Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 20

Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Rubbermai 9 ® Plastvörur til heimilisnota Heildsölubirgðir JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. 43 SUNDABORQ - 104 REYKJAVtK - SiMI 688 S88 Villibráð Okkar vinsæla viIlibráðakvöld verður föstudags-, og laugardagskvöld í Blómasal Hótels Loftleiða. Villibráðahlaðborð: Villibráðaseyði, hreindýrapaté, sjávarréttapaté, grafinn silungur. Heilsteiktur hreindýravöðvi, ofnsteikt villigæs, pönnusteikt lundabringa, smjörsteikt rjúpu- bringa, ofnsteikt önd, hreindýrapottréttur. Heit eplakaka, tvær tegundir af krapís með ferskum ávöxtum og að sjálfsögðu okkar rómaði sérrétta matseðill. Borðapantanir í síma 22322 — 22321 HÓTEL LOFTLEIÐIR fLUGLEIDA HOTEL Um móttöku og dreifingu á erlendu sjónvarpsefni eftir Júlíus Sólnes Höfundur síðasta Reykjavíkur- bréfs fjallar þar um frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum, sem ég ásamt Guðmundi Ágústs- syni hef lagt fram í efri deild Alþingis. Frumvarpið gerir ráð fyr- ir, að heimilt verði að koma upp strengkerfum, loftnetskerfum, þar sem hægt verði að dreifa hvers konar sjónvarps- og útvarpsefni við- stöðulaust til notenda, án þess að um útvarpsrekstur sé að ræða, enda fari engin dagskrárgerð fram á vegum loftnetsfélags. Höfundur Reykjavíkurbréfsins fer allmörgum orðum um afleiðing- ar þessarar breytingartillögu og fjallar aðallega um þýðingarskyld- una, þ.e. textun eða endursögn þular á erlendu sjónvarpsefni yfír á íslenzku, sem öllum íslenzkum út- varpsstöðvum er skylt að viðhafa. Er vitnað í ummæli þingmannanna Halldórs Blöndal og Danfríðar Skarphéðinsdóttur, sem fundu frumvarpinu allt til foráttu af þess- um orsökum. Danfríður misskildi þó einnig megininntak frumvarps- ins og taldi, að hér væri verið að auka við frjálsan útvarpsrekstur. Tjáði hún, að Kvennalistinn væri á móti ftjálsum útvarpsrekstri og vildi því ekki stuðla að þeirri aukningu, sem frumvarpið fæli í sér. Eftir nokkuð málefnalegar hug- leiðingar um frumvarpið í Reykjavíkurbréfínu missir höfundur þess stjóm á sér undir lokin og hefur upp mikið moldviðri og skítkast í garð flutningsmanna. Telur hann, að þeir séu andmenn- ingarlegir og vilji græða á hemum á Keflavíkurflugvelli, en það sé í stefnuskrá Borgaraflokksins! Spurt en hver græðir mest á verktaka- starfsemi á Keflavíkurflugvelli og hvað á slfkt skylt við dreifíngu á sjónvarpsefni? Hveijir hafa nýverið lagt til að lagður verði „aronskur" skattur, 50 millj. kr., á verktaka- starfsemi á Keflavíkurflugvelli? Til að kynna lesendum Morgun- blaðsins hvað vakir fyrir flutnings- mönnum frumvarpsins, eru helztu atriði greinargerðarinnar með því rakin hér á eftir og enn fremur fjall- að frekar um þýðingarskylduna. Þótt undarlegt megi teljast, hafa nýju útvarpslögin orðið til þess að teíja tækniþróun á sviði fjarskipta- tækni, sem byggir á lagningu strengkerfa til þess að miðla boðum og upplýsingum til notenda. Þessi þróun hefur verið mjög ör í nálæg- um löndum. 5. og 6. grein útvarpslaganna frá 1985 hafa verið túlkaðar á þann hátt, að þær banni lagningu loft- netskerfa til móttöku og dreifíngu á erlendu sjónvarpsefni, nema út- varpsstöð, að fengnu leyfi til útvarpsrekstrar, sjái um kerfíð. Þar með er komin skylda til þess að þýða eða texta allt erlent sjón- varpsefni, sem að sjálfsögðu er ekki hægt í viðstöðulausri útsendingu. Með þessu er komið í veg fyrir eðli- lega framþróun á sviði upplýsinga- tækni á íslandi. Aðangur að auknu og fjölbreyttara sjónvarpsefni er það, sem ryður brautina fyrir upp- lýsingatæknina. Það hlýtur að vera óeðlilegt, að nýju útvarpslögin þrengi möguleika á móttöku útvarpsefnis frá því, sem áður var. Fyrir 1985 hefði engum dottið í hug að amast við lagningu strengkerfa til að ná sendingum erlendra