að 10 kúlur sátu eftir
fastar í kúlugrindinni og duttu
ekki ofan í snúningshólfið, eins
og þær áttu að gera. Vilhjálmur
Vilhjálmsson hjá Islenskri Getspá
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að lottóvélin hefði starfað
eins og henni er ætlað að gera,
en það hefði aldrei komið fyrir
áður að kúlumar hafí stíflast í
þau 200-300 skipti sem vélin hef-
ur verið notuð.
Hvorki kynnamir né Hjalti Zóp-
haníasson, fulltrúi dómsmála-
ráðuneytisins, voru í aðstöðu til
að sjá mistökin á meðan á útsend-
ingu stóð, en margir sjónvarps-
áhorfendur sáu þau og hringdu
nokkrir til sjónvarpsins. Þegar
málið var athugað eftir að útsend-
ingu lauk, uppgötvuðust kúlumar
sem urðu eftir, og lýsti Hjalti þá
útdráttinn ógildan, og ákveðið var
að draga aftur.
Alls voru rúmar 6,8 milljónir í
pottinum fyrir fyrsta vinning í
Lottóinu, og hinir þrír „vinnings-
hafar“, sem vom með 5 tölur
réttar eftir ógilda útdráttinn,
hefðu því hver fengið tæpar 2,3
milljónir í sinn hlut. í seinni út-
drættinum voru sjö manns með 5
tölur réttar, og fékk hver þeirra
um 980.000 krónur í_ vinning.
Samkvæmt ákvörðun íslenskrar
Getspár fá þeir sem vom með
réttar tölur í fyrri umferðinni
einnig 980.000 krónur í sinn hlut.
Sama regla gildir gildir um þá sem
vom með 3 og 4 rétta í ógilda
útdrættinum.
Mistök hörmuð
í fréttatilkynningu frá Islenskri
Getspá segir: „Stjómin harmar
þau mistök sem urðu við útdrátt
í Lottó 5/32 laugardaginn 31.
október síðastliðinn. Ljóst er að
fyrri útdrátturinn var ógildur, þar
sem tölumar 32 sem draga átti
úr vom ekki til staðar, enda úr-
skurðaði eftirlitsmaður dóms-
málaráðuneytisins hann ógildan.
Er útdrátturinn fyrst gildur að
hann sé samþykktur af honum.
Hins vegar telur stjóm íslenskrar
Getspár ekki ósanngjamt, miðað
við aðstæður, að þeir aðilar sem
vom með réttar tölur við fyrri
útdráttinn hljóti sömu fjárupphæð
og þeir sem vom með réttar tölur
við síðari útdráttinn, og sam-
þykkir að greiða þeim samkvæmt
því. Stjóm íslenskrar Getspár
áréttar að greiðslur þessar em
án nokkurrar viðurkenningar á
bótaskyldu. Þessar sérstöku
greiðslur fara fram á skrifstofu
Islenskrar Getspár, en ekki hjá
umboðsmönnum."
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins munu ekki vera til
neinar reglur um tilvik eins og
þetta, en í reglum frá dómsmála-
ráöuneytinu segir að vinningar
skuli borgaðir eftir gildum út-
drætti, og að kæmfrestur sé einn
mánuður. Vilhjálmur Vilhjálms-
son hjá íslenskri Getspá sagði að
sér hefðu ekki borist neinar kæmr
og að hann ætti ekki von á að
neinn myndi kæra, enda hefðu
þeir „vinningshafar" úr ógilda
útdrættinum sem hann vissi um
verið ánægðir með lausn mála.
Ólafur Walter Sigurðsson,
skrifstofustjóri í dómsmálaráðu-
neytinu, tjáði Morgunblaðinu í
gær að ráðuneytið hefði farið þess
á leit við íslenska Getspá að fyrir-
komulagi við útdrátt í Lottóinu
yrði breytt. Vilhjálmur Vilhjálms-
son hjá íslenskri Getspá sagði að
það væri ljóst að breytingar yrðu
gerðar fyrir næsta útdrátt á laug-
ardaginn kemur, en það væri eftir
að ræða við sjónvarpið og fleiri
aðila um nákvæma tilhögun þeirra
breytinga. Breytingamar verða
væntanlega í því fólgnar að stað-
setningu eftirlitsmanna verður
breytt, þannig að þeir geti fylgst
nákvæmlega með útdrættinum
um leið og hann fer fram.
Lokaniðurstaðan úr Lottói 5/32
Réttar tölur úr fyrri út-
drættinum í Lottói 5/32, sem
var lýstur ógildur, eru: 3, 11,
18, 20, 32.
Réttar tölur úr seinni út-
drættinum eru: 4,6,19,30,31.
Vinningsupphæðir eins og
þær hefðu verið ef fyrri út-
drátturinn hefði verið gildur
eru eins og hér segir: 5 tölur
réttar - kr. 2.284.734; 4 réttar
- kr. 2.089; 3 réttar - kr. 192.
Vinningsupphæðir eins og
þær eru eftir seinni útdrátt-
inn: 5 tölur réttar - kr. 979.172;
4 réttar - kr. 1.852; 3 réttar -
kr. 165. Þeir sem hafa 3 eða
fleiri tölur réttar úr annað-
hvort fyrri eða seinni útdrætt-
inum fá borgað þá upphæð
sem gildir fyrir seinni útdrátt-
inn.
