Morgunblaðið - 19.11.1987, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987
49
Motgunblaðið/Árni Sæberg
Páll Ingi Pálsson sljómandi bifreiðaverkstæðis M. Guðbergssonar í
dyrum verkstæðisins, þar sem allt eyðilagðist, meðal annars tveir
bilar og 70—80 ný dekk.
Morgunblaðið/Amór Ragnarsaon
Jón Rósmann Ólafsson ekur sendibifreiðinni út úr verkstæði brenn-
andi frystihússins og nær er dráttarvélin sem einnig tókst að ná
út. Þetta eru einu verðmætin sem náðist að bjarga úr fiskverkuninni.
um að opna verkstæðið til að ná
út gaskútunum en þá var orðið svo
heitt inni að reykkafaramir þurftu
að snúa frá. Þannig að ekki náðist
að bjarga neinu," sagði Páll Ingi.
Fyrirtækið var fyrir brunann
búið að kaupa annað hús fyrir starf-
semina og bjóst Páil Ingi við að
starfsemin yrfi nú flutt þangað.
Hann sagði að eignimar hafí verið
tryggðar, en kvaðst ekki geta gert
sér grein fyrir hvað tjónið sé mikið.
Baldvin Njálsson eigandi Nesfísks f rústum fiskverkunarhúsa sinna.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Hraðfrystihús Gerðabáta. Síðar rak
ísstöðin hf. það og nú síðast Nes-
fískur hf. Segir Friðrik að tvisvar
áður hafí komið upp eldur í þessu
húsi, í bæði skiptin í tfð Hraðftysti-
húss Gerðabáta.
„Hrundi eins
og spilaborg“
Baldvin Njálsson fiskverkandi f
Garði á Nesfísk hf. ásamt fjölskyldu
sinni. Hann sagðist í gær vera að
byija að átta sig á hlutunum. Hann
var að leggja drög að þvf að fá tjón-
ið metið og vildi ekkert segja um
hvað það gæti verið mikið. Hann
flutti fískverkun sína í þessi hús
fyrir um ári, en þá hafði engin starf-
semi verið þar um tíma. Þama hefur
Unvin x rn w A tvinA nnll fi m!
Morgunbtaðið/Ámi Sæberg
íiaiui UIVU oaiwiaivvci auu,
nokkra skreiðarverkun og vemlega
ftystingu. Hann hefur verið að
byggja fyrirtækið upp á þessu ári
og var nýbúrinn að setja upp stóran
lausfrysti.
„Þetta var farið að snúast vel
hjá okkur en svo sjáum við þetta
hrynja eins og spilaborg," sagði
Baldvin. Hann sagði að eignimar
hefðu allar verið tryggðar og einnig
hefði hann verið með rekstrarstöðv-
unartryggingu. Hann sagði að
framtíðin væri óráðin, hún færi
meðal annars eftir því hvemig
tiyggingamálin fæm. En hann
sagðist vera að vinna að því að
geta haldið starfseminni áfram og
huga að enduruppbyggingu. Meðal
annars kæmi til greina að ljúka
byggingu fískverkunarhúss sem
byijað er á við hlið þess gamla og
skemmdist ekki í eldinum nú.
Baldvin kom á staðinn í fyrri-
nótt, fljótlega eftir að eldsins varð
fyrst vart. Hann sagði í gær að þá
hafí bara verið lítill eldur nálægt
ftystiklefanum. „Það hvarflaði ekki
að okkur að bjarga lyftara og ýms-
um verðmætum út úr öðmm hlutum
hússins. Síðan varð allt húsið eitt
Ingiþór Geirsson slökbviliðsstjóri
eldhaf á stuttum tíma og lftið hægt
að gera, enda vomm við beðnir um
að opna ekki hurðimar. En það var
þó mesta mildi að enginn skyldi
slasast, slökkviliðsmennimir vom
allan tímann f stórhættu," sagði
Baldvin Njálsson.
Óku bíl út úr
brennandi húsinu
Starfsmenn Nesfísks náðu að
bjarga bíl og tækjum út úr verk-
stæði fyrirtækisins á síðustu
stundu. Jón Rósmann Ólafsson ók
út sendibifreið og einnig tókst að
ná út dráttarvél, lyftara og ýmsum
smærri áhöldum, meðal annars gas-
kútum. Jón Rósmann sagði í gær
að reykur hefði verið kominn um
allt og eftir að þeir vom búnir að
ná þessu út hefði þeim verið bannað
að fara aftur inn.
Siguijón Kristinsson verkstjóri
hjá Nesfiski sagði að húsið hafí
verið fullt af físki. í fískmóttökunni
1 rústunum.
hafi 10—15 tonn beðið verkunar
og frystiklefínn fullur út úr dymm
af fullunninni vöm af ýmsum gerð-
um. Einnig hefði verið töluvert af
saltfiski í húsinu. Hann sagði að
40—50 manns hafí verið í vinnu
hjá fyrirtækinu, frá Garði, Sand-
gerði og Keflavík og einnig 5
Bretar.
„Reyndum að
opna verkstæðið“
í syðri enda fískverkunarhús-
anr.a var bílaverkstæði M. Guð-
bergssonar. Það brann til gmnna
og eyðilagðist allt sem í því var,
meðal annars tveir bflar sem þar
vom til viðgerðar, áhöld og tæki
til bifreiða- og hjólbarðavirðgerða,
varahlutir og vömbirgðir, m. a.
