Morgunblaðið - 20.11.1987, Side 33

Morgunblaðið - 20.11.1987, Side 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 Jarðgöng í Ólafsfjarðarmúla: Utboð að loknu forvali Lengstu göng á landinu ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða út framkvæmdir við gerð jarðganga í gegnum Ólafsfjarðarmúla. Væntanlegur verktaki verður valinn í mai næstkomandi að lokinni forvalskönnun en reiknað er með að sprengingar fyrir jarðgöngunum geti hafist síðarihluta sumars. Jarð- göngin ásamt forskálum eru um 3,4 km og verða þetta lengstu veggöng á landinu en Strákagöng og göngin við Oddsskarð eru um 700 metr- ar. Að sögn Hreins Haraldssonar yfiijarðfræðings hjá Vegagerð ríkisins, eru göngin síðasta og jafnframt stærsta verkefnið á óvegaá- ætlun frá árinu 1980 þar sem vegagerðinni var falið að kanna úrbætur á þremur slysastöðum, i Óshlíð, Olafsvíkurenni og Ólafsfjarðarmúla. verðan hluta veggjanna til að styrkja þá,“ sagði Hreinn. Auk jarðganganna verður lagður vegur að göngunum beggja vegna, samtals tæpir 3 km. Gert er ráð fyr- ir að vegurinn og göngin verði um 20 m neðar í Múlanum en núverandi vegstæði og verður munninn í 120 m hæð við Dalvík en í 70 m hæð við Ólafsfjörð. Framtíð Nesfisks hf. í Garði: Hlýir straumar hvetja okkur til áfram- haldandi starfsemi - segir Baldvin Njálsson, einn af eigendum fyrirtækisins Garði. Enn liggur ekkert fyrir hvað olli brunanum i Nesfiski hf. í Garði aðfaranótt miðvikudagsins. Að sögn Óskars Þórmundssonar, lögreglufulltrúa, sem hefur yfir- umsjón með rannsókn málsins hefur ýmislegt komið fram en að svo komnu máli vildi Óskar ekkert tjá sig nánar um málið. Hreinsun svæðisins hófst i býtið i gærmorgun og var unnið við hreinsunina allan daginn. Tæplega tuttugu manns hófu störf í rústum Nesfisks í gærmorg- un og voru mættir flestir þeir karlmenn sem störfuðu við fyrir- tækið, auk nokkurra stúlkna. Þá voru ijórir vörubflar í stanslausum flutningum og einbeittu hreinsunar- menn sér að því að fjarlægja bárujámið af þaki og hliðum húss- ins. Þá má geta þess að björgunar- sveitin Ægir lánaði vörubíl sem hún á auk ökumanns. Hreinsunin gekk mjög vel, hvorttveggja var að góður starfsandi var og veðurblíða. Ejöldi annarra manna var að störfum í rústunum, lögregla kann- aði orsök brunans, menn frá hita- veitunni og rafveitunni voru að störfum, auk fjölda aðila frá trygg- ingafélögum. Oddviti Gerðahrepps, Finnbogi Bjömsson, hafði strax samband við eigendur Nesfisks hf. og bauðst til að veita þeim alla þá aðstoð sem hann gæti. Baldvin Njálsson, einn eigenda BÍL: Listamanna- þing á laug- ardaginn BANDALAG íslenskra lista- manna, BÍL, gengst fyrir lista- mannaþingi laugardaginn 21. nóvember. Þingið verður haldið í B-sal Hótel Sögu og hefst kl. 15.00. Listamannaþing BÍL em haldin annað hvert ár. í þetta sinn er umræðuefnið helgað spumingunni: „Er skapandi vitund í hættu?" Flutt verða framsöguerindi og em ræðu- menn Njörður P. Njarðvík rithöf- undur, Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari, Stefán Öm Stefáns- son arkitekt, Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri og Amór Benónýsson leik- ari. Að loknum framsöguræðum verða fijálsar umræður. Nesfisks hf., stóð fremstur í flokki hreinsunarmanna í allan gærdag. Hann sagði að nú væri 'að kanna leiðir til áframhaldandi fískverkun- ar, Útvegsbankinn hefði boðið eigendunum til leigu fískverkunar- hús, sem hann keypti á nauðungar- uppboði í sumar, Ásgeir hf., og hefðu þeir átt fund með banka- mönnum í gær. Hann sagðist ætla að kanna hvort hægt væri að hefja rekstur á ný í húsnæðiísstöðvarinn- ar hf. sem