Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987
63
Heimsmeistaraeinvígið í skák:
Kasparov á betri biðskák
Skák
Bragi Kristjánsson
KASPAROV og Karpov tefldu
áttundu einvígisskákina um
heimsmeistaratitilinn í Sevilla
í gær. Kasparov hafði hvítt og
upp kom enskur leikur. Karpov
beitti afbrigði, sem kennt er
við lærimeistara Kasparovs,
Mikhail Botvinnik, en ekki
tókst honum að jafna taflið.
Kasparov náði öruggu taki á
stöðunni, og gat Karpov ekkert
gert nema bíða. Kasparov und-
irbjó allar aðgerðir af mikilli
vandvirkni og þegar skákin fór
í bið hafði hann öll tök á stöð-
unni. Líklegt er að honum
takist að færa sér betri stöðu
í nyt í biðskákinni í dag, og
jafna með þvi stöðuna í ein-
víginu.
8. skákin:
Hvitt: Kasparov.
Svart: Karpov.
Enski leikurinn.
1. c4 - e5, 2. Rc3 - d6, 3. g3
- c5
Karpov kemur andstæðingi
sínum á óvart einu sinni enn.
Hann velur nú afbrigði, sem kennt
er við lærifoður Kasparov, Mik-
hail Botvinnik.
4. Bg2 - Rc6, 5. a3 — g6, 6. b4
- Bg7
Karpov tekur ekki peðið, sem
Kasparov býður honum. Eftir 6.
— cxb4, 7. axb4 — Rxb4, 8. Ba3
— Rc6, 9. e3 nær hvítur miklu
forskoti í liðskipun og svartur
verður í vandræðum með að valda
peðið á d6.
7. Hbl - Rge7, 8. e3 - 0-0, 9.
d3 - Hb8, 10. Rge2 - Be6, 11.
b5 - Ra5, 12. Bd2 - b6, 13.
0-0 - Rb7, 14. e4 -
Hvítur kemur í veg fyrir 14. —
d5 ásamt - Rb7 — d6 við tæki-
færi, en í því tilviki stæði svartur
vel að vígi.
14. - Kh8, 15. Dcl - f5, 16.
Bg6! — De8, 17. Bxe7 — Dxe7,
18. exf5 - Bxf5, 19. Rd5 -
Kasparov hefur náð góðum tök-
um á d5-reitnum.
19. - Dd7, 20. Dd2 - Ra5
Eðlilegra virðist að leika 20. —
Rd8 ásamt - Re6 — d4. Karpov
hefur ef til vill óttast, að hvítur
léki þá 21. a4 ásamt a5 og axb6
og við það næði hvítur tökum á
a-línunni, því svartur gefur ekki
leikið — Há8 vegna biskupsins á
g2.
21. Rec3 - Hbe8, 22. Re4 -
Rb7, 23. a4 - Ra5
Karpov getur lítið gert annað
en að bíða og sjá hvað setur.
24. h4 - Rb7, 25. Kh2 - Hb8,
26. Hal - Ra5, 27. Ha3 - Hf7,
28. Dc3 - Hd8, 29. Ha2 - Bh6,
30. Rg5 - Hff8, 31. He2 -
Bg7, 32. Dc2 -
Svartur hótaði32. — e4 o.s.frv.
32. - Hde8, 33. Re3 - Bh6, 34.
Bd5 - Bg7
Svartur má aldrei leika —
Bxg5, því við það opnast h-línan
til sóknar fyrir hvít.
35. Ddl - h6, 36. Re4 - Dd8,
37. Ha2 - Bc8, 38. Rc3 - h5
Karpov telur sig ekki geta beð-
ið eftir framrás peðanna með g4
o.s. frv. Með leiknum í skákinni
veikir hann g5-reitinn mikið; og
einnig verður peðið á g6 veikt.
39. Be4 - He6, 40. Rcd5 -
Bh6, 41. Rg2 - Kg7, 42. f4
og svartur lék biðleik. Kasparov
hefur mun betra tafl og ætti að
eiga góða möguleika á að vinna
biðskákina í dag.
Staðan:
Kasparov 3 + biðskák
Karpov 4+ biðskák.
Selfoss:
Bygging nýrrar dag-
vistarstofnunar hafin
Selfossi.
FYRSTA skóflustungan að nýju
dagvistarheimili á Selfossi var
tekin á föstudag af tveimur
skóladagheimilisbörnum. Fyrri
hluti byggingarinnar var boðinn
út og af sex tilboðum var Hreið-
ar Hermannsson byggingameist-
ari með lægsta boð krónur
7.087.576. Húsinu á að skila fok-
heldu í aprO með frágenginni
lóð. Gert er ráð fyrir að taka
fyrri áfangann í notkun í október
1988.
Fyrsti áfangi hússins er 400 fer-
metrar og þar verður rúm fyrir 20
böm á leikskóla og 20 á skóladag-
heimili. Síðari áfangin er 100
fermetrar þar sem verður rúm fyrir
20 böm. Núna er rúm fyrir 135
böm á dagvistarstofnunum bæjar-
ins og langur biðlisti eftir plássi.
Fyrstu skóflustunguna að nýja
húsinu tóku þau Ema Sólveig Jú-
líusdóttir 8 ára og Hallur Karl
Hinriksson 6 ára. Þau era bæði á
skóladagheimili bæjarins en það er
nú i leiguhúsnæði. Nýja dagvistar-
stofnunin rís á homi Reynivalla og
Sólvalla. _ sig. Jóns.
Moixunblaðið/Sigurður Jðnsaon.
Nokkur hópur fólks fylgdist með þegar skóflustungan var tekin.
UÓSASTILLINGA-
VERKSTÆÐI
OSRAM
bílperur
WAGNER
Ijósa samlokur
Eigum fyrirliggjandi
Ijósastillingatæki
11LLH
r
Sundaborg 13, sími 688588.
Bíl stolið
við Kefla-
víkurhöfn
Keflavík.
BIFREIÐ var stolið við höfnina í
Keflavík aðfaranótt laugardags
og henni ekið til Grindavíkur þar
sem hún fannst mikið skemmd
seinna um morguninn.
Bíllinn er japanskur „pickup", blár
að lit og fannst hann á miðri götu i
Grindavík eftir ökuferðina. Talsverð-
ar skemmdir vora unnar á bílnum
og óskar lögreglan eftir að ef ein-
hverjir telji sig hafa séð til ferða bláa
bílsins á laugardagsmorguninn þá
gefí þeir sig fram.
BB
Eraa Sólveig Júliusdóttir og
Hallur Karl Hinriksson tóku
fyrstu skóflustunguna.
Styrkið og fegrið líkamann
Dömur og herrar
5 vikna námskeið hefjast 9. nóvember
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím-
ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri
dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást af vödvabólgum. Vigtun —
mæling — sturtur — gufuböö — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar.
Innritun og upplýsingar alla virka daga
frá kl. 13—22 í síma 83295.
Judodeild Armanns
Ármúla 32.
Allir pakkar eru fallegir... en stundum
kemur fegurðin fyrst í Ijós þegar þeir eru opnaðir.
studiohúsið
á homi Laugavegs og Snorrabrautar