70—80 ný dekk. Páll Ingi Pálsson
sem sér um rekstur verkstæðisins
sagðist hafa komið á staðinn um
klukkan 4.30 og þá hafí verkstæðið
verið orðið fullt af reyk. „Við reynd-
„Prísum okkar sæla
að missa ekki mann
Á milli 50 og 60 slökkviliðsmenn
börðust við eldinn hjá Nesfíski í
Garði í fyrrinótt með 7 slökkvibfl-
um. Ingiþór Geirsson slökkviliðs-
stjóri hjá Branavömum Suðumesja
stjómaði liðinu. Hann sagði f gær
að tilkynning um eldinn hafí borist
til slökkviliðsins, sem er með höfuð-
stöðvar í Keflavík, klukkan 8.23 og
slökkviliðið verið komið á staðinn
12—15 mínútum síðar. Hann sagði
að þá hefði sá hluti hússins sem
eldurinn kom upp í verið alelda
staftianna á milli og allhvass vindur
þvert í gegnum á húsið. Kallað
hefði verið eftir aðstoð frá Slökkvi-
liði Miðneshrepps og slökkviliðinu á
Keflavíkurflugvelli. Bflamir vom
drifnir niður á bryggju við húsið til
að dæla upp sjó og slökkvistarf
strax hafíð. „Skömmu síðar, þegar
mennimir vom komnir upp á þak
og víða um svæðið varð öflug
sprenging undir þannig að þakið
af hluta hússins sprakk upp. Menn
þeyttust til og einn fékk plötu á
sig. Hann slapp þó betur en á horfð-
ist og megum við prísa okkar sæla
að hafa ekki misst mann f þessum
látum," sagði Ingiþór.
Ingiþór sagði að 50—60 slökkvi-
liðsmenn hefðu unnið við slökkvi-
störf en það hefði ekki verið við
neitt ráðið. Við sprenginguna hafí
eldurinn blossað upp og borist með
ógnarkrafti út um allt húsið. Eftir
þijá tfma hafí húsið allt verið fallið.
Taldi hann að meiri mannskapur
hefði engu breytt, en þeir hefðu ef
til vill getað bjargað einhveiju ef
þeir hefðu komið fyrr á staðinn.
Slökkviliðsmenn vom á staðnum
allan daginn f gær og unnu við að
slökkva í glæðum eldsins.
Vonir um áfram-
haldandi starfsemi
„Þetta hefur gífurieg áhrif á at-
vinnuna hér, því Nesfískur var
stærsta atvinnufyrirtækið með
40—50 manns í vinnu," sagði Jón
.Hjálmarsson formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags Gerðahrepps.
„En menn binda vonir við að hægt
verði að koma starfseminni aftur f
gang.“
Jón efaðist um að hægt yrði að
útvega öllu fólkinu aðra vinnu á
stundinni og ljóst að einhver vand-
ræði yrðu, jafnvel þó Nesfiskur
gæti hafíð einhveija starfsemi f
öðra húsi og ráðið einhvem hluta
fólksins þangað. Sagði hann að
verkalýðsfélagið mjmdi fylgjast
með framvindu málsins og gerapað
sem í þess valdi stæði til að hjálpa
fólkinu.
Háskóla-
fyrirlestur
á vegnm
læknadeildar
PRÓFESSOR Alec Garner frá
University of London heldur fyr-
irlestur á vegum læknadeildar
Háskóla íslands i Eirbergi á
Landspítalalóð föstudaginn 20.
nóvember.
Fyrirlesturinn nefnist „Pathology
of the Diabetic Eye“. Fyrirlesturinn
hefst kl. 14.30 og er öllum heimill
aðgangur.
5 '■
Grafík í
Duus-húsi
HLJÓMSVEITIN Grafík hefur
gefið út sina fimmtu hjjómplötu
og nefnist hún „Leyndarmál".
Hljómsveitin kynnir efni plöt-
unnar í Duus-húsi i kvöld.
Hjjómsveitina skipa: Rafn Jóns-
son trommuleikari, Baldvin Sig-
urðsson bassaleikari, Hjörtur
Howser hljómborðsleikari, Rúnar
Þórisson gítarleikari og Andrea
GylfadÓttir söngvari.
Símon H. ívarsson gitarleikari
og dr. Orthulf Prunner orgelleik-
ari.
Gítar- og
orgelleikur á
Hvammstanga
SÍMON H. ívarsson gítarleikaVi
og dr. Orthulf Prunner orgelleik-
ari halda tónleika í Hvamms-
tangakirkju laugardaginn 21.
nóvember kl. 14.00. Einnig leikur
Símon fyrir matargesti á Verts-
húsinu Hótel Hvammstanga
föstudagskvöldið 20. nóvember.
Á tónleikunum leika þeir félagar
verk eftir J.S. Bach, A. Vivaldi og"
J. Rodrigo af nýútkominni hljóm-
plötu þeirra. Þeir verða einnig með
hljóðfæri sem nefnist clavicord og
segir í fréttatilkynningu að það
hafi verið uppáhaldshljóðfæri J.S.
Bachs og mikið eftirlæti Mozarts.
Á þessi tvö hljóðfæri leika þeir verk
eftir C. Scheidler og Beethoven.