Morgunblaðið - 03.11.1987, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 03.11.1987, Qupperneq 64
Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Loðnumjöl selt undir jverði á 'markaði LOÐNUVEIÐAR eru famar að glæðast eftir slaka vertíðarbyij- un. Verð á mjöli og lýsi hefur hækkað að undanförnu, en ekki skilað sér enn til íslenzkra fram- leiðenda, því það, sem framieitt hefur verið, fer allt og meira til í samninga frá þvi í sumar, þeg- ar markaðsverð var lægra. Þvi eru mjölframleiðendur nú að selja á verði, sem er undir mark- aðsverði. Nú hafa verið fram- leiddar um 6.400 lestir af mjöli á og svipað af lýsi, en það dugir Mbvergi upp í gerða samninga. Alls hafa um 40.000 lestir veiðzt, þarf af um helmingur i siðustu viku og þessari. Verð á loðnulýsi nú er um 300 dalir, tæpar 12.000 krónur, en fór niður í um 200 dali, tæpar 8.000 krónur, þegar það var lægst. Verð á mjöli er komið í um 7 dali hver próteineining, sem svarar til tæpra 500 dala, slakra 20.000 króna, fyr- ir hveija lest. Þegar lægst var, var -j/erðið um 350 dalir á lest, eða íæpar 14.000 krónur. Starf Slysa- deildar fór úr skorð- um vegna æfingar HJÚKRUNARFÓLK Slysa- deildar Borgarspítalans eyddi á laugardag talsverð- um tima i að meðhöndla „sjúkling" sem talið var að þjáðist af alvarlegu tilfelli af kafaraveiki. Sjúklingur- inn, sem er köfunarsérfræð- ingur Hjálparsveitar skáta i Hafnarfirði, var hins vegar þátttakandi i samæfingu björgunarsveita á Reykjavík- ursvæðinu. Hann taldi starfs- fólk Slysadeildar, sem tók úr honum 5 blóðprufur og gaf honum súrefni í nær hálfa klukkustund, vita af æfingunni og að meðferðin sem hann fékk væri liður í henni. í fréttatilkynningu frá yfír- lækni Slysadeildar segir meðal annars að ef samtímis þessu hefði komið til meðferðar alvar- lega veikur sjúklingur eða orðið meiriháttar slys hefðu afleið- ingar af rannsókn og meðferð þessa „sjúklings" getað orðið alvarlegar. í yfírlýsingu frá Svæðis- stjóm björgunarsveita í Reykjavfk og nágrenni segir meðal annars að æfingin hafí verið þannig skipulögð að nokkrir menn höfðu umsjón með henni en aðrir sáu um framkvæmd án þess að þekkja skipulagið. Sjá fréttatilkynningu yfir- læknis Slysadeildar, yfír- lýsingu Svæðissljómar björgunarsveita og viðtal við „sjúklinginn" á síðu 26. Morgunblaðið/Guðmundur Svansson „Gamla búðin“ í Grímsey brann til kaldra kola TJÓN nam 8 til 10 milljónum króna þegar eitt af þremur fisk- verkunarhúsum KEA í Grímsey brann til kaldra kola á sunnu- dagskvöld. Allir liðtækir menn voru við slökkvistörf fram á nótt, en engu tókst að bjarga. Næstu hús voru í mikilli hættu, en eyjabúum tókst að bjarga þeim. Húsið stóð í aðeins nokkurra metra Qarlægð frá sjó og kom sjór- inn sér vel við slökkvistörf. Slökkvi- búnaður er af skomum skammti í Grímsey, en notuð var sjódæla auk annarrar kraftmikillar slöngu, sem tengd var í næsta fískverkunarhús, að sögn Hannesar Guðmundssonar verkstjóra frvstihússins. Upptök eldsins eru ókunn, en talið er að kviknað hafí f út frá rafmagni. Talið er að eldurinn hafí komið upp á efri hæð í vesturenda hússins þar sem meðal annars var rafmagnstafla auk flatnings- og flökunarvélar. Að sögn Kristjáns Ólafssonar kaupfélagsstjóra á Dalvík, en útibúið í Grímsey heyrir undir hann, sagði f samtali við Morgunblaðið að hafíst