Morgunblaðið - 20.11.1987, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
TOLLSKJOL
BREYTING í TOLLAMÁLUM KALLAR Á NÝJA MEÐFERÐ TOLLSKJALA
í tilefni breytinga í tollamálum mun Stjórnunarféiag íslands
halda námskeið um nýja meðferð tollskjala.
Námskeiðin verða í tveimur hlutum: A og B.
A-HLUTI:
Kynningarnámskeið (yfirlitsnámskeið) í nýjungum tollamála.
Fjallað er um tollalög, tollverð og tollverðsákvörðun,
EUR-reglur, nýjar aðflutningsskýrslur, nýja tollskrá (H:S) o.fl.
Mestur tími fer í fræðslu um nýja aðflutningsskýrslu.
ÞÁTTAKENDUR: Námskeiðið er eingöngu ætlað þeim sem
þekkja til tollamála og vinna við tollskýrslugerð.
LEIÐBEINENDUR: Guðrún Ásta Sigurðardóttir, lögfræðingur, KarlGarðarsson,
viðskiptafræðingur og Sveinbjörn Guðmundsson, deildarstjóri.
TÍMIOG STAÐUR: Námskeiðið verður haldið tvisvar:
9. og 10. des. kl. 8.30-12.30 og 9. og 10. des. kl. 14.00-18.00
að Ánanaustum 15.
9.12.
n
B-HLUTI:
16.12.
4 framhaldsnámskeið, sem skipt er niður eftir vöruflokkum.
Nánar verður farið í einstaka flokka nýrrar tollskrár
og H:S númerakerfið.
B 1 MATVÖRUR OG KEMÍSK EFNI.
LEIÐBEINENDUR: Friðjón Margeirsson og Páll Franzson.
TÍMI OG STAÐUR: 16. og 17. des. kl. 8.30-12.30 að
Ánanaustum 15.
B2 TEXTÍL, SKÓFATNAÐUR OG
HÖFUÐFATNAÐUR.
LEIÐBEINANDI: Sveinbjörn Guðmundsson.
TÍMIOG STAÐUR: 16. des. kl. 14.00-18.00 aðÁnanaustum 15.
B3 VÉLAR OG TÆKl.
LEIÐBEINENDUR: Reynir Haraldsson og Kristján Halldórs-
son.
TlMI OG STAÐUR:
18. og 19. des. kl. 14.00-18.00 að Ánanaustum 15.
, B4 ÝMSAR VÖRUR.
LEIÐBEINENDUR: Friðjón Margeirsson,
) Páll Franzson og Sveinbjörn Guðmundsson.
TlMI OG STAÐUR: 18. og 19. des.
kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15.
{ . ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA
TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ.
Stjórnunarfélag íslands
=H1§Í^ Ánanaustum 15 Símj: 62 10 66 F
Minning:
ErlendurPáll Gríms-
son bifvélavirki
Fæddur 12. aprU 1944
Dáinn 12. nóvember 1987
Að kvöldi fímmtudags 12. nóv-
ember lést á Landakoti kær vinur
okkar, Erlendur Páll Grímsson,
langt um aldur fram eftir að hafa
í nokkur ár barist svo hetjulega við
sjúkdóm þann er að lokum lagði
hann að veili að við sem á horfðum
skildum vart það þrek og þann kraft
er honum var gefínn.
Palli var fæddur í Reykjavík 12.
apríl 1944 og ólst upp hjá foreldrum
sfnum, þeim Helgu Valtýsdóttur og
Grími Pálssyni ásamt yngri bróður
sínum Valtý. Pjölskyldan var mjög
samhent en hefur nú misst svo
mikið. En góðar minningar eru
huggun þeim er eftir standa.
Palli kvæntist ungur Marít Dav-
íðsdóttur og eignuðust þau son,
Grím Helga, fæddan 7. desember
1967, hann stundar nú nám í við-
skiptafræði við Háskólann. Palli og
Marít slitu samvistum en góður vin-
skapur var ávallt á milli þeirra og
mikið samband milli þeirra feðga.
Síðustu misseri bjó Palli í
Grindavík ásamt sambýliskonu
sinni, Kolbrúnu Einarsdóttur. Hún
hefur staðið sem klettur við hlið
hans í gegnum þessi erfíðu veik-
indi. Palli lærði bifvélavirkjun hjá
Heklu og vann þar nánast allan
sinn starfsaldur. Það var mjög gam-
an að sjá Palla vinna. Snyrti-
mennska og skipulagshæfíleiki var
honum í blóð borin, við kynntumst
því vel er við byggðum saman lítið
fjölbýlishús í Seljahverfí. Það var
stórkostlegt að sjá þegar hann var
að vinna við byggingu íbúðar
sinnar, þar sást ekki ryk, ekki
drasl, þar var engu ofaukið. Það
er erfitt að trúa því að Palli svo
ungur sé ekki lengur á meðal okk-
ar. En hann var vinur sem alltaf
var hægt að leita til og vildi allt
fyrir okkur gera. Hann var kátur í
góðra vina hópi en seintekinn og
ekki fyrir að flíka tilfínningum
sínum. Aldrei heyrðum við hann
kvarta, þó oft hafí verið ástæða til.
