Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987
fclk f
fréttum
Rambó er einmana og dapur
þessa dagana.
Hann er óskup dapur og ein-
mana þessa dagana hann
Sylvester Stallone og segist sakna
Gittu sinnar. „Ég er eins einmana
-og Rambó, líf mitt er álíka gleðis-
nautt. Ég er alltaf umkringdur
lífvörðum mínum og hef ekki sam-
band við neina aðra að heitið getur,"
segir hann.
Nokkuð er nú um liðið síðan þau
hjónin skildu og hefur Gitta
blómstrað síðan hún losnaði úr
fjötrum hjónabandsins. Þau hjónin
munu vera sammála um að það
hafi verið orðið helvíti líkast, en
engu að síður vill Sylvester fá Gittu
til baka. Hún hefur ekkert látið
hafa eftir sér um ummæli fyrrum
eiginmanns síns og lifir í lystisemd-
um praktuglega. Fyrst eftir skilnað-
inn leitaði Stallone sér huggunar
hjá fegurðadísum og kókaínsmygl-
urum, en hefur nú snúið baki við
þeim og grátbænir sína fyrrverandi
um að koma til sfn.
„Heyrðu mig, það er verið að spila uppáhaldslagið okkar.“
Þeir voru grafalvarlegir á svip
félagarnir, með brilljantíngreitt
hárið og sólgleraugu af dekkstu
gerð.
DAN SMENNING
Morgunblaðið/ Bjöm Haraldsson
Eitthvað hefur hún ruglast i dansfræðunum, stúlkan, eða dansar maður indverskan Hans við „La Bamba"?
Snertur
af
Grease-
æði
w
Ikjölfar kvikmyndarinnar „La
Bamba“ hefur gamla góða rokk-
æðið skotið upp kollinum á nýjan
leik. Nú á dögunum hélt Nemenda-
félag MH „Grease"— ball í Útópíu
og þar voru þessar myndir teknar.
Margt var um manninn á ballinu
og mátti sjá marga í fatnaði og
hártísku sjötta áratugarins.
RABBAÐ VIÐ PÉTUR ÞORBJÖRNSSON í FAXAMARKAÐNUM
Þeir sögðu að það væri kannski
pláss fyrir mig á Alþingi
að voru fáir á ferli föstudags-
morguninn sem Fólk í fréttum
brá sér í Faxamarkaðinn til að fylgj-
ast með fískuppboðinu sem er þar
daglegur viðburður. Ætlunin var að
spjalla aðeins við Pétur Þorbjörns-
son, gamlan togaraskipstjóra, en
hann býður upp fiskinn og hefur
gert allar götur síðan uppboðin í
Faxamarkaðnum hófust, fyrripart
sumars. „Elskan mín, þú átt ekkert
að vera að tala við mig, ég er bara
eins og hver annar verkamaður hér,“
sagði hann þegar hugmyndir um við-
tal voru fyrst reifaðar við hann.
Hann bætti þvf við að það hefðu
verið frekar fáir að kaupa í þetta
sinn, þó að föstudagar hefðu stund-
um komið vel út. Fyrripartur vikunn-
ar væri bestur, þá væri verðið hærra
og svo mætttu fleiri.
Finnst þér ekkert erfitt að standa
hér uppi á morgnana og kalla yfir
mannskapinn, kemur það aldrei fyrir
að eitthvað fari úrskeiðis, var fyrsta
spumingin til hans.
„Nei, nei og ég hef ekki tekið eft-
ir því en viðskiptavinimir verða
kannski varir við það. Maður sér það
á brosinu ef eitthvað hefur farið úr-
skeiðis, en ég held að það gerist
mjög sjaldan. Hér kom þó einu sinni
maður á uppboð og bauð í fiskinn.
Hann var búinn að bjóða í þrjár stæð-
ur þegar farið var að athuga hann
og þá hafði hann ekki lagt inn neina
bankatryggingu fyrir þvi sem hann
var að kaupa, heldur lagði hann inn
ávísun sem engin innistæða fannst
fyrir. Við urðum náttúrulega að bjóða
fiskinn upp aftur og þá fór hann á
mun hærra verði."
Hef aldrei áður unnið í
landi
Nú hafa heyrst sögur um mann sem
var að klóra sér í, höfðinu með skilt-
inu og vissi ekki fyrr en honum
voru slegin nokkrir kassar af karfa,
gerðist þetta hjá ykkur?
„Ekki hjá okkur, en það hefur
komið fyrir að ég hef haldið áfram
að telja og menn hafa haldið spjald-
inu á bringunni. Þá hef ég auðvitað
byijað að telja upp á nýtt, en við
höfum ekki látið þá taka fiskinn
heldur áminnt mennina um að halda
spjöldunum á lofti. Við emm enga
stund að laga svona mistök."
Hvað gerirðu annað en að bjóða
upp?
„Allt sem til fellur hér í húsinu,
ég tel héma og svo er ég bara eins
og hver annar verkamaður. A dag-
inn fylgist ég með þegar er verið
að setja í kör og sé um að það sé
gert sómasamlega. Fiskurinn er
fluttur hingað á bflum frá Granda
og settur inn í stæðumar.
Hingað er ég mættur klukkan
hálfsjö á morgnana, það er ekkert
nýtt fyrir mér að vakna snemma,
áður en ég byxjaði hér var ég tog-
araskipstjóri og þá var ég jafnvel
vakandi allan sólarhringinn. Ég hef
aldrei unnið í landi áður.“
Hann var þá spurður hversvegna
hann hefði verið settur í að kalla
upp, er hann kannski svona mál-
glaður? Ekki vildi hann viðurkenna
það, sagði að þá hefði vantað upp-
boðshaldara, „þegar ég réði mig
hingað var ég spurður hvort ég vildi
ekki taka þetta að mér. Ég sagðist
skyldi gera það svona til reynslu
og hef hangið í þessu, ekki veit ég
hvað gerðist ef ég myndi hætta si-
svona.“
Hveijir em það sem hingað koma?
„Þetta em yfirleitt alltaf sömu
mennimir, sumir em eingöngu með
karfann og aðrir með þorskinn, nú
og svo era náttúmlega fisksalamir
þeir kaupa aðallega ýsu og kola.
Hinir em frá frystihúsunum á Suð-
vesturhominu og smáverkendur,
þetta era menn vestan af Snæfell-
nesi og alla leið austan frá Þorláks-
höfn.“
Finnst þæg’ilegra aö
kalla tölurnar upp
Erað þið í Faxamarkaðnum í sam-
kepgni við markaðinn í Hafnarfirði?
„Ég held að það sé aldei hægt
að komast hjá því að það sé ein-
hver samkeppni, en ekki að það
skapi neina illsku. Þeir hafa meiri
Morgunblaðið/Bjami
„Tuttugu og þrjár, tuttugu og þijár og fimmtiu, tuttugu og fjór-
ar..“ Pétur býður upp í Faxamarkaðnum. Við tölvuna er Ólafur E.
Ólafsson.
„Ég tel héraa og síðan er ég eins og hver annar verkamaður," seg-
ir Pétur Þorbjömsson.