Morgunblaðið - 20.11.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.11.1987, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 n VÖRUÞRÓUN - MARKAÐSSÓKN - Rekstrartaeknideild ITÍ gengst fyrir námskeiði í vöruþró- un og markaðssókn. Kennd verða kerfisbundin vinnu- brögð við vöruþróun, aðferðir til mats á markaði, leiðir til að laða fram hugmyndir og meta þær og hvernig gera á framkvæmdaáætlun. Tími: 23.-25. nóvember kl. 8.30-12.00 alla dagana. Staður: Hótel Holiday Inn, minni fundarsalur. Fyrir hverja: Stjórnendur og starfsmenn sem bera ábyrgð á framkvæmdastjórn, hönnun og þróun, fram- leiðslustjórn og markaðsmálum. Skráning: í síma 91-687000. Ath.: Takmarkaðurfjöldi þátttakenda. Leiðbeinendur: Haukur Alfreðsson og Jens P. Kristinsson frá Iðntæknistofnun. Kostnaður: Kr. 11.900 pr. þátttakanda. Fyrirtæki, sem senda fleiri en einn, fá 25% afslátt. Innifaldar eru veitingarog öll námsgögn þ.m.t. nýút- komin bók frá Iðntæknistofnun um vöruþróun. IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Þyrnigerðið hóf sig hátt eftirÁsgeir Jakobsson Þymirósuævintýrin eru mörg og til í ýmsum útgáfum og auðvitað hlaut að koma að því, að í ein- hverri þeirri útgáfu gerðist það, sem alla tíð hefur sýnzt eðlilegast í því ævintýri, að prinsinn snaraði sér uppí hjá Þymirósu. Það varð íslenzk útgáfa. Kristján Ragnarsson, sem sendur var inní þymigerðið til að vekja Þymirósu og hrífa hana útúr gerðinu, háttaði hjá henni. Þar liggja þau nú bæði með breytt upp- yfír haus og gerðið vex með hraða kringum þau. Og nú er allt verra en var. Prinsinn er harðskeyttur og vopnfímur og það getur kostað mörg mannslíf að losa Þymirósu úr faðmlögum hans, fyrst prinsinn náði að spenna þessa holdgóðu mey örmum og þau urðu eitt. Það var sjónvarpsþáttur á dögun- um, þar sem riddarar smábátaút- vegsins hleyptu fákum sínum á þymigerðið, því að þeir eru menn ógætnir — og eiga eftir að læra af reynslu, heyrðist Þymirósa tauta undan brekáninu. Reynslufískirí er víst ein tegund Framsóknarfískirís, skylt viðmiðunarbúskap bænda nú. Trillukarlamir þeystu á þymi- gerðið einn af öðrum og hjuggu grein og grein, en þess sá ekki stað á gerðinu og Þrynirósa hélt ró sinni, deplaði ekki lokbrá. Svo gerðust óvænt tíðindi. Einn trillumannanna, fyrirliðinn, hætti að höggva af greinar og reisti sig í sessinum og sagði hátt og snjallt: „Þetta dugir ekki, piltar, við verðum að ryðja burtu gerðinu, það er hið eina sem gildir. Það er kvóta- gerðið, sem hefur komið okkur í þennan vanda og við losnum ekki úr honum nema ráðast á sjálft þymigerðið með jarðýtu. Það er klárt að vandræði okkar nú verða í bezta falli leyst með nýjum vand- ræðum. Þymigerðið er kerfísflælqa, þar sem vandræði eru leyst með vandræðum. Og þetta kerfisgerði, fullt af þymum, veldur því að við sitjum hér og veltum vöngum yfir skiptingu á köku, og ekki aðeins við, heldur her manns á fískiþingi og í sölum Alþingis." Nú skyldi maður halda, að allir riddaramir hefðu hrópað húrra, en það var ekki, heldur ríkti alger þögn. Þá rankaði ég við mér. Ójá, það er strax komið svona, þeir eru fam- ir að lifa í kvótatryggingunni. Heldur kvóta, þó lítill sé, en áhætt- una, samkeppnina. Ég færðist nokkra áratugi aftur í tímann, því að ég er einn af þeim fáu mönnum, sem enn eru ofar foldu og muna að til var annað ísland og önnur þjóð en nú er og á því landi týndu var hart deilt um skiptingu á köku. Þá var ekki um sjávarútveginn að ræða, þar var engu að skipta, hann var látinn úreldast, og róa vanbúinn að veiðarfærum, selja fisk sinn fyr- ir falskar krónur, megnið af físki- flotanum komst ekki út til veiða nema blávertíðina, vegna fjár- magnsskorts og skulda og gaf flotinn sig loks upp sem gjaldþrota (skuldaskilasjóður 1935). Allur skipafloti landsmanna, far- skip, togarar, bátar með öllum búnaði og veiðarfærum, var þá Ásgeir Jakobsson „Kvótakerf i leiðir af sér, líkt og áður í verzl- uninni, stöðnun í sjáv- arútvegi, menn hætta að leita leiða til aukinna afkasta og fjölbreytni. Sú hagkvæmni, sem boðuð er með kvóta- kerfi, er samdráttar- hagkvæmni og sú atvinnugrein, sem fer að hagkvæmni niður á við, er undirorpin upp- dráttarsýki og það getur reynzt erf itt að snúa þeirri þróun við.“ (1934) jafnvirði búfénaðar í landinu. Það var sem sé engu að skipta hjá sjávarútveginum þá, heldur Sión er sögujikari 1 Vi “ Við viljum minna á gífurlegt úrval af klassiskri tónllst á hljómplötum, kassettum og geisladiskum I verslunum okkar Verslun okkar í Kringlunni er bókstaflega troðfull af klassík Sendum í póstkröfu slmi 29544 Borgartúni 24, Laugavegi 33 og Kringlunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.