Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 18

Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Tjörniii og um- hverfi hennar eftir Margréti Thoroddsen Það olli mér miklum vonbrigðum, þegar ég sá að allir Sjálfstæðismenn sem einn í borgarstjóm Reykjavíkur hefðu samþykkt að reisa ráðhús við Tjömina, þessa perlu Reykjavíkur. Hafa þeir enga tilfinningu fyrir feg- urð fjamarinnar og hinni fögru umgjörð hennar, með röð virðu- legra, gamalla timburhúsa? Ég veit ekki betur en flestir dái Tjömina og umhverfi hennar. Út- lendingar, sem hér hafa komið, undrast að við skulum eiga slíkan unaðsreit í miðri höfuðborginni. Svo á að fara að troða nýtísku- legri byggingu í suðvesturhomið, þar sem ekkert pláss er, svo byggja þarf út í Tjömina og þar með skerða hana töluvert. Hvað með lífríki Tjamarinnar, ef byggja á þrefalda bílageymslu neðanjarðar? Hvað með alla bílaum- ferðina og blessuð börnin, sem venja komur sínar niður að Tjörn á Margrét Thoroddsen góðviðrisdögum til að gefa fuglun- um brauð? Mér er það óskiljanlegt hvers- vegna ráðhúsið þarf endilega að vera í miðbæ Reykjavíkur — er ekki hægt að finna því annan hent- ugri stað? Teikningin af ráðhúsinu sem slíku getur verið ágæt, en ég álít að það myndi sóma sér betur á opnu svæði, þar sem nóg land- rými væri. Eins og allir vita er fjöldi fólks á einkabílum og svo ætti borgar- stjóri ekki að vera í vandræðum með að skipuleggja strætisvagna- ferðir að ráðhúsinu, þó það væri spölkom frá miðbænum. Það er ósk mín og von, að borgar- yfirvöld skoði hug sinn betur og hætti við framkvæmdir á þessum stað, svo við megum varðveita þennan unaðsreit í hjarta borgar- innar. Höfundur er viðskiptafræðingvr. Bók um Astu grasalækni ÖRN og priygur hafa gefið út bókina Asta grasalæknir, lif hennar og lækningar — og dul- ræn reynsla, sem Atli Magnússon blaðamaður skráði. í kynningu útgefanda segir m.a. „Ásta Erlingsdóttir hefur frá unga aldri iðkað hin gömlu fræði íslenskra grasalækna, sem geymst hafa með ætt hennar í margar aldir. En hví fær þessi lækningakunn- átta lifað svo góðu lífi, nú á dögum hátækni og vísindahyggju? Því svara þrettán einstaklingar hér í bókinni, fólk sem enginn þarf að gmna um trú á _ einhver hindur- vitni. Með hjálp Ástu grasalæknis hafa sumir þeirra öðlast nýja lífstrú. Einum hefur hún forðað frá örkuml- um, öðmm hefur hún gefið þrótt til þess að heyja erfitt stríð við sjúk- dóma sem taldir vom ólæknandi — og sigrast á þeim. Frásagnir þeirra allra em á eina leið. Allur vafi er þeim íjarri. Dulargáfur hafa löngum fylgt hennar fólki og hún rekur hér ýms- ar frásagnir því til staðfestingar og ræðir um eigin andlega reynslu." Bókin um Ástu er filmusett hjá Alprent, prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar en bundin í Amar- felli. Stöð 2: Ríflega 27.000 myndlyklar seldir YFRI 3.000 myndlyklar seldust þá 30 daga sem afmælistilboð Stöðvar 2 stóð og var það mun betri sala en búist var við að sögn Jóns Gunnarssonar, sölu- stjóra. Áskrifendur eru rúmlega 27.000 á landinu og verður dreifikerfið væntanlega aukið til muna í nóvember og desember. „í afmælistilboðinu var boðin frí áskrift og heimsendingaþjónusta og virtist það ýta við mörgum," sagði Jón. Hann sagði að tekist hefði að útvega fleiri lykla hjá framleiðenda en upphaflega stóð til og því ekki verið hörgull á þeim. í nóvember og desember verður aukið við dreifikerfið og hefjast þá útsendnigar á Stokkseyri, Eyrar- bakka, Þorlákshöfn og Hveragerði ásamt nágrannabyggðum. Enn- fremur í Borgamesi, ísafirði, Blönduósi, Sauðárkróki og Húsavík auk sex staða á Austfjörðum, sem Sjónvarpsfélag Austurlands sér um dreifingu til. Sent er í gegnum dreifikerfi Pósts- og síma. íSfH &TDK \cnn\ HRE|NN WSIMWhuómur Bang og Olufsen sýning . > .■ v alla þessa viku Komdu og kynntu þér Bang & Olufsen hljómtækin, hátalarana, sjónvörpin og myndbandstækin. SKIPHOLTI SIMI29800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.