Morgunblaðið - 19.11.1987, Qupperneq 61
61
lífsins frá ástríkum eiginmanni og
þremur bömum, tveimur þeirra á
unga aldri. Gagnvart þeim örlögum
og hyldýpi sorgar eru orð fánýt.
Sá eini máttur, sem slík sár fá
grætt, er almáttug handleiðsla
Guðs.
Þó Kristín dæi á besta aldri hafði
hún lifað viðburðaríku og heillandi
lífí. Hún var vel af Guði gerð til
sálar og líkama, glaðlynd og greind
og kunni að njóta margs þess, sem
lífíð hefur best upp á að bjóða, en
margir fara á mis við, vegna kapp-
hlaupsins um lífsfyllingu, sem enga
hamingju veitir, en leiðir oft til óf-
amaðar.
Hún var meiri náttúmunnandi,
en títt er um fólk. Þau hjónin not-
uðu flestar frístundir sínar í ferða-
lög um landið bæði sumur og vetur
og munu þeir staðir fáir, sem þau
gjörþekktu ekki, hvort heldur var í
byggð eða óbyggð.
Það kom fyrir, að ég var með
þeim í slíkum ferðum og þá var
Kristín hrókur alls fagnaðar. Sæi
hún á háfjöllum sjaldgæft blóm eða
lítinn fugl lyftist hugur hennar og
bros lék um varir. Veður fannst
henni öll góð, ef til vill misjafnlega
góð. Og þegar ég var fúll yfír rign-
ingunni, sagði hún: „Þetta er bara
hressandi veður, sem stælir bæði
líkama og sál.“
Þetta sýnir að nokkru lífsviðhorf
Kristínar. Hún var ekki að kvarta
eða bera áhyggjur sínar á borð,
heldur naut stundarinnar og hafði
uppörvandi áhrif kringum sig, sem
vom kærkomin og smitandi.
Kristín var sérstaklega hlý í við-
móti og allri framkomu og ég veit
að þessir eiginleikar hennar nutu
sín vel í því starfí, er hún vann
síðustu ár ævi sinnar í þágu lam-
aðra og fatlaðra.
Fyrir allmörgum ámm vomm við
skyldfólkið á ferð um Fjallabaksleið
og höfðum við notið góðra stunda
í fegurð og kyrrð öræfanna, en í
Eldgjá skildust leiðir. Flestir héldu
til byggða um mddan veg, en
Kristín ásamt eiginmanni sínum,
Braga, og Bryndísi, elsta bamið,
sem þá var ein fædd af bömum
þeirra, héjdu í aðra átt, lengra upp
til fjalla. Eg fylgdist með jeppanum
þeirra fara hærra og hærra og
hverfa loks á bak við fjallstind, sem
baðaður var í skínandi sól. Nú er
Kristín horfín til ljóssins heima og
ég veit að það ljós, sem hún bar inn
í líf ástvina sinna mun aldrei
slokkna heldur lýsa þeim á ófömum
ævibrautum.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir. (E.Ben.)
Gunnar Helgason
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjálfr it sama,
en orðstírr
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getr.
(Hávamál)
Það kom eins og reiðarslag yfir
okkur þegar hringt var og okkur
sagt að hún Kristín ætti að fara í
hættulegan uppskurð, sem svo kom
á daginn að leiddi hana yfír móðuna
miklu. Hver getur skilið tilgang
þess að kalla burt konu í blóma
lífsins, móður frá litlum bömum.
Kristín Ingvarsdóttir fæddist í
Reykjavík 17. febrúar 1945. Hún
var dóttir hjónanna Ingibjargar
Svövu Helgadóttur og Ingvars
Þórðarsonar og var hún yngst af
þremur systkinum. Þegar hún var
þriggja ára gömul fluttist hún með
foreldrum sínum austur í Fljótshlíð
að Rauðuskriðum. Þar er hennar
bemskuheimili þar til foreldrar
hennar bregða búi og flytja til
Reykjavíkur. Þá er Kristín bytjuð
í Menntaskóla Reykjavíkur en það-
an lauk hún stúdentsprófí vorið
1966.
