Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 47

Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 47 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir / gömlum „viskubrunni“ segir: Einn plægir, annar sáir, en hvorugur veit hvör hlýtur. — sígilt sannmæli — Þannig er lífið og hefur verið frá upphafi vega. Því er okkur skylt, sem og forfeðrum okkar, að búa vel í haginn fyrir næstu kynslóð. Við gerum það m.a. með því að sjá til þess að böm okkar nærist vel, svo þau nái eðlilegum þroska. í meðfylgjandi rétti er ágæt nær- ing: Hawaii-kjúklingnr með ananasgrjónum 1 kjúklingur, 3 matsk. hveiti, 1 tsk. salt, 3 matsk. matarolía, 1 bolli spændur (crushed) ananas, 1 bolli barbecue-sósa, '/2 tsk. engifer, 1 matsk. kartöflumjöl. 1. Kjúkljngurinn er skolaður vel og þerraður og hlutaður í 8 hluta. Hveitið ásamt salti er blandað í plastpoka og em kjúklingastykkin hrist með hveitinu og þau hveitihjúp- uð. 2. Matarolían er hituð á pönnu og eru kjúklingastykkin brúnuð í feitinni á öllum hliðum. Síðan er mestu af feitinni hellt af pönnunni og er 1 bolli barbecue-sósa og 1 bolli (ca. 250 g) ananasspænir ásamt engifer sett með kjúklingnum á pönnuna. Lok er sett yfir. Kjúkling- urinn soðinn í sósunni í 40 mínútur. 3. Ef þessi sætsúra sósa þykir of þunn þá er kartöflumjöl hrært út með örlitlu vatni og sósan jöfnuð. Salti er bætt við ef þurfa þykir. Ef barbecue-sósan er ekki til stað- ar þá fylgir hér uppskrift: 1 lítil dós tómatkraftur, 3/4 bolli vatn, 1 sítróna, safínn, 20 g smjörlíki, 1 lítill laukur saxaður, V2 tsk. paprika, 1 matsks. Worcesterhire-sósa, 1 tsk. sykur, salt. Þessu er öllu blandað saman í pott og hitað að suðu. Ananasgijón eiga mjög vel við þennan sæt-súra kjúkling. 1 laukur saxaður, 25 g smjörlíki, U/4 bolli gijón, 2V2 bolli vatn, V2 tsk. salt, V2 tsk. karrý, V2 t§k. oregano, 1 bolli spændur ananas. 1. Smjörlíkið er hitað á pönnu og er saxaður laukurinn látinn mýkjast upp í heitri feitinni, Gijónunum er bætt út í og þau steikt með þar til þau eru orðin hvít að lit. 2. Vatn, salt, karrý, oregano og ananas er sett með gijónunum, lok látið á pottinn og gijónin soðin í 15 mínútur. Ath. 432 g dós af ananas nægir bæði í kjúklingaréttinn og gijóna- réttinn. Verð á hráefni er hagstætt þessa dagana: 1 kgkjúklingur kr. 299,00 1 dós ananas . kr. 77,90 kr. 376,90 Morgunblaðið/Árni Sæberg Indversku tónlistarmennimir Sankar Prasad Chowdhury sem leikur á tabla, Debi Prasad Chatteijee sítarleikari, og Probir Bharacharya sem leikur á tampura. Á myndina vantar Deba Prasad Banerjee flautuleikara. Tónleikar í þágu heimsfriðar FJÓRIR indverskir tónlistar- menn, þeir Debi Prasad Chatt- eijee, Deba Prasad Baneijee, Sankar Prasad Chowdhury og Probir Bharacharya, héldu tón- leika i þágu heimsfriðar á Kjarvalsstöðum laugardaginn 14. nóvember síðastliðinn. Þeir fluttu svonefnda Gandharva tón- list en Gandharva Veda er sá þáttur hinna forau vedísku fræða sem fjallar um tónlist, hljóð og lirynjandi. Maharishi Mahesh Yogi, sem er upphafsmaður svokallaðrar inn- hverfrar íhugunar, hefur nefnt árið 1987 „ár heimsfriðar" og að hans tilstuðlan verða 300 Gandharva tónleikar haldnir í þessum mánuði í öllum heimsálfum. Eftir honum er haft að Gandharva tónlistin leggi mikilvægan skerf af mörkum til að skapa heimsfrið, hún endurreisi jafnvægi og samstilli huga, líkama, hegðun og umhverfí. íslenska íhug- unarfélagið sá um framkVæmd tónleikanna og að sögn Ara Hall- dórssonar hjá Kennslumiðstöð félagsins voru um hundrað manns á tónleikunum. JlUUUESTUIIE _____Verðlækkun____ á nýjum vetrarhjólbörðum!! Vegna óvæntrarlækkunar á síðustu sendingunni af BRIDGESTONE„ÍSGRIP“vetrarhjól- börðum getum við nú boðið þá á enn lægra verði en áður. Dæmi um verð: Stærð Verð 155SR 13 W03 Kr. 3.127,- 165SR 13 W03 Kr. 3.441,- 175SR 14 W03 Kr. 4.091.- 175/70 SR 13 W02 Kr. 3.431.- 185/70 SR 14 W02 Kr. 4.220.- STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR FRÁ OFANGREINDUM VERÐUM ER 7% en að auki getum við boðið mjög hagstæð greiðslukjör: VILDARKJÖR VÍSA eða EUROCREDIT: Lág eða engin útborgun — og jafnar mánaóarlegar greiðslur allt upp í 8 mánuói! Stuðlaðu að öryggi þínu og þinna í umferðinni í vetur — nýttu þér hagstætt verð okkarog greiösluskilmála og kauptu NÝJA úrvals vetrarhjólbarða undir bílinn!! f DEKKJAMARKAÐURINN, 1 í Nýja Bílaborgarhúsinu, Fosshálsi 1, Sími 68 12 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.