Morgunblaðið - 20.11.1987, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
Júgóslavía:
Ríkisstjórnin hvött til að
endurskoða aðgerðirnar
— vegna verkfalla og ólgu meðal verkamanna
Reuter
Heilsað að hætti innfæddra
Anna Bretaprinsessa hefur undanfarna þijá daga verið á ferða-
lagi um Thailand. Á miðvikudag heiðraði hún með nærveru sinni
flóttafólk frá Laos, sem dvelst í búðum í norðausturhluta Thai-
lands. Svo sem myndin sýnir þótti prinsessunni við hæfi að
heilsa viðstöddum að hætti innfæddra.
fyrradag, hvöttu þeir til, að alríkis-
stjómin endurskoðaði hug sinn til
efnahagsaðgerðanna. Felast þær
fyrst og fremst í launa- og verð-
stöðvun en þó ekki fyrr en að
undangenginni 70% hækkun eða
„leiðréttingu" á verði helstu nauð-
sjmja. Ríkisfréttastofan Tanjug
sagði, að komið hefði til verkfalla
á 12 stöðum í Makedóníu og víða
lét héraðsstjómin undan og veitti
verkamönnum kauphækkun. Vegna
þess em margir famir að efast um
árangurinn af efnahagsaðgerðun-
um.
Zivko Serafimovski, aðstoðarat-
vinnumálaráðherra í Makedóníu,
sagði í gær, að lágmarkslaun verka-
manna yrðu hækkuð úr 39.500
dínörum, rúmum 1.100 ísl. kr., í
84.000, rúmlega 2.400 ísl. kr. Sagði
hann, að þetta væri fyrst og fremst
gert með hagsmuni þeirra lægst-
launuðu í huga og skoraði jafnframt
á alríkisstjómina að flýta fyrir að-
stoð við Makedóníumenn, sem væru
snauðastir allra landsmanna.
Auk launa- og verðstöðvunarinn-
ar var gengi dínarsins fellt um
nærri fjórðung til að ýta undir auk-
inn útflutning. Verðbólga í Júgó-
slavíu er nú um 135% og erlendar
skuldir nema 20 milljörðum dollara.
Belgrad, Reuter.
RÁÐAMENN í Makedóníu, fá-
tækasta héraði Júgóslavíu, hafa
beðið Branko Mikulic forsætis-
ráðherra að taka ákvörðun
stjóraarinnar um launa- og verð-
stöðvun til endurskoðunar.
Launþegar i héraðinu hafa
brugðist við efnahagsaðgerðun-
um með verkföllum og mótmæl-
um.
Á fundi, sem leiðtogar kommún-
istaflokksins í Makedóníu héldu í
Mannránið á Spáni:
Ræningjamir láta ekkert í sér heyra
Estepona, Spáni, Reuter.
EKKERT heyrist frá ræningjum
Utlu stúlkunnar, Melodie, á
Spáni. Þeir hafa ekki haft sam-
band síðan á þriðjudag, skömmu
fyrir þann tíma sem afhenda átti
lausnargjaldið. Lækkuðu þeir
lausnargjaldið úr 13 milljónum
Bandaríkjadollara í 5 mUljón
dollara. Litla stúlkan hefur nú
verið í haldi í 11 daga.
Ræningjamir hafa ekki haft
samband við foreldra litlu telpunn-
ar, líbanska auðkýfínginn Raymond
Nakachian og konu hans sem er
kóreönsk, síðan á þriðjudag. Þá
hótuðu þeir að svelta bamið ef
lausnargjaldið ekki yrði greitt.
Einnig lækkuðu þeir lausnargjaldið,
sem þrátt fyrir lækkunina er hið
hæsta sem farið hefur verið fram
á á Spáni.
Svínalijöt
er okkar sérgreln
Komið og kynnist kjötinu okkar
í KRINGLUNNI
KRINGLUNNI
SÍMI689555
Við bjóðum heitan mat í sérflokki allan daginn alla daga.
Nú mælum við með svínasteikum, krydduðum,
kryddlegnum og fylltum, tilbúnum á pönnuna
eða í ofninn.
Sovétríkin:
Boris Yeltsin.
