Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 41

Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 41 Drög að þjóðhagsspá VSÍ fyrir árið 1988: 2% rýmun viðskiptakjara Vinnuveitendasamband ís- lands hefur látíð frá sér fara drög að þóðhagsspá fyrir árið 1988 og var hún kynnt fjölmiðl- um á blaðamannafundi í gœr. Hún fer hér á eftír i heild. Á síðustu vikum hafa komið fram nýjar aðstæður og viðhorf í efna- hagsmálum hér á landi. Af þessum sökum var það mat Vinnuveitenda- sambands Islands að nauðsynlegt væri að endurmeta horfur um fram- vindu mikilvægustu þátta efna- hagsstarfseminnar svo gleggri mynd fengist af horfunum fyrir komandi ár. Ólafur Davíðsson hagfræðingur hefur haft forystu um gerð þeirrar álitsgerðar, sem hér fer á eftir en hún var lögð fram og rædd ítarlega á fundi framkvæmdastjómar VSÍ síðdegis á þriðjudag. Útflutningfsfram- leiðsla Ákvarðanir um hámarksafla ein- stakra fisktegunda á árinu 1988 liggja enn ekki fyrir. Hafrann- sóknastofnun hefur lagt til að þorskafli á næsta ári verði 300 þús. tonn og aðilar í sjávarútvegi virðast sammáia um að nauðsynlegt verði að draga úr þorskafla á næsta ári. Hér verður miðað við 345 þús. tonna þorskafla samanborið við áætlaðan 390 þús. tonna afla á þessu ári. Reiknað er með nokkurri aukningu á ýsu- og karfaafla en óbreyttum afla af öðrum tegundum, þó heldur minni loðnuafla. Samtals felur þetta í sér um 6% samdrátt sjávarafurðaframleiðslu en í þjóð- hagsáætlun fyrir árið 1988 var miðað við óbreytta framleiðslu frá þessu ári. Að öðru leyti eru forsend- ur um útflutningsframleiðslu þær sömu og í þjóðhagsáætlun. Niðurstaðan er sú að vöruút- flutningur dragist saman um rúmlega 4% en í þjóðhagsáætlun var gert ráð fyrir V2% aukningu. Viðskiptakjör í þjóðhagsáætlun var miðað við óbreytt viðskiptakjör á næsta ári. Lækkun á gengi dollars gagnvart Evrópumyndum að undanfömu. hefur þegar rýrt viðskiptakjör þjóðarinnar. Að mati sölusamtaka fiskvinnslunnar er ekki unnt að búast við hækkun afurðaverðs á Bandaríkjamarkaði og reyndar talið gott ef núverandi verð hald- ast. Hins vegar gæti náðst einhver hækkun í Rússlandi. Verð í Bret- landi gæti hækkað á næstunni en sú hækkun verður tímabundin og verð mun aftur lækka. Verð á áli hefur nú lækkað eftir mikla hækk- un á árinu. Miðað við núverandi gengi doll- ars gætu viðskiptakjör orðið um 2—3% lakari á næsta ári en á þessu ári. Hér verður engu spáð um framvindu gengis á alþjóða- markaði en miðað við 2% rýmun viðskiptakjara á árinu 1988. Þjóðarútgjöld Einkaneysla er veigamesti þáttur þjóðarútgjalda og ræðst hún fyrst og fremst af þróun kaupmáttar. Tiltækar vísbending- ar um tekjubreytingar á þessu ári gefa til kynna að kaupmáttur tekna um næstu áramót verði ívið minni eða svipaður og að meðal- tali á árinu 1987. Hér er þó töluverð óvissa. Kaupmáttur tax- takaups verður þó mun minni enda eru nú horfur á að vísitala framfærslukostnaðar hækki um 10% frá 1. september (rauða strik- ið í samningunum) til áramóta. Hér verður miðað við áðumefnt kaupmáttarstig tekna um áramót og gert ráð fyrir 1% aukningu einkaneyslu á næsta ári, þ.e. í hátt við fólksfjölgun. Hér togast þó margt á. í kjarasamningum verður sótt á um að bæta kaupmáttarrýmum taxtakaupsins á síðustu mánuðum ársins auk „leiðréttinga fyrir þá sem ekki hafa notið launaskriðs". Náist þetta fram verður kaup- máttur á næsta ári — að öðru óbreyttu — meiri en hér er reikn- að með. Á móti þessu kemur að verðbólga færi þá ört vaxandi, sem óhjákvæmilega rýrir kaup- mátt, auk þess sem samdráttur útflutningstekna hlýtur að leiða til þess að kaupmáttur tekna minnkar þegar fram í sækir. Ytri aðstæður gefa þannig til kynna að kaupmáttur muni