Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 63 Heimsmeistaraeinvígið í skák: Kasparov á betri biðskák Skák Bragi Kristjánsson KASPAROV og Karpov tefldu áttundu einvígisskákina um heimsmeistaratitilinn í Sevilla í gær. Kasparov hafði hvítt og upp kom enskur leikur. Karpov beitti afbrigði, sem kennt er við lærimeistara Kasparovs, Mikhail Botvinnik, en ekki tókst honum að jafna taflið. Kasparov náði öruggu taki á stöðunni, og gat Karpov ekkert gert nema bíða. Kasparov und- irbjó allar aðgerðir af mikilli vandvirkni og þegar skákin fór í bið hafði hann öll tök á stöð- unni. Líklegt er að honum takist að færa sér betri stöðu í nyt í biðskákinni í dag, og jafna með þvi stöðuna í ein- víginu. 8. skákin: Hvitt: Kasparov. Svart: Karpov. Enski leikurinn. 1. c4 - e5, 2. Rc3 - d6, 3. g3 - c5 Karpov kemur andstæðingi sínum á óvart einu sinni enn. Hann velur nú afbrigði, sem kennt er við lærifoður Kasparov, Mik- hail Botvinnik. 4. Bg2 - Rc6, 5. a3 — g6, 6. b4 - Bg7 Karpov tekur ekki peðið, sem Kasparov býður honum. Eftir 6. — cxb4, 7. axb4 — Rxb4, 8. Ba3 — Rc6, 9. e3 nær hvítur miklu forskoti í liðskipun og svartur verður í vandræðum með að valda peðið á d6. 7. Hbl - Rge7, 8. e3 - 0-0, 9. d3 - Hb8, 10. Rge2 - Be6, 11. b5 - Ra5, 12. Bd2 - b6, 13. 0-0 - Rb7, 14. e4 - Hvítur kemur í veg fyrir 14. — d5 ásamt - Rb7 — d6 við tæki- færi, en í því tilviki stæði svartur vel að vígi. 14. - Kh8, 15. Dcl - f5, 16. Bg6! — De8, 17. Bxe7 — Dxe7, 18. exf5 - Bxf5, 19. Rd5 - Kasparov hefur náð góðum tök- um á d5-reitnum. 19. - Dd7, 20. Dd2 - Ra5 Eðlilegra virðist að leika 20. — Rd8 ásamt - Re6 — d4. Karpov hefur ef til vill óttast, að hvítur léki þá 21. a4 ásamt a5 og axb6 og við það næði hvítur tökum á a-línunni, því svartur gefur ekki leikið — Há8 vegna biskupsins á g2. 21. Rec3 - Hbe8, 22. Re4 - Rb7, 23. a4 - Ra5 Karpov getur lítið gert annað en að bíða og sjá hvað setur. 24. h4 - Rb7, 25. Kh2 - Hb8, 26. Hal - Ra5, 27. Ha3 - Hf7, 28. Dc3 - Hd8, 29. Ha2 - Bh6, 30. Rg5 - Hff8, 31. He2 - Bg7, 32. Dc2 - Svartur hótaði32. — e4 o.s.frv. 32. - Hde8, 33. Re3 - Bh6, 34. Bd5 - Bg7 Svartur má aldrei leika — Bxg5, því við það opnast h-línan til sóknar fyrir hvít. 35. Ddl - h6, 36. Re4 - Dd8, 37. Ha2 - Bc8, 38. Rc3 - h5 Karpov telur sig ekki geta beð- ið eftir framrás peðanna með g4 o.s. frv. Með leiknum í skákinni veikir hann g5-reitinn mikið; og einnig verður peðið á g6 veikt. 39. Be4 - He6, 40. Rcd5 - Bh6, 41. Rg2 - Kg7, 42. f4 og svartur lék biðleik. Kasparov hefur mun betra tafl og ætti að eiga góða möguleika á að vinna biðskákina í dag. Staðan: Kasparov 3 + biðskák Karpov 4+ biðskák. Selfoss: Bygging nýrrar dag- vistarstofnunar hafin Selfossi. FYRSTA skóflustungan að nýju dagvistarheimili á Selfossi var tekin á föstudag af tveimur skóladagheimilisbörnum. Fyrri hluti byggingarinnar var boðinn út og af sex tilboðum var Hreið- ar Hermannsson byggingameist- ari með lægsta boð krónur 7.087.576. Húsinu á að skila fok- heldu í aprO með frágenginni lóð. Gert er ráð fyrir að taka fyrri áfangann í notkun í október 1988. Fyrsti áfangi hússins er 400 fer- metrar og þar verður rúm fyrir 20 böm á leikskóla og 20 á skóladag- heimili. Síðari áfangin er 100 fermetrar þar sem verður rúm fyrir 20 böm. Núna er rúm fyrir 135 böm á dagvistarstofnunum bæjar- ins og langur biðlisti eftir plássi. Fyrstu skóflustunguna að nýja húsinu tóku þau Ema Sólveig Jú- líusdóttir 8 ára og Hallur Karl Hinriksson 6 ára. Þau era bæði á skóladagheimili bæjarins en það er nú i leiguhúsnæði. Nýja dagvistar- stofnunin rís á homi Reynivalla og Sólvalla. _ sig. Jóns. Moixunblaðið/Sigurður Jðnsaon. Nokkur hópur fólks fylgdist með þegar skóflustungan var tekin. UÓSASTILLINGA- VERKSTÆÐI OSRAM bílperur WAGNER Ijósa samlokur Eigum fyrirliggjandi Ijósastillingatæki 11LLH r Sundaborg 13, sími 688588. Bíl stolið við Kefla- víkurhöfn Keflavík. BIFREIÐ var stolið við höfnina í Keflavík aðfaranótt laugardags og henni ekið til Grindavíkur þar sem hún fannst mikið skemmd seinna um morguninn. Bíllinn er japanskur „pickup", blár að lit og fannst hann á miðri götu i Grindavík eftir ökuferðina. Talsverð- ar skemmdir vora unnar á bílnum og óskar lögreglan eftir að ef ein- hverjir telji sig hafa séð til ferða bláa bílsins á laugardagsmorguninn þá gefí þeir sig fram. BB Eraa Sólveig Júliusdóttir og Hallur Karl Hinriksson tóku fyrstu skóflustunguna. Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar 5 vikna námskeið hefjast 9. nóvember Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást af vödvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböö — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Judodeild Armanns Ármúla 32. Allir pakkar eru fallegir... en stundum kemur fegurðin fyrst í Ijós þegar þeir eru opnaðir. studiohúsið á homi Laugavegs og Snorrabrautar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.