Yeltsin fengið
nýtt embætti
Moskvu, Reuter.
BORIS Yeltsin, sem nýlega var
vikið úr embætti leiðtoga sov-
éska kommúnistaflokksins í
Moskvu eftir að hafa gagnrýnt
flokksforustuna, hefur verið
fengið nýtt embætti innan valda-
kerfisins. Sovéska fréttastofan
Tass skýrði frá því á miðvikudag
að Yeltsin hefði verið skipaður
varaformaður byggingaráðs
Sovétríkjanna, sem jafngildir
stöðu ráðherra.
Að sögn sérfræðinga er embætti
þetta nokkuð valdamikið þó svo
ekki sé unnt að leggja það að jöfnu
við stöðu flokksleiðtoga í Moskvu.
Byggingaráðið samræmir og skipu-
leggur byggingaframkvæmdir í
Sovétríkjunum en eitt helsta bar-
áttumál Yeltsins í sínu fyrra
embætti var að bæta húsakost í
Moskvuborg. Eftir því sem fregnir
herma ávann Yeltsin sér vinsældir
Moskvubúa eftir að hann tók við
embætti flokksleiðtoga þar fyrir
tæpum tveimur árum af Viktor
Grishin, sem hafði orðið uppvís að
spillingu.
Á þriðjudag var skýrt frá því í
Moskvu að Yeltsin hefði verið flutt-
ur í sjúkrahús sökum hjartveiki en
orðrómur hafði verið á kreiki um
að hann hefði safnast til feðra
sinna. Óstaðfestar fréttir herma að
Yeltsin hafí verið fluttur í sjúkrahús
í síðustu viku eftir að hafa verið
kallaður á fund þar sem honum var
tilkynnt að honum hefði verið vikið
úr embætti. Moskvubúar hafa
margir hveijir lýst furðu sinni
vegna þeirrar ákvörðunar flokks-
forustunnar að reka Yeltsin og hafa
borist fregnir af mótmælum þar í
borg sökum þessa.
Bankahneyksli í Noregi:
MiIIjarða króna tap
á hlutabréfabraski
Ösló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins.
VERÐFALLIÐ í kauphöllum víða
um heim hefur orðið til að koma
upp um bankahneyksli í Noregi.
Den Norske Creditbank, DNC,
hefur nú þegar tapað sem svarar
tíl 1.160 miiy. ísl. kr. á verðfall-
inu og á á hættu að tapa 4.640
miljj. ísl. kr. að auki. Tveir yfir-
menn í bankanum hafa sagt af
sér og verðbréfamiðlari verið
rekinn.
DNC hefur keypt mikið af hluta-
bréfum í erlendum kauphöllum og
í mars sl. var ráðinn til bankans
franskur verðbréfamiðlari, sem var
umsvifamikill á markaðnum í Wall
Street. Bankinn setti sjálfur þak á
þessi viðskipti, rúma tvo milljarða
ísl. kr., en þegar upp var staðið kom
í ljós, að hann átti hlutabréf fyrir
nærri 12 milljarða ísl. kr. Eftir verð-
fallið seldi hann hluta bréfanna og
tapaði á því 1.160 millj. kr. og líkur
eru á, að hann tapi 4.640 millj. kr.
í viðbót.
Verðbréfamiðlaranum franska
var sparkað á fundi á þriðjudag en
hann tekur ekki mark á uppsögn-
inni. Segist hann ekki hafa gert
annað en hann fékk fyrirmæli um.
Tveir yfírmenn bankans sögðu af
sér á miðvikuda, þar á meðal að-
stoðarbankastjórinn, og bauðst
aðalbankastjórinn einnig til að segja
af sér þótt hann hafí ekki vitað um
þessi viðskipti. Stjómin bað hann
þó að sitja áfram og komast til
botns í málinu.
Þetta mál hefur valdið mikilli
ólgu innan norska bankaheimsins
og meðal viðskiptavina bankanna.
Þykir það með ólíkindum, að banki,
sem naut jafn mikillar virðingar og
DNC, skuli hafa tekið þátt í braski
af þessu tagi og þá þykir ýmsum
spumingum ósvarað um starfsemi
norska bankaeftirlitsins.