minnka. Jafnyel þótt svo verði, er ekki víst að það komi strax fram í minnk- andi einkaneyslu. Forsendur um samneyslu eru hér þær sömu og í þjóðhagsáætl- un, þ.e. 2% aukning. Svipað gildir einnig um fjármunamyndun. í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir að íjárfesting atvinnuveganna aukist um rúmlega 1%, íbúða- byggingar aukist um 7% og opinberar framkvæmdir dragist saman um 2%. Samtals þýðir þetta 1,5% aukningu fjárfesting- ar. Að svo stöddu er ekki ástæða til að breyta þessari spá í meginat- riðum en hér verður þó miðað við heldur meiri aukningu eða 2,5%, þ.e. að aukning fjárfestingar hjaðni heldur hægar en gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Niðurstaðan er sú að þjóðarút- gjöld vaxi um 1,5% á næsta ári. Utanríkisviðskipti Eins og áður sagði er hér reikn- að með að vöruútflutningur dragist saman um rúmlega 4% á næsta ári. Miðað við 1,5% aukningu þjóð- arútgjalda og verðlags- og gengisforsendur þjóðhagsáætlun- ar (18% verðbólgu milli áranna 1987 og 1988 og fast gengi) eykst vöruinnflutningur um a.m.k. 5%. Þetta, ásamt 2% versnun við- skiptakjara, felur í sér að vöru- skiptin snúast úr 1400 milljóna króna afgangi á árinu 1987 í nær 4700 milljóna króna halla á árinu 1988. Reyndar eru nú líkur á að vöruskiptajöfnuðurinn á árinu 1987 verði óhagstæðari en áður var áætlað og hallinn á næsta ári yrði þá enn meiri en hér er sýnt. Afgangur á þjónustuviðskipt- um, án vaxta, er áætlaður 2000 milljónir króna á þessu ári en hann minnkar á næsta ári þar sem útgjöld vaxa meira en tekjur þeg- ar genginu er haldið föstu. Gæti afgangurinn orðið um 1500 millj- ónir króna á næsta ári. Vaxtagreiðslur til útlanda (nettó) nema um 5800 milljónum króna á þessu ári og í þjóðhagsá- ætlun er reiknað með 6300 millj- ónum króna á næsta ári. Þessi fjárhæð gæti orðið eitthvað lægri vegna lækkunar á gengi dollars og lækkunar vaxta, e.t.v. um 6000 milljónir króna. Samkvæmt þessu yrði við- skiptahallinn á næsta ári 9,2 milljarðar króna en í þjóðhagsá- ætlun var gert ráð fyrir 4,4 milljarða króna halla. Hallinn yrði þá nær 4% af landsframleiðslu samanborið við 1,2% á þessu ári (verður þó líklega meiri). Þetta er svipaður halli og var að meðal- tali árin 1981 til 1986, þegar erlendar skuldir þjóðarbúsins fóru ört vaxandi. Landsframleiðsla, þjóðartekjur Niðurstaða framangreindra forsenda er sú að landsframleiðsla dragist saman um rúmlega 1% á næsta ári og þjóðartekjur um nær 2% vegna versnandi viðskiptakj- ara. Niðurlag Þau drög að þjóðhagsspá fyrir árið 1988, sem hér eru sett fram, eru reist á þremur meginforsend- um: 1. Þorskafli verði 345 þúsund tonn. 2. Viðskiptakjör versni um 2%. 3. Kaupmáttur tekna verði svip- aður á árinu 1988 og við lok ársins 1987. Kaupmáttur tax- takaups verði mun minni. Allar eru þessar forsendur afar óvissar enda liggja hvorki fyrir ákvarðanir um afla né líkiegar niðurstöður kjarasamninga. Þó er ljóst að efnahagsforsend- ur eru nú um margt aðrar en miðað var við í þjóðhagsáætlun og við mótun efnahagsstefnu ríkisstjómarinnar fyrir næsta ár. Einnig má nefna að almennt er nú gert ráð fyrir minni hagvexti í heiminum á næsta ári en áður var spáð, vegna verðhruns á hlutabréfum. Mestu máli skiptir að nú stefnir í langtum meiri halla á utanríki- sviðskiptum þjóðarinnar en áður var reiknað með. Stjómvöid hljóta því að þurfa að endurmeta efna- hagsstefnuna í ljósi breyttra viðhorfa. Þessar breyttu forsend- ur hljóta einnig að liggja til grundvallar kjarasamningum fyr- ir næsta ár. Hér að framan hafa verið sett fram drög að þjóðhagsspá fyrir árið 1988 miðað við tilteknar for- sendur. Hér hefur eingöngu verið Qallað um