Morgunblaðið - 19.11.1987, Page 48

Morgunblaðið - 19.11.1987, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 j una, einhver lá á henni þar til við fórum til dyra. Það reyndist vera Páll Þorsteinsson sjómaður sem þama átti leið um og sá eld í frysti- húsinu," sagði Amór Ragnarsson sem býr ásamt Qölskyldu sinni að Gerðavegi 31, skammt frá Nes- fiski. Dagný Hildisdóttir kona hans hringdi strax í neyðamúmerið og lét lögregluna vita um eldinn. Amór segist hafa farið út og þá hafí eldurinn í frystihúsinu litið sakleysislega út. Lögregla og slökkvilið kom fljótlega á staðinn og sagði Amór að þeir hafi haft fulla stjóm á hlutunum til að byija með. Suðaustan átt var og hafi reykurinn þá ekki staðið á sitt hús. Hann kvaðst þó hafa farið með fjöl- skylduna úr húsinu og fært bíla sína til á lóðinn til öryggis. Síðan hafi sprenging orðið um klukkan 4.20 og upp úr því hafí eldurinn magnast upp og breiðst út um allt húsið. „Upp úr klukkan 5 í morgun jókst vindurinn og snerist í aust- norðaustan og þá varð virkilegt bál, og réði slökkviliðið ekki við neitt. Þá stóð húsið okkar í reykjar- mekki og neistaflugi, svo ég sá ekki í það í tvo klukkutíma," sagði Amór. Svaf 13 metra frá eldinum „Ég svaf við opinn glugga og vaknaði við reykinn. Þegar ég leit út sá ég eldtungur koma út með hurðinni á frystihúsinu," sagði Frið- rik Ámason vélgæslumaður í frystihúsinu, en hann býr einn í húsi sem stendur alveg við frysti- húsið. Svefnherbergi hans snýr út að þeim hluta hússins sem eldurinn kom upp og em aðeins 13 metrar á milli. Hús Friðriks fylltist af reyk og sóti. Friðrik sagðist hafa hringt strax í slökkviliðið og um það leyti sem hann var að ljúka símtalinu hafí dyrabjöllunni verið hringt og Páll Þorsteinsson verið að vekja sig. Friðrik fór út og ætlað inn í vélasal- inn til að athuga málin en þá var reykur kominn þar um og bannaði lögreglan honum að fara inn. Hann sagðist hafa farið inn til sín aftur og tekið nauðsynlegustu föt með sér í lítilli ferðatösku. Ekki hefði verið hægt að eiga við annað. Þeg- ar Morgunblaðsmenn vom á ferð- inni um hádegið var Friðrik ekki búinn að fara inn í húsið, enda rauk enn úr rústunum, og sagðist halda til hjá systur sinni í Keflavík. Friðrik er vélgæslumaður í frysti- húsinu og hefur haft þann starfa með höndum síðan 1950. Hann sagðist hafa farið um fiskvinnsluna rétt fyrir klukkan tólf kvöldið áður og slökkt á öllum vélum vegna þess að fyrirhugað var að taka raf- magnið af hverfinu klukkan 12. Þá hafi ekki borið á neinu óeðlilegu. Þegar Friðrik hóf störf í þessum fiskverkunarhúsum hét fyrirtækið Morgunblaðið/Amór Ragnarsson Lögreglumaður ræðir við menn sem einna fyrstír komu á staðinn. Myndin var tekin 10—15 mínútum eftír að eldsins varð fyrst vart, skömmu áður en slökkviliðið kom á vettvang. Hægra megin sést hluti fiskverkunarhúsa Nesfisks og eldurinn sem ekki var mjög mikill í fyrstunni og vinstra megin er hús Friðriks Ámasonar, sem stendur í 13 metra fjarlægð frá eldinum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tveir bílar sem voru í viðgerð á bílaverkstæðinu