Morgunblaðið - 19.11.1987, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 19.11.1987, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 57 Viðauki við skákþátt eftirJón G. Briem Það er ánægjulegt hvað umfjöllun um skák hefur aukist í dagblöðunum sem og öðrum fjölmiðlum. Þjóðvilj- inn, DV og Morgunblaðið hafa lengi verið með fasta skákþætti. Auk hinna föstu þátta eru sífellt að auk- ast fréttir af skák, svo og önnur skrif, ýmist til fióðleiks eða til skemmtunar. Ég les þessa þætti alla mér til gagns og ánægju. Sérstak- lega hef ég orðið gaman af að lesa skákþætti þeirra Helga Ólafssonar í Þjóðviljanum, Jóns L. Amasonar í DV og Margeirs Péturssonar í Morg- unblaðinu. Þessir þremenningar hafa að mínu mati allt sem þarf til að skrifa góða þætti. I fyrsta lagi eru þeir mjög góðir skákmenn og eiga því auðvelt með að skýra skák- ir sem eru nú uppistaðan í flestum skákþáttum. í öðru lagi skrifa þeir mjög lipran stíl þannig að efnið verð- ur áhugavert fyrir lesendur. Og í þriðja lagi sýnist mér augljóst að þeir skrifa um skák af brennandi áhuga. Skrif þeirra eiga mikinn þátt í að vekja og viðhalda áhuga fólks á skákinni. í skákþætti Margeirs Péturssonar í Morgunblaðinu miðvikudaginn 11. nóvember sl. vakti hann máls á atr- iði sem er mjög áhugavert. Hann gat þess að þótt Taflfélag Reykjavík- ur bæri höfuð og herðar yfir önnur skákfélög í landinu þá hefðu menn úr öðrum félögum sigrað á haust- móti þess þrjú undanfarin ár. Haustmót félagsins er jafnframt meistaramót þess. Hver ætli sé ástæðan fyrir þessu? Getur verið að veldi félagsins sé ekki eins mikið og menn hafa talið? Ekki held ég að það sé skýringin. Félagar í Taflfé- lagi Reykjavíkur hafa aidrei staðið sig betur en undanfama mánuði. Heimsmeistaramir tveir, Hannes Hlífar og Héðinn Steingrímsson, eru báðir í Taflfélagi Reykjavíkur. Norð- urlandameistarinn, íslandsmeistar- inn og sá sem vann hinn glæsta sigur í Gausdal í sumar er félagi í Taflfé- lagi Reykjavíkur. Sá er reyndar skákþáttarhöfundur Morgunblaðs- ins, Margeir Pétursson. Sigurvegar- inn á millisvæðamótinu í Zsirak í sumar er félagi í Taflfélagi Reykjavíkur. Það var auðvitað Jó- hann Hjartarson. Einn af hinum ungu og efnilegu skákmönnum fé- lagsins náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli tvívegis í sumar. Það var Þröstur Þórhallsson. Þá er óget- ið glæstra sigra í sveitakeppnum, sem félagar í Taflfélaginu hafa unn- ið. Og síðast en ekki síst er hin frækna Ólympíuskáksveit íslands eingöngu skipuð félögum í Taflfélagi Reykjavíkur. Það er því augljóst að ekki skortir skáksnillingana í félag- ið. En hver er þá skýringin á því að þeir sigra ekki á haustmóti félags- ins, sem jafnframt er meistaramót þess? Hún er augljós. Þeir tóku ekki þátt í því. Hitt er aftur á móti ekki augljóst af hvetju þeir tóku ekki þátt í mótinu. Skýringamar geta þó verið eðlilegar og í flestum tilvikum held ég að svo hafí verið. Þorri allra bestu skákmanna félagsins var ýmist rétt að ljúka keppni í landsliðs- flokki á Skákþingi Islands eða að tefla á alþjóðlegu skákmóti í Ólafs- vík. En ekki er þó víst að þátttaka í þessum tveimur skákmótum skýri fjarveru allra sem maður bjóst við að sjá á meistaramóti félagsins. Getur verið að eitthvað sé að í starf- semi félagsins? Eitthvað sem valdi fjarveru betri skákmanna frá þessu móti? Hvað gerir félagið til að laða bestu skákmennina til þátttöku í skákmótum á vegum þess? Eins og fram kom í skákþætti Margeirs Pét- urssonar voru verðlaun hærri á þessu móti en nokkm sinni fyrr. Verðlaunin jöfnuðust á við þau sem eru á alþjóðlega skákmótinu í Njarðvík, sem nú stendur yfir. Fé- lagið kemur því að þessu leyti til móts við óskir bestu skákmanna þess. Hvað annað gerir félagið fyrir þá bestu? Það heldur annað hvert ár alþjóðlegt skákmót í Reykjavík. Reykjavíkurskákmótin, sem haldin eru í samvinnu við Skáksamband íslands, hafa orðið til mikils gagns fyrir alla íslenska skákmenn. Og í sumar hófst nýr kafli í starfi félags- ins. Það tók í fyrsta sinn þátt í Jón G. Briem „Haustmót Taflfélag's Reykjavíkur varð kveikjan að þessum skrifum. Eitt af mörgu ánægjulegu við haust- mótið var að þátttaka var óvenju mikil." Evrópukeppni taflfélaga. Tólf bestu skákmenn félagsins mynduðu keppnishóp þann sem skyldi tefla í þessu móti. Keppnin fer fram á u.