útflutningsframleiðslu, viðskiptakjör, þjóðarútgjöld, við- skiptajöfnuð, landsframleiðslu og þjóðartekjur. Hér er ekki ijallað um verðbólgu og afkomu atvinnu- vega enda verður að ijalla um slíkt í tengslum við aðra þætti, svo sem efnahagsstefnu ríkis- stjómarinnar, sem til athugunar verða á næstunni. Olafur Davíðsson: Endurmeta þarf efnahags- stefnuna „Það sem við erum að gera er að ganga út frá þremur forsend- um; aflanum, viðskiptakjörunum og kaupmættinum. Á þessum þremur forsendum setjum við upp þetta þjóðhagsdæmi. Auðvit- að eru þessar forsendur óvissar. Um sumt hefur ákvörður ekki verið tekin, eins og um aflann, en við teljum hins vegar að það sé augljóst að efnahagsforsend- ur í dag séu það breyttar frá því sem iagt var til grundvallar þeg- ar rikisstjórnin mótaði efnahags- stefnu sína að það hljótí að kalla á það að ríkisstjórnin meti stöð- una upp á nýtt,“ sagði Ólafur Daviðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. Hann sagði að vinnuveitendur teldu nauðsynlegt að þetta kæmi fram meðal annars vegna þeirra samningaviðræðna sem væru í gangi. Þeir teldu nauðsynlegt að gera grein fyrir þessum breyttum aðstæðum, en þeir væru ekki að setja fram verðbólguspá, enda væri það ógemingur nema í samhengi við mat á stöðu atvinnuvega og efnahagsstefnu og hugsanlegar efnahagsaðgerðir stómvalda. Ólafur sagði það nauðsynlegt að ríkisstjómin tæki til endurmats flárlagafrumvarpið, láns^áráætlun og aðrar aðgerðir í efnahagsmálum, sem þegar hefðu verið teknar eða boðaðar og hvort þær væra nægi- legar í ljósi þessara breyttu for- sendna til þess að ríkisstjómin næði þeim markmiðum sem hún hefði sett sér. Þrátt fyrir hallalaus fjárlög væri niðurstaðan í þjóð- hagsáætlun sú að viðskiptahallinn yrði 4,4 milljarðar. Nú stefndi í yfír níu milljarða halla og það væri greinilegt að hallalaus fjárlög væra ekki lengur nóg og það þyrfti veru- legan afgang til þess að vinna gegn þessum halla og sá afgangur þyrfti að fást vegna útgjaldalækkunar. „Það fer eftir því hvem veg geng- isfelling næði fram að ganga," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, aðspurður um hveiju gengisfelling myndi breyta. „Ef gengisfelling gengi í gegnum allt efnahagskerfið þá stæðum við eftir í óbreyttri stöðu. Spumingin um gengi í þessu dæmi hlýtur að fela í sér mat á því hvort hægt sé að breyta raungenginu þannig að það skrúfí ekki upp allt verðlag um leið,“ sagði Þórarinn. Ólafur ísleifsson: Erfitt ef ekki ógerlegt að viðhalda kaupmætti „Niðurstöður þessarar álits- gerðar koma mér ekki á óvart. Frá því að þjóðhagsáætlun var lögð fram hafa ytri skilyrði þjóð- arbúsins verið að breytast til hins verra. Það er sýnt að það þarf að draga úr sókn í mikilvæga fiskstofna. Fiskverð fer ekki lengur hækkandi á erlendum markaði og fall dollarans rýrir viðskiptakjör og skapar útflutn- ingsgreinum sérstakan vanda,“ sagði Ólafur ísleifsson, efna- hagsráðunautur rikisstjórnar- innar, er Morgunblaðið innti hann álits á þjóðhagsspá VSÍ. „Þessar breytingar fela það í sér að mjög erfitt ef ekki ógerlegt er að ná því markmiði, sem ríkisstjóm- in hafði sett sér, að viðhalda kaupmætti ársins 1987 á árinu 1988. Samtök á vinnumarkaði hljóta að taka mið af þessum breyttu ytri skilyrðum. Ríkisstjómin þarf fyrir sitt leyti að fylgja fast fram aðhaldsaðgerðum þeim sem hún hefur ákveðið. Hæst ber að hvika hvergi frá því markmiði að ríkisbúskapurinn verði rekinn án halla á næsta ári og að útlánaþróun í bankakerfínu verði innan skap- legra marka," sagði Ólafur. „Fastgengisstefnan ásamt að- haldi í rfkisfjármálum og peninga- málum er nú sem fyrr forsenda þess að verðbólga hjaðni. Fastgeng- isstefnan hlýtur á hveijum tíma að vera metin í ljósi þeirra ytri skilyrða sem