Hann var mjög bamgóður og gaf
sér alltaf tíma tii að tala við dreng-
ina okkar og alltaf kom hann á
aðfangadag með pakka til þeirra.
Þetta fínnst okkur lýsa vel hvaða
mann Palli hafði að geyma. Fyrir
langa og góða vináttu er margt að
þakka og minningin um góðan
dreng mun lifa. Við sendum Kol-
brúnu, Grími Helga, Helgu, Grími,
Valtý og öðrum vandamönnum okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Bára og Eyþór
í dag verður kvaddur vinur okkar
Erlendur Páll Grímsson. Við kynnt-
umst Palla fyrir nokkrum árum er
hann kom inn í fjölskyldu okkar
með Kollu.
Margar ánægjustundir áttum við
saman, alltaf var Palli hress og
kátur og tilbúinn að gera öðrum
greiða. Þrátt fyrir sín miklu veik-
indi undanfama mánuði stóð hann
sig eins og hetja. Kvartaði aldrei,
ef spurt var hvað segir þú? Þá var
svarið, „allt þetta fína“.
Elsku Kolla, þú fékkst að njóta
hans alltof stutt, þið sem áttuð svo
margt sameiginlegt. En minningin
um góðan dreng yljar okkur öllum.
Við sendum Kollu, syni hans, for-
eldrum, bróður og fjölskyldu okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.)
Ella og Gaui
Að kvöldi hins 12. nóvember sl.
lést í Landakotsspítala Erlendur
Páll Grímsson eftir langa og ákaf-
lega harða baráttu við illvígan
sjúkdóm. Baráttu, sem fyrir löngu
var séð að endað gat á aðeins einn
veg. En þótt úrslita hafí lengi mátt
vænta svo að segja á hverri stundu
kemur dauðinn sjálfur ævinlega
eins og á óvart, jafnvel okkur eldra
fólkinu, sem þó höfum flest horft á
eftir fjölda ástvina og samferða-
manna, og ættum að vera farin að
þekkja þetta lögmál.
Páll fæddist í Reykjavík hinn 12.
apríl 1944, sonur hjónanna Helgu
Valtýsdóttur frá Seli í Austur-
Landeyjum og Gríms Pálssonar frá
Hjálmsstöðum í Laugardal. Þessi
fallegi drengur ólst svo upp í for-
eldrahúsum ásamt yngri bróður
sínum, Valtý, sem er þremur árum
yngri. Urðu böm þeirra hjóna ekki
fleiri.
Ungur lærði Páll bifvélavirlq'un
hjá Heklu hér í borg, og starfaði
þar síðan svo til óslitið, eða nokkuð
á þriðja áratug. Þar naut hann að
makleikum trausts og vináttu jafnt
Oskar Kortsson
vélvirki — Minning
Fæddur 2. október 1907
Dáinn 11. nóvember 1987
Góður vinur og félagi okkar,
Óskar Kortsson, vélvirki, lést í
Sjúkrahúsi Akraness eftir harða
baráttu við illvígan krabbameins-
sjúkdóm. Ljóst var á síðustu vikum
að hveiju dró, og þó_ ekki hafí veri
um talað veit ég að Óskar gerði sér
grein fyrir því. Það eitt er víst að
undan dauða verður ekki vikist, og
honum fylgir tregi.
Ættir Óskars verða ekki raktar
hér, en hann var fæddur á Selja-
landi í Rangárvallasýslu. Hann fór
ungur til Vestmannaeyja, stundaði
sjómennsku á þeim árum þegar
harka og dugnaður varð að vera
einkenni þeirra sem þessa atvinnu-
grein stunda. Ekki er ólíklegt að
skapferli manna geti mótast af
skiptum við náttúraöflin og svo
hafi verið um Óskar. Við sem hann
þekktum vissum að líkingar má
sækja í snarpt sjólag með hvítfyss-
andi öldum og einnig í mjúka milda
báruna við blikandi sólargeisla sem
leikur við hafflöt. Þannig þekktum
við þennan félaga sem við minn-
umst nú. Ævi Óskars var storma-
söm og átakamikil í ólgusjó lífsins
og ótrúlegt að margur hafí meira
reynt en hann, það vita þeir sem
þekkja.
Við félagamir viljum minnast
samstarfsins úr Sementsverksmiðj-
unni um 25 ára skeið, þar sem
Óskar var lengst af við rennismíði,
við það sem hans hagleiks naut
best við. Við getum flestir okkar
minnst góðra ráða hans, bæði við
bekkinn, við suðutækin og hvemig
verk skal unnið svo smíði geti tal-
ist. Þessi ráð vora gefín með natni
og umhyggju þess er reynsluna
hafði og kunni að miðla.
Glens og gamansögur hafði
Óskar á reiðum höndum og á góðri
stund var unun að hlusta á lýsingar
og hnyttinyrði sem komu fram í
skemmtilegum frásagnarstfl sem
þeim einum er lagið er búa yfír eig-
inleikum sem þessum.
Öllum má ljóst vera að í sam-
starfi sem hér er getið getur að
sjálfsögðu eitthvað kastast í kekki,
en enginn var sá ásteytingur að
hann sé ekki löngu horfínn, og upp-
úr stendur minning um vin og
4