Guðmann Sigurgeir Magnús-
son, sem vann 2,3 milljónir,
tapaði þeim aftur, en fær nú
tæpa milljón út úr Lottóinu.
in, þegar talnakúlumar stöðvuðust
áður en þær duttu niður í snún-
ingshólfið. Guðmann varð að
vonum ánægður með vinninginn,
og hringdi strax til vinar síns og
skíðafélaga til að segja honum
tíðindin. Vinurinn trúði sögunni
tæplega, en Sigurgeir sagði við
hann að Guðmann myndi bjóða
honum til Austurríkis á skíði.
Þegar þeir frændur komu úr
símanum var verið að draga í ann-
að sinn í sjónvarpinu, og þegar
þeim varð ljóst hvað var að gerast
varð Guðmanni að orði: „Fæ ég
þá ekki neitt?" Guðmann missti
málið í smástund, en tók tíðindun-
um karlmannlega og með ró, sagði
Sigurgeir. Þeir fóru síðan I ökuferð
til að kæla sig niður eftir þessar
snöggu og óvæntu breytingar sem
höfðu orðið á flármálum Guð-
manns á örfáum mínútum, og
þegar foreldrar Guðmanns komu
til að sækja hann seinna um kvöld-
ið héldu þau fyrst að hann væri
að gabba þau.
Daginn eftir hafði Sigurgeir svo
samband við íslenska Getspá, og
fékk hjá þeim upplýsingar um að
Guðmann myndi fá borgað sem
samsvarar upphæð fyrsta vinnings
í seinni útdrættinum. Guðmann
sagði að honum hefði liðið vel eft-
ir þær fréttir, og að hann væri
mjög ánægður með ákvörðun ís-
lenskrar Getspár. Guðmann sagð-
ist vera að hugsa um að fara á
skíði til Austurríkis, en hann hefði
enn ekki ákveðið hvað hann ætlaði
að gera við afganginn af vinnings-
fénu.
Guðmann og fjölskylda hans
ætla ekki að kæra útdráttinn, og
Guðmann hefur fullan hug á að
halda áfram að spila I Lottói.
„Þetta var Salómonsdómur, en
þetta hristir vonandi upp í þeim
svo þeir sofí ekki á verðinum“
sagði Sigurgeir Guðmannsson.
Benóný
sjötugur
í DAG, þriðjudaginn 3. nóvember,
er sjötugur einn kunnasti og vinsæl-
asti skákmaður landsins, Benóný
Benediktsson. Benóný dvelst nú á
Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík, en
hann er Húnvetningur.
Jtb Benóný ávann sér sæti í meist-
araflokki Taflfélags Reykjavíkur 25
ára gamall 1943 og varð skákmeist-
ari Reylqavíkur 1956 og 1962.
Hraðskákmeistari íslands varð
Benóný 1947 og 1953. Hann varð
víðfrægur fyrir jafnteflisskákir
sínar við rússnesku skákmeistarana
Taimanov og Ilivitski á Guðjóns-
'*■' mótinu 1956.
Wgm
Grindavík:
Þjófar stórskemma íbúð
Benóný Benediktsson
Grindavík.
MIKIÐ tjón var unnið á ný-
byggðri íbúð í Grindavík að-
faranótt síðastliðins laugardags.
Innbrotsþjófar skildu eftir heita
vatnið á fullu rennsli með þeim
afleiðingum að vatnsskemmdir
nema hundruð þúsunda króna.
íbúðin er ein af fjórum sem stjóm
verkamannabústaða í Grindavík
hefur haft í smíðum í tveimur hús-
um við Ásvelli 4 til 6 undanfama
mánuði. Brotist var inn í eina íbúð-
ina og fundu þjófamir þar Iykla að
öllum íbúðunum sem þeir síðan
notuðu. í fjórðu íbúðinni létu þeir
ekki nægja að stela verkfæram frá
byggingarverktakanum heldur
sneru í sundur blöndunartæki í eld-
húsi, settu tappann í vaskinn og
skrúfuðu frá heitavatnskrananum á
fullt. Þá var tappinn einnig settur
í vaskinn á salemi og skrúfað frá.
Þegar smiðimir komu á laugar-
dagsmorguininn mætti þeim heldur
ófögur sjón. íbúðin var öll á floti og
í gufubaði, málning og veggir og
famir að bólgna og teppi og gólf-
dúkar gegnblautir.
Trésmíðafyrirtækið Grindin sf. í
Grindavík hefur haft íbúðimar í
smíðum og átti að afhenda þær
samkvæmt samningi 1. nóvember,
en einungis átti eftir að fá menn
frá Húsnæðismálastofnun til að
taka þær út. Tjónið á íbúðinni, sem
er ekki að fullu komið fram, nemur
hundraða þúsunda króna og lendir
það á verktakanum. Lögreglan í
Grindavík lýsir eftir vitnum að
mannaferðum í kringum húsið um-
rædda nótt því málið er enn
óupplýst.
Kr.Ben.