Morgunblaðið - 20.11.1987, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
13
Lævislegt ofbeldi
eftirBaldur
Ingólfsson
„Hávaði er ofbeldi“ stendur í
Hugleiðingum um hávaða á 71. síðu
Morgunblaðsins 12. nóvember og
er þar auðvitað átt við hávaða, sem
er framleiddur sjálfs sín vegna. Af
fleiri greinum í sama blaði, bæði í
dag og áður, er auðséð, að mönnum
er loksins nóg boðið, og það er
mikið fagnaðarefni, að nú hillir
undir stofnun samtaka um hávaða-
vamir.
Það er ekki ætlunin að ijalla hér
um þá hávaðamengun, sem allir
þekkja og hijáir menn allt of víða,
heldur lævíslegt ofbeldi, sem
símnotendur eru beittir og þeir eru
vamarlausir fyrir. Það gerist nefni-
lega æ oftar, þegar hringt er í síma
og hefur verið svarað, en bið verður
á að símtalið heíjist, að í gang fer
í símanum einhvers konar sjálfvirk
spiladós, sem hljómar afar óþægi-
lega. Stundum virðist hún eiga að
spila lag, en það er jafnan svo falskt
og hjáróma, að símnotandinn flýtir
sér að leggja á. Þetta veldur tíma-
sóun, því að í flestum tilfellum þarf
að hringja aftur í von um að losna
við þetta sjálfvirka apparat, en það
er tilvfljun, hvort það tekst. Svona
spiladósarglamur er ekki einungis
hvimleitt vegna ljótleika síns, held-
ur er það líka truflandi fyrir þá, sem
em búnir að búa sig undir símtal
og þurfa að einbeita sér að því, oft
með gögn til að styðjast við fyrir
framan sig.
Hvaða hlutverki er þessu spila-
dósarfargani ætlað að gegna? Er
engin leið til að losna við þennan
flanda? Ef til vill er þetta aðeins
eitt dæmi í viðbót um þær gervi-
þarfir, sem íslendingar em svo
ginnkeyptir fyrir og láta troða uppá
sig hugsunarlaust.
Ur því að ég er að tala um síma:
Er ekki tími til kominn að fólk taki
almennt upp þann sið að kynna sig
í síma? Hafa menn ekki tekið eftir
því, hve óþægilegt er að tala við
fólk, sem maður veit engin deili á?
'Ef símnotanda, sem hefur kynnt
sig, verður það á að vitja nafns
viðmælanda síns, em viðbrögðin
iðulega eins og í sögunni um bónd-
ann, sem ferðamaður kom til og
kynnti sig fyrir sem Sigurð Jóns-
son, en bóndi svaraði: „Það getur
vel verið að þú heitir Sigurður og
sért Jónsson, ég þekki þig ekki.“
Höfundur er menntaakólakennari
eindabúnaður
íeindaviikiun
ÁhugatólKum
Þannig er hægt aö búa til
*nHlibmtæ"ian'a?na,a
: Æ
• BttevandSn-n“™m
I ^gSunandthWtsem _
I hægteraöveijaur.
• rateinda-
Fullkomin
■ á ýmsum
SS'Smtn^mum
leiðbeiningum.
Hér er kjörið gaman fyrir
virkjann á heimiiinu. F‘,l'
setttilsamsetningar
rafein<—
leiðbeiningum.
Aitt sem þart er ahu<
Þetta er Kjorio
tó m stu n d ag am a m
skammdeginu. s
.UTAVERSLUN " SÆTÚNI 8-
sattotótyM*
VUTINGAHAIIARVEISLIIR
í DOMIIS
MEDICA
* , ? m
Veitingahöllin hefur nú tekið að sér rekstur
salanna í Domus Medica og getur nú boðið
viðskiptavinum sínum uppá glæsilega að-
stöðu fyrir 50-250 manna veislur og
mannamót.
í Domus Medica sem og í Veitingahöllinni
sjálfri í Húsi verzlunarinnar er eingöngu
boðið uppá fyrsta flokks mat og þjónustu á
öllum sviðum:
ÁRSHÁTÍÐIR
BRÚÐKAUPSVEISLUR
SÍÐDEGISBOÐ
ERFIDRYKKJUR
AFMÆUSVEISLUR
RÁÐSTEFNUR
HÁDEGISFUNDI
ALMENNAFUNDl
GLÆSILEGTÚRVALAFVEITINGUM
MARGSKONAR HLAÐBORÐ
BLÖNDUÐ HLAÐBORÐ
FISKIHLAÐBORÐ
STEIKARHLAÐBORÐ
SMURT BRAUÐ
PINNAMAT
HEITIR RÉTTIR EFTIR VALI
JÓLATRÉSSKEMMTANIR
Tðkum nú við pöntunum á jólatrésskemmtanir
íDomusMedica.
DOMllS MEDICA
Símar 685018-33272.