Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 11 Raunsæi og kímni Myndlist Bragi Ásgeirsson Á sýningunni UM á Kjarvals- stöðum árið 1983 sýndi óþekktur Akureyringur nokkrar myndir sem athygli vöktu og þóttu minna sterklega á myndstíl Errós. Nú hefur þessi ungi maður, Lýður Björnsson að nafni, komið upp sýningu í vestri gangi Kjarv- alsstaða og sýnir þar 19 málverk. Það hafa orðið allnokkrar breyt- ingar á myndum hans frá fyrr- nefndri sýningu og þannig rétt glittir í áhrif frá Erró á stöku stað. En í stað þess eru komin önnur áhrif frá ýmsum ofurraun- sæismálurum eins og t.d. Aust- urríkismanninum Hellnwein. Þegar þess er gætt að Lýður er einungis kvöldskólalærður í myndlistinni verður tæknilegur árangur hans að teljast verður allrar athygli. En stefni menn á ofurraunsæi eins og það gerist sannast í heiminum í dag kostar það eðlilega margfalt meiri þjálf- un en hægt er að fá í kvöldskóla. Það kemur greinilega fram í vinnubrögðum Lýðs, að hann á ýmislegt eftir ólært tæknilega séð þrátt fýrir að margt sé vel gert. Hugmyndaheimur Lýðs er um margt óþroskaður og bamalegur þótt smellinn geti virst í fyrstu — ekki nægilegur broddur kímninni. Lýður virðist einna helst vera að segja launkímna smásögu í hverri einustu mynd sem hann málar og á þann hátt að frásagn- arlegt og leikrænt innihald myndanna vekur hjá skoðandan- um jafnvel meiri heilabrot en myndræn útfærsla þeirra. Sumt í myndum Lýðs minnir á súrrealisma, svo sem málverk „Vinnufat gömlu vændiskonunn- ar“, sem er í gerð sinni heillegasta verkið á sýningunni, frásögnin klár og umbúðalaus í hijúfleika sínum. Hvemig sem á allt er litið er Lýður Bjömsson ákaflega kynleg- ur kvistur á vettvangi íslenzkrar málaralistar, sem verður næsta fróðlegt að fylgjast með í framtí- ðinni. Hremmingar á ögurstund Myndlistarkonan Jóhanna *■ Kristín Ingvadóttir er einn þeirra p| ungu málara sem vakið hafa at- hygli og umtal á síðustu ámm. Jóhanna hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörg- um samsýningum og nú er hún fram til 24. nóvember með litla sýningu á nýjum málverkum í Gall- erí Borg við Pósthússtræti. Það hafa ekki orðið neinar stökkbreyt- ingar á myndstíl Jóhönnu síðan hún kom fyrst fram opinberlega en myndstíll hennar þróast þó með jöfnum og hægum stígandi. í augnablikinu og eftir þessum myndum i Gallerí Borg að dæma þá er það hin svonefnda tilvistar- kreppa sem á hug hennar allan og á það ekki aðeins við um dimma og þungbúna liti, sem hún er þekkt fyrir að nota óspart heldur og einn- ig yfírbragð myndanna sem er í Undir regn- boganum í Hafnargalleríi, Hafnarstræti 4, stendur nú yfír sýning á klippi- myndum úr heimi sagna og ævintýra sem ómaksins vert er að sjá og skoða. Er hér um að ræða 30 klippi- myndir eftir Ragnheiði Gests- dóttur, sem löngu hefur getið sér gott orð fyrir lýsingar bóka. Ragn- heiður hefur tekið einfaldleikann og skýra framsetningu mynd- rænna atriða í þágu sína við myndlýsingar, hafnar fullkomlega allri tilgerð, flóknum tæknibrellum og grófum ýkjum. Aðallega fæst hún við myndskreytingar bania- bóka enda er sýningin tileinkuð bömum, sem þó æskilegast er að séu í fylgd með fullorðnum svo sem það heitir! Og í raun er þetta sýning fyrir böm á öllum aldri, opin og fölskva- laus og þannig frá henni gengið að hún hlýtur að koma við hjartað á margri hrifnæmri sálinni. Myndir Ragnheiðar eru í óvenju listrænum búningi og má nefna Ragnheiður Gestsdóttir hér myndaraðir eins og t.d. „Sköp- unin“, „Þumalína“ og „Næturgal- inn“ en tvær síðastnefndu myndaraðimar em gerðar við æv- intýri H.C. Andersen. Hvort sem Ragnheiður notar einfalda og hófsama liti eða spenn- ir þá upp, samræmir hún þá með miklum ágætum — hefur hér litróf- ið fullkomlega á valdi sínu. Það er eiginlega alveg sláandi hve rök- rétt Ragnheiður er í vinnubrögðum sínum og víst er að hér getur margur lært af, — gengið í smiðju hennar með dtjúgum árangri því að myndimar eru svo blessunar- lega lausar við alla sýndarmennsku og tilbúin ofnotuð formmynstur. Og þó er naumast hægt að kalla myndir hennar frumlegar í sjálfu sér en þær eru svo bamslega fersk- ar og vel útfærðar að myndmálið hrífur í hæsta máta... Jóhanna Krístin Ingvadóttir bölmóðara lagi. Ekki þarf þetta beinlfnis að bera vott um þunglyndi heldur einfald- lega mikla ást á þessu mjmdefni og litatónum. Svart er og mögulegt að nota án þess að það skírskoti til þunglyndis og persónulegra hremminga svo sem allir málarar vita. Þegar best lætur magnar Jó hanna fram dulúðugan ófreskan seið, sem af öðrum heimi og þó eru myndir hennar mjög svo jarðbundn- ar og nálægar okkur í tíma og rúmi. Myndefni sitt sækir Jóhanna í nánasta umhverfi sitt hveiju sinni og stílfærir það á sinn sérstaka hátt og þannig má segja að þær séu að meira og minna leyti sjálf- hverfar. Þetta kemur vel fram í myndunum „Afturhvarf" (1) og „Á báðum áttum" (7), sem er úti í glugga. Ein myndanna „Setið á stólnum" (2) minnir merkilega mik ið á Emst Ludvig Kirchner, hinn ágæta málara „Die Briicke“-hóps- ins en litimir eru fullkomlega listakonunnar enda virðist mér þetta framar öðru ósjálfráð tilviljun. Mjmdin „Stúlka með ávexti" er mjög vel máluð og sýnir ýmsar af bestu hliðum Jóhönnu og það gerir einnig stærsta myndin á sýningunni „Á ögurstundu" (10) sem komin í rétt umhverfi myndi trúlega eflast að áhrifum. Þótt ekki séu nema ellefu mynd- ir á þessari sýningu þá býr hún yfir krafti, sem verður meiri við nánari skoðun og magnast við end- urteknar heimsóknir í sýningarsal- inn... Leður LUX Þýsku homsófamirog sófasett- in í leður-lúx efnunum eru * komin aftur á hreint ótrúlega láguverði. Sjáið til dæmis sófasettið tiérá myndinni tegund: Padúa 3+2+1. Það kostar kr. 69.860.- Fæsteinnig 3+1+1 ákr. 64.180.- Í7fallegum litum. Það borgar sig að líta til okk- arstraxídag. Utborgun með Visa og Euro í 12mánuði. húsgagnaAöllin REVKJAVlK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.