Morgunblaðið - 08.11.1987, Page 47

Morgunblaðið - 08.11.1987, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 47 Vélasamstæðan Gíslína er nefnd í höfuðið á framleiðslustjóran- um, Gísla Guðmundssyni. Á myndinni er einnig Sóiveig Sveinsdóttir gjaldkeri. Ekki er skemmtilegt að vinna með brennda og sótuga pappíra. ingar þetta í flimtingum, satt best að segja er heimilisfangið grípandi." Unnið með sót- uga pappíra Hvaða tjón var tilfinnanlegast? „Rannsóknarstofan okkar sem brann alveg. Þar fóru gögn sem tekur langan tíma að vinna upp aftur. Við höfum af því mestar áhyggjur í dag hvemig við eigum að koma eðlilegri vömþróun aftur af stað. Rannsóknarstofan hefur verið stolt fyrirtækisins. Ég held að mér sé óhætt að segja að við séum með stærstu rannsóknar- stofu í einkaeign hérlendis." En bókhaldið og aðrir nauðsyn- legir pappírar, brunnu þeir? „011 fylgiskjöl brunnu en fjárhags- og sölubókhaldið yar inn á tölvu. Ör- yggiseintök voru geymd í banka- hólfi. Skrifstofan gat þess vegna starfað óhindrað eftir að við kom- um henni undir þak. Reyndar er ekki fyrir það að synja að við erum stundum að vinna með hálf- brennda og sótuga pappíra. Við spaugum með það að stærsti kostnaðarliður á skrifstofunni sé handsápa." En nú lentu allar tölvur fyrir- tækisins í eldinum, hafði það engin áhrif á reksturinn? „Það gekk ótrúlega fljótt að kippa því í lið- inn, það var búið að útvega okkur nýjar eftir tvo daga.“ Hvað brann fleira? „Tjónalistinn er ansi langur, annars er það merkilegt að í dag er mér ofar í huga það sem brann ekki. Gjald- kerinn okkar, hún Sólveig Sveins- dóttir, rétt náði að loka peninga- skápnum áður en hún forðaði sér. Ég var spenntur þegar skápurinn var opnaður eftir brunann. Þama vom pappírar upp á tugi milljóna • þeir vom óskaddaðir." Húsnæðið er ekki „klæðskerasniðið“ Er húsnæðið sem Málning hf. keypti á Punahöfða alveg eftir ykkar þörfum? Hentar það ykkar framleiðslu og rekstri? „Satt best að segja er það ekki „klæðskera- sniðið" fyrir okkur. Fyrir bmnann mánudaginn þrettánda voram við byrjaðir á að hanna nýjar fram- leiðslurásir og skipuleggja upp- setningu véla, það sem vantaði var lóð undir og hús utanum. Þessa dagana emm við að ákveða hvem- ig við ætlum að haga uppbygging- unni.“ Síðustu mánuðir hljóta að hafa verið óvanalegir. Hvað er Stefáni Guðjohnsen framkvæmdastjóra efst í huga eftir þessa lífsreynslu? „Fyrst og fremst þakklæti til for- sjónarinnar fyrir að enginn skyldi slasast í eldsvoðanum. Ennfremur þakklæti til alls starfsfólksins sem hélt tryggð við okkur þrátt fyrir það að þurfa að vinna verk sín við mjög erfíðar aðstæður. Ég nefni sérstaklega Gísla Guðmundsson framleiðslustjóra sem hafði það erfíða hlutverk að koma fram- leiðslunni af stað eftir branann." vurumiðstOð loindex Skútuvogi 4. Sími 37100. Tandex. Danski tannburstinn er kominn til íslands. Danir, finnar, svíar og norðmenn nota Tandex tannbursta. Nú er einnig hægt að kaupa þá á íslandi. Tandex tannburstinn er orðinn „heimsfrægur á Norðurlöndum" fyrir lögun skaptsins, sem liggur frábærlega vel í hendi og fyrir koll- ótta lögun burstanna. Tandex framleiðir tannbursta með mjúkum, í meðallagi mjúkum og hörðum burstum, fyrir ungbörn, börn og unglinga og fyrir fullorðna. Tandex tannbursta getur þú fengið með lituðum sköptum og hvítum burstum og með hvítum sköptum og lituðum burstum. Þú getur líka fengið Tandex tannþráð og tann- stöngla. Líttu við í næstu búð og heilsaðu upp á nýju, sterku, dönsku tann- burstana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.