Eftir að stúdentsprófínu lýkur
gerir hún hlé á námi sínu, en tekur
svo aftur upp þráðinn og fer að
nema viðskiptafræði við Háskóla
íslands. Þaðan lýkur hún viðskipta-
fræðiprófí haustið 1979.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987
Það var mikill hamingjudagur í
lífí hennar þegar hún gekk að eiga
eftirlifandi eiginmann sinn, Braga
Hannibalsson frá Hanhóli í Bolung-
arvík. Þau gengu í hjónaband þ.
19. ágúst 1967. Þau eignuðust 3
böm. Elst er Bryndís, fædd 11.
desember 1967. Hún lauk stúdents-
prófí frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð sl. haust og er enn í
foreldrahúsum. Næstur er Hörður,
fæddur 2. febrúar 1979 og svo er
litla Sólrún, sem er aðeins þriggja
ára gömul, fædd 8. ágúst 1984.
Kristín var mikill náttúnfunn-
andi. Hún var náttúrubam. Þau
áttu það sameiginlegt meðal annars
hjónin að hafa gaman af að ferðast
um landið sitt og var þá jafnan
útivistarinnar notið. Sjaldan sáum
við hana ánægðari en einmitt þegar
hún hafði getað veitt sér þann
„munað“ að komast á vit íslenskrar
náttúru og njóta hennar í ró öræf-
anna. Við áttum oft því láni að
fagna að njóta slíkra ferða með
þeim og oft hagaði þannig til að
við nutum samvista með þeim
heima á Hanhóli. Hennar létta lund,
meðfædda glaðværð og kímnigáfa
gerði samverustundimar okkur
ógleymanlegar. Þau þekktu líka
mörg ömefni í byggð sem í óbyggð-
um og miðluðu okkur af sínum
fróðleik. Margar myndir, sem þau
tóku á slíkum ferðalögum, höfum
við fengið að sjá sem eru óviðjafn-
anlegar.
Hjálpsemi hennar og umhyggja
fyrir öðrum var einstök. Sérstak-
lega var vinátta hennar og ástúð
við tengdaforeldra sína og tengda-
fólk allt aðdáunarverð. Hún bar
velferð annarra fyrir bijósti og
hugsaði þá jafnan minna um sína
erfíðleika. Hún fór fyrst að hugsa
um sjálfa sig þegar aílir aðrir höfðu
þegið allt það sem hún gat veitt
þeim. Hún talaði sjaldan um veik-
indi sín og okkur óraði ekki fyrir
hversu alvarlegur sjúkdómur henn-
ar var. Hún kvartaði ekki en var
alla jafna tilbúin að hlusta á aðra,
sem áttu í erfiðleikum og gaf sér
þá gjaman tíma til að slá á þráð-
inn. Það var gott að ræða við hana
um sín málefni — um sín vanda-
mál. Oft nutum við gestrisni hennar
og góðvildar og hún gladdist inni-
lega með okkur þegar tilefni gafst.
Hluti af hennar sjálfstæði var að
afla heimilinu tekna til jafns við
mann sinn. Hún leit á það sem sina
skyldu að vinna jafnan utan heimil-
is en var þó um leið mikil húsmóðir
og skilningsrík móðir. Hún vildi að
manneskjan fengi notið sín á þeim
vettvangi sem hentaði henni, án
tillits til kjmferðis. Hún var jafnrétt-
issinni — vildi að konur og karlar
hefðu sömu skyldur og nytu sömu
réttinda og tækifæra. Hún tókst á
við erfíð verkefni og var falið hvert
ábyrgðarstarfíð á fætur öðru. Hún
axlaði ábyrgð og uppskar sam-
kvæmt því. Hún vann í anda
skoðana sinna og lagði mikið á sig
fyrir sannfæringu sína. Hún átti
líka því láni að fagna að hennar
ágæti eiginmaður studdi hana í
þessu og skydi þessa réttlætiskennd
hennar.