yrði handa við uppbyggingu um leið og hægt yrði. Húsið mun hafa verið tryggt fyrir á eina og hálfa milljón króna auk þess sem fyrirtækið mun hafa haft innbús- og birgðatryggingu. Sjá nánar á Akureyrarsíðu á bls. 37. Sovéska sendiráðið í Reykjavík: Sovétmenn vilja emb- ætti fiskimálafulltrúa Hafa einnig farið fram á auknar hafrannsóknir og kaup á loðnu SOVÉTMENN hafa óskað eftir að fá að stofna embætti físki- málafulltrúa í viðskiptadeild sendiráðins hér á landi í kjölfar breytinga á skipulagi utanríkis- viðskipta í Sovétríkjunum, en sovéska sjávarútvegsráðuneytið hefur nú tekið við viðskiptum með sjávarafurðir af utanrikis- viðskiptaráðuneytinu. Þá hefur verið orðað af hálfu Sovétmanna að nánara samstarf um hafrann- sóknir yrði tekið upp milli þjóðanna. Einnig hefur það verið nefnt að Sovétmenn kaupi ferska loðnu af íslendingum, hugsan- lega í skiptum fyrir þorsk, en mjög lítil loðnuveiði hefur verið í Barentshafi á undanförnum árum. Sovétmenn sendu Halldóri Ás- grímssyni sjávarútvegsráðherra bréf með ósk um stofnun embættis fiskimálafulltrúa. Halldór sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa vísað þessari ósk til utanríkisráðherra, en sagðist telja eðlilegt að þessi breyting yrði í sendiráðinu miðað við breytingamar á viðskiptaskipu- lagi Sovétríkjanna. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra sagðist ekki hafa fengið í hendur formlega ósk um þetta, en sagði að ef þetta embætti væri innan þess ramma sem sendiráðið starfar í hafí hann ekkert á móti stofnun þess. Þegar Halldór var spurður um óskir Sovétmanna um meira sam- starf þjóðanna við hafrannsóknir, m.a. með flugvélum, sagði hann að þessi samvinna væri samkvæmt samningi sem gerður var fyrir ára- tug og síðan þá hefðu vísindamenn þessara þjóða hist árlega og ýmsar rannsóknir verið stundaðar. Halldór sagði Sovétmenn hafa bjnjað á því að stunda hafrannsóknir með flug- vélum sem hefði rejmst nokkuð vel, t.d. á loðnustofnum í Barents- hafí. Þetta hefði borið á góma í viðræðum vísindamannanna, en hér væru uppi efasemdir um að slíkar rannsóknir dygðu við ísiand því loðnan hér væri á mun meira dýpi en í Barentshafi. Steingrímur Hermannsson sagði um þetta að það hlyti að fara eftir því á hvaða sviði þessi samvinna væri, hvemig litið yrði á hana af hálfu stjómvalda. Fjrrir sitt leyti fyndist sér áhugaverðar hugmyndir þær, sem Gorbachev, Sovétleiðtogi, hefur sett fram um rannsóknir á hafsvæðinu norður af íslandi í sam- vinnu þeirra landa sem þar eiga hagsmuna að gæta, það er Sovét- ríkjanna, Noregs, íslands, Kanada og fleiri landa, og sagðist Steingrímur telja að Islendingar gætu vel tekið þátt í slíkum rann- sóknum. Steingrímur sagðist einnig telja að sameiginleg viðleitni til að spoma við mengun í hafínu geti verið mjög mikilvæg. Hinsvegar væm Islendingar vel færir um rann- sóknir á eigin fískistofíium og þyrftu því ekki að leita aðstoðar annarra ríkja. „Þegar Sovétríkin hafa farið fram á að mega stunda einhverjar rannsóknir hefur það verið skoðað af utanríkisráðunejdinu því við lítum aldrei framhjá því að við emm aðilar að Atlantshafsbandalaginu sem á þama vissra hagsmuna að gæta. Það em hlutir sem við hljót- um að skoða og allir verða að skilja," sagði Steingrímur Her- mannsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.