Morgunblaðið - 08.11.1987, Side 24

Morgunblaðið - 08.11.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 Klausturlifnaður er flestum ís- lendingum harla fjarlægur. Hér eru enda fáir kaþólskrar trúar öldum. Samt höfum við Islend- ingar átt á þessari öld rithöfunda sem tóku kaþólska trú og dvöldu í klaustrum. Hinn frægi barna- bókahöfundur Nonni, Jón Sveins- son, gerðist ungur munkur og var það alla tið og Nóbelsskáldið HaOdór Laxness var á sínum yngri árum tímum saman i klaustrum þó aldrei yrði hann munkur. Hér á landi eru til ka- þólsk nunnuklaustur í Reykjavík, Hafnarfirði og í Stykkishólmi en flestar nunnuraar hafa verið út- lendar að þjóðerai. Á íslandi sem annars staðar er mikið um leitandi fólk. Það er ekki alltaf einfalt að átta sig á hvaða leið skuli halda. Trúin er mörgum mikilvæg og margir telja sig hafa ratað hinn rétta veg með þvi að ganga í þjónustu guðs. Þeir era hins vegar færri sem kjósa að þjóna guði með klausturlifnaði. Hér á landi er það ekki á hveijum degi sem fréttist af einhveijum sem ákveðið hefur að ganga í klaust- ur og því reka menn upp stór augu þegar slik tíðindi spyijast. Ung ensk kona, Carmel Russill, sem búið hefur hér í átta ár, er nú að kveðja land og þjóð og flytja búferlum til Englands, til þess að ganga i klaustur. Carmel er þrítug að aldri og hefur leikið á celló í Sinfóniuhljómsveit ís- lands frá þvi hún kom hingað. Lokatónleikar hennar hér á landi verða í kvöld i Bústaðakirkju þar sem hún leikur kammertónlist ásamt félögum sínum, en síðustu tónleikarair sem hún tók þátt í með Sinf óníuhljómsveit íslands voru í Háskólabíói á f immtudags- kvöldi fyrir röskri viku. Eftir þá tónleika bauð hún vinum sinum i hljómsveitinni uppá vín í kjaU- aranum i Háskólabíói og etnar voru þar kökur sem vinkonur hennar í hljómsveitinni komu með. Carmel Russill Lengi veríð að bijótast írnéraðganga íklaustiir Cellóið fylgir Carmel i klaustrið Rætt við Carmel Russill, fyrrum cellóleikara í Sinfóníuhljómsveit íslands sem senn er á förum til Engjands til þess að ganga í klaustur Það kvöld fann ég hve guð getur verið nálægur í mönnunum, þetta fólk hefur verið mér svo gott,“ segir Carmel og það er ekki laust við að henni vökni ofurlítið um augu þegar hún segir mér frá veislunni. „Við í hljómsveitinni höfum verið eins og ein stór ijölskylda," heldur hún áfram. „Ég hef notið öryggis í því samfélagi. Ég átti lengi erfítt með að taka ákvörðun um að fara frá íslandi, Það er mjög sárt fyrir mig að skilja við vini mína hér, og raunar landið sjálft. Hér hefur mér liðið vel og þroskast mikið. Fólk talar um að nú sé ég að fara heim þegar ég ætla til Englands, en mér finnst sjálfri þvert á móti að nú sé ég að fara að heiman. Nú loks, þrítug að aldri, sé ég orðin fullorðin á leið út til að kanna heiminni. Þetta finnst mörgum skrítið við- horf.“ Við Carmel sitjum hvor á móti annarri í eyðilegri stofu í risíbúð að Mávahlíð 27 í Reykjavík. Þessa íbúð keypti Carmel fyrir nokkrum árum og gerði hana að ramma utan um ungmeyjarlíf sitt, vonir sínar og drauma. Bergmál í hálftómum herbergum vitnar um að eigandinn sé senn á förum og liðnar séu and- vökunætur þar sem hugsanimar marsera áfram við undirspil regn- dropanna á bárujámsþakinu. Erfíð ákvörðun hefur verið tekin og lífsbarátta Carmel í Mávahlíðinni orðin veröld sem var, íbúðin seld og að baki kastarholubúskapur ungrar tónlistarkonu, með allri þeirri rómantík sem því getur fylgt, en framundan er klausturlífíð og þau trúarfyrirheit sem það gefur. En hvað liggur að baki ákvörðun sem þessari. Af hveiju ákveður ung og myndarleg stúlka að yfirgefa hið daglega líf, girða fyrir mögu- leika sína á að giftast og eignast böm og slá striki yfir frama sinn sem atvinnumanneskja í tónlist. Þetta reyndi Carmel skilmerkilega að útskýra fyrir mér og það gekk þannig, að mér fínnst nú ég skilja betur hver sú þörf er sem rekur hana til þessarar ákvörðunar. Sárt að eignast ekki böm „Það sem mér finnst stórkostleg- ast er að ég er búin að taka ákvörðun um það sem mig langar mest til að gera,“ segir Carmel. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef haft kjark til að gera það og prófa eitthvað nýtt, en það hefur lengi verið að bijótast í mér að ganga í klaustur. Það sem mér fínnst erfíð- ast við þessa ákvörðun er það að ég eignast þá ekki böm. Mig hefur alltaf langað til að eiga böm. Þegar ég frétti að litla systir mín ætti von á bami þá fékk ég sting í magann. Það fékk ég nú raunar líka þegar ég frétti að hún hefði fengið sér vinnu í klaustri. í bæði skiptin vildi ég gjaman vera í hennar sporum. En þrátt fyrir löngun mína til þess að eignast bam, þá stendur ákvörðun mín óhögguð. Ég hef líka gert mér grein fyrir að í öllu fólki býr dálítið af baminu sem það einu sinni var og ég mun leitast við að kynnast baminu í fólki og leyfa baminu í mér að koma fram. Þessi ákvörðun mín að ganga í klaustur á sér langa sögu og sem er mótuð af miklum sársauka. Hér á íslandi er gott pláss til þess að vaxa og þroskast og ég hef öðlast hér reynslu í ýmsu, t.d. hvað varðar karlmemr. Reynslan hefur gert mig djarfari og kjarkmeiri og leitt mig til þessarar ákvörðunar og nú er ég hamingjusamari en ég hef nokk- um tíma verið áður á lífsleiðinni. Trúin hefur alltaf skipt miklu máli í lífi mínu. Ég fæddist raunar í klaustri," segir Carmel. „Faðir minn var garðyrkjumaður í klaustri í Dorset í Englandi og hann og móðir mín gáfu mér nafn einnar nunnunnar, systur Carmel. Carmel þýðir fija.ll og hefur sem slíkt tákn- ræna merkingu í vestrænum trúarbrögðum, merkir leit mannsins að guði í gegnum bænina. Ég var þriðja í röð fímm systkina. Elsti bróðir minn er atvinnutónlistarmað- ur eins og ég, hann er mjög góður orgelleikari og byijaði að spila þriggja ára gamall. Bróðir minn sem næstur var á undan mér dó á þriðja ári úr krabbameini eftir mikl- ar þjáningar. Ég fæddist þegar hann var nýlega dáinn og var það móður minni huggun í harmi henn- ar, sem var mikill. Vafalaust hefur þetta áfall verið henni næstum of- viða því þegar ég man fyrst eftir mér var ég að ákalla guð mér til hjálpar, því mér fannst lífíð erfitt og mamma mín harla mislynd. Vegna sorgarinnar voru geðsveiflur hennar miklar og það átti lítið bam erfítt með að skilja og sætta sig við. Við mamma erum tengdar nán- um en sárum böndum og höfum báðar mátt ganga í gegnum tíma- bundin þunglyndisköst sem hafa verið þungbær á stundum. Með aldrinum hef ég skilið hana betur og samband okkar orðið nánara. Pabbi minn er góður og jafnlynd- ur maður. Hann er sanntrúaður kaþólikki og átti þá ósk heitasta þegar hann var ungur að verða prestur. En hann var af fátæku fólki kominn og hafði ekki peninga til skólagöngu. Hans hlutskipti varð þvf að ala upp böm sín fjögur og yrkja jörðina. Við vorum alltaf fremur fátæk en lagðist þó oftast eitthvað til. Við eldri systkinin vor- um snemma áhugasöm um tónlist. Bróðir minn fór að spila komungur eins og fyrr sagði og þótti því sjálf- sagt að reyna að koma honum í spilatíma og þegar ég fór eitthvað að geta vildi ég líka læra á hljóð- færi. Svo óx litla systir mín úr grasi og vildi spila lfka, en hún vildi spila á flautu. Nú vandaðist málið. Pen-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.