þ. b. tveggja ára fresti og vonandi verðúr framhald á þátttöku félagsins í henni. Af framanrituðu má sjá að Taflfé- lag Reykjavíkur er ekki á neinni niðurleið þótt utanfélagsmenn hafi sigrað á haustmóti þess undanfarin þrjú ár. Það má líka sjá að félagið leggur mikla áherslu á að sinna þörf- um betri skákmanna þess. Og það gleymir auðvitað ekki hinum sem skemmra eru komnir í íþróttinni. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur varð kveikjan að þessum skrifum. Eitt af mörgu ánægjulegu við haust- mótið var að þátttaka var óvenju mikil. Skákin nýtur greinilega mjög mikilla vinsælda. Annað ánægjulegt við mótið er sá fjöldi skákmanna úr öðrum félögum öðrum en Taflfélagi Reykjavíkur sem tók þátt í því. Það er oft erfítt fyrir bestu skákmenn félaga úti á landi að fá næga keppni í sínum félögum. Til að taka fram- förum þurfa þeir að geta att kappi við bestu skákmenn landsins. Þá er eðlilegt að þeir leiti í skákmót á vegum Taflfélags Reykjavíkur. Höfundur er formaður Taflfélags Reykjavíkur. AMSIRAD7MV ViniSÆLUSTU TOL VUR í EVRÓPU í DAG Nú getum við boðið þessar frábæru tölvur með aukabúnaði og forritum á verði og greiðslukjörum sem aðeins AMSTRAD getur boðið. EKKERT UT: VILDARKJÖR ALLT AÐ 12 MÁN. OflO/* REST Á 6-8 MÁN. SAMNINGUR ALLT AÐ 12 MÁN. EÐA CM /0 Út, SKULDABRÉFI. Kr. 47.400.- Kr. 56.900.- AMSTRAD PC 1512M AMSTRAD PC 1512M AMSTRAD PC 1512M AMSTRAD PRENTARI A4 1. drif 14“ sv/hv pergam. skjár. 2 drif. 14“ sv/hv pergam. skjár. Lita- 20 MB. HD. 14“ sv/hv pergam.skjár. DMP 3160. Hraði 160 stafir pr.sek. Litaskjár auka kr. 17.900.- skjár auka kr. 17.900.- Litaskjár auka kr. 17.900.- NLQ gæðaletur, PC staðall. OLLUM AMSTRAD PC 1512 TÖLVUNUM FYLGIR: Mús-fsl. GEM forrltln: Graphic, Desktop og Þaint teikniforrit. Ability forritin: Ritvinnsla, súlu- og kökurit, Reiknivangur, Gagnasafn og Samskiptaforrit. 4 leikir: Bruce Lee, Dambuster, Wrestling og PSI 5T.C. Kr. 86.570.- Kr. 95.980.- Kr. 32.500.- AMSTRAD PC1640 ECD 14“ ECD hágæða litaskjár. EGA, Hercules, CGA kort. 1 drif. Mús og islenskuð GEM forrit. AMSTRAD PC1640 ECD 14“ ECD hágæöa litaskjár. EGA, Herkules, CGA kort. 2 drif. Mús og íslenskuö GEM forrit. AMSTRAD PC1640 ECD 14“ ECD hágæða litaskjár. EGA, Herkules, CGA kort. 20MBHD. Mús og íslenskuð GEM forrit. AMSTRAD PRENTARI A3 DMP 4000. Hraði: 200 stafir pr. sek. NLQ gæöaletur. PC staöall. VIÐQERÐARÞJÓNUSTA: Tækniverkst. Gísla J. Johnsen. MÓTTAKA: AMSTRAD verslunin v/ Hlemm. NÁMSKEIÐ: Tölvufræðslan, Borgartúnl 56. fvmukjA TILBOD: H AÐ fjárhagsbókhald, AMSTRAD PC1512 M 20 MB HD. KR. 119.900.- sölu-og^genrkerfi. AMSTRAD PC1640 ECD 20 MB HD. KR. 159.900,- HÖFJUH OPNAD STORGLÆSILEGA FERMETRA VERSLUN VIO HLEMM. /" AMSTRAD er breskt fyrirtæki með útibú um allan heim. AMSTRAD framleiöir 21 gerð af tölvum auk hljómtækja og myndbanda. AMSTRAD tölvur eru nú lang vinsælustu tölvur i Evrópu. AMSTRAD hefur tvöfaldað veltuna árlega síðan 1983. AMSTRAD hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir framleiðslu og markaössetningu. AMSTRAD hefur nú opnað útibú í Bandaríkjunum. 800 tölvuverslanir þar selja nú AMSTRAD. AMSTRAD markaössetur nýja byltingarkennda feröatölvu á ótnilega lágu verði i jan.’88. AMSTRAD hefur boðaö 15-20 nýjungar á árinu 1988. AMSTRAD framleiðir vöru, sem er tilbúin til notkunar, kostar litið en gefur mikiö. Opið laugardaga kl. 10-16. VERSLUN V/ HLEMM/S. 621122. Bókabúd TÖLVUDEILD RlTltra Laugavegi 116, a5a 105 Reykjavík, s: 621122. Akranes: Bókaskemman / Keflavík: Bókab. Keflav. Akureyri: Bókav. Edda / ísafj. Hljómtorg ÖLL VERÐ MIÐAST VIÐ STAÐGR. OG GENGIGBP 6. NÓV. '87.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.