sjónvarpsstöðva. Þess vegna er spurt, hvað er ftjálst út- varp? Þá er ekki úr vegi að geta þess, að með lagningu loftnetskerfa er verið að tryggja notendum betri móttökuskilyrði fyrir íslenzku sjón- varpsrásimar. I margra rása strengkerfí myndu íslenzku rásim- ar verða það fyrsta, sem dreift yrði. Ekki er nú vanþörf á, því víða eru móttökuskilyrði fyrir sjónvarp mjög slæm. Jafnvel á höfuðborgarsvæð- inu eru víða dökkir blettir, þar sem geislar íslenzku stöðvanna eru veik- ir, svo ekki sé talað um mjög slæm móttökuskilyrði víða á landsbyggð- inni. Um strengkerfi Samásastrengkerfí (coaxial) hafa verið í notkun lengi, einkum sem sameiginleg loftnetskerfí til dreifíngar á útvarpsefni í fjölbýlis- húsum eða í íbúðahverfum. Þótt þessi kerfí séu mörg fremur ófull- komin, hefur nýtt og betra lagna- efni til slíkra kerfa gert það kleift að víkka notkunarsvið þeirra. Breiðbandskerfí er strengkerfí, sem hefur þann eiginleika að geta flutt mikið magn upplýsinga samtímis á breiðu tíðnisviði fram og til baka. Breiðbandskerfín opna leiðir til nýrra fjarskipta, þar sem hægt er að senda tölvuboð og alls- kyns starfrænar upplýsingar fram og til baka ásamt símtölum, hljóð- varps- og sjónvarpsmerkjum frá einum stað til annars. Eiga þau eftir að valda byltingu í öllum mannlegum samskiptum í okkar tíð. Ljósleiðarar hafa gert það kleift að senda mikið magn upplýsinga eftir einum streng, en þar er átt við síma, hljóðvarps- og sjónvarps- merki og tölvuborð. Á næstu árum er talið líklegt, að þróun verði í átt að samruna síma- og strengkerfa til flutnings á sjónvarps- og tölvu- boðum ásamt símtölum. Póst- og símamálastofnun vinnur nú að því að tengja allar símstöðvar landsins með ljósleiðarastrengjum. Sjónvarpsdreifikerfi Ef horft er til nágrannalandanna er lagning slíkra strengkerfa hafín af miklum krafti. Það er litið svo ••••••• • • MALNINGARVORUR ^ Við eigum ekki bara málningu heldur einnig allt sem þú þarft til að koma henni á vegg, loft og gólf. Sannkallaður litapakki hjá BB. Júlíus Sólnes „Eftir nokkuð málefna- íegar hugleiðingar um frumvarpið í Reykja- víkurbréfinu missir höfundur þess stjórn á sér undir lokin og hefur upp mikið moldviðri og skítkast í garð flutn- ingsmanna. Telur hann, að þeir séu andmenn- ingarlegir og vilji græða á hernum á Keflavíkurfiugvelli, en það sé í stefnuskrá Borgaraflokksins! Spurt er: hver græðir mest á verktakastarf- semi á Kef lavíkurf lug- velli og hvað á slíkt skylt við dreif ingu á sjónvarpsefni.“ BYGGINGAVOKOR HE Suðurlandsbraut 4, Sími 33331 og Nethyl 2, Áitúnsholti, Sími 687447 ••••••**« á, að dreifing á erlendum og inn- lendum sjónvarpsrásum sé undan- fari upplýsinga- og boðveitukerfa. Danska þjóðþingið samþykkti árið 1985 lög um breiðbandskerfi (hybrid net). Fyrsta verkefnið, sem á að leysa með danska breiðband- skerfínu, er einmitt að taka á móti erlendum sjónvarpsdagskrám og dreifa þeim um landið til notenda. í lögunum er kveðið á um verka- skiptingu milli dönsku póst- og símamálastofnunarinnar, einstakra sjálfstæðra símafélaga og loftnets- félaga, sem hingað til hafa annazt móttöku og dreifíngu á erlendu sjónvarpsefni til notenda. Það er athyglisvert, að dönsku loftnetsfélögin hafa starfað um ára- bil við að taka á móti þýzku sjónvarpssendingunum og dreifa þeim til notenda. í heilum bæjum í Danmörku eru nær allar íbúðir, jafnvel tugþúsundir, tengdar við slík loftnetskerfi, sem í raun eru ekki annað en ófullkomin streng- kerfí. Þótt gert sé ráð fyrir að þessi strengkerfí renni saman við breið- bandsnetið, hafa loftnetsfélögin þegar fengið heimild til þess að dreifa erlendum sjónvarpssending- um frá gervitunglum, enda hefur aldrei verið litið á slík kerfí sem útvarpsrekstur. I Svíþjóð eru þessi mál öll lausari í reipunum. Þar hefur Televerket

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.