gereyðilögðust. Þar voru einnig gaskútar sem menn óttuðust að spryngju. Myndin var tekin I gær og eru gaskúturinn og bíllinn þannig útleiknir að þeir gætu hafa verið að ryðga útí í áratugi. Bruninn hjá Nesfiski hf. í Garði; Tjónið áætlað á annað hundrað milljónir króna LJÓST er að á annað hundrað miiyóna króna tjón varð þegar fiskverkun Nesfisks hf. i Gerða- hverfi f Garði brann til kaldra kola í fyrrinótt. Fiskverkunarhús fyrirtækisins brunnu og nær allt sem i þeim var, ásamt bifreiða- og hjólbarðaverkstæði, sem var í hluta húsanna. Ekki urðu slys á mönnum, en slökkviliðsmenn voru hætt komnir f spreningu sem varð f brunanum. Eldurinn kom upp laust fyrir klukkan 3.30 f fyrrinótt. Sjómaður sem átti leið um hverfíð varð fyrst- ur var við eldinn, vakti upp fólk í nálægu íbúðarhúsi og var þaðan látið vita um eldinn. 50—60 manns úr slökkviliðunum á Suðumesjum börðust við eldinn en ekki varð við neitt ráðið eftir að sprenging varð við frystiklefa hússins, og er helst talið að ammoníakskútur hafi sprungið af völdum hitans. Níu manns búa í þremur húsum í ná- grenni fiskverkunarhúsanna og yfirgaf fólkið hús sín. Ein íjölskyld- an var flutt á sjúkrahús vegna ótta við reykeitrun. Ekki varð tjón á nágrannahúsunum, nema hvað þau fylltust af reyk og brunalykt, ásamt bílum og öðrum nálægum hlutum. Eitt íbúðarhúsið stendur alveg við fiskverkunarhúsin og eru aðeins um 13 metrar frá svefnherbergisglugga þess að þeim hluta frystihússins sem eldurinn kom upp. Rannsóknarlögreglumenn frá Keflavík unnu í gær að rannsókn á upptökum eldsins og liggja niður- stöður ekki fyrir. Talið er að eldurinn hafi komið upp við frysti- klefa. Rafmagnið var tekið af hverfinu vegna viðgerða um mið- nætti og sett aftur á um klukkan þrjú um nóttina, en eldsins varð vart um hálfri klukkustund síðar. Nesfískur er í fískverkunarhús- um sem áður voru í eigu ísstöðvar- innar hf. og þar áður í eigu Hraðfrystihúss Gerðabáta. Fisk- verkunarhúsin eru nálægt tvö þúsund fermetrum að stærð, bæði nýleg og gömul, og eru þau öll tal- in ónýt. Búið var að steypa grunn og veggi nýbyggingar við fiskverk- unarhúsin og skemmdist hún ekki. Brunabótamat allra húsanna er Úr fiskmóttökunni þar sem 10—15 tonn af fiski biðu verkun- ar. tæpar 65 milljónir kr. Töluvert var af tækjum í fískverkunarhúsinu og bflaverkstæðinu, meðal annars nýr lausfrystír. Einnig var mikið af físki, bæði fullunnum afurðum og óunnum. Ekki er búið að meta tjón- ið en að öllu þessu metnu er talið líklegt að það sé eitthvað á annað hundrað milljónir kr. 40—50 manns hafa haft atvinnu sína hjá Nesfiski hf. Eigendur fyrir- tækisins eru að athuga með að he§a vinnslu í öðru húsi sem fyrst og gæti hluti fólksins fengið vinnu þar. Þá eru þeir famir að huga að uppbyggingu fyrirtækisins á ný, en engar ákvarðamir hafa þó verið teknar um það. „í reykjarmekki og neistaflugi“ „Við vöknuðum upp við dyrabjöll- Morgunblaðið/Árni Sæbeig Slökkvíliðsmenn við vinnu á þaki Nesfisks hf. snemma í morgun. Eru þeir að ijúfa gat á þakið og sprauta vatni inn til að slökkva eld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.