Morgunblaðið - 08.11.1987, Síða 38

Morgunblaðið - 08.11.1987, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 * A bóka- sýningunni * i Frankfurt sýningarinnar Texti og myndir: Sigrún Davíðsdóttír Söluborð með bókum af fornsölum við inugang bókasýningarinnar. Eins og 15 Laugardalshallir fullar af bókum og fólki Bók Gorbasjoffs, bókum fiðlulakk og allt þarámilli Síðan á miðöldum hefur Frank- furt við Mainána þótt liggja einkar vel við verzlunarleiðum um megin- landið. Borgin á sér því langa sögu sem verzlunarborg og þar hafa ver- ið haldnir markaðir og vörusýningar um langan aldur. Bókasýningin al- þjóðlega, sem er haldin þar í október hvert ár, er því hluti af þessari gömlu hefð. Fýrir þann, sem ekki hefur stundað vörusýningar áður, þá er erfítt að forðast fjósakona- fer-út-í-heim tilfínningu, þegar bókasýningin í Frankfurt er heim- sótt. Sá hinn sami hefur tæpast séð önnur eins húsakynni, jafnmargt fólk og örugglega aldrei j afnmargar bækur samankomnar í einum stað. Dagana 6.—12. október síðastlið- inn var 39. bókasýningin í Frank- furt haldin. Fyrir stríð tíðkaðist að efna til bókasýningar ár hvert í Leipzig. Eftir stríðið var svipast um eftir stað innan Vestur-Þýzkalands, Frankfurt varð fyrir valinu og sýn- ingamar eru taldar frá flutningum til Frankfurt. Og ekki er lakara að alþjóðlegur flugvöllur er þama f túnfætinum. Það em samtök bók- sala og útgefenda f Þýzkalandi sem standa fyrir sýningunni. Félag í eigu þessara aðila sér um fram- kvæmdina. Sýningin er til húsa í nokkmm sambyggðum sýningarhúsum, sam- tals var sýningarsvæðið í ár 95.700 m2. Laugardalshöllin er 6.632 m2, svona rétt til að gefa smá hugmynd um víðáttuna, sýningarsvæðið sumsé tæplega 15 Laugardalshallir. Tengibyggingamar era langir gangar, þar sem gestir em fluttir áfram eftir færivegum. Utandyra ganga svo strætisvagnar stöðugt, fyrir þá sem kjósa þá samgönguleið- ina. Þama er að fínna tvo banka, pósthús, sem sendir jafnt pakka sem telefax, að ógleymdum veit- ingastöðum og -básum sem bjóða upp á vínarsnitsel og þýzk notaleg- heit, hamborgara eða heilsufæði í formi ávaxtadrykkja og jógúrts, að ógleymdu sætmeti og sígarettum. Og að sjálfsögðu er þeim rúmlega sjö þúsund blaðamönnum, sem þama líta við, boðið upp á alla hugs- anlega aðstöðu. Og aðeins meiri tölur Þeir sem sýndu í þetta skipti vom núna 7100, 95 fleiri en í fyrra og af þeim em 1910 frá V-Þýzkalandi. Hér er átt við þá sem em með sýningarbás á sýningunni, en um suma bása em fleiri en einn, svo sýnendur em í raun fleiri. í fyrra var stillt út 320 þús. titlum, tölur frá í ár liggja ekki fyrir, en vom fleiri. Sýningar- skrá, með lista yfir þátttakendur og fleiri vegur 1 kg. í fyrra vom þátttakendur frá 86 löndum, í ár bættust tvö lönd í hópinn. Og í fyrra komu rétt rúmlega 180 þús. manns á sýninguna. Starfsmenn sýningar- innar vom ekki í vafa um að í ár vom þeir töluvert fleiri. Eins og gefur að skilja er aðsóknin mest að þýzku básunum, en sýnendum er raðað niður eftir löndum. Þar eins og hér velta menn auðvitað fyrir sér hvort bókin standi ekki höllum fæti, svo það þótti einkar ánægjulegt að sjá hve mikill hluti gestanna, sem mættu þegar sýning- in var opin almenningi, var ungt fólk. Ætli bókaframtíðin þurfí ann- ars nokkuð að verða svo bölvanleg? Hveijir koma? Það liggur í augum uppi að bóka- útgefendur steðja til Frankfurt, hver sem betur getur. Þeir era ýmist að sýna bækur sínar og reyna að fá fulltrúa bókaverzlana til að kaupa þær, eða að reyna að selja þýðingar- og útgáfuréttinn. Þess konar sölur verða æ meira áberandi þama, sumsé að það er ekki verið að selja bækur, heldur hvers konar réttindi þeim viðkomandi. Sýningin sem í upphafi gagnaðist mest til að selja og kaupa bækur og semja um greiðslur og afhendingu, snýst nú mikið orðið um hvers kyns rétt- indi tengd bókaútgáfu og um samvinnu milli forlaga og annarra. Þjóðveijum hefur líka nýtzt vel sýn- ingin og samstarfið um hana til að koma bókum sínum á framfæri til annarra landa, sett saman sýning- ar, sem hafa farið hingað og þangað. Auk útgefenda koma þama full- trúar bókaverzlana, ekki endilega til að kaupa, heldur ekki sízt til að hitta þá, sem þeir eiga viðskipti við, viðhalda samböndum og stofna til nýrra. Það höfðu margir á orði að það væri öldungis ómögulegt að hugsa og velja f þessari hringiðu, betra að líta í kringum sig, hitta fólk og velja svo úr þegar heim væri komið. Einn hópur manna, sem em fremur sjaldséðir hérlendis, hafði komið sér fyrir þama f básum. Þetta vom umboðsmenn, sem taka að sér að koma einstökum bókum og rit- höfundum á framfæri við forlög, gegn þóknun. Þessi starfsemi er að verða æ meira áberandi og þeir sem em öllum hnútum kunnugir í þessari grein segja, að það sé eigin- lega með öllu ómögulegt að ætla sér að koma bókum sínum á fram- færi nema í gegnum umboðsmenn. Þeir gjörþekki forlögin og viti hvar helzt þýði að banka upp á með hveija bók, hvar henni verði helzt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.