Elsku bróðir. Hversu þung hlýtur
þín sorg að vera? Um leið og við
vottum þér og bömum þínum, for-
eldrum hennar og systkinum okkar
dýpstu samúð svo og öðrum að-
standendum, biðjum við af heilum
hug að Guð styrki ykkur í ykkar
miklu sorg. Guð veiti ykkur þrek
til að takast á við lífið sem heldur
áfram.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við okkar elskulegu mág-
konu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gurrý, Lilja, Haukur og
fjölskyldur þeirra.
Kristín Ingvarsdóttir er mér
minnisstæðust sökum einlægni
sinnar. Við vorum bekkjarsystur úr
Menntaskólanum í Reykjavík og
kynntumst þar. Rætur hennar voru
úr Fljótshlíðinni og fann ég fljótt
hversu náttúran, fegurð hennar og
tign áttu hug hennar. Ég minnist
þess, þegar við fómm með Herra-
nótt norður til Akureyrar til að selja
miða á sýningar okkar þar. Einar
Magnússon, kennari okkar og síðar
rektor, sagði okkur frá för sinni
suður fótgangandi, þá komungur
maður, hversu Kristín hlustaði hug-
fangin og tók þátt í frásögninni,
enda nákunnug þeim aðstæðum,
sem hann svo lifandi lýsti. Þá sagði
hún okkur frá því, að móðir sín
hefði kennt sér að meta fegurð þá
sem býr í ríki náttúrunnar, allt frá
hinu minnsta til hins stærsta. Hún
talaði af stakri hlýju og væntum-
þykju um foreldra sína, enda bar
hún sjálf vott um að eiga góða for-
eldra.
Kunningsskapur okkar Kristínar
var nátengdur ferðalögum. Við fór-
um með nokkmm samstúdentum
okkar í 3 vikna ferð suður eftir
Evrópu, til Danmerkur, Þýskalands,
Sviss og Ítalíu, og var sú ferð til
mikillar ánægju. Einnig fómm við
saman í ferðalag t.d. til Laugar-
vatns og Þingvalla.
Ég veit, að eftir að hún giftist
og eignaðist sín böm, að oft fór
hún út á land, ekki bara til að skoða
og njóta, en einnig til að sá og
græða upp landið.
Að leiðarlokum þakka ég gjöfula
vináttu, og votta öllum hennar ást-
vinum samúð mína við fráfall
hennar. Ég veit að hún á góða heim-
komu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Jóhanna S. Pétursdóttir
íslenskar konur hafa haft erfíð
verkefni að glíma við þessa öldina.
Með breyttum búsháttum hvarf
maðurinn af heimilinu og rekstur
þess varð að mestu í höndum kon-
unnar. Menntun varð æ þýðingar-
meiri fyrir afkomumöguleika
fjölskyldunnar og piltum því beint
á menntabrautir. Hefðbundin
kvennastörf urðu minna metin,
líklega vegna minni skilnings á
þeim en e.t.v. hafði það líka áhrif,
að konur fengu almennt minni
menntun en karlar.
A undanförnum áratugum hefur
hlutur kvenna á menntabrautum
farið hraðvaxandi og þar með áhugi
þeirra á fjölbreyttara starfsvali. Nú
er svo komið, að flestar konur vinna
utan heimilis að hluta til eða öllu
leyti. Konur hasla sér nú í ríkari
mæli völl [ forystustörfum í þjóð-
félaginu. Á þeim hvílir gífurleg
ábyrgð, þær eru fulltrúar kynslóðar
nýrrar verkaskiptingar, þar sem
karlar og konur bera aftur jafna
ábyrgð á tekjum og rekstri heimil-
anna. Þessi nýja stefna boðar
byltingu í fjölskylduháttum og
þjóðlífí almennt. Til þess að vel til
takist þurfa báðir makar að samein-
ast um að ná góðu jafnvægi milli
heimilis og fjölskyldu annars vegar
og kreQandi atvinnulífsins hins veg-
ar. Síðast en ekki síst verður að
gæta þess að hafa aflögu stundir
til að njóta allra þeirra lífsundra,
sem Guð hefur gefíð.