hann rak fískverkun sína í áður en hann keypti Nesfisk. Baldvin sagði að það virtist sem mjög jákvæðir straumar væm í kringum sig þessa stundina og hann vildi láta reyna á það hvort það væri í raun og vem þannig. Hann sagði að þegar hann keypti þetta fyrirtæki hefði hann fengið synjun frá lánastofnunum og þurft að leggja allt sitt undir. „Nú er okkur ráðlagt að leggja inn umsókni í Byggða- og Fiskveiðisjóð og sjá hvað út úr því kemur. Þá þurfum við einnig að sjá hvaða bætur við fáum fyrir fyrirtækið en á meðan hlýir straumar liggja að okkur emm við bjartsýnir á framhaldið," sagði Baldvin. Arnór Fósturfélag íslands: Ráðstefna um gildi dagvist- ar fyrir börn FÓSTURFÉLAG íslands stendur fyrir ráðstefnu, sem hófst í gær og lýkur i dag, um gildi dagvist- ar fyrir börn. Á ráðstefnuna var boðið fulltrúum frá öllum kaup- stöðum á landinu, pólitískum fulltrúum og norskum fyrirles- ara, Berit Bae. Ráðstefnan er að nokkm leyti undirbúningur fyrir stóra fagráð- stefnu sem félagið gengst fyrir 15. og 16. apríl nk. Markmið hennar verður að auka umræðu um gildi dagvistar fyrir böm og raunar allt samfélagið, að sögn Selmu Dóm Þorsteinsdóttur formanns félagsins. „Við ákváðum," sagði Selma Dóra, „að fá einhvem góðan fyrirlesara á ráðstefnuna frá öðm Norðurlandi sem ynni að vísinda- og rannsókna- störfúm innan dagvistarheimilanna en þeir em fáir. Það varð úr að við fengum Berit Bae, sem er lektor í uppeldisfræði til þess að flytja er- indi um nútímarannsóknir á þessu sviði," sagði Selma Dóra. Hreinn sagði að forvalsgögn með helstu upplýsingum yrðu tilbúin í næstu viku, fyrir innlenda- og er- lenda aðila sem hafa hug á að bjóða í verkið. „Með forvali fáum við upp- lýsingar um væntanlega verktaka„“ sagði Hreinn. „Þeim er ætlað að senda inn upplýsingar um fyrirtækin, reynslu, fjárhagslegt bolmagn, tæki og mannskap. Síðan verða þeir vald- ir úr, sem við treystum til að vinna verkið innan þeirra tlmamarka sem sett em en mannvirkinu í heild á að Ijúka á þremur ámm.“ Endanlegri hönnun verður lokið í febrúar og þá verður verkið boðið út til þeirra verk- taka sem em taldir hæfír að mati Vegagerðarinnar. Jarðfræðikannanir hófust í Ólafs- flarðarmúla árið 1981 og stóðu til ársins 1984 en síðan hefur verið unnið að hönnun verksins og athug- unum á hversu nákvæm staðsetning ganganna ætti að vera. „Það er búið að ákveða alla megin þætti og allar helstu rannsóknir liggja fyrir," sagði Hreinn. „Göng í bergi em 3.130 metrar, en þar að auki em forskál- ar, steypt göng við báða munna og em þeir samtals 265 metrar. Göngin í heild em því um 3,4 kflómetrar." Gert er ráð fyrir einni akrein með útskotum á 160 metra bili, fyrir bfla að mætast við. Sagði Hreinn að umferð um Múlann væri ekki það mikil að hún réttlætti tvöfalda ak- rein. Forskálar verða þó tvíbreiðir og þeim möguleika haldið opnum að sjálf göngin verði víkkuð út í framtí- ðinni. „Búast má við að styrkja þurfi göngin töluvert en það er nokkuð algilt í göngum í okkar bergi. Allar aðstæður em svipaðar í Ólafsfjarðar- múla og vom í Strákagöngum en Oddskarð var nokkuð öðmvisi. Við teljum þetta ekki vera neitt meiri- háttar vandamál og höfum hugsað okkur að notast við steypusprautu sem reynst hefur mjög vel í jarð- göngunum við Blönduvirkjun. Verður steypu sprautað á allt loft og á tölu- 1 NÝI ÍSLENSKI HABITAT MYNDALISTINN ER KOMINN i i I Vinsamlegast sendið mér islenska HABITAT myndalistann. | NAFN HEIMILI X L J habitat er heimiusverslun KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF LAUGAVEGI13 SÍMI 91-625870

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.