þjóðarbúinu era sett. Henni er fyrst og fremst ætlað að setja at- vinnulífinu umgjörð og skapa aðhald að kostnaðarþróun, en það hlýtur að vera forgangsverkefni að ná verðbólgunni niður," sagði Ólaf- ur. Þröstur Ólafsson: Óraunhæft að ganga út frá núverandi dollaragengi „Þetta er ekki I fyrsta skiptí sem við fáum að sjá svona plagg. Við höfum fengið nýjar spár á hvetju hausti þegar við höfum ætiað að fara að semja, sem hafa átt að gefa til kynna að árferði og framtíðarhorfur væru allar miklu dekkri heldur en talað hefur verið um. Þetta kemur okkur þvi ekki á óvart,“ sagði Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar, aðspurður um þjóðhagsspá VSÍ. Hann sagði að út af fyrir sig væri rétt að talað væri um sam- drátt í þorskafla, enda væri það almennt mat að þar væri ofveiði nú. í öðra lagi væri gengið út frá þvi í spánni að dollaragengi væri 36,85 krónur, sem væri lægsta gengi doll- ars til þessa. „Ég er alveg sann- færður um það að útflutningur til Ameríku þolir ekki þetta gengi, jafnvel þó laun breyttust tiltölulega lítið. Það er því óraunhæft að gera ráð fyrir þessu gengi á næsta ári, jafnvel þó það sé þetta á því augna- bliki sem spáin er gerð," sagði Þröstur. Hann sagði að þá væri ekki tek- ið nægilegt tillit til þess í spánni að útflutningsviðskiptin hefðu flust í auknum mæli til Evrópu í kjölfar lækkunar dollars á þessu ári. Hann sagðist telja að alllangt væri í það að gengi dollars næði jafn- vægi. Þjóðvetjar spá enn meiri lækkun, en Bandaríkjamenn telja að komið sé nóg og að hann eigi eftir hækka. „Ef dollarinn á eftir að lækka meira, þá þýðir það geng- isfellingu," sagði Þröstur. Hann benti ennfremur á að í spánni væri ekki gert ráð fyrir neinni framleiðniaukningu í frysti- iðnaðinum á næsta ári. „Við höfum hamrað á að það þurfi að breyta þessum iðnaði, sem er á ýmsan hátt staðnaður. Ef hann ætlar að vera gjaldgengur og geta keppt um hráefni og vinnuafl, þá verður hann að sýna mun meiri framleiðniaukn- ingu en hann hefur gert og taka stór stökk í þeim efnum. Vinnuveit- endur virðast gera ráð fyrir að í þessum efnum verði engu hnikað til á næsta ári og þá jafnvel ekki fyrr en einhvem tíma í blámóðu tfmans," sagði Þröstur Ólafsson. Þórður Fríðjónsson: Ekkí búið að taka ákvörðun um hámarksafla „Það er ekki búið að taka ákvörðun nm hámarksafla. Það verður gert fljótlega og það er auðvitað alveg (jóst að ef ákveð- inn verður minni hámarksafli, en gert var ráð fyrir í þjóð- hagsáætiun og ýmis rök mæla með, þá þýðir það lakari við- skiptajöfnuð. Það kallar á viðbrögð af hálfu stjórnvalda,“ sagði Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar að- spurður um þjóðhagsspá VSÍ. Hann sagði að munurinn á þjóð- hagsáætlun og þóðhagsspá VSÍ væri einkum sá að miðað væri við minni afla. Annað væri í stórum dráttum svipað, en miðað væri við heldur lakari viðskiptakjör og held- ur meiri einkaneyslu og kaupmátt.’ Niðurstaðan yrði því að viðskipta- kjörin yrðu lakari. Þórður sagði að þjóðhagsáætlun yrði endurskoðuð innan tíðar, en það væri ekki tímabært fyrr en meira væri vitað um þróun gengis dollars á gjaldeyrismörkuðum og fyrirliggandi væri ákvörðun um hámarksafla. Fyrr væri ekki grand- völlur til endurskoðunar þjóðhagsá- ætlunar. „Þeir atburðir sem gerst hafa að undanfömu á alþjóðavettvangi hafa gert viðskiptakjörin lakari en reikn- að var með. Ef dregið verður veralega úr afla þá verður sam- dráttur í landsframleiðslu og þjóðartekjum á næsta ári. Þjóð- hagshorfur verða þá mun lakari en lágu til grundvallar þjóðhagsáætl- un, fjárlagaframvarpi og mótun efnahagsstefnu í haust fyrir næsta ár,“ sagði Þórður ennfremur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.