Einn besti fulltrúi kvenna á þess-
um breytingatímum er nú snögg-
lega horfín úr okkar röðum. Kristín
Ingvarsdóttir var lýsandi dæmi um
hvernig konan vinnur sér sess f
nútíma atvinnulífi, án þess að jafn-
réttisbaráttan halli á hitt kynið eða
fjölskylduna.
Kynni okkar hófust þegar í
menntaskóla, og þótt árgangur
væri á milli okkar hindraði það
ekki góða vináttu í félagsstarfi. Þar
áttum við ánægjustundir í leik og
söng. Kenndi ég þegar þá eigin-
leika, sem Kristín aetíð bar með
sér, umhyggju og hlýju, traust,
sjálfstæði og einstæða hæfni til að
gleðjast með öðrum og annarra
vegna.
Kristín hafði hug til frekara náms
eftir stúdentspróf 1966, en atvikin
höguðu því þannig, að leið hennar
lá beint út í atvinnulífíð. Var þeim
fengur að, sem nutu starfskrafta
hennar. Árið 1969, á miklum breyt-
ingatímum í kennsluháttum
Háskóla íslands var Kristínu falið
mikið uppbyggingar- og skipulags-
starf sem verslunarstjóri í Bóksölu
stúdenta. Þrátt fyrir amstur þess-
Sjá næstu síðu.
Stórbflaþvottastöðin
Höfðabakka1,sími 688060
VIÐ ÞVOUM
JEPPA, SENDIBÍLA, VÖRUBÍLA, RÚTUBÍLA,
STRÆTISVAGNA, OLÍUBÍLA, VÖRUFLUTNINGA-
BÍLA, GÁMAO.FL.
EINNIG VENJULEGA FÓLKSBÍLA.
Verðið er ótrúlega hagstaett.
IXIotadir bllar til sölu
SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ:
MAZDA 323 GLX 1.5L, 3ja
dyra árg. ’86. Ekinn 24
þús. Verð 420 þús.
LANCIA THEMA i.e., 4ra
dyra, sj.sk., árg. '87. Ekinn
9 þús. Verð 860 þús.
MAZDA 323 1.6 GTi, 4ra
dyra, árg. '86. Ekinn 30
þús. Verð 530 þús.
MAZDA 323 station, 1.3L,
árg. ’87. Ekinn 22 þús.
Verð 440 þús.
MAZDA 323 GLX, 1. 5L,
4ra dyra, árg. '87. Ekinn 5
þús. Verð 490 þús.
MAZDA 626 GLX, 2 OL, 5
dyra, árg. '85. Ekinn 45
þús. Verð 500 þús.
MAZDA 626 GLX, 2 OL,
4ra dyra, sj.sk., árg. '87.
Ekinn 6 þús. Verð 640 þús.
MAZDA 626 GLX, 2 OL, 5
dyra, sj.sk., árg. ’87. Ekinn
16 þús. Verð 640 þús.
MAZDA 929 GLX, 4ra
dyra m. öllu, árg. ’87. Ek-
inn 11 þús. Verð 900 þús.
MAZDA 626 GLX, 2 OL,
4ra dyra, sj.sk., árg. '86.
Ekinn 26 þús. Verð 560
þús.
Fjöldl annarra bfla á staönum.
Oplð laugardaga f rá kl. 1 -S.
BÍLABORG HF.
FOSSHÁLSI 1,S. 68-1299.